Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRIL 1980 25 fltargtntHafrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakiö. V aranleg vegagerð Þegar litið er til stærðar lands okkar, strjálbýlis, fámennis þjóðarinnar og fátæktar fram á ár síðari heimsstyrjaldar verður ekki annað sajrt en unnin hafi verið þrekvirki í vega{rerð hér á landi, a.m.k. fram að síðasta áratug. Raunar var hringvegi um landið ekki lokið fyrr en á þessum áratug og þar með náð langþráðu takmarki í samgöngum okkar á iandi. Þrátt fyrir margs konar afrek í vegamálum fyrr á tíð höfum við dregizt aftur úr öllum nágrannaríkjum í varanlegri vegagerð. Hvarvetna um hinn siðmenntaða heim eru varanlegir vegir lagðir slitlagi úr olíumöi, malbiki eða steinsteypu, eftir þeim umferðarþunga sem á þeim er. Þetta gildir um smæstu ríki, eins og Færeyjar, ekki síður en hin fjölmennari og ríkari. A þessu sviði erum við eina undantekningin meðal landa V-Evrópu og N-Ameríku, með okkar moldar- og malarvegi. I þessum verkþætti erum við á bekk með hinum vanþróuðu þjóðum. Varanleg vegagerð í þéttbýli á sér að vísu langa sögu og sums staðar í stærri sveitarfélögum er þessi verkþáttur viðunandi. Reykjavíkurborg reið snemma á vaðið í varan- legri vegagerð, eins og í nýtingu heita vatnsins, en á báðum þessum sviðum vísuðu Reykvíkingar veginn, gengu á undan með góðu eftirdæmi. Þegar Ingólfur Jónsson gegndi embætti samgönguráðherra var hrundið af stað myndar- legum verkþáttum í lagningu slitlags á þjóðvegi, en síðar kom afturkippur og nú er nánast kyrrstaða í varanlegri vegagerð, þrátt fyrir mestu eyðslufjárlög íslandssögunnar. Við verjum árlega himinháum fjárhæðum í ofaníburð í vegakerfið, sem vatn og vindar bera á brott, oft yfir nærliggjandi gróðurlendi. Arðsemisútreikningar sýna þó, að varanleg vegagerð skilar sér aftur, kostnaðarlega, á ótrúlega skömmum tíma til samfélagsins fyrst og fremst í minna vegaviðhaldi en jafnframt í endingu ökutækja, minni varahlutakostnaði og minni bensíneyðslu, sem skiptir miklu máli eins og verðþróun olíuvara hefur verið. A 100. löggjafarþingi íslendinga fluttu átta þingmenn Sjálfstæðisflokks tillögu um 15 ára áætlun um lagningu bundins slitlags á hringveginn og vegi til allra þéttbýlis- staða í landinu. Gert var ráð fyrir þremur verktímabilum, 1979—1984, 1984—1989 og 1989—1994 og tilgreind verkefna- röðun á hvert verktímabil. Tillagan gerði ráð fyrir því að fjármagna framkvæmdir með árlegu happdrættisláni, árlegu framlagi Byggðasjóðs og umframtekjum af sérskött- um umferðar. Þessi tillaga náði, því miður, ekki fram að ganga. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1980 fluttu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingartillögu við fjárlagafrum- varpið, sem fól í sér 2Vi millja.rðs króna hækkun fjárveitingar til nýframkvæmda í vegum á árinu'— og samsvarandi sparnað á öörum sviðum píkisútgjalda. Þessa tillögu felldu stjórnarliðar, allir með tölu. Hins vegar samþykktu þeir óðfúsir tekjuáætlun fjárlaga af umferðinni í landinu: 11 milljarða króna í bensíngjaldi, 19 milljarða í tolli og söluskatti af bensíni, 6 milljarða í innflutningsgjöld- um af bifreiðum og eru þá enn ótaldir ýmsir drjúgir tekjupóstar, eins og innflutningsgjöld af varahlutum, vörugjöld, gúmmígjöld, bifreiðaskattur, skráningargjald