Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 41 PP Við lifum í neysluþjóðfélagi þar sem karlmenn geta ekki þverfótað fyrir nöktu kvenfólki M (SJA: kynmök meö kaffinu) Frumskógur af mæliglösum, tilraunaglösum og alls konar leiðslum... KRABBAMEIN Rándýrt efni lofar góóu I síðasta mánuði skýrðu banda- rískir vísindamenn frá því, að mjög mikilvægur áfangi hefði náðst í rannsóknum á „interfer- on“, efnasambandi, sem myndast í mannslíkamanum í afar litlu magni og er því rándýrt, en virðist lofa mjög góðu í baráttunni við krabbameinið. Vísindamenn víða um heim keppast nú við það að verða fyrstir til að ráða gátuna um það hvernig interferon virkar og sem stendur hefur Tæknistofnunin í Kaliforníu forystuna í kapphlaupinu. Innan um hálfgerðan frumskóg af mæli- glösum, tilraunaglösum og alls konar leiðslum í stórum kjallara í Pasadena vinnur Caltech-hópur- inn að því að finna hverng erfða- fræðilegri uppbyggingu interfer- on-sameindarinnar er háttað. Ef það tekst, segir dr. Michael W. Hunkapiller, mun það vafalaust leiða til mikillar framleiðslu á efninu, en nú kostar aðeins einn milljónasti úr únsu 1500 dali. Það er mjög mikilvægt krabba- meinsrannsóknum í Bandaríkjun- um og annars staðar að interfer- Pieter Ros í tóbaksbúðinni: selur blíðu 350 harðgiftra kvenna. JAFNRETTISMALIN on-gátan verði ráðin, en í Banda- ríkjunum einum er árlega varið til þeirra tugmilljónum dala. Auk þess hafa stóru lyfjaverksmiðj- urnar mikinn áhuga á þessu máli enda sjá þær hér hilla undir nýtt, afar gróðavænlegt „kraftaverka- lyf“. Interferon er eggjahvítuefni, líkt hormónum að gerð, sem verð- ur til í frumum allra hryggdýra og vinnur gegn veirusýkingu. Það voru brezkir vísindamenn, Alick Isaacs og Jean Lindemann, sem uppgötvuðu efnið í Oxford árið 1957. Interferon hefur áhrif á starfsemi líkamans þegar sýking á sér stað. Það drepur ekki veirurn- ar heldur er það eins konar varðhundur sem lætur frumurnar vita, að nú sé mál að hefjast handa við framleiðslu mótefna. Interferon virðist einnig draga úr vexti illkynja fruma og koma í veg fyrir að þær verði að æxli. Ymsir eru vantrúaðir á ágæti interferons en á síðustu þremur árum hafa læknar í Stokkhólmi, í Houston í Texas og í Kaliforníu skýrt frá mjög góðum árangri í tilraunum með aðeins örlítið af efninu. Rannsóknir á interferon hafa lengi átt erfitt uppdráttar vegna þess hve lítið hefur verið unnt að fá af því. Þar til nú nýlega kom það einkum frá Finnlandi þar sem árlega hafa farið 32.500 blóðlítrar til að framleiða aðeins 100 milli- grömm af þessu eftirsóknarverða efni. — William Scobie. Svissneskar konur sjá fram á betra líf KVENRETTINDAHREYFINGIN hefur ekki náð að festa rætur í Sviss. Samkvæmt lögum landsins getur svissnesk eiginkona ekki opnað bankareikning, nema með samþykki eiginmanns síns, eða undirritað samninga, tekið lán eða ráðstafað eignum sínum. Hún getur ekki einu sinni fengið sér vinnu nema með leyfi eigin- mannsins. Nú hefur ríkisstjórnin samið frumvarp til að ráða bót á þessu °g tryggja jafnrétti beggja hjóna. Samkvæmt núverandi löggjöf, sem er frá árinu 1912, er karl- maðurinn óumdeildur húsbóndi á sínu heimili. Eiginkonunni er ætl- að það hlutskipti að annast heim- ilið og ala upp börnin. Þessi léttvæga staða konunnar var upp- haflega réttlætt með því.að hún hefði ekki sjálfstæði eða reynslu til annars. Eiginmaðurinn hefur einnig ótvíræðan rétt til að ákveða hvar fjölskyldan býr, hvar hann starfar og við hvað. Honum ber ekki að ráðfæra sig við eiginkonuna um slík mál. Hún verður aftur á