Morgunblaðið - 20.03.1980, Page 29

Morgunblaðið - 20.03.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 29 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Húsnæði fyrir léttan iðnað óskast. 30—60 m!, helst nálægt miðbænum. Til greina kemur húsnæöi með öðrum. Uppl. í síma 76644. Maður um þrítugt Maöur um þrítugt meö stú- dentspróf og starfsreynslu sem tölvari óskar eftir vinnu strax. Margt kemur til greina. Tilboö sendist augld. Mbl. merkt: „A — 6018“. Ensk stúlka 21 árs óskar eftir aö komast sem au pair tímabiliö júlí-sept. Getur kennt ensku. Hefur meö- mæli. Skriflð J. Tope, 105 Shar- row Lane, Sheffield, England. Höfum kaupanda aö sérhæö eöa eldra einbýli. Sérlega góö útb. í boði. Fasteignasala Vilhjálms Þór- hallssonar, Vatnsnesvegi 20, Keflavík, sími 1263 og 2411. Ódýr ferðaröaútvörp einnig töskur og hylki fyrir kass- ettur T.D.K. Maxell og Ampex kassettur. Hljómplötur, múslk- kassettur og áttarása spólur, íslenskar og erlendar. Mikiö á gömlu veröi. Póstsendum. F. Björnsson, radíóverslun, Bergþórugötu 2, sími 23889. Keflavík Til sölu nýleg, glæsileg 3ja herb. íbúö viö Mávabraut. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420 og 3577. Tek aö mér að leysa út vörur fyrir verzlanir og innflytjendur. Tilboö sendist augld. Mbl. merkt: „Ú — 4822". Sjálfsbjörg Suðurnesja Aöalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 23. marz kl. 14.00 í húsi Stangveiöifélags- ins Suöurgötu 4, Keflavík. Venjuleg aöalfundarstörf, kaffi- veltingar. Stjórnin. Aðalfundur Aöalfundur Sunddeildar Ár- manns verður haldinn þriöju- daginn 25. marz kl. 20.00 í Snorrabæ. Stjórnin. K.F.U.M. A.D. Fundur verður í kvöld kl. 20.30 aö Amtmannsstíg 2 B. Reynsla úr eigin lífi. 3 A.D. félagar segja frá. Allir karlmenn velkomnir. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur í safn- aöarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Halldór S. Gröndal. IOOF 5 = 1613207= KÚTT IOOF 11 =1610320 ==8Vfe □ St:.St:. 59802036 VIII—Sth. — Hvst. Ath. kl. 18.00. Hjálpræöisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega vel- komnir. Fíladelfía Gúttó Hafnarfirði Almenn samkoma kl. 20:30. Gestur Sigurbjörnsson og fleiri tala. Fjölbreyttur söngur. Sam- komustjóri Daniel Glad. Fíladelfía Reykjavík Almenn samkoma kl. 20:30. Æskufólk syngur. Samkomu- stjóri Hafliði Kristinsson. Föstud. 21 marz Húsafell, afmælisferö, göngu- feröir, skíöaganga á Ok. Góö gistiaöstaöa, sundlaug, sauna- baö. Fararstj. Jón I. Bjarnason og Kristján M. Baldursson. Far- seölar á skrifst. Útivistar. Páskaferöir 1. Snæfellsnes, gisting á Lýsu- hóli, sundlaug, hitapottur, öl- kelda, gengiö á jökulinn og vföa um ströndina. Kvöldvökur. Far- arstj. Kristján M. Baldursson. 2. ðræfi, gisting á Hofi, göngu- feröir, hugsanlega Öræfajökuls- ganga. Fararstj. Erlingur Thor- oddsen. Upplýsingar og farmiðasala á skrifst. Utivistar, Lækjarg. 6a, sími 14606. Útivist. GEÐVERNDARFÉLAG ISLANDS radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir febrúarmánuö 1980, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaöan virkan dag eftir eindaga uns þau eru oröin 20%, en síöan eru viðurlögin 4,5% til viöbótar fyrir hvern byrjaöan mánuö, talið frá og meö 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 20. mars 1980. Til leigu ca. 600 ferm iönaöar- eöa verslunarhúsnæöi með frágengnu bílastæöi viö Smiðjuveg. Uppl. eftir 6 á kvöldin í síma 81540. Innflutningsverzlun óskar aö kaupa eöa leigja húsnæöi undir starfsemi sína í austurhluta borgarinnar. Stærö: Jaröhæö með verzlunargluggum ca. 200—300 ferm, lager- og skrifstofupláss ca. 150—200 ferm (helzt á jarðhæö). Húsnæöið þarf aö vera laust til afnota eftir u.