Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 15 Liðin eru nú 34 ár frá því að danskir norskir og sænskir frammá- menn um flugmál tóku höndum saman og stofnuðu til sam- eiginlegs flugfélags sem æ síðan hefur gengið undir nafninu SAS Þjóðarflugfélög í þessum norr- ænu löndum voru sameinuð, en þau höfðu þá hvert um sig starfað um árabil. Þó ber að geta þess að heimsstyrjaldarárin settu auðvitað mikið strik í reikninginn hjá þeim. Þessi flug- félög voru danska flugfélagið DDL, sem var stofnað árið 1918, norska flugfélagið DNL, stofnað árið 1927, og sænska flugfélagið SILA, sem hafði verið stofnað 1924. SAS starfaði allt fram til ársins 1950 er sú skipulagsbreyt- ing var gerð að gera félagið að norrænni flugsamsteypu. Þetta flugfélag er táknrænt dæmi um norræna samvinnu, ekki aðeins í orði heldur og á borði. „Víkingaflotinn“ Vöxtur SAS og viðgangur hef- ur verið mikill. í dag halda SAS-flugvélar uppi reglulegum flugferðum til meira en 50 borga í rúmlega 100 löndum. í flugflot- anum, sem SAS-menn kalla „Víkingaflotann", eru um 80 flugvélar. Um þessar mundir eru tíma- mót í sögu flugsamsteypunnar. Hafin er endurnýjun þess hluta „Víkingaflotans" sem heldur uppi ferðum á Evrópuleiðunum. Airbus A-300 breiðþotur, sem eru frönsk smíði, eiga að leysa af hólmi eldri og óhentugri far- þegaflugvélar, sem eru af am- erískri gerð. SAS-menn binda miklar vonir við Airbus-breiðþoturnar. Telja þær mæta bezt tæknilegum kröfum, sem alltaf er verið að leggja meiri áherzlu á og herða, t.d. hvað viðvíkur mengun and- rúmsloftsins. Fyrstu Airbus-breiðþotuna setti SAS inn á flugleiðina Kaupmannahöfn — London, sem er mjög mikilvæg, og annasam- asta flugleiðin á Evrópuleiðum SAS. Er fyrsta þotan fór í „jómfrúr- ferðina" fyrir um það bil mánuði bauð SAS hópi blaðamanna frá aðildarlöndum SAS og nokkrum löndum öðrum að vera með í þessari fyrstu ferð SAS Airbus- breiðþotunnar. Farið var árdegis frá Kaupmannahöfn 19. febr. sl. Þessi fyrsta Airbus-breiðþota hafði hlotð nafnið „Viking Snorre" látin heita eftir Snorra Sturlusyni í Reykholti. Mér fannst, er ég steig inn í þennan mikla og glæsilega farkost að hann risi undir nafni. Er inn er komið er vítt til veggja og hátt til lofts, gangar greiðfærir með- fram um 30 sætaröðum, en í þeim sátu alls 242 farþegar, því hvert sæti var setið. „Viking Snorre" rís undir nafni. Hljóðlega var breiðþot- unni rennt til flugs á Kastrup- flugvelli, með alls 255 manns innanborðs. Þá mun „fallþungi" jómfrúrferð með breiðþotu hennar hafa verið um 140 tonn alls! í áhöfninni voru alls 13, þar af níu manns, tveir karlmenn og sjö flugfreyjur, sem önnuðust þjónustuna við farþegana á leið- inni til London. Svo öflugir eru tveir hreyflar þotunnar að hún fer með álíka hraða og þær fjögurra hreyfla þotur, sem ver- ið hafa í ferðum milli Khafnar og London. Eftir nokkur augna- blik var hún komin í rétta flughæð til London, um 30.000 feta hæð. Aður en blaðamannahópurinn gekk um borð í hina nýju þotu sagði forstjóri SAS í Kaup- sem kost- aði 17 og hálfan milljarð kr. mannahöfn, Frede Ahlgreen Er- iksen, að Airbus-breiðþotan hefði kostað alls um 17Vi millj- arð ísl. króna. Teldu SAS-menn það mjög góð kaup. Hér væri um að ræða mjög tæknilega þróaða flugvél. Auk þess, sem minnst var á hér að ofan, veldur hún lítilli loftmengun og tekizt hefði að mæta hinum ströngustu kröf- um varðandi