Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 HEIMSÓKN í PORTÚGAL JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR 6. GREIN För til fallegasta bæjarins, Viana do Castelo, tyllt niður tá hjá Tabopan — og ögn um EFACEC Einn af þessum ljúfu portúgölsku morgnum lögðum við Fernanda Maria leið okkar til Amarante og skoðuðum eina af húsgagna- verksmiðjum Tabopan, sem mér er kunnugt um að hefur byrjað nokkurn innflutning til Islands. Tabopan er gríðarmikið fyrirtæki og forstjóri þess, Jose Goncalves de Abreu, sýndi okkur hina mestu g:estrisni og lipurð. Hann sagði okkur í stuttu máli frá tilurð verksmiðjunnar, sem hefur þanizt út með ævintýralegum hraða síðustu árin og framléiðir svo mikið af húsgögnum nú, að það myndi æra óstöðugan að tíunda það allt. Saga Tabopan hófst fyrir röskum fimmtíu árum, þegar faðir de Abreu setti á stofn litla smiðju ásamt tveimur vinum sínum. Þar unnu bara fáeinar hræður, höfuðstóllinn var heldur rýr og markaðurinn ekki beysinn, það var eiginlega aðeins bærinn Amarante. En smátt og smátt tókst de Abreu eldri að færa út kvíarnar og síðan tóku synir hans við og auk þess er nú þriðja kynslóðin að hefja afskipti. De Abreu stjórnar þessu nú ásamt bróður sínum, og auk þess hefur hann verið um hríð bæjarstjóri í Amarante, hefur skrifað töluvert og lætur víða að sér kveða. Það var um 1954 sem verulegt átak var gert fyrirtækinu til eflingar og upp úr því varð Tabopan til. Nú nær fyrirtækið yfir 660 þúsund fermetra og gefur það nokkuð til kynna umfang hennar og þar vinna um 2 þúsund manns í sjö verksmiðjum. Þær sérhæfa sig í öllu sem að húsgögnum og timburvarningi lýtur og fyrirtækið hefur fyrir löngu getið sér orð á alþjóða- mörkuðum og sendir nánast ár hvert gripi á vörusýn- ingar vítt um lönd. Við gengum þarna um tvær verksmiðjanna og þar var allt sem nöfnum tjóir að nefna, allt frá hurðum og ofan í örlítil borð, fagurlega innlögð, útskornar kistur o.s.frv. Við skoðuðum líka hvernig spónaplötur eru gerðar og var sniðugt að sjá vélarnar skera niður trjábörkinn, síðan eru spænirnir settir í mót og fara þaðan í þrýstivélar og út koma tilbúnar plötur. Eftir að við höfðum skimað þarna í kringum okkur bauð de Abreu okkur heim til sín, hann býr í glæsilegu húsi með þvílíkum dýrgripum innanborðs, að það er augljóst að hann hefur ávaxtað vel sitt peningalega pund. Síðan var efnt til hádegisverðar á þekkilegum veitingastað inni í bænum, við þrönga götu og fornfálegt utan frá séð en maturinn var stórgóður. Daginn eftir kom ein gjöfin enn. Það þótti mér verst að hafa ekki vitað að íslenzkur togari var þessa daga að leggja upp frá Viana do Castelo, þá hefði ég kannski komið ölium þessum rausnarlegu vinargjöfum með mér heim til kalda landsins. Hjá stórfyrirtækinu EFACEC í Leca do Bailio var allt í fullum gangi þegar við María Idalina komum þar, en tveir af forsvarsmönnum fyrirtækisins, Sousa Coimbra og Anacieto Cardoso gáfu sér góðan tíma tii að skrafa við okkur og segja okkur frá starfsemi fyrirtækisins, sem er eitt hið stærsta í sinni grein í Portúgal. Það leggur áherzlu á framleiðslu tækja og búnaðar til orkuvera og meðal annars sýndu þeir mér tvo spennubreyta sem fyrirtækið er að gera fyrir landsvirkjun og á að fara í Hrauneyjarfossvirkjun og verða þeir afhentir fyrir árslok. EFACEC hefur mikil umsvif og býður óspart í verkefni utan Portúgals auk þeirrar framleiðslu sem unnin er i verksmiðjum þeirra. Framleiðsluverðmæti fyrirtækisins hafa aukizt mjög á síðustu árum og nú skilst mér að einkum sé stefnt að því að færa út kvíarnar í framleiðslu alls konar rafeindabúnaðar. Frumkvöðull á sínum tíma að því að byggja upp fyrirtækið var portúgalskur verkfræðingur, Ferreira Dias, og það var hann sem mótaði stefnuna og framfylgdi henni af miklum dugnaði á fyrstu árum fyrirtækisins, og út af fyrir sig er ekki ástæða til að telja upp í smáatriðum alla þá hverfla, rafala og spennubreyta til dreifingar orku og hitunarofna og geyma sem EFACEC framleiðir, en óhætt er að hrósa þessu fyrirtæki og framámönnum þess, enda hefur það sýnt sig að það hefur fjárfest ókjör á síðustu fimmtán árum og einnig óhætt að staðhæfa að það sé löngu orðið samkeppnisfært á erlendum mörkuðum, og hefur það séð sér hag í að taka upp samvinnu við ýms stór verktakafyrirtæki erlendis. Rösklega tvo km frá Ponte de Arrabida er fyrirtækið Electro Ceramica, stofnað 1945 og starfar í nánum tengslum við hina frægu postulíns- og keramikverk- smiðju VISTA ALEGRE. I þeim hluta verksmiðjunnar sem ég fór um, voru einkum framleiddar einangrunarkúlur í rafmagnsst- aura og Joachim Barbosa forstjóri, gekk með mér um ganga og sýndi mér hvernig framleiðslan gengi fyrir sig í stórum dráttum frá því að hráefnið kemur í verksmiðjuna og út eru komnir skínandi einangrunar- hnallar með þykkri postulínshúð. Electro Ceramica er eitt stærsta fyrirtæki sinnar gjörðar í landinu og flytur mikið út, auk þess sem það sinnir innanlandsmarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.