Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 Ríkisstjórn Trudeaus tekur við í Kanada PIERRE Trudeau tók við emb- ætti forsætisráðherra Kanada í fjórða sinn á þriðjudag. Flokk- ur hans, Frjálslyndi flokkur- inn, sigraði þingkosningar i Kanada 18. febrúar s.l. eftir að minnihiutastjórn íhaldsflokks- ins undir forsæti Joe Clark var felld með vantrauststillögu i þinginu, eftir aðeins fi'/'z mánað- ar stjórnarsetu. Tillaga Clarks um 18 centa skatt á benzíngallonið varð stjórn hans að falli. Eigin olíu- framleiðsla svarar um 3A hluta allrar eftirspurnar af orku í landinu. Fólk hefur því ekki enn fundið verulega fyrir orkuskort- inum í heiminum og var þar af leiðandi miður hrifið af tillögu Clarks. Benzín í Kanada er mun ódýrara en í Evrópu og nokkuð ódýrara en í Bandaríkjunum. Fólk var einnig óánægt með frammistöðu Clarks, sem for- sætisráðherra, en hann hafði þegar brotið nokkur kosninga- Ioforð, sem hann gaf í kosninga- baráttunni í maí sl. Hann hafði meðal annars þurft að hverfa frá alhliða skattalækkun, sem hann hafði lofað, til að komast hjá verulegum halla á fjárlögum. Hann hafði einnig þurft að hætta við að flytja kanadíska sendiráðið í Israel frá Tel Aviv til Jerúsalem, eins og hann hafði sagzt ætla að gera þegar Araba- löndin hótuðu að bregðast við því með viðskiptabanni við Kanada. Trudeau, sem er 60 ára, hafði verið forsætisráðherra landsins í 11 ár, þegar flokkur hans tapaði kosningunum í maí. Fyrir þrem- ur mánuðum lýsti hann því yfir, að hann ætlaði að draga sig í hlé frá stjórnmálum. Það er sagt hafa haft áhrif á ákvörðun Clarks að leggja fram fjárlög, sem drógu mjög úr útgjöldum ríkisins og voru langt frá því að vera við hæfi frjálslyndra. Hann treysti því að flokkurinn iegði ekki í kosningar án Trudeaus, sem formanns flokksins. En Trudeau brást við tilmælum flokkssystkina sinna, þegar stefndi að kosningum, og ákvað að halda áfram í stjórnmálum í 2 til 3 ár til. Frjálslyndiflokkurinn vann á í öllum fylkjum Kanada austan við Saskatchewan, en fékk engan mann kjörinn vestan við Mani- toba. Hann hefur nú 146 þing- sæti, en hafði áður 114. íhalds- flokkurinn fékk 103 þingsæti, en hafði áður 136. Hann vann á í fylkjunum vestan við Manitoba. Flokkur sosíalista, New Demo- kratic Party, vann á í kosning- unum og hefur nú 32 þingsæti. Landfræðileg skipting atkvæð- anna getur reynst stjórn Trud- eaus erfið, en íbúum vesturfylkj- anna finnast þeir vera án full- trúa í stjórn landsins. Olíulindir landsins eru aðal- lega í Alberta, heimafylki Clarks, og vesturfylkin hafa not- ið góðs af framkvæmdum í kringum þær. Clark lagði til í fjárlagafrum- varpi sínu hækkun á olíuverði til að draga úr eftirspurn og efla orkurannsóknir. íbúum austur- fylkjanna þótti hann hampa eigin fylki á kostnað annarra, og því fór sem fór fyrir stjórn hans. Trudeau lofaði í kosningabarátt- unni að leggja ekki nýjan skatt á benzín, en annars sagði hann lítið um efnahagsstefnu sína. Hann gæti þó tekið efnahags- málin hörðum tökum því ef marka má orð hans ætlar hann að hætta á miðju kjördæmabil- inu og þarf því ekki að óttast dóm kjósenda í næstu kosning- um. Trudeau mun væntanlega gera utanríkisstefnu landsins óháðari Bandaríkjunum en stefna Clarks var. Clark var hlynntur áskorun Carters Bandaríkjaforseta að taka ekki þátt í Ólympíuleikun- um í Moskvu í sumar vegna innrásar Sovétmanna 1 Afgan- istan. Trudeau er á öðru máli og mun ekki ætla að standa í vegi fyrir þátttöku kanadískra íþróttamanna í leikunum. Hann hefur aldrei lýst miklum áhuga á Nato, og útgjöld ríkisins til varnarmála voru ekki há í fyrri ríkisstjórnum