Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 Streng- leikur Tðnllsl eftir JÓN ÁSGEIRSSON Þóra Johansen sembal- leikari og Wim Hoogewerf gítarleikari héldu tónleika í Síðasta verkið fyrir hlé, Inngangur og Fandango eft- ir Boccherini er sérlega skemmtileg tónsmíð, vel samansett fyrir gítar og sembal og var samleikur þeirra lifandi og léttur. Eft- ir hlé var eingöngu flutt nútímatónlist; Duo Consert- ant eftir Dogson, Ruyskens eftir Joél Bons, Chain eftir Hekster og að síðustu Fiori Þóra Johansen Wim Hoogewerf Norræna húsinu þar.n 9. þessa mánaðar og ráðgera aðra tónleika með sömu efnisskrá þann 15. Það er ávallt skemmtilegt, er ungir tónlistarmenn hefja störf að loknu námi og tónlistar- unnendum töluverð til- hlökkun að heyra þá leika, enda var húsfylli á tónleik- unum. Gítarleikarinn hóf tónleikana með þremur fal- legum lögum eftir Dowland, sem hann lék þokkalega en þó án þess að snerta veru- lega nokkra strengi hjá áheyrendum. Þóra lék því næst Toccötu nr. 16 eftir Sweelinck en eftir því sem best verður séð samdi hann aðeins 13 toccötur en 18 fantasíur, svo eitthvað fer þarna á milli mála. Leikur Þóru var ekki óáheyrilegur en bæði lítt og lauslega unninn. Sama má segja um tvö næstu verkefnin, d-moll sónötuna eftir Bach og són- ötu í D-dúr eftir Scarlatti. (blóm) eftir Þorkel Sigur- björnsson. í verkunum eftir Bons og Hekster var gítar- leikarinn mjög góður og þó samleikurinn væri mikið eins og leikinn beint af augum þ.e. vantaði mikið af því sem gerir konsertleik meira en aðeins samspil, kom það mjög vel fram, að bæði eru góðir tónlistar- menn og tæknileg geta þeirra traust og vel grunn- fest. Fiori eftir Þorkel Sig- urbjörnsson (frumflutt) er sérkennilega leitandi verk og eins og höfundur standi á vegamótum varðandi tón- feril og gerð samhljóma. Þóra Johansen og Wim Hooge-werf eru ágætir tón- listarmenn og nú er það sjálfstæði þeirra og djörf- ung til stórra átaka í fram- tíðinni, sem sker úr um hversu þeim nýtist gott veganesti til langrar og erfiðrar ferðar út í óviss- una. Ólafur M. Jóhannesson: HÁTÍÐ ALLRA LANDSMANNA? Tvær stórhátíðir hafa nýverið gengið yfir land vort. Sú fyrri Listahátíð, sú seinni forsetakjör. Ýmsir telja að þessir tveir at- burðir eigi fátt sameiginlegt. Annar sé á sviði menningar og lista, hinn snerti æðstu stjórn landsins jafnvel pólitík. Hvort tveggja má til sanns vegar færa en samt eiga þessir tveir atburð- ir það sameiginlegt, að þeir lyfta hugum fólks og samstilla þá. Eitthvað er að gerast sem flestir geta tjáð sig um. Heimsfræg „nöfn“ birtast á eykrílinu í eigin persónu og í svip beinir auga sjónvarpstökuvélarinnar athygli umheimsins að fyrsta kvenfram- bjóðandanum, sem nær kjöri í sæti þjóðhöfðingja. í fáum orð- um sagt, íslendingum finnst á fleygri stund þessara atburða land sitt í þjóðbraut, þeir séu þjóð meðal þjóða ekki menn meðal fiska. Og þessi hátíðar- stemmning þeytir þjóðarsálinni handan við verðbólguþras og annað stundlegt karp sem sam- einar hugina hvunndags. En eitt skilur þó rækilega á milli þess- ara stórhátíða. Forsetakjör var hátiðarhald allrar þjóðarinnar. Frambjóðendur þeystu um land- ið þvert og endilangt, og urðu jafnvel nánari þeim í dreifbýlinu sem gátu vegna nálægðar svo til þreifað á hverjum gesti. Lista- hátíð ’80 var hins vegar fyrst og fremst hátíðarhald Stór-Reykja- víkursvæðisins. Stórstjörnurnar, sem skruppu bæjarieið yfir Atlantsála, stigu ekki út fyrir bæjarmörkin að heitið gat. Og ekki fylltust götur sjávarpláss- anna af