Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 Y er tí ðin Góð byrjun eftir bann í Þorlákshöfn Þoriákshofn. 11. apríl. ÓHEMJU mikill afli hefur borizt hér á land á þessari vertíð. Bátarnir hafa landað tvisvar eftir veiðibannið og aflað vel. I gær fimmtudag, var landað hér 691 tonni af 43 bátum. Alls voru á land komin 10. apríl 16 þúsund tonn á vertíðinni. Friðrik Sig- urðsson er aflahæstur, og einhig talinn hæstur yfir allt landið, með 1216 tonn. Næstur horium hér er Jón á Hofi 1012 tonn og Höfrungur III með 994 tonn. Mjög mikil vinna hefur verið hér í saltfiskverkunarstöðvunum og frystihúsinu því að togararnir hafa einnig fiskað ágætlega. Meðalafli hjá þeim bátum sem lönduðu hér í gær var í fyrstu veiðiferðinni eftir páska 16 tonn og því má segja að um mokafla hafi verið að ræða, en bátarnir lögðu net sín á ný á þriðjudag eftir þorskveiðibannið. kaKnhciÖur Mokafli Fáskrúðs- fjarðarbáta FáskrúOsfiröi. 11. april. MOKAFLI hefur verið hjá bát- unum eftir páskastoppið. Sól- Flestir með ágætan afla í Ólafsvik Ólafsvik. 11. april ALLIR bátar eru á sjó í dag í þokkalegasta veðri. Bátarnir lögðu net sín á þriðjudag að loknu banni og drógu þau í gær tveggja nátta, þar sem vonzku- veður var á miðvikudag. Komu bátarnir að í gærkvöldi með ágætan afla flestir hverjir og var algengt að þeir væru með 10—15 lestir, en allt upp í tæplega 29 lestir. Frá Rifi frétti ég að Hamar hefði komið tvíveg- is inn eftir bannið með samtals um 30 lestir. Gunnar Bjarnason er aflahæstur báta héðan með um 740 lestir. — Helgi Aflinn 16 tonn að meðaltali á bát í Grindavík Grindavík. 11. apríl AFLI bátanna hefur verið góður í þessari viku, þ.e. eftir að þeir hófu veiðar að nýju. Aflinn í gær var 16 tonn að meðaltali á bát en Jóhannes Gunnar var hæstur með 48 tonn. Allt er þetta einnar náttar fiskur. Bátarnir voru að borg kom inn í morgun með rúmlega 90 tonn af vænum þorski. Báturinn var á Meðal- landsbug og hafði vitjað netanna tvisvar. Þá kom Þorri inn í dag með 37 tonn eftir eina lögn, en hann fékk fiskinn austar. Hand- færabátar hafa aflað mjög vel. T.d. fengu tveir menn á trillu 2'h tonn í gær. Þá hafa togararnir Hoffell og Ljósafell einnig aflað vel og hefur því verið gríðarmik- il atvinna hér í plássinu. — Albert. Afli glæðist hjá bátunum í Höfn llofn. 11. april. BÁTARNIR komu að í fyrsta sinn í gær eftir páskastoppið og var afli heldur tregur. I kvöld komu fjórir bátar og hafði aflinn þá glæðst og var 20—30 tonn af einnar náttar fiski. Fleiri bátar eru væntanlegir á morgun eftir tvær lagnir og hefur frétzt að afli þeirra sé góður. Bátarnir halda sig á Meðallandsbug og við Ingólfshöfða. — Einar. koma inn í kvöld og var afli þeirra jafnvel betri en í gær. Frá áramótum eru komin á land 17.500 tonn og er það mun meiri afli en í fyrra. Vörður er aflahæstur með 945 tonn. Kópur næstur með 800 tonn og Hofsnes í þriðja sæti með 730tonn. — Guðfínnur. Komu með allt að 70 lestum í Vest- mannaeyjum Vestmannaeyjum. 11. apríl. BÁTAR hafa aflað ágætlega eftir páskahlé, en þó var leiðinda veður á miðunum á miðvikudag. Þeir bátar, sem voru á heima- miðum komu með frá 10 og upp í 22 tonn í gær og í fyrradag, en þeir höfðu ekki allir dregið allt. Bátarnir sem voru lengra fyrir austan komu inn í gær og nótt með allt upp í 70 tonn, en þá höfðu þeir dregið tvisvar í túrn- um. Aflahæstu bátarnir héðan eru Gjafar, Þórunn Sveinsdóttir og Valdimar Sveinsson með 850—900 lestir og er hart barizt um toppinn. — Sixuriteir Flaggað var á nýja áfanga skólabyggingarinnar í Garðabæ í gær. Viðstaddir nemendur þurfa því vonandi ekki að fara yfir Hafnarfjarðarveginn til að sækja skólanám á næstu vetrum. tjsm. Mbl.: F.P. Garðabær: Þurfa ekki lengur að fara yfir Hafnarf jarðarveg — grunnskólabyggingin komin undir þak GARÐBÆINGAR fögnuðu því í gær, að húsnæði það, sem ætlað er fyrir efri deildir grunnskólans í Garðabæ, er nú þegar undir þaki. Einnig hefur verið hafist handa um pípulögn í húsnæðinu og neðri hæð hússins hefur verið einangruð. Ætlunin er, að í haust verði hægt að taka í notkun nokkrar skólastofur á efri hæð hússins, og aðstöðu fyrir skólahjúkrun o.fl. Með þeim áfanga tekst að koma því til leiðar, að ekki þarf lengur að senda stóran hluta grunnskóla- nemenda yfir Hafnarfjarðarveg- inn til skólanáms. 