hans. Ekkert bendir til þess að reyndin reyn- ist önnur nú. Ríkisstjórn Trudeaus er að mestu setin gömlum samstarfs- mönnum hans. Allan Joseph Maceachen frá Nova Scotia er fjármálaráðherra og mun byrja á því að semja ný fjárlög. Marc Lalonde frá Quebec er orkumála- ráðherra. Það verður hans hlut- skipti að efna kosningaloforð frjálslyndaflokksins um mjög takmarkaðar hækkanir á olíu og gasi sem framleidd eru innan- lands. Jean Cretien, sem er einnig frá Quebec, er dómsmála- ráðherra. Það verður í hans verkahring að halda fylkjunum saman. I Quebec sérstaklega er sterk hreyfing fyrir sjálfstæði fylkisins. Trudeau valdi þrjá öldungardeildarþingmenn, sem eru skipaðir af ríkisstjórninni, frá vesturfylkjunum til að ann- ast hagsmunamál British Col- umbia, Alberta og Sascatchew- an. (Time — New York Times). ab Pierre Elliot Trudeau — á ný í forsætisráðherrastólinn i Kanada eftir að kjósendur höfðu sýnt honum traust sitt við kjörkassana. iJfc *einkaumboöá eg IH ÍSLANDIfyrirdönsku p gólf teppin f rá ege GRENSÁSVEG111 83500&83539 I>etta gerðist 5. marz 1979 — ísraelsstjórn samþykkir bandarískar tillögur um friðar- samning. 1977 — Jarðskjálftinn í Búkarest og fleiri bæjum í Rúmeníu (1.000 fórust. 1975 — Landganga Araba nálægt Tel Aviv og árás þeirra á hótel. 1973 — 60 fórust í árekstri tveggja spænskra flugvéla yfir Vestur-Frakklandi. 1970 — Samningurinn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna tekur gildi eftir staðfestingu 43 ríkja. 1966 — 124 fórust með brezkri þotu sem flaug á Fuji-fjall, Japan. 1962 — Árás evrópskra öfga- manna á fangelsi í Óran, Alsír og morð á serkneskum föngum. 1946 — „Járntjalds“-ræða Churchills í Fulton, Missouri. 1933 — Kosningasigur nazista í Þýzkalandi. 1867 — Misheppnuð uppreisn á írlandi. 1798 — Frakkar taka Bern. 17% — Uppreisnir bældar niður í Vendee og Bretagne. 1794 — Uppreisn hefst í Póllandi undir forystu Kosciuzko — Fylg- ismenn Jacques Hebert líflátnir í Frakklandi. 1770 — „Boston-fjöldamorðin“: átök brezkra hermanna og mann- fjölda. 1766 — Spánverjar taka New Orleans af Frökkum. 1684 — Hið heilaga rómverska ríki, Pólland og Feneyjar stofna Heilaga bandalagið í Linz gegn Tyrkjum. lé26 — Monzon-samningur Frakka og Spánverja. Kolombía Slá í engu af kröfum sínum Boffota, 4. marz — AP. MARXÍSKU skæruliðarnir, sem halda að minnsta kosti 20 gíslum í sendiráði Dóminikanska lýðveld- isins í Bogota, sögðu í dag, að þeir myndu ekkert gefa eftir í kröfum sínum. Fulltrúar þeirra áttu að ræða við kolombíska embættismenn í dag, en þeim fundi var frestað án nokkurra skýringa. 14% — Hinrik VII af Englandi felur John og Sebastian Cabot að finna ný lönd. Afmæli. Gerardus Mercator, flæmskur kortagerðarmaður (1512—1594) — Sir Austen Henry Layard, brezkur fornleifafræðing- ur (1817—1894) — Hieta Villa- Lobos, brazilískt tónskáld (1887— 1959) — Rex Harrison, brezkur leikari (1908— ). Andlát. 1778 Thomas Arne, tón- skáld — 1815 Franz Anotn Mesm- er, eðlisfræðingur — 1827 Aless- andro Volta greifi, eðlisfræðingur — 1953 Jósef Stalín, stjórnmála- leiðtogi. Innlent. 1865 Kirkjan á Möðru- völlum brennur — 1883 d. Oddgeir Stephensen — 1948 Óhemju síldveiði lýkur á Hvalfirði — 1968 Nemendamótmæli gegn námsfyr- irkomulagi — 1969 Sex menn kafna í „Hallveigu Fróðadóttur" — 1969 Klukkustundar veðurofsi á Akureyri — 1975 Loðnuskipið „ísleifur" strandar við Ingólfs- höfða — 1895 f. Axel Thorsteins- son. Orð dagsins. Við höllumst að því að trúa þeim sem við þekkjum ekki, því þeir hafa aldrei svikið okkur — Samuel Johnson (1709— 1784).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.