Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 29 textana, en Bubbi sjálfur sér að mestu um að lýsingar textanna í sínum flutningi. Platan byrjar á titillaginu, „Is- bjarnarblús". Lag og texti er eftir Bubba sjálfan eins og flest önnur lög á plötunni. Hér um hreinræktað rokklag að ræða, nokkuð lík og Mannakorns á fyrstu plötu þeirra „Lilla Jóns“. Textinn í þessu fyrsta lagi er strax sterkur í lýsingum: „Við vélina hefur hún staðið síðan í gær BlððuKÍr finKur. illa lyktandi tær Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær“ Og næst síðasta versið á vel við ástandið í dag eins og oft áður: Það er enKÍnn fiskur i daK. þið Ketið farið heim <>k slappað af. Takið ykkur sturtu eða farið í bað Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær“ Lýsingar Bubba eru mjög ferskar og líflegar og líklega mun raunsænni hvað varðar stéttir þær sem við fiskinn vinna, með fullri virðingu fyrir textum rómantískari skálda okkar og textahöfundum. Og þó textar Bubba og Gylfa Ægissonar fjalli oft tim svipað efni er horft á hlutina frá tveim ólíkum hliðum (oftast). „IlroKnin eru að koma~ Við erum ennþá í fiskvinnslunni, „hrognin eru að koma, gerið kerin klár ...“ og skömmu síðar kominn í verbúðina: „Upp á verbúð blómstrar menninKÍn komið <>k þið munið sjá slaKsmál. riðinKar. fyllerí. Jack London horfa á EnKÍn pólitisk slaKyrði eða Maómyndir veKKjum á þá færðu reisupassann vinur minn staðnum verður, staðnum verður fryst- ur frá“ Rokkið er ennþá til staðar og nokkur punk áhrif í takti. „MB Rosinn“ er lag Bubba við texta bróður hans Tolla. „Rosinn“ er ekta „punklag" enda flutt af Utan- garðsmönnum í dag. Textinn fjallar um helgarskemmtan „áhafnarinnar á Rosanum" sem virðist heldur rosaleg. Svona sögur hafa heyrst, og lýsingarnar minna á nokkra af textum Megasar, meistari sögutexta. „Rosinn" vinnur á sem lag þó það virki ekki sterkt í fyrstu. „1 svita slori ok áfenKÍ við filum okkur best áhófnin á Rosanum sem aldrei edrú sést“ er viðlagið! „Grettir og Glámur" er lag Danny, gítarleikara Utangarðsmanna við texta Þórarins Eldjárns. Lagið er afar keimlíkt „Bíóiagi" Stuðmanna, nokkuð líflegt og hresst rokklag, en Bubbi verður að spýta textanum svo hratt út úr sér að erfitt er að skilja hann. Færeyjarblús" er hálfgerður „country blues" eins og J.J. Cale, Eric Clapton og Elvis Presley hafa gert, en Bubbi „fílar“ sig líkt og Presley gerð í gamla daga í lok textans. Gítarleikurinn er sérlega góður í þessu lagi og Bubbi skreytir vel með munnhörpuspili. „Sárir Kómar. flt'Knar hcndur vððvar Kráta, vilja ekki mcir en áfram er þrælað áfram er púlað. lluKsað um hetjur IfemminKways. ÞcKar timi Kefst til afiöKU er drukkið reykt hass það er sleKÍst það cr riðið austur á Fjörðum eða norður I rass“ „Færeyjarblús" er eitt af mest „sjarmerandi lögum plötunnar! „Jón pönkari" er eina lagið sem er eftir Utangarðsmenn og leikið af þeim sem hljómsveit á plötunni, en textinn er eftir Gunnar Ægisson. Auðvitað er þetta pönklag. Text- inn er fjallar um kirkjuna og tæknina á grófan hátt, og lýsir samruna þessara afla frá ákveðnu sjónarhorni. Lagið vinnur nokkuð á en er þó ekki sterkasta lag plötunnar að mínu mati. Á hlið tvö, sem mér finnst sterkari, þó hún sé ekki það sem Bubbi er að gera í dag, er safn 7 ólíkra laga og ólíkt upptekinna að auki. Fyrsta lagið er „Hollywood". Text- inn er um diskótekið Hollywood, eða diskótek yfir höfuð. 