og skoðunargjald. Stjórnarstefnan virðist annars vegar sú að skattleggja bensín og bifreiðar svo mjög, að heimilisbíll verði sérréttindi hinna betur megandi — en hins vegar að halda að sér höndum um varanlega vegagerð. Áfram skal bera það efni í vegakerfið, sem verður að aur í vætu en rykskýi í þurru. Slitlag á vegi verður að bíða meðan ráðherrar „telja niður“ verðlag með hækkun söluskatts um 1 Vz%, þ.e. með 8 milljarða viðbótarálagi ofan á vöruverð í landinu á næstu 12 mánuðum, og öðrum álíka „verðbólguhömlum". Þorsteinn Gylfason: í grein Helga Hálfdanarsonar „Vítahringur", sem birtist í Morg- unblaðinu þriðjudaginn 1. apríl 1980, standa þessi orð: Og auövitaö kann þaö ekki góðri lukku aö stýra, ef þær raddir mega sín einhvers, sem halda því fram, að ekki megi leiðrétta málfar barna í skólum, því aö þé sé veriö aö mismuna fólki eftir þjóðfélagsstétt- um, hvernig í dauðanum sem þaö er nú hugsaö. Hér mun Helgi meðal annars hafa í huga þær kenningar Gísla Pálssonar félagsfræðings sem hann birti í síðasta Skírni um íslenzka málfræði og málvöndun sem eitt máttugasta kúgunartæki yfirstéttarinnar í landinu. Raunar er Gísla ekki uppsigað við móður- málskennsluna eina, heldur við alla kennslu sem miðar að því að nemendum lærist það sem réttast er í hverri grein. Slíka kennslu telur hann ekki samrýmast nýj- ustu kenningum í þróunarsálar- fræði, og með því að hætta að skeyta um rétt og rangt muni skólarnir fyrst taka að gegna sínu raunverulega hlutverki. Þá muni allt æskufólk ná góðum árangri og fyllast sjálfstrausti; verði þess þá skammt að bíða að hin kúgaða stétt hristi klafann. Og sjá, hún er voldug og sterk. Ég vildi mega varpa fram handa Helga svolítilli tilgátu til skýr- ingar þeirri hugsun sem hann ekki skilur; satt að segja uggir mig að hann hafi leitað langt yfir skammt þegar hann svipaðist um í samfélaginu eftir einhverjum staðreyndum sem staðfest gætu stéttakenningu Gísla eða hnekkt henni. Hin hatramma stéttabar- átta sem Gísli fjölyrðir um er vissulega fyrir hendi; hún er stéttabarátta innan hóps kennara og fræðimanna. Gísli tilheyrir sjálfur fræðastétt sem er næsta lítils metin, að minni hyggju réttilega, og berst því harðri baráttu fyrir tilveru sinni. Eitt markmið baráttunnar er að ryðja móðurmálskennurum úr vegi með sitt andlausa stagl um rétt og rangt til að íélagsfræðingar, sál- fræðingar og uppeldisfræðingar komist að með sitt agalausa kjaft- æði þar sem engin skil eru á réttu og röngu. Þessa stéttabaráttu sína sér Gísli svo í hverjum krók og kima samfélagsins. Fer þar að alkunnri reglu mannlífsins: þegar mikið liggur við sjá menn sjálfa sig svo sem í skuggsjá hvert sem litið er. í því viðfangi má kannski minnast orða Lichtenbergs um bækur: þeg- ar api lítur í spegil, getur hann ekki búizt við að þar brosi við honum postuli. Vítahringurinn Vítahringnum, sem var megin- efni greinar Helga, má lýsa eitt- hvað á þessa leið. Éftir að heimili landsmanna lögðu upp laupana sem uppeldisstofnanir er þess gætt eftir föngum í grunnskólum að börn verði ekki sómasamlega mælt á íslenzku; síðan eldast þessi börn og gerast sum þeirra barna- kennarar svo að sagan endurtekur sig með æ tilþrifameiri afleiðing- um unz þar kemur á endanum, ef að líkum lætur, að enginn maður kann íslenzku