Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 Minnst fjórð- ungur mann- kyns sveltur Uppskera í heiminum á síðast- liðnu ári var mjög léleg, sú minnsta sem um getur frá árinu 1974. í ýmsum heimshlutum hafa stríð bætt gráu ofan á svart. Á suðurhluta Timor, sem er eyja 500 mílur undan ströndum Ástralíu norðanverðri, hefur ástandið verið skelfilegt og starfs- maður hjálparstofnunar, sem þar hefur starfað, hefur tekið svo djúpt í árinni að segja, að ástandið væri hugsanlega eins alvarlegt og í Kambodíu. Hafa landsmenn átt í stríði undanfarin fjögur ár, eink- um gegn hersveitum frá Indónesíu og afleiðingin af því er sú, að landbúnaður hefur að mestu leyti stöðvazt. Talið er, að 100.000 af 650.000 íbúum hafi þegar látizt vegna hernaðar og hungurs. I ýmsum löndum öðrum herjar hungurvofan í kjölfar styrjalda og innanlandsátaka. Ber þar fyrst og fremst að nefna Kambodíu, og einnig er ástandið slæmt í Víet- nam og Laos, þó að ekki sé hægt að jafna því saman við hörmung- arnar í Kambódíu. Af öðrum þjáðum þjóðum má nefna íbúa Afganistan, Chad, Eþíópíu, Nicaragua, Sómalíu, Uganda og Zaire. Átök í suðurhluta Afríku hafa torveldað lífsbaráttuna t.d. í Ród- esíu, Zambíu, Mósambík, Angola og Botswana og enn hefur þar harnað á dalnum vegna mikilla þurrka. Alvarlegur uppskeru- brestur hefur orðiðí Bangladesh og Nepal. Nú eru þurrkar byrjaðir í Pakistan og á vesturhluta Ind- lands. Jórdanía hefur einnig orðið illa úti vegna þurrka, og hafa verið sendar þangað miklar birgð- ir matvæla til að hjálpa upp á sakirnar. Þegar öllu er á botninn hvolft, vantar mikið upp á, að matvæla- framleiðslan í heiminum hafi ver- ið næg á síðasta ári, og nauðsyn- legt er, að á næsta ári verði gengið á birgðir, sem safnazt hafa saman frá betri árum. Ef uppskeran á þessu ári verður einnig léleg, munu umframbirgðirnar varla endast lengi, og gæti það haft í för með sér álíka hungursneyð og varð á árunum 1972—74, en þá er álitið að a.m.k. tvær milljónir hafi dáið hungurdauða í Bangladesh, Eþíópíu, Sahel og í þremur ríkjum Indlands. A.m.k. fjórðungur mannkyns fær ekki nóg að borða, enda þótt árferði sé gott. Ástæðan er sú, að fólkið er of fátækt til þess að kaupa sér mat, þó að gnægð sé á boðstólum. Samkvæmt upplýsing- um frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna látast árlega 7.500.000 börn af völdum næringarskorts eða vegna sjúkdóma, sem hafa magnazt vegna næringarskorts. - GEOFFREY LEAN Hin árlcga fórn á altari hungurvofunnar: hálf áttunda milljón barna. AFENGI S' Heilabúið hleypur við ofdrykkju z z Það er ekki aðeins að áfengi dragi úr greind og gáfnafari heldur skreppur heilinn beinlínis saman við langvarandi drykkju. I Bretlandi hafa farið fram rannsóknir á fyrrverandi drykkjumönnum og var notuð við rannsóknirnar heilasjá, sem er eitthvert hið fullkomnasta tæki til þeirra hluta sem nú þekk- ist. Niðurstöður rannsókn- anna voru þær, að heili drykkjumannanna hefði rýrnað verulega og voru þá hafðir til samanburðar bindindismenn og þeir sem neyta áfengis í miklu hófi. Hóparnir tveir, sem voru til rannróknar, voru taldir sambærilegir hvað erfðir og upplag snerti, en í greindarprófi þar sem ekki var tekið tiliit til orðaforða og málþroska stóðu drykkjumennirnir til jafn- aðar 15 greindarvísitölu- stigum að baki samanburð- arhópnum. Þessar niður- stöður eiga við fólk, sem um langt árabil, eða í 9—17 ár, hefur drukkið daglega sem svarar til þriggja og hálfs lítra af bjór, hálfrar flösku af viskí eða einnar flösku af nokkuð sterku víni. Vísindamennirnir telja, að heilaskemmdirnar séu jafnvel óafturkallanlegar og í skýrslu til Bresku sálfræðistofnunarinnar segir, að verulega heila- rýrnum hafi mælst á drykkjumönnunum fyrr- verandi þó að nokkur tími hafi verið liðinn frá því að þeir hættu drykkjunni. Þeir líta ennfremur svo á, að þeir hafi orðið fyrstir til að sýna fram á hve mikið Greindar vísitalan lækkar mikil og langvarandi drykkja skaðar annars vel gefið fólk. Það var einkum fólk úr miðstétt sem var tekið fyrir í rannsókninni og í þeim hópi voru t.d. flugstjóri, flugumferðar- stjóri, verkalýðsleiðtogi, bókhaldarar, ríkisstarfs- menn, menn með eigin rekstur og verkamenn. Við rannsóknirnar kom í ljós, að í drykkjumönnun- um