Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 Það var hálfgerð öfund í svip Alberts Kemp fréttaritara Mbl. á Fáskrúðsfirði þegar hann leit yfir snævi prýtt skíðaland- ið í Oddsskarði á dögunum. Þar hefur verið gott skíðafæri í vetur og óspart notað, en við Fáskrúðsfjörð hefur hins vegar verið mjög snjólítið og skíðalyfta (Ljósm. Albert Kemp). þeirra staðið á auðu í allan vetur. En það er talsvert um það eystra, að fólk bregði sér á milli f jarða og það e.t.v. verið gert í meira mæli í vetur en áður til að geta notað aðstöðuna í Oddsskarði. Þessi mynd var tekin er skíðalyftan í Oddsskarði var vígð skömmu eftir áramót. Vogar hf. hætta frystingu vegna slæmrar afkomu STÆRSTA frystihúsið í Vogum á Vatnsleysuströnd, Vogar hf., sem um leið er stærsti atvinnurekand- inn á staðnum hefur ákveðið að hætta frystingu sjávarafurða. Ástæðan er erfið staða fyrir- tækisins og óvissa í frystiiðnaðin- um almennt. Hjá fyrirtækinu hafa frá áramótum starfað um 40 manns, en frá síðustu mánaða- mótum var ákveðið að hætta með frystingu hjá fyrirtækinu en snúa sér eingöngu að saltfiskverkun. Við þá starfsemi fær væntanlega um þriðjungur starfsfólksins vinnu. Um leið og þetta er áfall fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess er þetta einnig mikið áfall fyrir sveitarfélagið. Stefán Eiríksson á Akureyri látinn Akureyri 4. marz. STEFAN Eiríksson, umboðs- maður Morgunblaðsins á Akur- eyri, lézt í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri í gærkvöldi. 53ja ára að aldri. Stefán fæddist 3. maí 1926 á Sveinsstöðum í Lýtingsstaða- Kristján Thorlacius, formaður BSRB: Óviðunandi ef ekki kemur gagntilboð „VIÐ höfum ekkert heyrt frá ríkisstjórninni enn,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, í samtali við Morgunblað- ið í gær. „Við höfum verið á fundum hjá sáttasemjara ríkis- ins, undirnefndir samninga- Heildarhlutfall afurða- lána áfram óbreytt „VIÐ höfum náð samkomulagi við viðskiptabankana um að þeir muni hækka viðbótarlán um 1,5% til jafns við þá lækkun afurða- lána hlutfalls hjá okkur, sem kom til framkvæmda í febrúar sl.,“ sagði Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri í samtali við Mbl. Ríkisstjórnin fór þess á leit við stjórn Seðlabankans að hún tæki til endurskoðunar ákvörðun bank- ans um að lækka hlutfall endur- keyptra lána af afurðaverðmæti um 3,5%. Hinn 29. febrúar sl. áttu viðskiptaráðherra og sjávarút- vegsráðherra viðræður við banka- stjórn Seðlabankans um þetta mál. Af hálfu ríkisstjórnarinnar var talið nauðsynlegt að koma í Loðnuveiði við Reykjanes og Ingólfshöfða ÁGÆTIS loðnuafli fékkst síðasta sólarhring á tveimur svæðum, ann- ars vegar úr austangöngunni við Ingólfshöfða og hins vegar úr vestangöngunni sunnan við Reykjanes. Súlan fékk um 500 tonn á austur- svæðinu og fór með aflann til Eyja og Seley fékk þar um 400 tonn sem hún fór með á Austfjarðarhafnir. Er þetta það vestasta, sem afli hefur fengizt úr austangöngunni, en á sunnudag fengu Magnús, Börkur, Súlán og Hilmir afla við Hvítinga. Helga II, Gísli Árni, Ljósfari og Svanir fengu afla í gær og fyrrinótt við Reykjanes og komu með hann til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Samkvæmt upplýsingum Mbl. munu 12—14 þeirra skipa, sem voru á loðnuveiðum vera ákveðin í að fara á netaveiðar. veg fyrir að reglubundin afurða- lán yrðu skert frá því sem verið hefur, þ.e.a.s. 75% af andvirði útflutningsafurða og 71,5% af andvirði framleiðsluvara fyrir innlendan markað. Seðlabankinn hefur fallið frá áformum sínum um lækkun end- urkaupalánahlutfalla um 2% í marz og apríl. nefndar BSRB, og erum að fara þar yfir kröfugerð okkar og skýra hana. Verður væntanlega haldið áfram við það á morg- un.