Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 13 drátturinn nemur nú. Þótt tölur þessar séu ekki alveg sambæri- legar sýna þær að þetta er ekkert nýtt vandamál. — I blaðaskrifum hefur verið látið að því liggja að Útvegsbank- inn stæði höllum fæti? — Já, og yrði jafnvel gjaldþrota, tók Ólafur fram í. Til þess kemur nú ekki nema ríkið yrði gjaldþrota í leiðinni. Ríkið ber ábyrgð á skuldbindingum bankans. Og raunar kemur ekki til þess. Bank- inn á fyrir sínu, þótt hann búi við þrönga lausafjárstöðu. — Hvernig stendur á þeim erfiðleikum? — Á því er tiltölulega einföld skýring, þótt menn geri sér ekki alltaf fulla grein fyrir því. Skýr- ingin er verðbólgan eða réttara sagt sú afleiðing verðbólgunnar að raunverulegir vextir af sparifé hafa um langt skeið verið nei- kvæðir, svo sem allir vita. Þetta hefur leitt til þess að sparifé hefur á undanförnum 10—15 árum rýrn- að um eitthvað 40%, ef miðað væri við stöðugt verðlag. Sú þjón- usta lánastofnana við atvinnuveg- ina, sem byggist á sparifé, hlýtur að rýrna að sama skapi. Allir sjá, að ef útlánin ættu að minnka í hlutfalli við þetta, hlyti það að leiða til meira eða minna víðtækr- ar stöðvunar. Því verður að sjá atvinnuvegunum fyrir lánum með einhverjum öðrum hætti. Þeir atvinnuvegir, sem leitast hefur verið við að sjá fyrir lánum, eru geti staðið undir eðlilegri útlána- starfsemi. Það er eina lausnin að mínu mati. — Talað hefur verið um fækkun banka, sameiningu Útvegsbank- ans og Búnaðarbankans? — Fyrir því má færa rök, bæði með og móti, og þá af öðrum ástæðum. En það leysir ekki þetta grundvallarvandamál. Það verður að leysa eftir öðrum leiðum. — Keppa ekki verðtryggðu ríkisskuldabréfin um fjármagnið við bankana? — Jú, vissulega. Gera má ráð fyrir að verulegur hluti þess fjár, sem lagður er í verðtryggðu skuldabréfin komi úr bönkunum. En það bitnar að sjálfsögðu ekki meira á þessum banka en öðrum. Ég er þeirrar skoðunar að keppa verði að því að allar innlánastofn- anir geti verðtryggt það sparifé, sem þeim berst. Ólafur Björnsson hefur verið formaður bankaráðs útvegsbank- ans sl. áratug og hann er sérstak- lega inntur eftir því tímabili í sögu hans. — Ekki hafa orðið neinar verulegar breytingar á starfsemi bankans sl. áratug, segðir Ólafur. Vandamálin eru í meginatriðum þau sömu nú. Framan af ári 1969 var mjög erfitt. Erfiðleikarnir voru síst minni en nú. Það lagaðist svo strax á seinni hluta ársins og á árinu 1970. En aftur komu til sögunnar erfiðleikar eftir olíu- Próf. ólafur Björnssoní formaður bankaráðs. svokallaðir undirstöðuatvinnuveg- ir þ.e. sjávarútvegur, og landbún- aður, en aðrir þá lent í svelti. Þessar ráðstafanir til að halda áfram lánum til þessara atvinnu- greina hafa að hluta verið er- iendar lántökur. En að því leyti sem það hefur ekki dugað, hefur verið séð fyrir því með svokölluð- um afurðalánum, sem Seðlabank- inn hefur endurkeypt. En endur- keyptu afurðalánin nema ekki nema helmingi verðmætis afurð- anna og sjá verður fyrir því sem eftir er með öðru móti. Það hefur verið gert með svokölluðum við- bótarlánum. Vissulega er það ekki’ skylda slíkra stofnana að sjá fyrir viðbót- arlánum, heldur Ólafur áfram skýringum sínum. En Útvegs- bankinn og Landsbankinn hafa þó að minnsta kosti talið það siðferðilega skyldu sína að halda þessum fyrirtækjum gangandi. Það hefur orðið Útvegsbankanum miklu tilfinnanlegra, þar sem meira en