Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 37 ingu, að upphæð 10% af tilboðs- upphæð, um að hann standi við skuldbindingar sínar. Þessi regla er eðlileg. Tryggingar þessar eru fyrst og fremst veittar af bönkum en í undantekningartilvikum af tryggingarfélagi. Sú regla, sem komist hefur á að verktaki leggi til tryggingargjafa fasteignaverðstryggingu í stað verktryggingar er aftur á móti mjög óeðlileg og verkar neikvætt á flestan hátt. Þessu þarf að breyta og koma þess í stað á slíku kerfi að tæknigeta, reynsla og fjárhags- staða verktaka ásamt tilboðs- upphæð séu lögð til grundvallar verktryggingu. Greinargerð með stefnuskrá 1. Nefnd, sem skipuð var 1965 til að fjalla um opinberar fram- kvæmdir komst að þeirri niður- stöðu í áliti, sem skilað var 1966, að nauðsynlegt væri að undirbúa verklegar framkvæmdir mjög vel að öllu leyti og lagt var til að framkvæmdir væru boðnar út. Jón Sigurðsson, þáverandi ráðu- neytisstjóri, var formaður nefnd- arinnar en meðal nefndarmanna voru ýmsir embættismenn. Ekki er vitað til þess að nein önnur könnun hafi farið fram um þetta efni. Alitið er allítarlegt og eru tilfærð í því dæmi. Alitið styður eindregið þá skoðun Verk- takasambandsins að útboð sé heppilegasta framkvæmdaaðferð- in og er margt tínt til. 2. Það hlýtur að vera markmið þeirra, sem ráðstafa fjármunum ríkisins og þar með sköttum og gjöldum fólksins í landinu, að þeim sé sem best varið. Vegna þessa markmiðs hefur Verktaka- sambandið allt frá árinu 1976 í bréfi til fjárveitinganefndar Al- þingis, bent á að nauðsynlegt sé, að ítarleg grein sé gerð fyrir kostnaði við opinberar fram- kvæmdir. Hefur sambandið bent á að eftirtaldar upplýsingar verði að liggja fyrir við lok verks og sé í upphafi miðað við að þessar upp- lýsingar séu gagnrýndar ef þörf krefur: a. kostnaðaráætlun b. tilboðsfjárhæð c. samningsverð d. verðbætur e. aukareikningur vegna auka- verka f. lokaverð Ljóst er að nú er víða pottur brotinn og er nánast ókleift að fá tölu vegna ýmissa verka, sem ríkið eða ríkisstofnanir hafa fram- kvæmt. Því var það að Verktaka- sambandið fékk Vinnuveitenda- samband íslands til þess að fjalla um þetta málefni. V.S.Í. lagði málið útfært fyrir fjármálaráðu- neytið í janúar 1978. Tók ráðu- neytið mjög vel í að framkvæma könnun á verklegum framkvæmd- um áranna (1972—1978) og var ætlunin að vinna þetta verk þegar í stað. Ekkert hefur bólað á framkvæmd þessa máls hjá ráðu- neytinu og virðist því, sem engar tölur séu til um slíkt, sem virðist í hæsta máta undarlegt, þegar um er að ræða milljarða framkvæmd- ir. 3. Bent skal á að um allan hinn vestræna heim er útboðsaðferðin notuð og hjá sumum þjóðum nær eingöngu þegar um opinberar framkvæmdir er að ræða. Þá skal bent á að þegar alþjóðastofnanir hafa lánað til opinberra fram- kvæmda á íslandi er það nær undantekningarlaust skilyrði að verkin séu boðin út. Menn geta velt fyrir sér hvers vegna? 