Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1980 47 % AL. Tbe Airline oflsniel 610 HJ'tb Avcnuc, .Xcv>Ybrk, Nth’York Telcp/jone: (ni) 486-1600 kemst hann aldrei upp með. Bíðum bara þangað til starfsfólkið tekur til sinna ráða bæði flug- mennirnir og hlaðfólkið og skrifstofufólkið — honum mis- tekst þetta eins og öllum fyrir- rennurum hans,“ sögðu gamal- reyndir EL AL-menn og alþýða manna fylgdist spennt með því hvað myndi nú gerast. Shavit stóð vissulega andspænis miklu veldi, þar sem voru flug- mennirnir og þeir áttu laun sín bundin í samningum sem tvær ríkisstjórnir höfðu lagt blessun sína yfir og Histadrut, alþýðu- samband landsins, virtist standa að baki þeim. auk þess var sam- dóma álit að ýmsir aðrir starfs- hópar innan fyrirtækisins myndu reynast verulega harðsnúnir. En það er líka samdóma álit nú, að hæfni Shavits, hernaðarkúnst hans og lagni hafi verið vanmetin og þá ekki sízt einurð hans, því að hann flytur mál sitt af miklum sannfæringarkrafti og er einstak- lega lagið að telja aðra á sitt band. Shavit hófst handa með því að boða fulltrúa flugmanna til fund- ar. Og þar talaði hann þá hrein- lega í kaf. Áður en þeir vissu af höfðu þeir samþykkt allt sem forstjórinn bar fram. Einn fulltrúa í samninganefnd flugmanna sagði við blaðið Jeru- salem Post: „Við vorum bókstaf- lega teknir með trompi. Það er ekki hægt að lýsa þessu. Okkur gafst ekkert ráðrúm til að pæla í neinu, það er ekki hægt að kalla þetta samningaviðræður — við vorum kaffærðir í tali ..Og áður en sólarhringur var liðinn var komið samkomulag við flug- mennina. Shavit neri saman hönd- um í ánægju og kallaði næsta hóp á fund, það voru fulltrúar hlað- fólks, sem sagður var að flug- mönnum frátöldum einhver harð- skeyttasti hópur innan fyrirtækis- ins þegar kjaramál voru annars vegar. Það kom líka í ljós að þarna miðaði hægar. Fulltrúarnir reynd- ust erfiðir, öldur risu hátt og mörg orð voru látin falla. Það var ekki Hurvitz fjármálaráöherra haföi hótaö að El Al yröi lokaö á hverri stundu. Avraham Shavit: þykir hafa gert kraftaverk Auglýsinga- herferðin er að hefjast. útlit fyrir að neitt myndi miða. Þá reis forstjórinn allt í einu upp og sagði stuttlega: „Góðir samstarfsmenn. Ég á beztu eiginkonu í heimi og ég er afskaplega hrifinn af henni. Nú ætla ég að fara heim til hennar. Hún er langtum skemmtilegri en þið ... og það borgar sig ekki að vera að þessu röfli meira í bili. Sælir...“ Og hann skundaði út og eftir sátu samningamenn þrumulostnir og ruglaðir í ríminu. Þeim tókst ekki að ná tali af Shavit um kvöldið. Var sagt hann væri upp- tekinn. Fulltrúunum var ljóst að niðurstaða yrði að fást. Og frest- urinn sem fjármálaráðherrann hafði gefið var að renna út. Eitthvað varð að aðhafast. En það var líka ljóst að ef of mikil ærsl og hávaði yrði gæti dottið í Shavit að far^t bara heim til konunnar og skilja allt eftir í lausu lofti. Og þegar næsti fundur var haldinn tveimur dögum síðar var mun meiri ró og friður og Shavit fékk nú verulega að njóta sín og tala. Að þeim fundi loknum voru svo vitanlega undirritaðir samningar. Voru nú flugfreyjur og flugþjónar eftir. Og það gekk eins og hendi væri veifað. Þar með var hættunni bægt frá. EL AL hafði lifað af þessa kreppu og nú var að taka til hendinni. Menn hafa velt því fyrir sér hvernig Shavit hafi farið að þessu. Málið er í hans augum einfalt, að sögn þeirra sem til mannsins þekkja. Hann