Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 Fréttaritarar AP hafa borið saman bækur sínar um horfurnar í veröld Efnahagurinn yfirleitt góður en olíuverðið setur strik í reikninginn Helztu áhyggjuefni Vestur- Evrópu-þjóðanna eru ótryggt orkuframboð, yfirvofandi kreppa og frekara valdakapphlaup við Sovétríkin á árinu 1980. Við enda síðasta árs voru þessi vandamál öll á döfinni en enn á ný eru varnarmálin í brennidepli. Aðildarlönd Atlantshafsbanda- lagsins samþykktu á fundi sínum í haust að koma fyrir nýjum banda- rískum kjarnorkuskotvopnum á Bretlandi, Ítalíu og í Vestur- Þýzkalandi til mótvægis við nýjar sovézkar eldflaugar. Hollendingar voru á móti þessari ákvörðun og Belgar mjög hikandi svo búast má við að samstarf Vesturlanda gangi ekki alveg snurðulaust fyrir sig á árinu. Á sama fundi lýstu aðild- arlöndin áhuga á frekari samn- ingaviðræðum við Sovétríkin um vopnasamdrátt. Þegar framboð á peningum minnkar dregst iðnaður saman. Það þýðir færri störf í framtíðinni fyrir þá sem eru nú við nám. Framleiðslusamdráttur dregur úr eftirspurn og leiðir til offram- leiðslu í þungaiðnaði. Þegar stál- verksmiðjum var lokað í Frakk- landi og á Bretlandi olli það uppþotum og mótmælaaðgerðum á síðasta ári. í fyrra var Margaret Thatcer kjörin fyrsti kvenforsætisráð- herra Breta. Nú feta ríkisstjórnir annarra landa i fótspor hennar og leitast við að skera niður ríkis- útgjöld en það var aðalbaráttumál hennar í kosningabaráttunni. Er- lendar skuldir Dana eru á við 20% þjóðartekna þeirra. Þeir hafa gripið til þess ráðs að fella gengi krónunnar og hafa rætt lækkun THATCHER — Gaf fordæm- ið um niður- skurð ríkisút- gjalda Efnahagur íbúa Vestur-Evrópu er yfirleitt góður. Helzta áhyggjuefni þeirra nú að loknu 25 ára uppbyggingarstarfi eftir heimsstyrjöldina síðari er hvernig hægt verði að greiða fyrir olíu, hvaða orkugjafar geta leyst hana af hólmi, hvernig halda má yfir- vofandi atvinnuleysi í skefjum og hvort sífelldum verðhækkunum linni nokkurn tíma. Verst er verðbólgan á Bretlandi eða 17,4% þrátt fyrir tekjur landsins af olíunni úr Norðursjónum. Löndin í Vestur-Evrópu lifa og hrærast í kringum viðskipti. Eilíf- ar hækkanir á olíuverði síðastliðin 6 ár hafa haft mikil áhrif á vöruverð og vaxtakjör. Verðhækk- un í einu landanna hefur fljótt áhrif í næstu nágrannalöndum. Olíubirgðir á Ítalíu samsvara aðeins 75—80% eftirspurnar. Ef ekki tekst að fá keypt það sem á vantar er spáð auknu atvinnuleysi eða fjölgun atvinnulausra úr 1.7 milljónum í rúmar 2 milljónir á árinu 1980. Einnig myndi koma til benzínskömmtun og strangar reglur um bílanotkun. rauntekna og strangari skatta- reglur. Evrópskir umhverfisunnendur létu í sér heyra þegar slys varð í kjarnorkuveri á Three Mile Island í Pennsylvaníu síðastliðið ár. Vegna aðgerða þeirra er vafasamt hvort kjarnorka fái að koma í stað olíu sem orkugjafi.- í Vestur- Þýzkalandi töfðu þeir fyrir fram- kvæmdum og í Svíþjóð komu þeir til leiðar þjóðaratkvæðagreiðslu um framleiðslu kjarnorku sem haldin verður í marz n.k. Á Bretlandi sameinuðust umhverfis- unnendur gegn smíði nokkurra nýrra kjarnorkuvera þar. Hryðjuverkamenn vaða uppi á Ítalíu, Spáni og í Tyrklandi en þar hafa 2500 manns látist á síðustu tveimur árum í baráttu hægri- og vinstrisinnaðra öfgamanna. Á Norður-írlandi hafa um 2000 lát- ist á síðustu 10 árum í eilífum átökum. Andstæðingar yfirráða Breta í landinu hafa hótað að hefja að nýju sprengjutilræði í Englandi og „myrða eins marga og mögulegt er“ á komandi ári. DENG — Sífelldar handtökur for- boðnar næði, gefinn kostur á menntun og þeir verða frjálsari til orðs og æðis í stjórnmálum. Mikil ókyrrð hefur ríkt í stjórn- málum landsins síðustu 13 ár og komið róti á líf borgarbúa. Þeir krefjast nú meira en fæðis, fatn- aðar og húsnæðis — þeir krefjast róar og friðar í hversdagslífi sínu. Deng Xiaoping varaforsætisráð- herra Kína hefur komið því til leiðar að stjórn landsins hefur bannað sífelldar handtökur eins og á tímum Maós. Ný lög hafa verið samin til að tryggja rétt ákærðra manna og lofa Kínverj- um að kjósa í fyrsta sinn í sögunni sveitarstjórnir árið 