lengur nema ýlustrá í eyðimörk svo sem háskólakenn- arar í öðrum löndum. Reyndar gætir þeirra skoðunar miklu víðar en hjá Helga einum að nú sé svo komið að næst því að missa foreldra sína sé ungum börnum hollast að missa af skólagöngu sinni. En Helgi læzt vera hissa á því að landsfeður og aðrir lands- menn skuli sjá þetta ástand mála í hendi sér og láti sér fátt um finnast; leggi sig jafnvel fram um að fæla frá kennarastéttinni hvern þann sem viðlit er að nota til einhverra annarra verka. Hvers vegna í dauðanum? Víst má þetta skeytingarleysi þykja skrýtið, til að mynda í ljósi þess að börn eru næstum eina fólkið í landinu sem hlustandi er á og talandi við. En ekki alveg eins skrýtið þegar til hins er litið að því fer fjarri að hér sé við séríslenzkan vanda að etja, og ef til vill er Helgi jafnhissa og hann lætur vegna þess hann veit ekki af því að vandinn er alþjóðlegur. Raunar mátti lesa í fréttaritinu Time frá deginum áður en Helgi birti grein sína að við Háskólann í Minnesota hefði nýlega verið lagt fyrir stúdenta próf í enskri tungu. Sama prófið hafði verið lagt fyrir stúdenta sama háskóla fimmtíu árum fyrr, og var frammistaðan nú allt að helmingi lakari en þá. í fréttagreininni var meðal annars getið þeirrar skýringar mætra manna á þessari afturför að móð- urmálskennsla í Bandaríkjunum sé nú öll miklu lausari í reipunum en áður var, auk þess sem latínu- kennsla megi nú heita aflögð í menntaskólum og þar með öll þjálfun í skilningi erfiðra texta sem henni fylgdi. Því má skjóta hér inn að í ljósi þessarar latínu- kenningar ætti Helgi kannski að hugleiða afstöðu sína til kennslu erlendra mála í skólum, en þá kennslu virðist hann lita horn- auga og telja tímasóun. Mannbótafræði Því fer líka fjarri að hnignun móðurmálskennslu víða um lönd sé eina óræka vitnið um skeyt- ingarleysi mannfólksins um börn sín. Svo að annað dæmi sé tekið þá eru félagsfræði, sálarfræði og uppeldisfræði alheimsplágur á síðustu tímum, og sögu einnar virðulegustu sérgreinar þeirra fræða má hafa til marks um að mannkynið lætur sér andlega vel- ferð barna sinna í léttu rúmi liggja. Með þeim afleiðingum að það er lyginni líkast, um víða veröld, hversu vel gengur að gera jafnvel beztu börn að fullorðnu fólki. Ein greinin á meiði þróunarlíf- fræðinnar frá ofanverðri 19. öld var mannbótafræði, fræðigrein sem ætlað var að stuðla að skipulegum kynbótum á mönnum á traustum fræðilegum grunni. Þessi fræðigrein átti sér málsvara meðal íslenzkra sálfræðinga, svo sem þá Agúst H. Bjarnason og Steingrím Arason sem skrifaði um hana sálfræðiritið Mannbætur. Agúst reifaði á styrjaldarárunum síðari, í bók sinni Vandamál mannlegs lífs, tillögur um skipu- legar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að „vandræðafólk" yki kyn sitt, og átti hann þar við „svallgef- inn lausingjalýð", sem og „fátækl- inga og fáráðlinga" og annað „duglaust, léttúðugt og ábyrgðar- laust fólk“. Einkum óttaðist Ágúst þó úrkynjun íslenzku þjóðarinnar vegna kynblöndunar við hina er- lendu heri sem landið sátu um þær mundir. Ef til vill hafa þær hugleiðingar verið þungbærari en ella fyrir þá sök að Huntington prófessor í Yale, eitt átrúnaðargoð Steingríms Arasonar, hafði leitt í ljós að til andlegra starfa væri beztur hiti „tæp 5° á selsíus," eins og segir í