voru heilahólfin yfir- leitt hálfu stærri en eðli- legt telst en það fylgir jafnan ótímabærum elli- hrumleika og jafnvel elli- glöpum. í gáfnaprófi þar sem fengist var við óhlutlæg úrlausnarefni áttu drykkjumennirnir mjög erfitt með að fylgja rök- réttri hugsun. „Hvort sem um er að ræða greind, minni, úrlausn ákveðinna viðfangsefna eða aðra framkvæmd standa drykkjumennirnir verr að vígi,“ segir í skýrslu vísindamannanna. Ofdrykkjumennirnir fyrrverandi voru bornir saman við 50 aðra, sem annaðhvort voru bindind- ismenn eða drukku ekki meira en tvo bjórpotta tvisvar í viku. I rannsókn-. unum var það einnig stað- fest, að mikil drykkja virð- ist.ekki hafa áhrif á lestr- arkunnáttuna. -JOHN ESARD TILSÝNDAR er verslunin eins og hver önnur tóbaksbúð en þar er þó á boðstólum nokkuð sem er trú- lega miklu ánægjulegra og hættu- lausara heilsunni en sígaretturn- ar: gestrisnar hollenskar eigink- onur sem með fullu samþykki manna sinna taka á móti „betri borgurum" á heimili sínu þar sem þær bjóða þeim upp á kaffisopa og kynmök. Þó að tóbaksbúðin fyrrnefnda láti ekki mikið yfir sér er hún nokkurs konar forhlið vaxandi og fullkomlega löglegs fyrirtækis, Modern Kontakt, sem hefur á sínum snærum 350 giftar konur sem eru hinar ánægðustu með að geta drýgt tekjur heimilisins með dálitlum ástarævintýrum um eft- irmiðdaginn. Þessar nútímaleu gleðikonur eiga þó lítið skylt við vændiskvenna- og klámmyndaiðn- aðinn sem stendur með miklum blóma í Hollandi. Modern Kontakt sér vel siðuðum viðskiptavinum sínum fyrir kynferðislegri af- þreyingu í heimilislegu umhverfi og eigandi fyrirtækisins, Peter Ros, rekur það af miklum dugnaði og næstum hugsjónalegri ákefð, enda trúir hann því að þetta sé hið mesta þjóðþrifamát. Pieter, sem er hið mesta snyrti- menni og sundurgerðarmaður í klæðaburði, er í miklu uppáhaldi hjá mörgum löndum sínum en þar í landi er vændi lögleg iðngrein sem fellur undir eftirlit sveitar- stjórnanna. Pieter starfar fyrir opnum tjöldum og enn sem komið er hefur hann sloppið við öll hneykslismál. „Við erum mjög kröfuharðir og ég hef sjálfur tal af öllum stúlkun- um, sem ég ræð til starfa. Eg hitti þær alltaf á heimili þeirra og eiginmennirnir verða að vera Kynmök með kaffinu viðstaddir. Ég kæri mig ekkert um einhver vandræði síðar meir,“ sagði Pieter. Húsfreyjurnar eru á aldrinum 20 til 58 ára. Ljósmyndum af konunum, ásamt upplýsingum um æviatriði, ýmsar tilhneigingar þeirra og áhugamál er komið fyrir í möppu, sem væntanlegir viðskiptavinir skoða á lítilli skrifstofu bakatil í tóbaksbúðinni. Viðskiptavinurinn velur sér einhverja konuna, sem honum list vel á, og borgar fyrir 6—19£ og fer þessi fyrsta greiðsla eftir því hve hátt konan verðlegg- ur sjálfa sig. Viðskiptavinurinn greiðir svo aftur konunni sjálfri. Pieter hjálpar líka konunum oft við verðlagninguna. „Þetta er mjög viðkvæmt mál,“ segir hann. „Fyrir þær flestar er það í fyrsta sinn sem þær þurfa að standa í slíku." Gjaldið sem konurnar krefjast er á bilinu 19—63£, eða til jafnaðar um 32£ (rúmar 30 þús. kr.). Fyrir hverja heimsókn senda konurnar 7£ til Pieters. „Vegna skattanna," segir hann til skýr- ingar. Modern Kontakt hefur verið vaxandi fyrirtæki um níu ára skeið og hafði 100.000 sterlings- pund í tekjur á síðasta ári á níu stöðum í Hollandi. Sjálfur telur Pieter að erlendir viðskiptavinir hans séu 10—25.000 talsins og komi einkum frá Belgíu, V-Þýska- landi, Englandi og jafnvel Banda- ríkjunum. „Flestir viðskiptavina okkar hafa hlotið æðri menntun," segir Pieter, „enda kynnum við okkur vel hver maðurinn er og stundum hittir konan mín þá. Tilgangurinn með tóbaksbúðinni er sá að auð- velda viðskiptavininum erindið. Hann getur komið hér inn og litið í kringum sig undir því yfirskini að hann vanti sígarettur." Pieter bregst hin versti við þegar talið berst að kvenfrelsi og kúgun konunnar. „Við lifum í neysluþjóðfélagi þar sem karl- menn geta ekki þverfótað fyrir myndum af nöktu kvenfólki. Karlmenn verða fyrir kynferðis- legri örvun daginn út og daginn inn. Rauðsokkurnar ættu að leiða hugann að því hve það er dapur- legt að vera einhleypur og lifa engu kynlífi." —Susan Heller Anderson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.