Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 AEG — Telefunken: Endurskipuleggur til að mæta betur framtíðarverkefnum Vestur-þýska fyrirtækiö AEG- Telefunken hefur á undanförnum árum átt við nokkur greiðslu- vandamál að stríða en á sérstök- um aukaaðalfundi í Berlín í vetur var mörkuð ný stefna og tekist á við þetta verkefni enda Vestur- Þjóðverjar þekktir fyrir annað en uppgjöf á síðustu árum. Fyrirtækið sem er um 100 ára, er þriðji stærsti raftækjafram- leiðandi Evrópu í dag og það stærsta í heimilistækjum. Á síðastliðnu ári störfuðu hjá því um 155.000 manns þar af 30.000 í 107 verksmiðjum erlendis. Við rannsóknastörf eingöngu unnu um 10.000 manns. Heildarsala AEG nam á árinu 1979 14.200 milljón- um þýskra marka þar af um 8,2 milljónum í Þýskalandi einu. Þessi mikla sala næst hins vegar ekki eingöngu á einu þröngu sviði heldur spannar framleiðslan allt frá hárburstum til hluta í gervi- Spennustöð frá AEG Móttökustöð fyrir gerfitungl tungl. Skiptingin milli hinna ein- stöku greina var sem hér segir: Orkuveitur 23% Gerfitungl, útvarpsstöövar símakerfi 19% Tölvuhlutar og tæki fyrir iönaðarfrl. 17% Heimilistæki 22% Útvörp, sjónvörp o.fl. þess háttar 13% Skrifstofuvélar 6% Meðal stærri verkefna á liðnu ári og þessu eru iðjuver í Austur- Þýskalandi, Rússlandi og Kína fyrir utan, að sjálfsögðu liggur við að segja, olíuframleiðsluríkin og í V-Evrópu neðanjarðarlestarkerfi í Amsterdam og tæki til iðnaðar- framleiðslu fyrir t.d. þýsku Krupp j árnasamsteypuna. Á fyrrgreindum aukaaðalfundi kom m.a. inn í stjórn fyrirtækis- ins Dr. Hans Friderichs en hann er fyrrverandi efnahagsmálaráð- herra Vestur-Þýskalands og einn af stjórnendum Dresner Bank. Endurskipulagningin sem áður var minnst á er aðallega tvíþætt. í fyrsta lagi er greiðslustaða fyrir- tækisins bætt verulega (1500 millj. DM) meðal annars með lækkun hlutafjár og í öðru lagi skal hafin mikil sókn í tækni- og vöruþróun sem byggist á þeirri miklu þekk- ingu sem fyrir hendi er. í báðum tilfellum verða framkvæmdir mið- aðar við að fækka tapeiningum í rekstri fyrirtækisins. Á síðasta ári hófust aðgerðir í þá átt að end- urmeta og endurskipuleggja þess- ar tapeiningar, og voru í því augnamiði notaðar DM 500 millj. á árinu 1979, en það var um helmingur af heildartapi fyrir- tækisins á síðasta ári. Þar fyrir utan hefur verið ákveðið að veita 1000 millj. DM til nýrra rannsóknaverkefna. Af framan- sögðu er ljóst að þetta fyrirtæki ætlar ekki að leggja upp laupana enda varla náð þessari stöðu nema að vörurnar hafi líkað neytendum all vel. Markmiðið er að þeim kröfum verði einnig hægt að mæta í framtíðinni. Veróbólga - Skattheimta án forsvars Á aðalfundi Vorzlunarráðsins í febrúar flutti Ragnar Ilalldórsson forstjóri ISALs fróðlegt erindi um áhrif verðbólgunnar. Þetta er að vísu ekki nýtt efni en framsetningin er vissulega nýstárleg. Heldur er það óhugnanleg tíðindi hversu hlutur hins opinbera hefur vaxið og hve margir hafa farið til starfa hjá hinu opinbera í framhaldi af því. Fer erindi Ragnars hér á eftir örlítið stytt. Við nýafstaðnar kosningar í Kanada spurði maður annan á förnum vegi: „Hefur þú heyrt nýjustu söguna um Joe Clark?" „Eg er Joe Clark." „Fyrst svo er ætla ég að tala mjög hægt.“ Þetta er ein af mörgum sögum úr þessari kosningabaráttu í Kanada, þar sem aðalandstæðing- ur Joe Clark, Pierre Trudeau, vann frægan sigur, ef til vill vegna þeirra brandara, sem menn sögðu um Joe Clark. Einnig á íslandi virðist kosn- ingabarátta snúast um að segja brandara eins og frægur kosn- ingafundur á Vestfjörðum, sem sýndur var í sjónvarpinu um síðustu kosningar hjá okkur, sýndi ljóslega. Hún snýst einnig um að segja mönnum það, sem þeir vilja helzt heyra. Hún snýst um að hafa uppi röksemdarfærslu, sem helzt er við hæfi þeirra, sem fara úr sokkunum og skónum, þegar þeir þurfa að telja upp