Mannbótum, „en það er ekki fjarri meðalhitanum í Reykjavík. Þá telur hann, að molluveður valdi andlegri mollu. Því betra telur hann land til mannbóta, sem golur eru þar tíðari og breytilegri. Telur hann slíkt hafa örvandi og vekjandi áhrif. Verður varla lengra jafnað en til íslands, einkum Reykja- víkur, um ókyrrt veðurfar." Er nú ekki að orðlengja það að mannbótafræðin leið nánast undir lok í einu vetfangi eftir heimsstyrj- öldina síðari, þegar heimsbyggðin var upplýst um það, einkum fyrir rétti í Nurnberg, hvílíkir glæpir höfðu verið drýgðir í nafni þessara fræða í þriðja ríkinu: afkynjanir, vananir, morð — og allt í mann- bótaskyni. Og síðan hefur mér virzt að með það væri farið sem feimnismál að mannbótafræði hafi yfirhöfuð verið til, ugglaust mest í hlífðarskyni við þá lifandi menn, og minningu hinna sem látnir eru, sem trúðu á þessar bábiljur og kölluðu vísindi. Eins virðast nú margir telja það sjálf- sagða kurteisi að það sé gleymt og grafið að fjölmargir samtíðar- menn okkar flöðruðu til skamms tíma upp um alræðisherrana í austanverðri Evrópu og Asíu, líka í nafni bábilja sem þeir kölluðu vísindi. Greindarsálarfræði Ég sagði að mannbótafræðin hefði nánast liðið undir lok. Hún gerði það ekki alveg. Einn kvistur- inn á þeirri grein var greindarsál- arfræði, allt frá dögum Francis Galton sem var frumkvöðull hvorr- ar tveggja á dfanverðri öldinni sem leið, og sú hefur lifað af. Það þarf raunar ekki að líta til öfg- anna í Þýzkalandi frá 1933 til 1945 eftir hrikalegum dæmum um áhrif þessara fræða. Þau var að finna í löggjöf margra landa, svo sem innflytjendalöggjöfinni í Banda- ríkjunum frá 1924 eða marg- víslegri löggjöf um afkynjanir og vananir jafnt vestanhafs sem á Norðurlöndum og í Sviss frá árunum milli 1930 og 1940. Eftir á að hyggja þykir sæmi- lega upplýstu fólki liggja í augum uppi að í ritum Lewis Terman til dæmis, en hann var höfundur sjálfs greindarvísitöluhugtaksins, séu frumstæðustu fordómar klæddir í gervi vísinda, rétt eins og í ritum Ágústs H. Bjarnasonar og Steingríms Arasonar. Og þess er skylt að geta líka að margir menn sáu í gegnum þessi gervi- fræði þegar í öndverðu. Á árunum 1922 og 1923 stóð fræg ritdeila blaðamannsins Walters Lippmann við Terman prófessor. Þar mátti greindarfræðin lúta í lægra haldi fyrir greind. Álíka ójafn er leikur- inn í íslenzkri ritdeilu sem háð var í tímaritunum Vöku og Iðunni á árunum 1927 og 1928, í ritgerðun- um „Samlagningu“ og „Frá- drætti", en þar áttust við þeir Steingrímur Arason, brynjaður fræðum Termans í bak og fyrir, og Sigurður Nordal með heilbrigða skynsemi eina að vopni. En greindarsálarfræðin lifir samt, þrátt fyrir þessa sögu. Menn hrukku upp með andfælum þegar þeir fréttu af ráðagerðum mann- bótafræðinga um afkynjanir og vananir, enda bitna þær aðgerðir á fullorðnu fólki. En greindarsál- arfræðin hefur bara lagzt á börn, og þá er okkur sama. Á síðustu árum hafa ýmsir greindarsálfræð- ingar, einkum þeir Hans Eysenck, Arthur Jensen og Richard Herrnstein, haldið fram þeirri kenningu af miklum þunga að áskapaður og arfgengur greind- armunur sé á hvítum mönnum og svörtum, eins og reyndar er rakið í Mannbótum líka. Og þeir hafa ætlazt til að tekið sé mið af þessari kenningu í skólastarfi þeirra landa sem byggð eru báðum kynþáttunum. Ég hef áður nefnt dæmi þess, í greininni „Ætti sálarfræði að vera til?