1980 leynilegri kosningu og raða frambjóðendum í öll sæti. Einn mesti vandinn er þó sá að hemja mjög öra fólksfjölgun í landinu. Aætlað er að grípa þurfi til alvarlegra ráðstafana á næstu Iðnvæðingardraumar - Lífskjör eiga að skána — Fólksf jölgunarvandi Takmark Kína nú er að gera þessa fjölmennustu þjóð í heimi sem telur 960 milljónir að iðnveldi á tveimur áratugum. Þær tilraun- ir krefjast mikillar stjórnmála- legrar-, efnahagslegrar og and- legrar orku því landið er mjög fátækt í dag. Snemma á síðasta ári vaknaði kommúnistastjórn landsins af vondum draumi við það að hún hafði farið rangt af stað með því að beina öllum peningum og áætlunum inn á braut þungaiðnaðar. Stefnunni var breytt og næstu þrjú ár verða notuð til endurskipulagningar sem hefur í för með sér mikinn sam- drátt. Næstu 12 mánuðina verður að- aláherzla lögð á landbúnað sem er eðlilegt þar sem að honum starfa um 780 milljónir bænda. Bændum verður séð fyrir nauðsynlegum verkfærum og betri lífskjörum í von um að það hvetji þá til frekari dáða. Beinni aðferðum verður beint að 180 milljónum verka- manna og menntamanna í borgum og bæjum. Þeim verða greidd hærri laun, útvegað betra hús- árum til að koma fólksfjölgun niður í 5 á þúsund íbúa árið 1985 og 0 árið 2000. Öllum ráðum verður beitt til að koma þessu til leiðar — verðlaunum, hvatningu, menntun og sektum. Samskipti Kína við umheiminn gætu aukizt mjög á árinu. Kína hefur byrjað að sækjast eftir aðstoð, lánum og tæknilegri þekk- ingu annarra landa og hugsanlegt er að viðskiptahlunnindi þau sem Bandaríkin og Japan hafa lofað Kína séu upphaf nýs tímabils í viðskiptasögu landsins. SOVÉT 1 ...□ Efnahagur bágur — Glund- roði í iðnaði — Leiðtog- ar komnir að fótum fram Erfitt ár er í vændum í So- vétríkjunum. Frekara kapphlaups í vopnasmíði er að vænta, efna- hagsmál eru í ólestri og ókyrrð ríkir á landamærum landsins eftir innrásina í Afghanistan. Líklega verður staðið við lang- tímaáætlanir um uppbyggingu í húsnæðis- og heilbrigðismálum en sendiráðsstarfsmenn frá Vestur- löndum spá einhverjum sam- drætti í efnahagsmálum. Mikil óvissa ríkir í Kreml vegna hrak- andi heilsu Leonid Brezhnevs for- seta sem er 73 ára. Meðalaldur þeirra sem eiga sæti í æðstaráði Sovétríkjanna verður 70 ár á árinu og Alexei N. Kosygin, for- sætisráðherra, var sagður veikur og kom hvergi fram í allt haust. Stjórn Sovétríkjanna barðist hart fyrir samþykkt SALT II- samninganna og gegn nýjum bandarískum vopnum í Vestur- Evrópu. Hvort tveggja var til einskis og Kreml bíða frekari ótíðindi frá Öldungadeild banda- ríska þingsins. Auk þess verða 572 nýjum bar ‘arískum atómflaugum komið fyri í Vestur-Evrópu á áii. 1 ofnnálag fór Jimmy Car^“»- ijandaríkjaforseti, fram á azkir. útgjöld til varnarmála næstu fimm árin sem kemur sér illa fyrir Sovétríkin. Kreml kann að gera frekari tilraunir til samn- ingaviðræðna um vígbúnað á 9. áratugnum eða ákveða að bæta eigin herbúnað. Hagvöxtur var minni í Sovét- BREZHNEV — Meðalaldur foringjanna 70 ár ríkjunum 1979 en nokkru sinni síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Aukning þjóðartekna var aðeins 2% á árinu. Kornuppskeran var sú minnsta í 5 ár eða 179 milljón tonn. Vestrænir hagfræðingar bentu á, að aukning iðnfram- leiðslu væri að minnsta kosti jafn mikil og í Bandaríkjunum og kenndu slæmum samgöngu- og geymsluskilyrðum um skort á pappírsvörum, áburði og málmi. Engin merki sáust þó þess að stjórnin ætlaði sér að breyta hagkerfinu meira en svo að betr- umbæta gæði á nokkrum fram- leiðsluvörum. Uppreisnarmenn múhameðstrú- armanna í Afghanistan segjast ætla að halda áfram að berjast gegn marxísku stjórninni í land- inu sem Sovétríkin styðja og mikil ókyrrð ríkir í íran. Búist er við að Sovétmenn reyni að hefja að nýju viðræður við Kína á árinu um „eðlilegt samband" ríkjanna en fátt bendir til þess að risaveldin tvö séu að færast í átt að sam- komulagi. Undanfarið hefur stjórnin í Moskvu lýst áhyggjum af hugsanlegu hernaðarsamstarfi Kína, Japans, Suður-Kóreu og Bandaríkjanna og af vopnakaup- um Kínverja í Vestur-Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.