4. Nú skal bent á nokkur dæmi því til stuðnings að heppilegra er að bjóða út verk heldur en að láta stofnanir framkvæma þau. A. Alkunna er að hönnun verka, sem boðin eru út eru betur undirbúin en ella. Hönnuður, sem útbýr verk til útboðs hefur það hugfast að aðrir aðilar eiga að fást við framkvæmd og því nauðsyn- legt að hafa hönnun sem full- komnasta. Þegar hönnuðir framkvæma Hin stórbrotna mannvirkjagerð við Hrauneyjafoss, sem að mestu leyti starfsmönnum þeirra. er unnin af islenzkum verktökum og Ljósm. Mbl. Emilla. jafnframt verk, má gera ráð fyrir að til undirbúnings sé ekki eins vandað þar sem þeir vita að þeir eiga sjálfir mögu- leika á því að breyta án þess að hátt fari og ef til vill oft á tíðum enginn aðili utan stofn- unar sem fylgist með. B. Þegar verk eru boðin út þarf að vera búið að áætla fjárþörf til loka verksins enda nauðsynlegt til þess að fjárfestingin beri arð, sem fyrst. I þeim tilvikum, sem ríkis- stofnanir framkvæma sjálfar er oft á tíðum ekki séð fyrir endann á verkunum þar sem fjárveitingar eru ekki ákveðnar og því allt í óvissu um nýtingu fjárfestingarinnar. Reyndar nota stofnanir það sem afsökun fyrir því að bjóða ekki út að fjárveitingar séu óákveðnar. I þessu sambandi er spurning um arðsemi fjárfestingar og hvort könnun á þeirri hlið fari yfirleitt fram eða ekki. Má því gera ráð fyrir því að með útboðum sé hægt í aukn- um mæli að nýta fjármuni ríkisins betur. En það kostar hins vegar það að fjárveitinga- valdið verður að taka af skarið hverju sinni hvaða verkefni eigi að ráðast í og fullklára og hverjum á að hafna en ekki byrja á öllu í einu og hafa þar af leiðandi fjármagn í ónýttum mannvirkjum árum saman. C. Þegar samið hefur verið við tilboðsgjafa liggur fyrir áætlun og tilboðsverð. Við tilboðsverð bætast aðeins hugsanlegar verðbætur og aukareikningar. Aðrir aðilar en verktakar t.d. stofnun sú, sem lætur fram- kvæma eða sjálfstæðir eftir- litsmenn, hafa eftirlit með framkvæmdum verktaka og taka út verk í verklok. Þegar ríkið sjálft framkvæmir eða stofnanir þess er mikið álita- mál hvort framkvæmd stenst peningalega. Eru t.d. hækkanir verka á þeirra vegum alltaf vegna verðhækkana eða er illa að verkinu staðið? Þessu getur enginn svarað. Hvað um eftir- lit og úttekt þessara verka? D. Það er almennt álitið að óhagkvæmt sé að ríkið sjálft eða stofnanir þess framkvæmi. Er það bæði gömul speki og ný. Hætt er við að starfsmenn og tækjakostur verði bundinn um of við hverja stofnun. Mjög erfitt er að draga úr stærð stofnana eftir að þær hafa einu sinni blásið út. Ef dæmi er tekið um t.d. Vegagerð ríkisins, en nú er vilji hjá landsmönn- um að gera átak í vegagerð, er ljóst að sú stofnun þyrfti á viðbótar tækjakosti að halda. Hætt er við að sá tækjakostur og jafnvel mannafjöldi verði ekki aftur tekinn með góðu móti. E. Nú á síðari árum hefur risið upp nokkur verktakaiðnaður hér á landi. Hafa íslenskir verktakar sýnt og sannað að þeir hafi reynslu og þekkingu til að ráðast í hin stærri verk og má í því sambandi benda á vegalagningu umhverfis Reykjavík 1970—1973. F. Sé hugað að varanlegri lagn- ingu hringvegar er rétt að hafa eftirfarandi í huga: a. Islenskir verktakar hafa lagt vegi umhverfis Reykjavík með góðum árangri. b. Þó verktakar taki að sér vegalagningu t.d. í Húna- vatnssýslum er ljóst að heima- menn fá verulega vinnu við þá framkvæmd og tæki heima- manna verða notuð. c. Þegar eru ljós dæmi þess að óheppilegt er að spenna á vinnumarkaði í sveitarfélögum sé aukin meira en hægt er að komast hjá. d. Tæki, sem heimamenn öfl- uðu gagngert til vegafram- kvæmda kynnu að verða ónýtt