náði þessum árangri einfaldlega vegna þess, áð hann sýndi samstarfsfólki sínu og und- irmönnum aldrei minnstu andúð né andstöðu. Hann sannfærði þá um virðingu sína í þeirra garð og hann sannfærði þá um að ákveðn- ar aðgerðir væru nauðsynlegar og beinlínis þyldu enga bið ef fyrir- tækið ætti að vera til áfram. Hann lagði á það áherzlu að starfsfólkið gæti kannski unnið eina orrustu, en það myndi hvort eð væri tapa stríðinu ef EL AL legði upp laupana. Og hvar væri þá starfs- fólkið statt? Efnahagsástand í ísrael er ekki beysið, þar sem verðbólgan var yfir 100 prósent síðasta ár og atvinnuleysi hefur vaxið ískyggilega mikið. Síðast en ekki sízt sló hann hæfilega á strengi tilfinninga og föðurlands- ástar. Shavit mun nú á næstunni leggja allt kapp á að bæta orðstír fyrirtækisips út á við með mikilli áróðursherferð. Ekki sízt þarf að breyta afstöðu margra Israela í garð fyrirtækisins, sem hafa smátt og smátt orðið harla nei- kvæðir í garð EL AL. Ef allt fer að líkum lukkast honum það sjálf- sagt eins og annað. Shavit er sabra, þ.e. fæddur í ísrael, nánar tiltekið í Tel Aviv 1927. Hann kom á laggirnar ofna- verksmiðju eftir að hann lauk herskyldu og er það fyrirtæki nú eitt stærsta sinnar gerðar í land- inu og Shavit hefur starfað mikið í samtökum iðnrekenda. Hann er kvæntur — svo sem fram hefur komið. Þau hjónin eiga son og dóttur og tvö barnabörn. h.k. Hvíldarþjálfun (tauga- og vöðvaslökun) • Hvíldarþjálfun losar um streitu, spennu og vöðvabólgu. • Auðveldar svefn. • Síðustu námskeið vetrarins hefjast mánudaginn 4. febrúar og verða haldin í leikfimisal Langholtsskóla og einnig í Breiðholtshverfi. Upplýsingar og innritun í síma 82982. Þórunn Karvelsdóttir. íþróttakennari. EKKERT MERKI LEGT OG ÞÓ! Þessa rhyndavél, AGFA AUTOSTAR X-126 með filmu í, mun handhafi fimmtugustu hverrar litfilmu sem kemur í framköllun til okkar, fá aö gjöf. Tilboð þetta stendur frá 21. janúar til febrúarloka. Framköllum allar tegundir litfilma, á tveimur dögum. Póstsendum. TÝLI h/f Austurstræti 7, s. 10966. Höfum kaupendur að eftirtöldum veröbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 20. ianúar 1980 Innlausnarverö Seölabankans Yfir- Kaupgengi m.v. 1 árs gengi pr. kr. 100.- tímabil frá: 1968 1. flokkur 4.793,07 25/1 ’79 2.855.21 67,9% 1968 2. flokkur 4.507,89 25/2 ’79 2.700,42 66,9% 1969 1. flokkur 3.345,72 20/2 ’79 2.006,26 66,8% 1970 1. flokkur 3.067,41 25/9 '79 2.284,80 34,3% 1970 2. flokkur 2.199,90 5/2 ’79 1,331,38 65,2% 1971 1. flokkur 2.054,87 15/9 ’79 1.539,05 33,5% 1972 1. flokkur 1.791,06 25/1 ’79 1.087,25 64,7% 1972 2. flokkur 1.532,97 15/9 '79 1.148,11 33,5% 1973 1. flokkur A 1.153,99 15/9 '79 866,82 33,1% 1973 2. flokkur 1.062,89 25/1 '79 650,72 63,3% 1974 1. flokkur 733,49 15/9 ’79 550,84 33,2% 1975 1. flokkur 597,81 10/1 '80 585,35 2,1% 1975 2. flokkur 455,66 1976 1. flokkur 432,95 1976 2. flokkur 351,56 1977 1. flokkur 326,52 1977 2. flokkur 273,51 1978 1. flokkur 222,90 1978 2. flokkur 175,92 1979 1. flokkur 148,75 1979 2. flokkur 115,42 VEÐSKULDA- Sölugengi m.v. Nafnvexti BREF:* 34 V2% 1 ár 79 2 ár 70 3 ár 63 4 ár 58 5 ár 54 *) Miöað er viö auöseljanlega fasteign Tökum ennfremur í umboðssölu veöskuldabrét tll 1—3 ára meö 12—34'/i% nafnvöxtum. MÍRKnmGflRdlM ÍIUMDf Hft VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaðarbankahúsinu. Sími 2 05 80. Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.