trúðleik, né var þar boðið upp á hráa lúðu til hátíð- arbrigða. Hlýtur að hafa verið nöturlegt að standa hjá slíkum hátíðarbrigðum, þótt forsetakjör ’80 skömmu síðar hafi bætt þar nokkuð um og svo nú síðsumars uppgripaferðir reykvískra skemmtikrafta sem eru þrátt fyrir allt eina tilbreytingin úti á landi á þessum árstíma. Þannig er þá málum komið hjá lands- byggðinni, það eina sem henni er boðið uppá sumarlangt eru „Kassastykki" og annað í þeim dúr. Með slíku framhaldi búa hér tvær þjóðir við sífellt hat- rammari togstreitu. Ekki tog- streitu á hinu efnahagslega sviði, heldur öðru hljóðlátara, sem getur þó blásið niður múra ef í það fer. Það er raunar vanvirða að þeir sem sitja í hreiðri valdsins skuli líta á plássin við sjávarsíðuna sem framleiðslueiningar er skuli tína það sem fellur af borðum okkar hér fyrir sunnan möglunarlaust. Væri ekki ráð að hver lands- fjórðungur héldi sína Listahátíð sem bæri upp á þau ár sem Listahátíð Reykjavíkursvæðis- ins væri ekki haldin? Hvernig væri til dæmis að Akureyri, ísafjörður og einhver hentugur staður á Austfjörðum héidi slíka hátíð með þannig millibili að ætíð væri Listahátíð hér á landi. Það væri sómi sveitarfélaga að leggja fé í slíkar framkvæmdir, ekki síður en bundið slitlag. Slíkar hátíðir yrðu vafalaust til að glæða hina fornu bænda- menningu og drífa sjávarplássin úr dróma yfirvinnunnar. Einnig myndu þær með tíð og tíma vekja þá tilfinningu með dreif- býlisfólki að það sæti við sama borð og aðrir. Að verk þess og búseta skipti máli, sé raunar fýsileg ekki bara efnahagslega. Þetta ættu menn að hafa í huga þegar þeir líta á þann vanda er nú blasir við sjávarútveginum. Einn angi þess vanda liggur að litlum ormi sem hefur orðið eftir í fiskblokk. Við fækkum ekki ormunum í fiski okkar með hærri „bónus" né strangari fisk- tæknum, heldur aukinni virð- ingu fyrir þeim manneskjum sem vinna vöruna. Þeir sem sitja á gulleggjunum hverja stund ættu að vita að það samrýmist ekki eðli manna að tína mola af borðum. Sumargestir Það hefur mjög færst í vöxt að hópar tónlistar- manna leggi leið sína til Islands að sumarlagi og sameini sumarferðalag og tónleikahald, sjálfum sér til fróðleiks og ánægju. Sá galli er á slíku tiltæki, að oftast eru hljómleikar þessara hópa illa skipu- lagðir og jafnvel ekki aug- lýstir. Menn hafa því oft ekki erindi sem erfiði, en í nokkrum tilfellum er skaði hversu fáir koma á hljóm- leika þessa, því oft er flutn- ingurinn mjög góður. Coll- egium Cantum frá Þránd- heimi, undir stjórn Bárd E. Bonsaksen, hélt fyrir nokkru tónleika í Háteigs- kirkju og einnig í Njarðvík- um. Kórinn er góður en efnisskráin var frekar leið- inleg framan af, þar sem aðallega var framinn ein- söngur og einleikur á orgel með litlum tilþrifum, en þó ekki ósmekklega. Það var ekki fyrr en um miðja tónleika að kórinn lét heyra almennilega í sér og var þar einna skemmtileg- Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON ast verk eftir Egil Hovland, er hann vinnur yfir söguna um Sál, ofsóknir hans á hendur kristnum og vitrun hans á leiðinni til Damask- us. Verkið er áhrifaríkt og var mjög vel flutt. Önnur lög voru heldur bragðdauf en kórinn söng þau mjög vel og lauk hann tónleikun- um með því að syngja það fallega lag Þorkels Sigur- björnssonar, Himnasmið- inn, frábærlega vel. Orgelleikari og einsöngv- arar fluttu sitt þokkalega, en ekki svo vel, að ekki hefði mátt sleppa þeirra hlut fyrir líflegri verkefni fyrir kórinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.