“ Morgunblaðið spurði Kristján, hvað lengi opinberir starfsmenn myndu bíða eftir svari frá ríkis- stjórninni. Hann sagði: „Ég vil nú ekki segja um það, en ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að það komi ekki gagntilboð. Það hlýtur að hafa legið einhver slík ákvörðun fyrir áður en ráðherra lét gefa þessa yíirlýsingu á sáttafundi. Það er grundvallaratriði í kjara- samningum, þegar kröfugerð hef- ur verið gerð, að þá komi gagnaðil- inn, viðsemjandinn, með gagntil- boð. Það er grundvallaratriði til þess að unnt sé að halda áfram viðræðum. Það væri óviðunandi, ef ekki kæmi gagntilboð." Stefán Eiríksson hreppi, elztur sjö barna hjónanna Rutar Ófeigsdóttur og Eiríks Ein- arssonar. Hann ólst að mestu upp á Lýtingsstöðum til 11 ára aldurs, en árið 1937 fluttist fjölskyldan til Akureyrar, þar sem Stefán átti heima upp frá því. Hann stundaði ýmiss konar vinnu á sjó og landi þar til hann gerðist umboðsmaður og útsölu- maður Morgunblaðsins á Akureyri 15. janúar 1962 og síðar aðalum- boðsmaður blaðsins á Norður- og Norðausturlandi og gegndi hann þeim störfum til æviloka. Hann stofnaði Óskabúðina árið 1963 og rak hana til ársins 1978. Stefán kvæntist 10. júní 1950 Jódísi Jósefsdóttur, ættaðri úr Borgarfirði, og lifir hún mann sinn ásamt tveimur uppkomnum börnum. — Sv.P. Stefán Eiríksson var einnig aðstoðarfréttaritari Morgunblaðs- ins á Akureyri og átti áralangt samstarf við blaðið. Morgunblaðið saknar vinar 1 stað og sendir ekkju hans og fjölskyldu samúðarkveðj- Ekki sjónvarpað beint f rá Moskvu „MÖGULEIKAR þess að hægt verði að sjónvarpa beint frá Moskvu þegar ólympíuleikarnir fara fram eru hverfandi litlir og má í raun afskrifa þá,“ sagði Pétur Guðfinnsson framkvæmda- stjóri sjónvarpsins í samtali við Mbl. í gær. „Um hinn möguleikann, að sjónvarpið verði opnað í júlí og sýndar myndir sem við fengjum frá öðrum sjónvarpsstöðvum er það að segja að hann hefur ekki verið ræddur hér ennþá,“ sagði Pétur ennfremur. Kupreichik af tur með vinnings f orskot SOVÉTMAÐURINN Viktor Kupreichik tók aftur örugga forystu á Reykjavíkurskákmót- inu í gærkvöldi með sigri gegn Hauki Angantýssyni, Sosonko vann Guðmund Sigurjónsson, jafntefli gerðu Miles og Jón L. Árnason, Margeir Pétursson og Schussler og Helgi ólafsson og Byrne, en skák Vasjukovs og Torre fór í bið og er Vasjukov talinn standa sterkar að vígi með þrjú frípeð á móti biskupi. Skákmennirnir eiga frí í dag og verður 10. umferð tefld á fimmtudaginn. Norðmaðurinn Knut Helmers hætti í mótinu í gær vegna veikinda og átti því Browne frí í gærkvöldi. Þar sem Helmers hafði aðeins teflt sex skákir, eða innan við helming, þá falla þær út úr mótinu og þar með misstu Margeir, Miles og Sosonko niður vinning og Haukur, Helgi og Torre hálfan vinning hver. Mesta athygli í gærkvöldi vakti skák Hauks og Kupreich- iks. Haukur fékk betra tafl út úr byrjuninni og góð sóknarfæri, sem hann lék af sér og Rússan- um tókst að snúa taflinu við og sigra í 44 leikjum. Kupreichik hefur nú örugga forystu Bóslig Nafn 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. Vinn. 2540 1. W. Browne (Bandar.) 11 1 '/2 1/2 'k 1 'k. 1 'k 51/2 2530 2. R. Byrne (Bandar.) 0 11! '/2 1 'k 0 'k 'k 0 1 4 2420 3. H. Schiissler (Svíþjóð) 'k '/2 '/2 'k 'k 'k 'k 'k 'k 4'/2 2435 4. Jón L. Árnason 'k 0 1/2 'k 'k 'k 'k 'k 'k 4 2475 5. Guðmundur Sigurjónsson 1/2 'k 1/2 Vl 0 'k 'k 0 0 3 2545 6. A. Miles (England) 0 1 1/2 Vi 'k 1 'k 0 4 2425 7. Margeir Pétursson '/2 1/2 Vi 0 1 'k 0 'k 31/2 2445 8. Helgi Ólafsson 0 1/2 1 1 'k 'k 0 0 %'k 2405 9. K. Helmers (Noregur) 2425 10. Haukur Angantýsson 1 'k 0 0 1 0 0 0 0 Vk 2545 11. E. Vasjukov (Sovétr.) 'k 'k 0 'k 'k 0 3 2520 12. E. Torre (Filippseyjar) Vi 'k 'k 'k 1 'k 1 41/2 2535 13. V. Kupreitshik (Sovétr.) 1 Vi 'k 1 1 'k 1 1 61/z 2545 14. G. Sosonko (Hollandi) 'k 0 Vi 'k 1 1 1 1 51/z

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.