“ sem birt- ist í Skírni árið 1975, hvernig þessi kenning samtvinnast. ómeng- uðum kynþáttafordómum hjá jafn mikilsvirtum höfundi og Eysenck. En látum þá hlið málsins liggja á milli hluta. Rétt er þó að geta þess að þessir garpar hafa ekki haft erindi sem erfiði í Bandaríkjunum og Bretlandi, enda tekur fullorðið fólk það til sín ef börnum er mismunað eftir kynþáttum. Lítum heldur á hitt að í þessari greindarsálarfræði, rétt eins og gervallri mannbótafræðinni sem hún er sprottin af, stendur ekki steinn yfir steini frá sjónarhóli annarra fræðigreina sem greind- arsálfræðingarnir slá þó um sig með. Eitt er að erfðafræði höf- unda eins og þeirra Eysencks, Herrnsteins og Jensens á lítið sem ekkert skylt við réttnefnda erfða- fræði. Og bætir ekki úr skák að í ljós hefur komið að einar undir- stöðurannsóknir þessarar gervi- erfðafræði eru að heita má fals- aðar frá rótum. Og hér má kannski staldra við um stund. Flett ofan af falsara Sir Cyril Burt var þar til hann lézt árið 1971 einn virtasti sál- fræðingur veraldar, og hafði auk annars gífurleg áhrif á sjálft skólakerfið og allt skólastarf í heimalandi sínu Bretlandi. Eitt af ótalmörgum verkefnum hans um ævina var að safna gögnum um eineggja tvíbura sem aðskilizt hefðu í bernsku og alizt upp við sem ólíkastar aðstæður; niður- stöður þessara rannsókna hafa síðan verið einn hornsteinn þeirr- ar greindarerfðafræði sem kyn- þáttakenningarsmiðirnir styðjast við. En Cyril Burt var naumast fyrr kominn í gröfina en Leon Kamin leiddi að því nokkur rök, sem rakin eru í bók hans The Science and Politics of IQ frá 1976, að ekki væri allt með felldu um gögn Burts. Haustið 1976 birti svo Oliver Gillie, erfðafræðingur sem er læknisfræðifréttamaður Sunday Times í Lundúnum, eitthvert vandaðasta rannsóknarblaða- mennskuverk sem sögur fara af. Gillie og blaðamennirnir sem verkið unnu með honum leiddu í ljós að rannsóknaskýrslur Cyrils Burt eru að meira eða minna leyti falsaðar, og er svo langt gengið að sumir meðhöfundar hans að þess- um skýrslum og mikilvirkir gagnasöfnunarmenn virðast aldrei hafa verið til. Við þessa fölsunarsögu bætist svo sú stað- reynd, sem er hálfu verri, að það skiptir næsta litlu máli hvort gögn Burts eru fölsuð eða ekki. Öll fræðileg umgerð gagnasöfnunar- innar, jafnt hugtökin sem beitt er sem tölfræðileg úrvinnsla úr gögnunum, mun vera með þeim endemum að engin reynslugögn, hversu ófölsuð sem þau væru, hefðu getað leitt neitt í ljós til eða frá um arfgengi sálargáfna eða önnur efni sem Burt voru hugleik- in. Og í krafti þessara aumu fræða óð þessi maður og allt hans lið uppi í brezka skólakerfinu í ára- tugi. Mælingaraunir Ég sagði að í greindarsálarfræði stæði ekki steinn yfir steini frá sjónarhóli annarra fræðigreina. Sjálf greindarmælingahugsjónin er stórkostlega vafasöm, svo að vægt sé til orða tekið, og eru sambærilegar mælingahugsjónir löngu afskrifaðar í öðrum fræði- greinum. Til að mynda glímdu lýðfræðingar lengi við þann vanda að finna fólksfjölgunar- stuðul, sem bersýnilega væri gott að hafa meðan hálf veröldin sveltur heilu hungri. Fágaðar kenningar voru settar fram, en engar forsagnir á grundvelli þeirra stóðust,. Sem ekki er von þegar hug er um það leitt