Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 31 hef ég bent á það á öðrum vettvangi, að kirkjan eigi að láta dagvistunarmál barna útivinnandi foreldra til sín taka. Þar er á ferðinni vandamál, sem krefst brýnnar úrlausnar, sem ekki hefir fundizt enn. Þannig má halda áfram að benda á. Svo segir í vinnuplaggi frá þingi alkirkjuráðsins, sem haldið var í Uppsölum í Svíþjóð 1968; og vil ég hafa þá tilvitnun að mínum loka- orðum: „Jesús Kristur gaf líf sitt oss til frelsunar, og með því að láta þannig líf sitt hefir hann opnað oss nýjan heim, heim þjónustunn- ar, þ.e. að gefa öðrum sig í þjónustu. I Kristi og krossi hans uppgötv- um vér nýja stjórnmálastefnu, ekki stefnu valdsins, heldur þjón- ustunnar; nýja hagfræði, ekki hagfræði hagnaðarins og hagvaxt- arins, heldur hagfræði fórnarvilj- ans; nýja félagsfræði, ekki þá félagsfræði, sem greinir mennina í sundur og dregur þá í dilka, heldur félagsfræði bræðralagsins; nýja siðfræði, ekki þá, sem byggð er á sjálfselskunni og eiginhags- mununum, heldur siðfræði bróð- urelskunnar, elsku þess, sem gefur sjálfan sig og verður um leið hlekkur í stöðugri endurnýjandi sköpun Guðs“. Nokkrar glefsur úr almennum umræðum á fundinum: I almennum umræðum, sem fóru fram eftir að umræðuhóparn- ir höfðu setið á rökstólum, kom margt fram og verða hér aðeins tilfærð nokkur brot af því. Til- gangurinn með fundinum um mál- efni kirkjunnar var fyrst og fremst sá að koma af stað umræðu um málefni og mega forráðamenn Hvatar þar vel við una, því margir kváðu sér hljóðs og kirkjan virðist vekja fólki væntingar — en um hvað og hvernig getur hún svaraði því kalli. „Kristilegt siðgæði birtist í gullnu reglunni: Gerið ekki öðrum það, sem þið viljið ekki að aðrir geri yður. — I ljósi þessa er auðvelt að setja sér fyrir sjónir hvað gert er hverju sinni, en oft skortir siðferðisþrek til að gera það sem rétt kann að virðast á réttum tíma. Er kristilegt siðgæði sígilt og stenst það tímans tönn eða á það að laga sig eftir sveiflu tímans? Eftir hvaða farvegi kemst það til skila, veitir grunnskólinn því áleiðis til nemenda sinna, taka fjölmiðlar það upp sem grundvall- arþátt í málflutningi sínum og sem viðmiðun í mannlegum sam- skiptum. Við hverju býst fólk þegar það sækir kirkju — eftirvæntingin fær uppfyllingu í gleði þátttökunnar við messugjörðina og uppörva þarf söfnuðinn til ríkari þátttöku í athöfninni. Kenna þarf fólki að lesa Biblíuna. Æskilegt væri að kirkjan stæði fyrir slíkri almennri fræðslu, samhliða umræðuhópum um einstaka málaflokka. Kristin- dóm er ekki unnt að kenna nema af sannfæringu, en kristnin hefur e.t.v. ekki verið tískufyrirbrigði upp á síðkastið, en er að vinna á — hinn þögli meirihluti hefur látið fámennari en háværari minni- hluta ráða fyrir sig. Sá sem sækir guðsþjónustu fær þjálfun í að hlusta á aðra í stað þess að krefjast skilyrðislaust að fá alla hlustun sjálfur — mörgum er það eitt mikill lærdómur. Á stund erfiðleikanna skilst mörgum að hlýja og kærleikur er grundvall- andi þáttur í mannlegum sam- skiptum — getur kirkjan og starfsmenn hennar komið því til skila til fólks?