4KM8£ MK iÍM 1 „SljóvKandi músik. ailir fullir i smart fötum. velkuminn I diskó veröld enirinn einmana allir vinir takist þá hönd í hönd“ Bubbi syngur lagið eins og hvert annað þjóðlag, nema hvað „diskó- takti" er brugðið að baki, þó nokkuð nöktum. Einn af þrem textum sem fjalla ekki um fiskvinnslulífið. „Agnes og Friðrik" Sérlega sterkt lag eftir Bubba við eigin texta sem fjallar um síðustu manneskjurnar sem dæmdar voru til lífláts á Islandi að því er mig minnir, fyrir morð maka sitt hvors. Ein mesta raunasaga sem sagan geymir þó ekki sé hún með þeim frægari. Texti Bubba er mjög lýsandi og sýnir hæfileika hans sem textahöf- unds. Fyrsta erindið er svona: Kalt blés nuróanvindur. janúarmnrK unn. Er Agnes ug Friðrik lögðu af stað kaldur stóð hændaskarinn.'þcim var vorkunn skelfdir horfðu á axarinnar blað“ Tónlistin af baki er mögnuð og gítarleikur stórgóður og gefur laginu þann blæ sem við á. Minnir nokkuð á magnaðri lög Megasar af fyrstu plötum hans. „Hve þungt er yfir bænum" byrjar hljótt á kassagítar og rödd Bubba kemur síðan. Upptakan er eins og þeir gerðust fyrir stríð og á líklega að vera þannig. Þetta er raunsætt mat á lífi sjómannsins! „Já sjómannslífið er sönn rómantík aldrei bræia, þú þarft enga skjólflík nóK af bleðlum. djamm i Reykjavik <>K þú munt enda sem sjórekið lik“ , „Þorskacharleston" er „bragga- blús“ af bestu gerð. Rólegt og vel sungið af Bubba með píanóleik Guðmundar „Papa Jazz“ Ingólfsson- ar sem undirleik einan saman. Text- inn fjallar um þorskinn í fiskvinnsl- unni og lífið þar. Stórgott og ætti að ná til flestra. „Mr. Dylan" langbesta lag plöt- unnar! Bubbi vottar hér Bob Dylan lotningu sína á mjög áhrifaríkan og góðan máta. Hann syngur nefnilega ekki til hans né um hann, heldur notar stíl hans úr nokkrum merki- legustu lögum hans, „Like A Rolling Stone", „Masters Of War“ og „Positi- vely 4th Street". Upptakan er afar góð, Bubbi spilar líklega sjálfur á kassagítarinn og munnhörpuna, og syngur með stíl Dylans og tekst betur en oftast hefur áður heyrst, þó margir hafi reynt. Textinn er einn af þeim betri á plötunni og síðasta erindið er svona: „Þú misskildir mÍK. ranKtúlkaðir orð min jú víst hef i'K lifað <>k haKað mér eins <>k svin. Ék virði það samt að éK fékk að lita inn til þin. Þvi éK hef aldrei séð Kullkálfinn nema i sýn“ Bubbi er ekki sá eini hér sem gert hefur Dylan svo góð skil því þessi texti og þetta lag varð til þess að ég gróf upp hjá mér gamla plötu með meistara Megasi, Millilending, en á henni er lag sem heitir „Sennilega það síðasta" þar sem Megas gerir Dylan jafn góð skil í textanum þó þar hafi hann reyndar ekki sömu verk til hliðsjónar og Bubbi. „Masi“. Kassagítar og rödd Bubba eru einu hljóðin í þessu lagi. Lagið minnti strax á flutning David Bowie og Mick Ronson á lagi Jacques Brel, „Amsterdam", sem var eitt magnað- asta lag hans, en var einungis á bakhlið á einni af slakari smáskífum hans „Sorrow". Textinn í „Masa“ er hálfgerður óþverri og vekur viðbjóð hjá flestum, en hlátur hjá öðrum. „Stál og hnífur" er lokalag plöt- unnar, og eins og önnur lög á seinni hliðinni, eftir Bubba. Lagið er í sama stíl og „Masi“, kassagítar og rödd Bubba einu hljóðin. Textinn er fremur viðvan- ingslegur, þó oft hafi sést ljóð eftir „viðurkennd" skáld sem ekki hafi verið merkilegri. Breiðskífan „ísbjarnarblús" er ein af örfáum plötum sem hafa fengið svo mikla og ýtarlega umfjöllun hér í Slagbrandi. Ástæðan ætti að vera augljós, hér er á ferðinni söguleg plata í íslensku rokki, Bubbi Mort- hens á eftir að verða mjög áberandi og leiðandi afl í rokkinu, ef platan gefur rétta