hvað fólksfjölgun veltur á ótalmörgum og sundurleitum þáttum: tízku um giftingaraldur, hlutfalli giftra mæðra og ógiftra, fjölskylduhátt- um, fjárhagsástæðum, getnaðar- vörnum — og mætti enn lengi telja. Sama sagan er alkunn úr jarðvegsfræði: menn hafa glímt af ítrasta hugviti við að finna frjó- semisstuðul jarðvegs, en orðið að gefast upp. Enn gegnir sama máli í velferðarhagfræði: enginn hag- fræðingur er svo skyni skroppinn að telja til að mynda verga þjóðarframleiðslu vera „velferð- arstuðul“. En þrátt fyrir allar þessar ógöngur mælingahugsjón- arinnar, og rökrétta lærdóma al- varlegra fræðimanna af þeim, ana greindarsálfræðingar áfram allt til þessa dags í ennþá fráleitari og háskalegri stuðulstrú en allir aðr- ir. Það er ekki að undra að Sir Peter Medawar, lífefnafræðingur- inn valinkunni sem ég hef mörg þessara dæma frá, segi að svo virðist sem greindarsálfræðingum sé einum allra manna fyrirmunað að læra af öðrum. Nú ætti þessi örbirgð greindar- sálarfræðinnar ekki að koma neinum á óvart frá sjónarhóli heilbrigðrar skynsemi; eins og dæmin af Walter Lippmann og Sigurði Nordal sýna er alls engin þörf á að vitna í heldri fræðigrein- ar eins og lýðfræði, jarðvegsfræði og velferðarhagfræði til að leiða í ljós hvað greindarmælingahug- sjónin er fráleit. Engin sálarfræði getur varpað minnsta ljósi á jafn hversdagslegt fyrirbæri og skiln- ing mannlegs máls, eins og mál- fræðingurinn Noam Chomsky hef- ur rakið eftirminnilega í árásum sínum á tilraunasálarfræði, en um þær má lesa í bók hans Máli og mannshug sem út hefur komið á íslenzku. Eða tökum stórum flókn- ara fyrirbæri en skilning ein- faldra setninga: fyndni og við- brögð við henni. Fyndni er auðvit- að mikilsverður þáttur almennrar greindar, en um fyndni er engin sálarfræði til. Það er sama hvar borið er niður um eðli mannlegrar greindar: sálarfræðin stendur uppi án allra svara og án allra aðferða til að leita uppi skynsam- leg svör. En þrátt fyrir þessa yfirgripsmiklu vanþekkingu — eða kannski öllu heldur vegna hennar — þykjast sálfræðingar geta mælt þá greind sem þeir vita ekkert hvað er. Og í krafti þessara gervifræða leika þeir lausum hala í skólum þjóðanna. Einhvern tíma las ég eftir Hans Eysenck lofgjörð hans um greind- arpróf; ég bið forláts á að ég vitna til hennar eftir minni. í ljós hafði komið, sagði hann, að greindar- próf væru miklu áreiðanlegri en hefðbundnar aðferðir í því skyni til dæmis að velja stúdenta inn í háskóladeildir. Einkum þóttu hon- um, minnir mig, greindarprófin þarfleg til þess að sía óeirðaseggi úr hópi umsækjenda; og varð Honum ekki tilefni til neinna efasemda. En nú er það vitaskuld heilbrigð skynsemi um próf af öllu tæi að þau séu meira eða minna marklaus stofnun; ónytjungar taka ágætispróf og miðlungsmenn og skussar reynast hinir farsæl- ustu til lífs og starfa. Þessa marklausu stofnun má auðvitað fága á ótal vegu í einum eða öðrum tilgangi — og þarf enga sálarfræði til. Þannig væri leikur einn að haga prófum þannig að fram kæmi sem mest fylgni milli einkunna sama nemanda á ólíkum skólastigum, eða þá á hinn veginn að óeirðagjörn ungmenni féllu á hverju prófi. Og þessir kostir á margvíslegri tilhögun prófa eru aðeins til frekara marks um markleysi þeirra sem mælikvarða á eitthvað sem heitið gæti greind, svo