þegar vegurinn er farinn hjá og næsta hérað tekur við. e. Búast má við stöðnun í tækniframförum ef nota á óhentug tæki. f. Ljóst er að önnur vegavinna leggst ekki niður þó hafin sé gerð hringvegar. Ekki verður fjölyrt hér frekar um hagkvæmni þess að bjóða út opinberar framkvæmdir en benda má á fjöldamörg önnur atriði. Nauðsynlegt er að skipa verk- legum framkvæmdum á þann veg að þeir, sem láta fjármuni af hendi til mannvirkjagerðar, fái sem mest fyrir peningana. Kanna þarf rækilega hvert einstakt verk og hvernig að því var staðið með tilliti til framtíðarstefnunnar. Stefnuskrá Verktakasambands- ins verður endurskoðuð eins og þurfa þykir vegna breyttra að- stæðna í þjóðfélaginu. - SS. Blíðskapar- veður á Borgarfirði Borgarfirði 18. marz. í DAG er hér sólskin og sunnan- átt, sannkallað vorveður og raun- ar má segja, að fram að þessu hafi vetur verið snjólítill og mildur hér austanlands. Að vísu hefur tíð verið allum- hleypingasöm með köflum, en við höfum að mestu sloppið við þau veður sem geisuðu sunnanlands og vestan og getið var um í fréttum. En sem sagt, í dag er hér lítill snjór og vorblíða, og vegurinn til Héraðs um Vatnsskarð fær flest- um bílum. I haust voru að venju allir bátar settir á land sökum hafnleysis, þrátt fyrir hina svokölluðu hafn- argerð austur við Hafnarhólma, en nú er búið að sjósetja nokkra aftur og eru menn að búa sig undir grásleppuveiðar. 'Nokkur rauð- maganet eru komin í sjó, en lítið hefur veiðst enn sem komið er. Dauft hefur verið yfir félagslífi hér eins og venjulega á veturna. Þó var hér hið árlega þorrablót í janúar. Einnig hélt prjónastofan Nálin kvöldvöku með heimatil- búnu skemmtiefni, kaffiveitingum og dansað var á eftir. Hingað kom um daginn dans- kennari frá Egilsstöðum og hélt nokkurra kvölda námsskeið við góða aðsókn. Og nú eru það skólabörnin, sem bíða eftir snjón- um því þá eygja þau von á skíðakennara. Sverrir Haraldsson Norræna húsið; Fyrirlestur um finnskar handíðir FIMMTUDAGINN 20. mars flytur Ruth Henriksson frá Finnlandi fyrirlestur með litskyggnum og tónlist í fyrirlestrarsal Norræna hússins og nefnir hann „Hant- verkardag, ett sátt att áteruppliva gammal bygdekultur". Finnskar handíðir byggja á fornum alþýðuhefðum, en alþjóðl- eg fjöldaframleiðsla hefur gert að þeim harða hríð. Undanfarin ár hefur mjög mikil vakning orðið að því er lýtur að varðveislu þessara fornu hefða og endurlífgun þeirra og meðal annars eru haldnir „hantverkardagar" eða handíða- dagar víða um Finnland, og hafa orðið hvatar til að taka upp að nýju gamlar, þjóðlegar handíðir. Ruth Henriksson var lektor í vefjarlist við Laguska mennta- skólann í Helsingfors. Hún hefur dvalist á íslandi áður, sumarið 1973, er hún var hér í boði Norræna hússins og hélt þá fyrir- lestra fyrir almenning og nám- skeið fyrir íslenska handavinnu- kennara, og mun hún að þessu sinni einnig halda fyrirlestur fyrir handavinnukennarana. Fyrirlesturinn á fimmtudag hefst kl. 20:30 og er öllum opinn. FUF andvígt Höfðabakkabrú STJÓRN Félags ungra fram- sóknarmanna hefur lýst yfir andstöðu sinni við byggingu brúar yfir Elliðaár við Höfða- bakka. Telur stjórn FUF útivist- arsvæðið í Elliðaárdal mun verðmætara Reykvíkingum en brúargerðin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.