móti að sanna fyrir dómstólum að það sé nauðsynlegt vegna velferðar fjöl- skyldunnar að hún fái sér vinnu, ef hún gerir það án samþykkis eiginmannsins. Þegar svissnesk stúlka giftir sig Ný löggjöf í bígerð rennur allt sem hún á saman við eignir eiginmannsins og hann hef- ur rétt til þess að ráðstafa sameig- inlegum eignum þeirra að vild. Sá ráðherra í Sviss, sem fer með dóms- og lögreglumál, og hefur samið nýju frumvarpsdrögin, seg- ir að þetta ástand skipi konum á óæðri bekk og sé móðgun við sjálfsvirðingu þeirra. Hin nýja löggjöf mun veita eiginkonunni jafnrétti á við eigin- manninn og jafna ábyrgð. — Norris Willatt. UMFERÐARMAL Níutíu og átta prósent eru andvígir nýju reglugerðinni. Frakkar hafa nánast ein- róma mótmælt lagabókstaf, sem kveður á um, að lágu ljósin skulu notuð í nætur- akstri í borgum. Sams konar lög hafa verið samþykkt í 13 öðrum Evrópu- ríkjum og eru þar álitin drjúg- ur skerfur í átt að auknu umferðaröryggi. Frakkar líta hins vegar allt öðrum augum á silfrið, og telja að hér sé um að ræða svívirðilegt samæri. Hef- ur þetta leitt til uppreisnar, sem líkt hefur verið við stúd- entaóeirðirnar 1968. Dagblöðunum hafa borizt lesendabréf, þar sem þessari nýju lagasetningu er nánast alls staðar mótmælt, (France — Soir fékk 6.000 slík bréf á hálfum mánuði), og skoðana- kannanir hafa leitt í ljós, að 98% þjóðarinnar eru andvíg þessari ráðstöfun. Gera má ráð fyrir, að hin 2 prósentin séu íbúar Stras- bourg, en þar hefur notkun lágra ökuljósa verið skylda í mörg ár til samræmis við þýzk umferðarlög, en Strasbourg er rétt við landamæri Þýzka- lands. íbúar Strasbourg telja þetta grundvallaratriði fyrir umferðaröryggi á sama hátt og Svisslendingar, Spánverjar, Belgir, Hollendingar og Svíar. í Frakklandi hefur málið vak- ið álíka miklar deilur og Alsír- stríðið á sínum tíma. Breytingin var lögleidd fyrir þremur mánuðum í samræmi við áætlun Giscards forseta um að fækka dauðaslysum í umferðinni en hann fól Christ- ian Gerondeu formanni um- ferðaröryggisnefndar ríkis- stjórnarinnar að taka nánari ákvarðanir í þessu skyni. Á síðustu 5 árum hefur dauða- slysum í umferðinni í Frakk- landi fækkað um 5.000 árlega vegna nýrra hraðatakmark- ana, tilrauna til að athuga áfengi í andardrætti öku- manna og skyldu til að nota bílbelti. Áður en þessi nýmæli komu til sögunnar, fórust að jafnaði 17.000 manns í um- ferðarslysum en eftir tilkomu þeirra fækkaði þeim niður í 12.000. Á síðastliðnu ári jókst tala látinna á ný, og varð það til þess að Giscard forseti fyrirskipaði Gerondeau að gera ráðstafanir, sem komið . gætu dauðsföllum af völdum umferðarslysa niður í 10.000 á árinu. Var áherzla lögð á að bæta aðstöðu gangandi veg- farenda, en árlega látast margir þeirra í umferðarslys- um í borgum, eða um 1.500. Ástæðan er fyrst og fremst slæm götulýsing. Öldungadeild franska þings- ins kolfelldi tillögu um fjár- veitingu til herferðar fyrir ökuljósunum. Voru 283 á móti en aðeins tveir greiddu at- kvæði með. Borgarstjórar í flestum stærri borgum lands- ins ráði ökumönnum frá því að nota ljósin við akstur í þétt- býli, enda þótt þeir séu með því móti að hvetja til lögbrota, og enda þótt bílstjórar eigi þá á hættu að verða sóttir til saka. Joel le Theule umferðar- málaráðherra hefur heitið því, að þessi tilraun muni ekki standa lengur en til vors, reynist hún árangurslítil. Og lögreglan hefur verið beðin um að kæra ökumenn til þess að tryggja að tilraun þessi verði ekki alveg út í bláinn. - PAUL WEBSTER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.