hávaðamengun. Hún gæti með fullum rétti talizt mjög hljóðlát. Þá hefði og tekizt að gera hana sparneytna og taldi Eriksen að hún væri um 25 prósent sparneytnari en t.d. þot- ur af DC-9 gerðinni. Þetta eru kostir, sem mjög er leggjandi upp úr einmitt nú. Eg tel óhætt að slá því föstu sagði forstjórinn, að við endurnýjun þess hluta „Víkingaflotans", sem nú fer fram, hafi SAS valið rétta flugvélagerð. Innan skamms mun SAS fá aðra Airbus- breiðþotu og hefur hún hlotið nafnið Sveinn víkingur, „Sven Viking". Þessi fjárfesting verður alls uppá 34—35 milljarða ísl. króna! Nokkrar stað- reyndir um SAS-félagið í þessari títtnefndu „jómfrúr- ferð“ með „Snorre Viking" voru með blaðamannahópnum allir blaðafulltrúar SAS í Ósló, Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi. Það er staðreynd að almennt munu blaðalesendur hérlendis hafa litla sem enga hugmynd um SAS-flugsamsteypuna. Því fékk ég einn blaðafulltrúanna til þess að segja mér frá ýmsum stað- reyndum, sem í hugann komu varðandi SAS og þær upplýs- ingar nota ég sem lokaorðin í þessari fréttafrásögn af „jóm- frúrferð“ með breiðþotu. Island hefur um árabil verið í flugleiðaneti SAS, en sú flugleið heitir Kaupmannahöfn — Keflavík — Narsarssuaq. Fljúga þoturnar einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina, en allt upp í fjórum sinnum á sumri. Ólafur Bertilsson er stöðvarstjóri. Sölu- skrifstofa SAS er hér í Reykjavík og er þar skrifstofu- stjóri Vigdís Pálsdóttir. - Sv.Þ. ÞJÓÐARFLUGFELAG DANMERKUR, N0REGS 0G SVÍÞJÓÐAR Scandinavian Airlines System (SAS) er þjóðarflugfé- lag Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Þaö er að 2/7 hluta í eigu danska flugfélagsins DDL, 2/7 hluta í eigu norska flugfélagsins DNL og 3/7 hluta í eigu sænska félagsins ABA. Öll eigendafélögin eru hlutafélög að hálfu í eigu ríkisstjórna og aö hálfu í einkaeign. SAS-fyrirtækjasamsteypan telur flugfélagiö og þau dótturfyrirtæki, sem flugfélagið á meirihluta eða ráöandi hluta í. Á því fjárhagsári sem lauk 30. september 1979 flaug SAS til 102 borga í 50 löndum. Var flugleiöanetiö samtals 264 þúsund kílómetrar aö lengd. SAS flutti 8.669.000 farþega áriö 1979 sem var 10% aukning frá fyrra ári. Flutningar jukust um 5% á leiöum SAS og nýting var 57,8%, sem var 2,1% meira en ári áöur. Hagnaöur SAS samsteypunnar til skatts á árinu var 146,7 milljónir sænskra króna. Áriö á undan varö þessi hagnaöur 126,7 milljónir sænskra króna. Hlutur flugfélagsins sjálfs í hagnaöinum var 109,2 milljónir s.kr. (94,1 milljón á fyrra ári). Heildartekjur samsteypunnar voru 8.066 milljónir s.kr. (7050 á fyrra ári) og rekstrarútgjöld voru 7551 milljón (6437 ári áöur). Afskriftir voru 360 (347) milljónir s.kr. Tekjur samsteypunnar af flugi voru 5365 (4770) milljónir s.kr. á árinu og þar af var 81% vegna farþegaflutninga, 13% fyrir fragt, 3% fyrir langtíma- leiguflug, 2% fyrir flugpóst og 1% fyrir skammtímaleigu flugvéla. Farþegarými, Á 1. farrými (fremst fyrir aftan stjórn- klefa) sæti fyrir 18 Almennt farrými 224 Farþegar alls 242 Arösfarmur alls 32 tonn Hámarksþyngd í flugtaki 142 tonn Lengd þotunnar 53,6 m Vænghafiö 44,8 m Vöru- og farangurslest 107 rúmmetrar Farflugshæð 9.500 metrar Flugþol 3,600 km Hreyflar Pat & Whiteny — tveir Knýr í flugtaki 106.000 pund Hámarkshraöi 840 km Eldsneytisgeymar 43,000 lítrar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.