helmingur útlána hans er til sjávarútvegs og verðsveiflur verða þar frá einum tíma til annars. Spariféð hefur rýrnað jafnt í öllum bönkum, en Útvegs- bankinn hefur a.m.k. síðustu tvö árin haldið sinni hlutdeild í því og vel það. Þar sem það ekki nægir til að standa undir viðbótalánunum, þá hefur vandinn verið leystur til bráðabirgða með yfirdrætti í Seðlabanka eins og fyrr var sagt. En yfirdráttarvextir eru allt að því tvöfaldir á við almenna útláns- vexti. Gefur augaleið að slíkt getur ekki gengið nema takmark- aðan tíma. — Hvað er þá til ráða? — Ég held að eina leiðin til úrbóta sé sú, að sparifjáreigend- um séu boðin þau kjör að spariféð kreppuna 1973. Árin 1974 og 1975 voru mjög erfið. En 1976—78 lagaðist ástandið aftur. En síðustu tvö árin hefur verið meiri verð- bólga en nokkru sinni, sem hefur skapað þau vandamál, sem við er að etja í dag. Útvegsbanki íslands rekur öll venjuleg bankaviðskipti. Hann hefur frá upphafi verið gjaldeyris- banki við hliðina á Landsbankan- um. íslandsbanki stofnaði strax 1905 útibú í landshlutunum, á Akureyri, Isafirði og Seyðisfirði. Síðan bættist við útibú í Vest- mannaeyjum 1920, á Siglufirði 1960 og Keflavík 1963. Og allra síðustu árin hafa verið opnuð útibú á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Kópavogi, Hafnarfirði og Sel- tjarnarnesi, auk útibúanna tveggja í Reykjavíkurborg. Núver- andi bankastjórar eru Ármann Jakobsson, Bjarni Guðbjörnsson og Jónas Rafnar. Ekki verður svo skilið við um- ræður um banka, að formaður bankaráðs sé ekki spurður um styttingu og samræmingu á opn- unartíma, sem gert hefur við- skiptamönnum bankanna erfitt fyrir. — Það var gert í sparnaðar- skyni, svarar Ólafur. Við gerum okkur ljóst að það er ekki vinsælt. Til umræðu er hvort ekki sé hægt að gera á því einhverjar breyt- ingar, til þess að þessi stutti opnunartími komi sér ekki eins illa. Sumir hafa talið að betra væri að hafa fremur opið á föstudögum en fimmtudögum. Það er eitt af því sem er í athugun. — Útvegsbankinn hefur í þessa hálfu öld reynt að leysa vandamál sjávarútvegsins eftir getu og raunar umfram getu, sagði Ólafur í lok samtalsins. — E.Pá. Eins hreyfils flug- vélar öruggari? FJÓRUM sinnum meiri líkur er á dauðaslysi þeg- ar hreyfilbilun verður í tveggja hreyfla flugvél en eins hreyfils flugvél, að því er fram kemur í skýrslu bandarískrar stofnunar sem fjallar um öryggismál í flugi (NTSB). í skýrslu stofnunarinnar seg- ir, að helztu orsakirnar séu hræðsla, og vanmáttarkennd flugmanna þégar bilun af þessu tagi verður, auk lítillar hæfni til að stjórna vél undir slíkum kringumstæðum, en það ásamt því að tveggja hreyfla flugvélar eru þyngri og hraðfleygari eykur hættuna á dauðaslysi í fjöl- hreyfla flugvél, miðað við eins hreyfils flugvél. Flugmenn eins hreyfils flug- véla eiga ekki annarra kosta völ en að framkvæma nauðlendingu þegar hreyfill bilar, og búa þeir því bæði vélina og farþega undir það. Og víðast hvar er nóg af sléttlendi til að lenda á i neyð, t.d. vegir, tún og melar. Oftast reyna flugmenn tveggja hreyflá véla hins vegar að halda ferðinni áfram, til næsta flugvallar a.m.k., og eykst þá slysahættan, séu þeir ekki fyllilega færir um að stjórna vél með annan hreyf- ilinn bilaðan. Á árunum 1972—1976 urðu 477 slys vegna hreyfilsbilunar í tveggja hreyfla flugvélum í Bandaríkjunum. í 123 tilfellanna fórst fólk, alls 289 manns. Fæst dauðaslysanna