þ.b. 6 mánuði. Tilboð óskast send til blaðsins (auglýsingadeildar) fyrir 28. þ.m. merkt: „I — 6416“. Til sölu 2ja herb. íbúö í þriöja flokki Byggingafélags Alþýöu. Félagar sendi umsóknir á skrifstofu félags- ins, Bræðraborgarstíg 47, fyrir 5. apríl 1980. Stjórnin. Akranes Bæjarmálaráð Fundur' veröur haldinn í bæjarmálaráöi Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi, laugardag- inn 22. marz kl. 10 í Sjálfstæðishúsinu, Heiðargeröi 20. Stjórn fulltrúaráðsins AUGLÝSINGA SÍMINN KR: 22480 EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Ari Björnsson, Egilsstöðum: Kveðja til Sverris Hermannssonar Sverrir Hermannsson skrifar 2. tbl. Þingmúla 29. febr. s.l. í þeim skrifum er lítið að finna, sem erindi á til okkar Austfirðinga. Enda hagsmunamál kjördæmisins ekki orðuð þar. Hins vegar er þar að finna graut af sagnfræði frá tímabili Jónasar Jónssonar frá Hriflu. En af því að Sverrir Hermannsson vitnar til Eysteins Jónssonar í því sambandi, þá hefði það ekki spillt sagnfræðinni, að Sv. H. hefði getið þess að Jónas frá Hriflu var talinn eiga þó nokkurn þátt í skjótum pólitískum frama Eysteins. I leiðaranum segir Sv. H. orð- rétt: „Eysteinn Jónsson sagði greinarhöfundi svo frá, að pól- itískir andstæðingar hefðu á Al- þingi umgengist hver annan árum saman sem bláókunnugir menn.“ Hafi Eysteinn Jónsson lýst sambúðarmálum á þann veg, þá stangast það á við það sem Páll Hermannsson, þingmaður Norð- ur-Múlasýslu, hafði að segja mönnum frá veru sinni á Alþingi. Undirritaður var honum kunnug- ur og minnist þess að hann talaði vel um þingbræður sína hvar í flokki sem þeir voru. Fullyrði ég að hann þekkti ekki þessi sambúð- arvandamál á Alþingi. Sv. H. talar um pólitíska stiga- menn í Framsóknarflokknum. Þar er hann auðvitað miklu kunnugri en margur sjálfstæðismaðurinn, hann hefur nefnilega stofnað hlutafélag með Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga, en þar er veldi framsóknar sterkast. Máski er honum farið að líða illa undir S.Í.S.-valdinu, sem hann hefur stundum varað flokksbræður sína við. Undirtónninn í skrifum Sv. H. er óánægja með að mynduð hefur verið ríkisstjórn. En þó einkan- lega að dr. Gunnari Thoroddsen skyldi hafa tekist það. Það er óhætt að fullyrða að meirihluti þjóðarinnar fagnar því að meirihlutaríkisstjórn var mynduð. Öllum var farið að blöskra ráðleysi 60 alþingismanna í 60 daga og rúmlega það. Það verður ekki flokkað undir svik og undirferli af Gunnari að taka sig til og mynda ríkisstjórn á einni viku. Það verður frekar flokkað undir einstakt afrek, miðað við það sem á undan var gengið, að honum skyldi takast það. Stjórnarandstaðan í Sjálfstæð- isflokknum ætti að hætta undir- róðri og miður heppilegum skrif- um í garð dr. Gunnars Thorodd- sen. Það er fyrst og fremst til þess að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Því fer betur að menn eru ekki slegnir þeirri flokksblindu að það sé hægt af nokkrum öfgamönnum að negla menn niður á rússneska vísu. Þjóðin á nægum auði úr að spila. Þeir erfiðleikar sem við er að glíma í bili eru ekki meiri en svo, að hægt er að sigrast á þeim með samstöðu og vilja. Nú á að gefa ríkisstjórninni starfsfrið og sjá til hvort ekki er hægt að minnka spennuna í ríkis- búskapnum. Það fer svo um þessa ríkisstjórn sem aðrar að hún verður dæmd af verkum sínum. Egilsstöðum 11.3.1980 Ari Björnsson Magnús Norðdahl opnar myndasýningu í Gallerí Suðurgötu 7 laugardaginn 22. þ.m. kl. 3 e.h. — Sýningunni lýkur föstudaginn 4. apríl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.