Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 7 T l 1 Rússagrýlan úr óvæntri átt Vísir fjallaðí á miðviku- daginn um rannsóknir Rússa á íslandi í forystu- grein sinni. Þar segir: „Á sama tíma og þaö er hin mesta fásinna að gera samjöfnuð með stjórnmálalegum hug- sjónum sem Bandaríkin og Sovétríkin eru full- trúar fyrir, þá er það sömuleiöis út í hött að draga fjööur yfir þá stað- reynd, að bæði þessi stórveldi reka þá mark- vissu stefnu, að auka áhrif sín og tryggja stöðu sína hvarvetna í heimin- um. Litla ísland er þar ekki undanskilið. Um langan aldur hefur varnarstöðin viö Keflavík verið ímynd þeirrar bandarísku heimsveld- isstefnu sem bláeygir friðarsinnar hafa sóð ofsjónum yfir, og þegar mikið hefur legið við á hinn kantinn hefur Rússagrýlan verið dregin fram. Rússneska grýlumynd- in hefur þó í seinni tíö fallið í heldur grýttan jarðveg, þar sem hún hefur aðallega orðið raunveruleg í Afghanist- an og öðrum fjarlægari löndum, en látið lítið á sér kræla á norölægari slóðum. En stórveldapólitík og átök um völd og áhrif snúast ekki einvörðungu um hernaðarleg yfirráð og njósnir beinast ekki alfarið að leyndarmálum utanríkisþjónustunnar. Og nú er komiö á daginn að það er fleira aö varast en hermang og varnar- stöðvar. Blessuð Rússa- grýlan hefur birst okkur úr heldur óvæntri átt. Sovétmenn hafa árum saman sent hópa svokall- aðra vísindamanna til íslands undir þvi yfir- skyni, að þeir væru að gera rannsóknir á stein- gervingum hér og hvar um landið. Einhverjum kynni að hafa dottið í hug að tilgangurinn væri ann- arrar og alvarlegri gerð- ar. En ekki íslendingum." Langlundar- geöiö þrotiö Og forystugrein Vísis heldur áfram: „í græskuleysi og barnalegri auötrú hafa ís- lensk stjórnvöld ávallt veitt góðfúslega leyfi sitt til hinna rússnesku rann- sókna. 15 til 20 manna hópur Sovétmanna hefur undanfarin ár ferðast nánast óáreittur vítt og breitt um landiö, aö mestu eftirlitslaust, og þeir fáu sem hafa haft vitneskju um þessi vísindastörf hafa fyllst vaxandi forundran á þeim ótrúlega og óend- anlega áhuga, sem Rúss- arnir hafa haft fyrir íslenskum steingerving- um. En leyfin hafa aftur og aftur verið endurnýj- uð, enda geta jarðfræð- ingar ekki vanþakkað slíkan áhuga háþróaðrar vísindaþjóðar. Gallinn hefur hinsvegar verið sá, að íslenskir vísindamenn, hvað þá aörir utan Sov- étríkjanna, hafa ekki haft erindi af þessu erfiði Rússanna, því þær skýrslur sem vitað er um, eru allar á rússnesku og vel geymdar á vísinda- skrifstofunum í Moskvu. Langlundargeð ís- lenskra jarðvísinda- manna er nú loks á þrot- um, og þeir telja að kom- inn sé tími til að Rússarn- ir staldri viö, „enda vand- sóð hvaða tilgangi þessar yfirgripsmiklu rannsóknir þjóni“, segir í einni um- sögn þeirra. Fljótt á litiö mætti ætla aö nú væri gamla Rússa- grýlan vakin upp frá dauöum. Svo er þó ekki. Umsagnir jarövísinda- mannanna íslensku eru reistar á vísindalegum forsendum. Það skal heldur ekki getum að því leitt, hvort þeim hafi dottið í hug, aö Rússarnir hafi rannsakað fleira en steingervinga í þann ára- tug, sem þeir hafa ferðast um óbyggðir landsins. En hitt er víst, að íslenskum stjórnvöldum ætti það að vera nokkurt umhugsun- arefni hvort rússneskt ástfóstur á steingerving- um réttlæti frjáls og óheft rannsóknarstörf af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir. Á sama tíma og athygli heittrúaðra þjóöernis- sinna hefur öll beinst að hinni voðalegu varnar- stöð á Miðnesheiði, þar sem minna ku fara fyrir jarðvísindum, hafa Rúss- arnir lætt sér kænlega bakdyramegin inn í land- ið og haft sína hentisemi um hverskonar mótleiki, gegn hinu stórveldinu. Hvernig væri að friöar- sinnar og hlutleysispost- ular tækju nú upp skel- egga andstöðu gegn hin- um rússnesku rannsókn- um til tilbreytingar? Nema þá að þaö só í þágu friöar og hlutleysis að stórveldin stundi njósnir sínar að eigin vildr* afsláttur á öllum vorlaukum í dag og á morgun. MISSIÐ EKKI AF ÞESSU EINSTAKA TÆKIFÆRI. Heimsækið GRÆNA TORGIÐ um helgina bíómauol gróðurhúsinu v/ Sigtún S. 36770, 86340. RfilD Allir á hlutaveltu í dag! í húsi Félags einstæöra foreldra í Skeljanesi, í dag kl. 2—4 (strætó nr. 5 stoppar viö húsiö). Aragrúi vinninga og engin núll. Miöi á 400.- og þrír á 1.000.-. í kjallara má gera kjarakaup á gömlum og nýjum flíkum frá 100.- kr. FEF Sænsku námskeið i Framneslýðháskóla Dagana 3,—16. ágúst gefst 15 íslendingum kostur á aö sækja námskeið í sænsku í Framneslýöháskóla í Norrbotten í Svíþjóö. Þátttakendur eru skuldbundnir til aö sækja fornámskeiö í Reykjavík um eina helgi í júní. Umsóknarfrestur er til 5. maí 1980. Upplýsingar og umsóknareyðublöö fást í skrifstofu Norræna félagsins, Norræna húsinu, sími 10165 kl. 9—19. Norræna félagiö LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — Málning og málningarvörur Afslattur Kaupir þú fyrir: 30—50 þús. veitum viö 10% afslátt. Kaupir þú umfram 50 þús. veitum viö 15% afslátt. Þetta er málningarafsláttur í Litaveri fyrir alla þá, aem eru að byggja, breyta eða bæta. Líttu viö í Litaveri, því það hefur ávallt borgaö *ig. Grenaáavegi. Hreyföahóeinu Sími «24*4. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER VIÐTALSTÍMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðiö aö notfæra sér viótalstíma þessa. Laugardaginn 12. apríl veröa til viötals Ólafur B. Thors og Hilmar Guölaugsson. Ólafur er í stjórn Landsvirkjunar, samstarfsnefnd um löggæslumálefni Reykjavíkur, stjórn sjúkrastofnana. Hilmar er í byggingarnefnd, húsaleigunefnd, stjórn Ráöningar- stofunar, og stjórn veitustofnana. LITAVER — LITAVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.