7., 8. og 9. bekkur grunnskóla munu þá geta stundað nám í þessari nýju bygg- ingu og þurfa þeir nemendur því ekki lengur að sækja skóla í gömlu framhaldsskólabyggingunni við Lyngás. Til að hægt verði að ljúka áfanganum á þessu ári þarf um 265 millj. kr. Af þeirri upphæð hefur ríkisvaldið samþykkt að veita um 75 millj. kr., en þeim ber, skv. lögum að sjá um a.m.k. 38,3%. Félagslegar umbætur vega þyngst í kröfum Sjómannasambandsins: Krefjast ekki hækk- aðrar skiptaprósentu SJÓMANNASAMBAND íslands hefur nú lokið mótun kröfugerð- ar sinnar og hefur aðildarfélög- um sambandsins verið send hún til umsagnar. Að sögn Óskars Vigfússonar er megináherzla lögð á ýmsar félagslegar umbæt- ur, t.d. frí. fæði og sérstakur þungi er lagður á bætt lífeyris- sjóðsréttindi. Sjómannasamband- ið gerir ekki kröfu um hækkaða skiptaprósentu. eins og sjómenn á Isafirði hafa gert. Sjómanna- sambandið hefur verið með lausa samninga frá síðustu áramótum. Nefnd, sem skipuð var af stjórn sambandsins til að undirbúa kröfugerðina tók mið af fram AÐALFUNDUR Sjómannafélags- ins Jötuns í Vestmannaeyjum lýsir furðu sinni og vanþóknun á því ófremdarástandi, sem ríkir í samningamálum íslenzkra sjó- manna, eins og það er orðað í fréttatilkynningu. sem Morgun- blaðinu hefur borizt frá félaginu. „Nú er að hefjast þriðja árið frá því að samningum var sagt upp og er ekki neitt útlit fyrir að samningaviðræður hefjist á næst- unni. Fundurinn skorar þvi á sambandsstjórn Sjómannasam- bands íslands og öll stéttarfélög á landinu, að taka nú þegar ákvörðun um næsta skref í kjara- baráttu sjómanna.“ Fundurinn lýsti stuðningi við kröfur Sjómannafélags ísafjarðar og sendi vestfirzkum sjómönnum baráttukveðjur vegna vinnudeilu þeirra. Jafnframt átaldi fundur- inn harðlega þann drátt, sem alltaf verður á ákvörðun fiskverðs. Miklar umræður urðu á fundinum um frítíma sjómanna og sam- komnum kröfum hinna ýmsu að- ildarfélaga, en þau hafa nú fengið kröfugerðina til umsagnar. Óskar sagði, að þegar kröfugerðin væri KÖNNUN Þjóðhagsstofnun- ar á tekjubreytingum milli áranna 1978 og 1979 í þykkti hann, að fela formanni félagsins að fara þess á leit við Útvegsbændafélag Vestmanna- eyja að taka upp samningaumleit- anir um helgarfrí sjómanna. Formaður Jötuns er nú Elías Björnsson. komin til baka til stjórnar Sjó- mannasambandsins yrði haft samráð við FFSÍ um samninga- málin. Reykjavík og stöðum á Reykjanesi bendir til að aukning atvinnutekna hafi verið 55% í Sandgerði, 54% í Hafnarfirði, 52% í Grindavík, 48% í Keflavík og 46% í Reykjavík, en fyrirvari er á þeirri tölu, þar sem úrvinnsla úr Reykjavíkurathugun er enn skammt á veg komin. Telur Þjóðhagsstofnun í framhaldi af þessu að aukn- ing brúttótekna á öllu land- inu hafi verið 46-47%, en að mati Þjóðhagsstofnunar hækkuðu atvinnutekjur nokkuð meira, eða 47 til 48%. Útvegsbankinn 50 ára í DAG eru 50 ár frá stofnun Útvegsbanka íslands h.f. Hann tók til starfa 12. apríl 1930 skv. lögum nr. 7 frá 11. marz 1930. Bankaráð og bankastjórn Út- vegsbankans hafa ákveðið að minnast þessara tímamóta í sögu bankans á eftirfarandi hátt: í fyrsta lagi mun bankinn leggja fram fé til kaupa á orlofshúsi fyrir starfsfólk bank- ans. í öðru lagi mun síðar á árinu koma út saga Útvegsbankans og íslandsbanka. Próf. Ólafur Björnsson sér um handrit að þeirri útgáfu. í þriðja lagi hefir Pétur Pét- ursson útvarpsþulur tekið á seg- ulbönd viðtöl við þá starfsmenn íslandsbanka, sem enn eru á lífi og nokkra elstu fyrrverandi starfsmenn bankans. Sjá viðtal við formann banka- ráðs Ólaf Björnsson á bls. 12 í blaðinu í dag. Sjómannafélagið Jötunn í Eyjum: Ófremdarástand í samn- ingamálum sjómanna 55% tekjuaukning í Sandgerði milli 78 og 79 — 46% aukning í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.