“ Hér eru aðeins örfá tilviljana- kennd brot af þessari eftirminni- legu umræðu — megi hún halda áfram út á meðal fólks. Þessi umræða er kærkomin hvíld frá verðbólguvandanum og gæti hugs- anlega verið hluti af lausn hans. Einar Örn Björnsson, Mýnesi: Nokkur atriði til umhugsun- ar fyrir Egil á Seljavöllum Egill á Seljavöllum, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austur- landi, lætur ljós sitt skína í Morgunblaðinu um ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsens. Egill þyk- ist þess umkominn að vera fulltrúi sjálfstæðismanna á Austurlandi um skoðanir þeirra og viðhorf. Fyrirsögn Egils að viðtali hans er eftirfarandi: „Blekkingarnar munu fjúka, en sannleikurinn stendur eftir.“ Síðan segir í þessu makalausa viðtali: „Þá eru kynni mín af þessum manni (þ.e. dr. Gunnari Thoroddsen), að með undirferli og svikum við félaga sína rýfur hann einn af sterkustu hornsteinum stjórnarskrárinnar, þar sem er flokkaskipunin í þessu landi.“ Egill sendir þeim Friðjóni Þórð- arsyni, dómsmálaráðherra, og Pálma Jónssyni, landbúnaðarráð- herra, tóninn. Þetta er þá inntakið í hinu ógeðfellda viðtali við Egil á Seljavöllum. En um hvað er Egill að tala. Hefur hann setið á síðkvöldum hjá Sverri Hermanns- syni til að setja það í Morgunblað- ið, sem Sverrir hefur ekki þorað að birta þar, eða heldur Egill, að fylgjendur Sjálfstæðisflokksins á Áusturlandi muni styðja hann í þeirri rógsherferð, sem viðtal hans raunar er. Nei og aftur nei. Austfirðingar munu styðja núver- andi forsætisráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, í þeirri viðleitni hans að koma á samstarfi sem flestra íslendinga og brjótast út úr þeirri hnappheldu, sem úrelt flokkaskip- an og skammsýn öfl í flokkseig- endafélögum reyna að viðhalda og skapað hefur skálmöld í landinu, er leitt hefur af sér það rótleysi og glundroða, er við blasir. Þetta hefði Egill á Seljavöllum átt að skilja, ef hann hefði viljað koma einhverju góðu til leiðar. En forðast eins og heitan eldinn að styrkja þau öfl, sem ekki gátu komið sér saman um landsstjórn eftir síðustu Alþingiskosningar eins og dæmin sanna. Egill á Seljavöllum hefur mis- skilið hlutverk sitt sem þingmaður og heimamaður á Austurlandi, ef hann heldur, að verksvið hans og viðbrögð birtist í því að vera í hjáleigunni hjá Sverri Hermanns- syni í hlutverki „Ketils skræks í Skuggasveini", og láta einfeldnina og óttann hlaupa með sig í gönur. Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- F.U.S. Stefnir: Einar örn Björnsson herra, hefur sýnt, að hann metur meira samstöðu fólksins í landinu og þjóðarhag en að lúta skamm- sýnu flokksvaldi, er nú fer ham- förum í Sjálfstæðisflokknum og reynir að halda í ímynduð völd og aðstöðu í samþjöppuðu flokks- kerfi, sem hefur valdið því, að meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur brostið og sókn- armátturinn fjarað út í tvennum Alþingiskosningum og birtist í miklum doða og lömun, er heltek- ur meðalmennskuna, en hlusta ekki á kall tímans. Það kann ekki góðri lukku að stýra að vera sífellt með hugann við fortíðina, en snúa bakhlutanum í framtíðina. Slík vinnubrögð ríða til falls. Ef Egill á Seljavöllum hefði viljað sýna manndóm og karl- mennsku hefði hann strax átt að styðja dr. Gunnar Thoroddsen, er hann tók að sér stjórnarmyndun- ina, því