Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 23 Finnland: Yfirmenn á kaup- skipum í verkfall Frá Harry Granberg, fréttaritara Mbl. í Finnlandi SKIPSTJÓRAR og yfirmenn á Veður Akureyri 2 léttskýjað Amsterdam 12 skýjaó Aþena 17 skýjað Barcelona 15 skýjað Berlín 10 skýjað Chicago 4 skýjaö Denpasar 33 heiðskírt Dublin 11 skýjað Feneyjar 13 léttskýjað Frankfurt 8 rigning Genf 10 heiðskírt Helsínki 9 heiðskírt Hong Kong 22 skýjað Jerúsalem 19 heiðskírt Jóhannesarborg 19 rigning Kaupmannahöfr i 8 heiðskírt Las Palmas 21 skýjað Lissabon 21 heiöskirt London 13 skýjað Los Angeies 25 heiðskírt Málaga 17 skýjaö Madríd 20 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjaö Miami 27 skýjað Montreal 17 skýjaö Moskva 4 heiöskírt Nýja Delhi 37 skýjað New York 20 heiöskírt Ósló 11 heiöskírt Perís 15 heiöskírt Reykjavík 1 skýjað Rio de Janeíro 34 skýjað Rómaborg 15 heiðskírt San Francisco 19 heiöskírt Stokkhóimur 8 heiðskírt Tel Aviv 21 heiðskirt Tókýó 17 heiðskírt finnskum kaupskipum fóru í dag í verkfall og gengu þar með í lið undirmönnum, sem hafa verið í verkfalli undanfarnar tvær vik- ur. Yfirmennirnir krefjast 10% kauphækkunar en útgerðarmenn féllust ekki á kröfur yfirmanna. Verkfall yfirmanna þýðir að allur kaupskipafloti Finna stöðv- ast. Nú þegar hefur um helmingur kaupskipaflotans stöðvast. Skip stöðvuðust ef þau komu i norræna höfn en með aðgerð yfirmann- anna, þá stöðvast öll finnsk skip um leið og þau koma til hafnar, hvar sem er í heiminum. Fyrsta skipið sem stöðvaðist vegna verk- falls yfirmanna, var skemmti- ferðaskipið Ilmatar. Það var á siglingu í Miðjarðarhafi með v-þýzka ferðamenn. Risapandan Ching-Ching fær þvottinn sinn. Fyrir skömmu var Ching-Ching skorin upp og hún er nú sögð á góðum batavegi. Símamynd AP. Bani-Sadr segist hættur af skiptum af gíslamálinu Washington, 11. apríl. AP. JIMMY Carter, forseti Banda- ríkjanna lýsti vonbrigðum sínum með dræmar undirtektir banda- manna Bandaríkjanna í Atl- antshafsbandalaginu vegna að- gerða Bandaríkjamanna í íran- deilunni. Bandalagsþjóðir Bandaríkj- anna í NATO sögðust mundu krefjast lausnar gíslanna úr bandaríska sendiráðinu í Teher- an en ríkin hafa ekki beitt írani refsiaðgerðum. Bani-Sadr Nixon fyrrverandi forseti Bandaríkjanna: Þriðja heimsstyrjöldin er hafin London 11. apríl. AP. NIXON, fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna, segir í nýrri bók að Þriðja heimsstyrjöldin sé skollin á og Svoétríkin jaðri við að hafa „afgerandi yfirburði yfir Vestur- lönd“. Þessi skoðun kemur fram í úrdráttum sem tímaritið Now er að hefja birtingu á. Þar segir Nixon m.a.: „A áratugnum sem er að hefjast verða Bandaríkin að standa andspænis tveimur kaldranalegum staðreyndum í fyrsta skipti í nú- tímasögu. Sú fyrri er að brytist út stríð nú. kynnum við að tapa því. Önnur er að við kynnum að tapa án styrjaldar.