Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 r lanu- o? fjölskvldusíitan Þórir S. tiudbcrfísson RúnaGísladótlir Hver vill rey na i pss-' Jh 3 Klippið sex til sjö renninga á stærð við spil. Reynið síðan að standa uppi á stól og láta renningana falla niður í lítinn kassa á gólfinu. Margir geta tekið þátt í þessari tilraun. Reynið hvert á fætur öðru. Ef einhverjum tekst að láta renning lenda í kassanum má telja hann sérstaklega heppinn! Reynið! Ostaætur Hvaða þjóð skyldi borða mest af osti í heiminum? Danir, Hol- lendingar, Frakkar, Englendingar, Kínverj- ar? Það eru Frakkar. Að vísu höfum við aðeins fréttir frá 1966, en þá borðuðu þeir svo miklu meira en Danir, sem komu næstir í röðinni, að varla þykir líklegt, að þeir hafi náð Frökkunum í ostaáti. Árið 1966 borð- uðu Frakkar 11,9 kg af osti — hver maður að meðaltali. Danir borðuðu 9,3 kg og síðan komu Norðmenn með 9,0 kg og Svisslendingar með 8,8 kg á mann að meðaltali. Flestum þykir ostur góður, amk. einhvers konar ostur. Hver veit nema íslendingar skagi nú hátt upp í þessar þjóðir, því að þeir borða sífellt meira af osti en fyrr og framleiða marg- ar ágætar tegundir osta. Séu menn hins vegar í megrun er best að borða aðeins götin í ostinum! Verði ykkur að mátu- legu. Góð lýsing er nauðsynleg bæði heima og á vinnustað „Ljósaperan" átti afmæli á sl. ári. Hún olli byltingu í lýsingu húsa og á vinnu- stöðum. í skammdeginu á íslandi Ijóma margar per- ur. Stundum eru menn ósparir á rafmagn og gleyma jafnvel að slökkva ljós, þegar híbýli eða her- bergi eru yfirgefin og eyða þannig orku að óþörfu (fyrir nú utan rafmagns- reikninginn, sem hlýtur óhjákvæmilega að hækka). Eldhúsið er e.t.v. sá stað- ur, sem mest er notaður á hverju heimili. Margar ástæður eru til þess, m.a. af því að þar er borðið stærst og auðveldast að fá gott vinnupláss bæði fyrir börn og fullorðna. Bæði þar og annars staðar er mjög áríð- andi að hafa góða og rttta lýsingu. Hvort sem þetra er nú í eldhúsi, borðstofu, stofu eða herbergi á ljósið ekki að vera bara upp á punt og til skrauts. Menn verða fyrst og fremst að hugsa um notagildi ljóssins — og þá velja útlitið eftir umhverfi ljóssins. Það er mjög nauðsynlegt fyrir neytendur að fá góðar upplýsingar í búðum, sem selja lampa og önnur Ijós, svo að fólk kaupi ekki ljós eftir útlitinu einu saman. Við verðum að spyrja: Hvar á ljósið að vera? Hver er megintilgangur þess? Hvernig er borðið, sem það á að lýsa á og hversu stórt? Hvernig er umhverfi ljóss- ins? Hvað má skermurinn vera stór? o.s.frv. Sérstaklega ber að gæta þess, að vinnuljós séu rétt og þægileg fyrir þá sem þurfa að vinna við það. Hér á íslandi þar sem við not- um ljós meginhluta ársins er þetta ekki hvað síst mikilvægt. Þægileg lýsing. Notalegt umhverfi. Vingjarnleiki í við- móti. Auðugra líf. Flestir skermar eru framleiddir í svipuðum gerðum og kemur fram á myndinni — ætlaðir til þess að hanga nokkuð lágt. Fyrir flesta er 55 sm hæð frá borði mátuleg. Oft eru skermarnir „of breiðir“, þannig að fólk rekst í þá, ef þeir hanga í réttri hæð. Þá er ekkert annað að gera en að flytja þá ofar — en þá fylgir böggull skammrifi: lýsingin verður óþægileg og því ofar sem lampinn er færður þeim mun veikari verður birtan, sem hann gefur frá sér. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þula Heyröi ég hamrinum hátt var látiö sárt var grátiö. Búkona dillaöi börnunum öllum. Ingunni, Kingunni, Jórunni, Þórunni, ísunni, Dísunni, Sölkunni, Völkunni, Siggunni, Viggunni. Aöalvaröi i orma- garöi Eiríki og Sveini og dillaöi Steini. Ekki heiti ég Eiríkur þótt þú kallir mig þaö. Ég er sonur Sylgju, sem bar mig undan bylgju Bylgjan og báran brutu mínar árar langt fram á sjó. Skildi ég eftir skóna mína og skaust upp á sker. Eggiö brýtur báran, því brimiö er. Týnt hef ég hníf, troöiö hef ég skó, hallast ég á hestin- um og ríöa verö ég þó dilla ég þér dó og bind á fætur gullskó og korriró.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.