urðu í lendingu á flugbraut eða í nauðlendingu, en 92% allra dauðaslysanna urðu er flugvélarnar ofrisu og hröpuðu til jarðar eða beinlínis flugu í jörðina. Segir í skýrslunni að slysin séu afleiðing ónógrar reglubund- innar æfingar/þjálfurrar. Leggur stofnunin til ýmsar breytingar er allar miða í þá átt að auka hæfni flugmanna til að stjórna tveggja hreyfla flugvélum. M.a. er lagt til að flugmenn sanni hæfni sína a.m.k. á tveggja ára fresti. Flugdellan heltók Roger Whittaker Fjölmargir skemmtikraftar ferðast milli staða í smærri flugvélum, en tiltölulega fáir fljúga þó sjálfir. Enn færri hefur flugdellan gripið heljar- tökum, en meðal þeirra er hinn heimsfrægi breski söngvari og blístrari, Roger Whittaker. Whittaker fékk „að taka í“ og stýra flugvél er hann var á leið til skemmtunar í heimalandi sínu fyrir 2‘A ári. Áhuginn kviknaði, hann hóf flugnám, tók einkaflugpróf, og hlaut samtímis réttindi til að fljúga einshreyf- ils- og fjölhreyfla flugvél. Hefur hann um 600 flugtíma að baki. Hann hefur og blindflugsrétt- indi. Whittaker á nú flugvél af gerðinni Rockwell Turbo Comm- ander 690B, og er það þriðja vélin hans. Flýgur hann vélinni um alla Evrópu. Fyrsta vél hans var Beechcraft Baron, sem vék fyrir Baron 58P, áður en hann keypti svo skrúfuþotuna. Undantekningalaust hefur Whittaker atvinúuflugmann með á ferðum sínum, og flýgur sá vélinni venjulegast til baka úr erilsömum viðskiptaferðum og eftir lýjandi skemmtanir. Roger Whittaker umsjón Ágúst Ás- geirsson, Jón Grímsson og Ragn- ar Axelsson. Rockwell Turbo Commander 690B. Söngvarinn Roger Whittaker sem sungið hefur sig inn i hjörtu fólks, einkum kvenfólks, fékk flugdellu fyrir rúmum tveimur árum og á nú vél þessarar tegundar. Flýgur hann véiinni sjálfur víða um Evrópu þar sem hann kemur fram. Hæðarmet sjóflugvéla Eins hreyfils sjóflugvél af gerðinni Trident Trigull, sem er kanadísk, setti nýverið hæðamet fyrir þennan flokk flugvéla. Náði flugvélin 31,500 feta hæð, en fyrra metið, 25,585 fet, var sett í ítalskri vél af gerðinni Siai Marchetti FN 333 árið 1960. Lufthansa gerði nýverið könnun meðal farþega í DC-10 þotum félagsins. Kom í ljós að 50% farþega vissu ekki hverrar teg- undar vélin var sem þeir flugu í, og nær helmingur sagðist hafa Trident Trigull er knúin 340 hestafla Lycoming T10- 540 hreyfli. Flugvélin er enn sem komið er framleidd í litlum mæli. og hafa talsverð- ar breytingar verið gerðar á henni siðustu tvö árin. mikla tiltrú á DC-10 þotum. Enginn farþegi hafði ýmugust á þessari flugvélategund, sem mikið var fjallað um í fjölmiðl- um á síðasta ári í sambandi við flugöryggi. Um 25 flug- vélar keypt- ar til lands- ins 1980 Samkvæmt skýrslum Flugmálastjórnar voru 1. janúar síðastliðinn 162 loftför skráð á íslandi, en af þeim fjölda voru 17 ekki í lofthæfu ástandi. Tvö þessara loftfara eru ónýt, fórust á Mosfellsheiði og við Húsafell. Alls voru um áramótin skráðar hér á landi 138 flugvélar, þrjár þyrlur og 21 sviffluga. Níu flugvélar voru ekki í lofthæfu ástandi, tvær þyrlur og sex svifflugur. Áreiðanlegar heimildir herma að nú þegar sé ljóst að um 25 flugvélar verði keypt- ar til landsins á árinu 1980, og eru þá meðtaldar einka- flugvélar og nýjar flugvélar Flugleiða og Arnarflugs. Meirihluti þessara 25 ný- skráninga verða notaðar flugvélar. Helmingurinn þekkti ekki vélartegundina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.