“ Nixon segir að á þeim árum sem liðin eru frá því hann var neyddur til að segja af sér embætti forseta hafi vígstaða og hernaðarmáttur Banda- ríkjanna versnað stórlega og hætta sú sem steðjaði að Vesturlöndum magnast. Þessu til stuðnings fjallar hann m.a. um íran, Miðausturlönd, Afríku, Atlantshafsbandalagið og Suður-Ameríku. Bók Nixons mun koma út síðari hluta þessa mánaðar. Bani-Sadr, forseti írans, sagði í dag í viðtali við ítalska tímaritið L’Espresso, að hann vildi ekki, né gæti, haft frekari afskipti af gíslamálinu. „Ég hef þegar gert allt, sem í mínu valdi stendur," sagði Bani-Sadr. „Hótanir Banda- ríkjanna eru til að blekkja og persónulega hef ég ekki trú á, að árás verði gerð til að frelsa gíslana. Eins og er, þá er öryggi gíslanna tryggt. Um það er ég 100% viss,“ sagði forsetinn ennfremur. Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar þrjár - ABC, NBC og CBS hafa allar hafnað kaupum á filmum, sem íranir buðu til sölu en það var viðtal við einn bandarísku gíslanna í Teheran, þar sem hann viður- kenndi njósnir í sendiráðinu í Teheran. Zbigniew Brzezinski, öryggis- málaráðgjafi Jimmy Carters, sagði í gær, að Bandaríkin gætu neyðst til að gera „viðeigandi ráðstafanir", ef deila írana og íraka yrði að ófriðarbáli. Hann skýrði ekki nán- Polugaevsky vann Moskvu, 11. apríl. — AP. SOVÉSKI stórmeistarinn Lev Pol- ugaevsky sigraði landa sinn Mikhail Tal í sjöundu einvígisskák þeirra félaga. Skákin fór í bið eftir 41 leik en Tal gaf án þess að tefla frekar. Polugaevsky hefur hlotið 5 vinninga gegn aðeins 2 Tals. ar hvað hann átti við. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu ekki sitja auðum höndum, ef einhverj- um bandarísku gíslanna yrði gert mein. Hann skýrði heldur ekki nánar hver viðbrögð Bandaríkj- anna yrðu. Þá gagnrýndi Brzez- inski bandamenn í NATO og sagði, að samstarf í NATO væri í hættu vegna aðgerðaleysis samstarfsríkj- anna. Norræn f jár- lög upp á 9,6 milljarða FYRIR nokkru var gengið frá endanlegri gjörð sameiginlegra fjárlaga Norðurlandaráðs, að und- anteknum framlögum til menning- armála. Niðurstöðutölur eru rúm- lega 9,6 milljarðar ísl. króna. Af þessum fjárlögum eru greidd útgjöld ráðsins við skrifstofu ráð- herranefndarinnar í Ósló, svo og rekstur hinna ýmsu samnorrænu stofnana á Norðurlöndunum. Fjár- lögin í ár hækkuðu um tæplega 1,6 milljarða ísl. króna. Framlög Norð- urlandanna fyrir tímabilið 1980—82 verða sem hér segir: Danmörk legg- ur fram 23,7 prósent, Finnland 16 prósent, ísland 0,9 prósent, Noregur 18 prósent og Svíþjóð 41,4 prósent. Saudi-Arabia: Kóngsfjölskyldan er „þrumu lostin“ London, 11. apríl. AP KONUNGSFJÖLSKYLDA Saudi-Arabíu lýsti yfir í dag að hún væri „miður sín“ og „þrumu lostin“ vegna þess að sýnd hefði verið í brezka sjón- varpinu mynd sem byggir á hryllilegri opinberri aftöku ungrar saudi-arabiskrar prins- essu árið 1977, og ástmanns hennar. Sagði í orðsendingu fjölskyldunnar að