að ekki sé nú minnzt á mannkosti. Þessa marklausu stofnun taka svo greindarsálfræð- ingar upp á arma sína og slengja vísindastimpli á allt saman, gera hana að náttúrulögmáli. Alþingi og skólakerfið Það er óneitanlega umhugsun- arvert að flestum skynugum mönnum virðast til að mynda frjósemisreikningar fyrirfram tortryggilegir. Hver bóndi og hver fulltrúi bænda á Alþingi væri fullur meira eða minna réttmætr- ar tortryggni í garð jarðvegsfræð- inga með frjósemisstuðul á fána sínum í krossferð um sveitir landsins. Hyggjum bara að því hvernig allir sem eiga hagsmuna að gæta í sjávarútvegi fjargviðr- ast út í fiskifræðinga og haffræð- inga. Og er ekki ný bóla: „hagsýnir menn á íslandi neita því staðfast- lega að nokkur Golfstraumur sé til,“ segir í ferðabók Burtons frá síðustu öld. En þrátt fyrir þessa að mörgu leyti heilbrigðu afstöðu til jarðvegsfræði, fiskifræði og haffræði þá æsir sig enginn al- þingismaður út af því að sálfræð- ingar og uppeldisfræðingar skalti og valti með skólakerfið á alla kanta á grundvelli fræða sem eru hundrað sinnum frumstæðari en öll fiskifræði. Alþingismenn standa á öndinni yfir hverjum olíudropa, hverjum afleggjara að eyðibýlum næsta áratugs, hverri bröndu, ætri sem óætri, sem enn lifir í friði í sjónum og hægt er að ganga af dauðri. En Alþingi íslendinga samþykkir með glöðu geði grunn- skólafrumvarp þar sem kveðið er á um viðamikla sálfræðiþjónustu, meðal annars til „að annast hæfniprófanir og ráðgjöf í sam- bandi við starfsval unglinga". Mér hefur raunar skilizt að ekki eigi að linna látunum fyrr en komnii1 eru sálfræðingar í alla skóla landsins. Sjálfur held ég að miklu meira vit væri að ráða tónlistarfólk að hverjum skóla, enda á þjóðin þar af nógu að taka, til að syngja og spila fyrir kennara og nemendur þegar þeim líður illa. Þegar lagt var til í lagafrum- varpi vorið 1978 að enginn mætti kenna í skólum landsins nema hann hefði varið heilum fjórðungi námstíma síns í háskóla til að læra uppeldisfræði, þá var það samþykkt á Alþingi umræðulaust og ágreiningslaust fyrir ágang einhverra uppeldisfræðinga í stéttarbaráttuham. Því miður er Háskóli íslands fyrst um þessar mundir að reyna að fá þessari fráleitu skipan breytt. En alþing- ismönnum var sama, og er ugg- laust enn. Uppeldisfræði og móðurmál Hér er svolítið sýnishorn þeirr- ar uppeldisfræði sem kennd er í Háskóla íslands, tekið úr fjölrit- aðri kennslubók sem út er gefin af félagsvísindadeild: Ef við notum „terminólógíu" Tom- bergs, þá neyðir náttúran hinn mennska einstakling, nákvæmlega eins og hún neyddi „tegundina" til að umbreytast úr dýri í mann, til að endurnýja tegundina í rás kynslóO- anna. Við þessa miðlun mennsks lífs frá einstaklingi til einstaklings viöheldur mannkyn stöðugt að- greiningu sinni frá dýraríkinu. Hún fellur ekki augnablik til baka á formennskt náttúruþrep. Einnig verður maður að líta á þá endurnýj- un sem á sér stað á fósturstigs- skeiðunum sem endurnýjun mennskrar náttúru. Ef við rifjum upp augnablik, þá er einkennandi fyrir manninn að vera skynsemdar náttúrumætti í fremj- andi mótsetningu við náttúruna. Einstaklingnum hlýtur að falla þetta subjekteinkenni í skaut strax í upphafi tilveru sinnar. En þó á þann veg að hann sem maöur veröur að manni. „Maðurinn er maður og veröur þó fyrst