að tuttugu. Því má ekki gleyma, að markaðsöflin hafa vissulega áhrif á stjórnmál- in. Við höfum slæma ráðgjöf í efnahagsmálum og setjum okkur löggjöf eftir því, vegna þess að þannig viljum við hafa þetta, sjá mynd 1 og 2. Við vitum því, að það verður aðalverkefni okkar á ný- byrjuðum áratug, sem löngum áður, að reyna að hafa þau áhrif á stjórnmálamennina og almenn- ingsálitið, að ekki verði lengur lotið að lélegri efnahagsstjórn. Áður en við snúum okkur að helztu verkefnum í því efni, er ekki úr vegi að rifja upp, hvað hefur skeð á áratugunum eftir síðustu heimsstyrjöld. Byrjum á áratugnum, sem hófst árið 1950. Nú áratugurinn, sem byrjaði 1950, 6. áratugurinn einkenndist fyrst og fremst af uppbyggingu eftir stríðið, ekki sízt setti gjaf- mildi Bandaríkjamanna mark sitt á hann. Þeir komu með Marshall- aðstoðinni fótunum undir efnahag Vestur-Evrópu. Austur-Evrópu- ríkin höfnuðu henni sem kunnugt er vegna einhvers konar misskil- ins pólitísks stolts. Á þessum áratug var einnig stofnað til flestra þeirra alþjóðlegra sam- skipta, sem enn standa svo sem GATT, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Visitala neyzluvoruverðlags a Islandi og meðaltal fyrir OECO (1960 100) Alþjóðabankans og Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD). Á þessum áratug var það ekki einungis viðfangsefni ná- granna okkar að endurreisa verk- smiðjur og önnur mannvirki, held- ur líka að losna við höft og hömlur og kreppuhugarfar fyrirstríðsár- anna. Frjáls, opinn markaður var aftur settur í öndvegi og hlutverk ríkisins var að sjá til þess, að leikreglur væru haldnar. Áratugurinn, sem byrjar á ár- inu 1960, sem við köllum 7. áratuginn, einkenndist af sívax- andi efnahagsuppbyggingu og síaukinni velferð. Þá tóku til starfa Efnahagsbandalag Evrópu og Fríverzlunarbandalagið. Á þessu tímabili riðlaðist einnig hið gamla kerfi á sviði nýlendna og heimsveldisstöðu. Fjölmörg ný ríki voru stofnuð og þróunarlönd- in gerðu kröfur um að fá aðstoð við að koma undir sig fótunum efnahagslega. Japanir byrjuðu á hinni stórfenglegu, efnahagslegu sigurgöngu sinni, og þeir sýndu, að þeir höfðu yfir að ráða geysimiklu hugarflugi og hæfileikum. Nú síðan kemur 8. áratugurinn, sem byrjaði árið 1970. Þetta var áratugur upplausnar. Það sýndi sig, að stjórn efnahagsmála var ekki eins góð og haldið hafði verið, þróunin gekk ekki einungis fram á við. Fyrirbæri eins og verðbólga og atvinnuleysi gerðu vart við sig samtímis. Pólitíkusarnir voru ráð- þrota og fólk gerðist óánægt og tortryggið. Ýmislegt alþjóðasam- starf riðaði til falls. Fyrsta fórn- ardýrið var Bretton Woods gjald- eyriskerfið, sem einkenndist af föstu gengi. I hönd fóru mjög umhleypingasamir tímar með fljótandi gengi gjaldmiðla í kjöl- far þess, að Bandaríkjamenn hjuggu á tengslin milli dollarans og gullsins. Næsta fórnarlamb var trú pól- itíkusa og efnahagsráðgjafa á það, að þeir gætu styrkt heildareftir- spurn og þannig ráðið við efna- hagsástandið og verðbólguna. Menn hafa reynt að skella skuld- inni á OPEC, en augsýnilega höfðu einhver öfl losnað úr læðingi, sem viðtekin kennslubókarfræði réðu ekki við. Að lokum hefur svo ný haftastefna skotið upp kollinum og er nú spurning, hvort það frelsi í milliríkjaverzlun, Sem einkennt hefur eftirstríðsárin, er að syngja sitt siðasta. Það hafði sem sagt reynzt til- tölulega auðvelt að umbreyta hag- vextinum í síaukna velferð á 7. áratugnum, en þegar kom fram á 8. áratuginn er eins og þessi hæfileiki hafi glatazt að nokkru leyti. Opinberi geirinn, þ.e. ríkis- báknið, hélt áfram að vaxa, enda þótt verulega hefði dregið úr hagvexti, og nálgast nú að ráð- stafa 50% þjóðartekna, sjá mynd 3. Þessi staðreynd er eitt alvar- legasta íhugunarefnið í upphafi 9. áratugsins. Ríkið sogar til sín stöðugt vaxandi vinnuafl frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.