að önnur leið var ekki fær til að mynda þingbundna stjóTn. Ef það hefði ekki tekist, hefði forseti íslands skipað utanþings- stjórn. Þetta veit Egill, en hleypur samt í faðminn á þeim öflum, sem reyndu að koma í veg fyrir stjórnarmyndun Gunnars og börð- ust einnig gegn utanþingsstjórn. Þetta eru þær staðreyndir, sem Egill á Seljavöllum hefði átt að skilja. Nú er maðurinn af mörkinni landbúnaðarráðherra, góðbóndinn Pálmi Jónsson á Akri. Hverjum var skyldara en Agli að styðja hann, sem sprottinn er úr sama jarðvegi. En Egill tekur þann HAFSKIP HF. REYKJAVIK kostinn að fylgja flokksvaldinu og þeim skuggalegu öflum, sem leynt og ljóst hafa reynt að koma höggi á íslenska bændastétt. Er það leiðin til að styrkja Sjálfstæðis- flokkinn og skapa samheldni með þjóðinni í þeim miklu erfiðleikum, sem við blasa og verður að leysa, ef Islendingar eiga að halda velli og búa í landinu. Að framansögðu er ljóst, að Egill á Seljavöllum ætti nú að bæta ráð sitt og ganga á fund forsætisráðherra, Gunnars Thor- oddsen og biðjast afsökunar á framferði sínu. Ég veit, að því yrði vel tekið á þeim bæ. Ég heiti á allt gott fólk innan flokka og utan að fylgjast vel með framvindunni og styðja dr. Gunn- ar Thoroddsen, forsætisráðherra, og samstarfsmenn hans í þeirri viðleitni að sameina sem flesta um raunhæf vinnubrögð í því að slá á hina háskalegu verðbólgu og dýrtíðarskrúfu, sem er leiðin til að styrkja stöðu atvinnuveganna, sem eru í hættu vegna ásóknar þeirra afla, er ekki skilja, að ef þeir bresta verður lítið í launa- umslaginu. Því verður að nota tímann vel og huga að framtíðinni og styrkja stöðu þjóðarinnar útávið og inná- við og hefjast handa og taka hina miklu orku í fallvötnum og jarð- hita í auknum mæli í þjónustu þjóðarinnar. Það er leiðin til að efla iðnað og vernda lífið í sjónum gegn ofveiði, styrkja gróðurvernd og þá hagsæld, sem slík stefna getur veitt. AÓalfundur Aöalfundur Hafskips hf. veröur haldinn á morgun föstudaginn 21. mars, í salarkynnum Domus Medica viö Egilsgötu og hefst kl. 17. Stjórn Hafskips hf. íþrótta- svæði Hafnar- fjarðar í KVÖLD, fimmtudagskvöld, gengst F.U.S. Stefnir fyrir fundi í Sjálfstæðishúsinu Hafnarfirði. Fundurinn hefst kl. 20.30. Fjall- að verður um íþróttasvæði í Ilafnarfirði. Framsögumaður er Sigþór Aðalsteinsson skipuiags- fulltrúi. Undanfarin ár hafa íarið fram miklar umræður um íþróttasvæði í Hafnarfirði og mörg sjónarmið komið þar fram. í bænum eru tvö íþróttasvæði, Kaplakrikasvæðið í eigu F.H. og Hvaleyrarholtsvöllur í eigu Hafnarfjarðarbæjar með yfirráðarétti Hauka. Sigþór Aðal- steinsson hefur á undanförnum árum unnið að hugmyndum að hugsanlegum möguleikum á nýj- um svæðum og mun hann kynna hugmyndir sínar í kvöld og fund- argestum gefst tækifæri til að viðra sínar skoðanir. Verksmiöjusala Buxur á alla aldurshópa Herrabuxur úr flaueli, kakí og denim. Dömubuxur úr flaueli, flannel og kakí. Unglingabuxur úr flannel, flaueli og denim. Barnabuxur úr flannel, flaueli og denim. Sumarjakkar á börn og karlmenn. Geriö góö kaup í úrvalsvöru. Opiö virka daga kl. 10—18. Föstudaga kl. 10—12 Laugardaga kl. 9—12. Skipholti 7. Sími 28720.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.