mynd. IIIA Sprengisandur 1. agúst næstkomandi á önn- ur platan frá „Þú og ég“ að koma út. „Sprengisandur“ á hún að heita. og verða á henni 9 lög. Þú og ég eru eltir sem áður Jóhann Helgason og Helga Möller auk Gunnars Þórðarson- ar. Eins og nafnið gefur til kynna er að finna á plötunni lag Sigvalda Kaldalóns, „Á Sprengi- sandi", sem mun vera í all nýstárlegum búningi. Auk þess er að finna lag Magnúsar Blönd- al „Sveitin milli sanda“ og nýtt lag eftir Egil Eðvarðsson, „Ljósmynd". Fjögur laganna eru eftir Gunnar Þórðarson, en þau heita „Ég sakna þín“, „í útilegu", „Nóttin er villt" og „Óska- stjarna", sem er reyndar gamalt lag frá kappanum og hét áður „Starlight" og var flutt af Shady Owens og Trúbrot á sínum tíma, og síðar af Þuríði Sigurðardótt- á hún að heita nýja platan frá Þú og ég, sem kemur út 1. ágúst n.k. ur og Pálma Gunnarssyni á íslensku. Tvö lög eru eftir Jó- hann Helgason en þau heita „Þú“ og „Suðræn ást“. „Sprengisandurinn" var tek- inn upp í apríl, maí og júní á þessu ári bæði í Hljóðrita og í Red Bus Studio í London. Upp- tökurnar í Hljóðrita voru unnar af Gunnari Smára Helgasyni og Baldri Má Arngrímssyni, en London upptökurnar sá Geoff Calver um. Calver hefur sem kunnugt er, oft unnið með Gunn- ari áður, en hann er eiginmaður Shady Owens. Hljóðfæraleikarar, auk Gunn- ars, voru Tony Sadler (gtr), Andy Pask (bs), Richard Burgess (trm), Chris Heaton (hlmb), Chris Parren (hlmb), Ron Asprey (sx), Derek Watkins (flugelhorn) og Lois Chardin, auk strengjasveitar David Katz. Burgess, Pask og Heaton eru allir meðlimir í Landscape sem er viðurkennd jazz-rock hljóm- sveit í Bretlandi. Einnig er Chris Parren þekkt- ur sem stúdíómúsíkant. Útgef- andi er „GTH“, en dreifingu annast Steinar hf. Hið nýja fyrirtæki Egils Eð- varðssonar og Björns Björnsson- ar, Hugmynd hf, sér aftur á móti um útlitshönnun og auglýsingar, en Bjarni D. Jónsson sér um plötuhulstrið. Nánari fréttir af plötunni verða sagðar þegar hún kemur út. HIA Gjörbreyting í liði Jethro Tull Miklar breytingar hafa orðið á liðskipan Jethro Tull. Ian Anderson forsprakki Jethro Tull hefur rekið þrjá meðlimi, þá John Evan og David Palmer, hljómborðs- leikara og Barriemore Bar- low, trommuleikara. I þeirra stað koma tveir nýliðar, þeir Eddie Jobson, hljómborðs- og fiðluleikari, og Mark Cranéy, trymbill. Martin Barre, gítarleikari og Dave Pegg, bassagítarleikari, verða áfram í hljómsveitinni auk Anderson. Nýja hljómsveitin hefur verið að æfa og taka upp efni í stúdíói Ian Andersons' í Buckinghams- hire. Ný plata er væntanleg í september og hljómleikar fylgja þá í kjölfarið. Breytingar þessar hafa verið lengi í burðarliðnum, þar sem Anderson hefur þótt „hljómur" hljómsveitarinnar staðnaður og fannst þurfa nýtt blóð, en þess má geta að bæði Barlow og Evan hafa leikið með Anderson frá 1966 að mestu leyti. Eddie Jobson hefur undanfarið leikið í rokktríóinu U.K. ásamt John Wetton og Terry Bozzio, er óvíst hvort sú hljómsveit heldur áfram eftir þennan missi, en þeir hafa áður misst Bill Bruford og Allan Holdsworth. Jobson var áður meðlimur í Fat Grapple, Curved Air, Roxy Music og Frank Zappa. Þessi breyting er hin tólfta í tólf ára sögu Jethro Tull, og þeir Jobson og Craney fimmtándi og sextándi meðlimur hljómsveitar- innar. EPnæsta plata þeirra verður til þess að búast megi við endurreisn frægðar þeirra (þó hún hafi reyndar ekki dalað mikið) þá birtum við sögu Jethro Tull hér í Slagbrandi í haust. HIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.