ekki myndi þetta verða til að bæta sam- skipti ríkjanna. Sýning myndarinnar vakti ekki síður ólgu í Bretlandi og eins og fram kom í blaðinu í gær sendi utanríkisráðherrann Carr- ington lávarður afsökunarbeiðni vegna þessa. „Hin sleikjulega afsökunarbeiðni ráðherrans var grófleg móðgun við brezku þjóð- ina,“ sagði Martin Flannery úr Verkamannaflokknum í dag. Af- sökunarbeiðnin verður lögð fyrir Neðri málstofuna að loknu páskaleyfi. Hefur orðið mikið fjaðrafok út af afsökunarbeiðni Carringtons ekki síður innan hans eigin flokks að sögn. ATV- sjónvarpsstöðin sagði að þrátt fyrir eindregin mótmæli frá Saudi-Aröbum myndi haldið til streitu áætlunum um að sýna myndina í Bandaríkjunum, mörgum Evrópulöndum, Ástr- alíu og Japan. í yfirlýsingu konugsfjölskyld- unnar var ekki tekið fram hvort Saudi-Arabía hefði afráðið að grípa til einhverra aðgerða gegn Bretum vegna þessa. í blöðum hefur verið sagt að Saudi- Arabar hafi hótað að hætta allri olíusölu til Breta og öðrum viðskiptum og slíta stjórnmála- sambandi við þá yrði myndin sýnd. Þetta gerðist 1977 — Kunngert að Bandaríkin sendi herbúnað til Zaire. 1971 — Lýst yfir fullveldi Bangla- desh. 1966 — Fyrstu bandarísku loftár- ásirnar á Norður-Víetnam. 1963 — Fyrstu árásir Indónesa á Malaysíu. 1961 — Fyrsta mannaða geimferð- in (Yuri Gagarin). 1945 — Harry S. Truman verður forseti Bandaríkjanna. 1918 — Þýzkt herlið tekur Arment- ieres, Frakklandi. 1877 — Tyrkir hafna kröfum stór- veldanna um umbætur — Theophil- ius Shepstone innlimar Transvaal. 1861 — Þrælastríðið í Bandaríkj- unum hefst með áraá Sunnanmanna á Fort Sumter, S.C. 1850 — Píus páfi IX snýr aftur og Frakkar hertaka Róm. 1846 — Viðræður Bandaríkja- manna og Mexíkana um kaup á Nýju-Mexicó út um þúfur og herlið sent til umdeildra svæða. 1815 — Austurríki segir Jóakim Murat Napoiikonungi stríð á hend- ur fyrir að hertaka Róm. 1782 — Rodney aðmíráll sigrar franska flotann í Vestur-lndíum. 12. apríl 1654 — írland og Skotland samein- ast Englandi. 1606 — „Union Jack“ verður þjóð- fáni Bretlands. 1545 — Franz I af Frakklandi fyrirskipar fjöldamorð á mótmæl- endum. Afmæli. Christopher Smart, enskt skáld (1722-1771) - Henry Clay, bandarískur stjórnmálaleiðtogi (1777-1852). Andlát. 1814 Charles Burney, tón- listarsagnfræðingur — 1938 Fyodor Chaliapin, óperusöngvari — 1945 Franklin D. Roosevelt forseti. Innlent. 1930 Útvegsbankinn tekur til starfa — 1873 óspektir i hófi latínuskólapilta á afmælisdegi kon- ungs — 1899 Óspektir í Lærða skólanum — 1919 Átján fórust í snjóflóðum við Siglufjörð — 1953 Menntaskólinn á Laugarvatni tekur til starfa — 1956 Ráðstefna í Reykjavík um útfærslu landhelg- innar — 1851 d. Páll Árnason rektor. Orð dagsins. Heimurinn er sjálfur ekkert annað en stórt fangelsi, þar sem menn eru daglega leiddir til aftöku — Sir Walter Raleigh (1552-1618).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.