að verða það sem hann er. Hann er, séð frá sjónarhóli fullmótunar hans, í upphafi mann- möguleiki, en þó ávallt sem maður." (Hann hleypur ekki yfir nein tilveru- þrep í einstaklingsþróun sinni . . . ) „Það er náttúra hans að verða að mótast í mann. Möguleiki hans, að verða að manni, er nauðsynlegur möguleiki, það er náttúrleg ákvörð- un hans, sem honum gæti að meira eða minna leyti mistekizt, en þess- ari ákvörðun getur hann ekki vikið úr vegi og lifað á öðru tilverustigi (Seinsweise)..." Þetta kalla uppeldisfræðingar „félagsfræði menntunar“, nánar tiltekið „heimspekilega skoðun persónuleikans". Og þvílík fræði ber væntanlegum kennurum á íslandi að verja heilu ári af fjögurra ára námi sínu til að tileinka sér. í framtíðinni er framhaldskólakennara að lands- jögum ætlað að lesa aðalgrein sína í tvö ár, kannski sögu eða íslenzku, aukagrein sína í eitt, kannski ensku eða þýzku, og svo má hann sóa einu árinu enn í uppeldisfræði og kennslufræði. Veitum því nú athygli að klaus- an hér að ofan er ofurskýrt dæmi um fræðilega hliðstæðu stofnana- máls sem svo er nefnt: þess máls sem kemur flóknum eða óskiljan- legum orðum að einföldum hugs- unum eða alls engum. Ég veit ekki hvernig mönnum gengur að skilja hvað höfundur klausunnar er að segja í fyrri málsgreininni sem eftir honum er höfð. Hann er að segja að menn eignist afkvæmi, og afkvæmi manna séu líka menn en ekki dýr. Nú er þetta auðvitað merkileg staðreynd, svo alkunn sem hún er, til að mynda frá sjónarhóli skynsamlegrar erfða- fræði. En uppeldisfræðingurinn hefur ekkert markvert um hana að segja; hjá honum er þetta ekkert nema lágkúra sem hann reynir að bæta sér upp með uppskafningu. Það er því miður eitt höfuðeinkenni mannlegra fræða á 20stu öld að menn reyni að klæða fátæklega hugsun sína, ef hún er þá einhver, í dularklæði alvarlegra fræða og vísinda, hvort heldur náttúruvísinda eins og greindarsálarfræðin gerir til dæmis, eða þá heimspeki eins og mönnum hættir til í hvers konar listfræði, einkum í Frakklandi og Þýzkalandi. Og dæmið sem hér er tekið er því miður dæmigert, og þar með talandi tákn um eymd þeirra fræða sem verið er að útlista. Og það sýnir okkur að sæmilega óbrenglað málskyn hrekkur til að afhjúpa eymdina. Það skyldi nú ekki vera að hér sé komin skýring- in á vítahringnum? Eina leiðin til að menn taki önnur eins fræði alvarlega er auðvitað sú að þeir hafi engin tök á máli og hugsun. Þess vegna ber brýna nauðsyn til að afnema alla móðurmáls- kennslu, eftir því sem unnt er, svo að unglingar verði öldungis gagn- rýnislausir á fimbulfambið sem heitir félagsfræði, sálarfræði og uppeldisfræði. Og öllum er sama. Ef þetta gerðist á íslandi einu mætti láta hvarfla að sér að þegar þær kynslóðir sem nú ráða landinu hafa lagt efnahag þeSs í rúst og drepið allt kvikt í sjónum, þá þyki þeim eins gott að niðjar þeirra hafi ekki óhóflega fótfestu í móðurmálinu, svo að þeir verði nýtari þegnar í Ástralíu þegar þangað kemur. Helgi Hálfdanar- son getur svo huggað sig við það að þegar Reykjavík er orðin mannlaus bær muni Kermóafoss finna sinn forna farveg í Elliðaán- um og kliða þar með fuglum himinsins og sindra í sólskininu. En þetta gerist ekki á íslandi einu. Fimbulfambið er alheims- plága.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.