Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 Deila Ríkisútvarpsins við K.S.Í. bitnar harðast a almenningi Þegar áhugasamir knattspýrnuunnendur um allt land streyma á vellina, oft í hverri viku alit sumarið, eru þeir að sækja þangað skemmtun og ánægju sem veitir svo mikið að öll önnur hujíðarefni verða að víkja þá stundina. Flestir eiga sér uppáhaldslið, en oft vill bregða til beggja vona um árangurinn, og menn eru þá misjafnlega hressir eftir því hver úrslitin verða. Grein þessi á eftir boltanum átti að birtast á þriðjudag en vegna mikilla þrengsla á iþróttasíðu var ekki hægt að birta hana fyrr en nú. Þó við Kalli séum miklir mátar þá fara óskir okkar ekki alltaf saman um úrslit leikja því við erum ekki í sama félagi. Á mið- vikudagskvöldið var fór fram leik- ur í Bikarkeppni K.S.Í. milli Fram og Vals, en það eru okkar félög. Og sigraði Fram í hörkugóðum leik. Á leiðinni heim eftir leikinn segir Kalli allt í einu: „Þú skalt ekki vera dapur, vinur minn, því lið sem leikur jafn góða knattspyrnu og Valur gerði í þessum leik þarf engu að kvíða, og enn er Islands- mótið varla hálfnað svo tækifæri sumarsins eru síður en svo að engu orðin.“ Þetta var drengilega mælt hjá vini mínum sem hans var von. En hafi Valur leikið vel þá er það einnig rétt að það gerðu Framarar ekki síður, og erfitt er að sjá hvaða lið fær sigrað þá. Það kemur alltaf betur í ljós sem líður að Framliðið er í sókn og allt spil liðsins verður betra og árangurs- ríkara með hverjum leik. Við Kalli höfum áður rætt um hlut þjálfarans, hve stór hann er í árangri liðs. Kom þar fram að erlendir þjálfarar hafa betri að- stöðu en íslenskir til að afla sér menntunar og fleiri tækifæri til að auka við reynslu sína og þekkingu. Þetta var ekki sagt til að kasta rýrð á okkar menn því vissulega eigum við nokkra mjög færa þjálfara sem vel eru vand- anum vaxnir. Og þegar litið er á árangur Framliðsins þá er þjálf- ari þess dæmi um einn slíkan. Hann hefur frá upphafi metið rétt hvar styrkur liðsins liggur og byggt á því, enda hefur hann góðum varnarspilurum á að skipa. Og sýnt er að þeir verða eitt af úrslitaliðunum í sumar. Annars er eitt alveg greinilegt og kemur betur og betur í Ijós með hverjum leik að knattspyrnan sem liðin í 1. deild leika í ár er nokkru risminni en áður, og meiri sveiflur í leik Iiðanna. Það er eins og alla leikgleði vanti og margir leikmenn sem þekktir eru fyrir baráttuvilja og kraft ná sér ekki á strik. Það er náttúrlega fleira en eitt sem veldur þessu, en víst er að íslensk knattspyrna þolir ekki þá blóð- töku sem nú á sér stað á hverju ári, þegar burðarásar og bestu spilarar liðanna hverfa á braut í atvinnumennsku. En víkjum aðeins aö öðru. I góðri grein um landsliðsmál sem Árni Njálsson hefur skrifað bend- ir hann á nokkur atriði sem betur vættu fara. Þegar við Kalli rædd- um um þetta á sínum tíma, — að vísu nokkuð fast að orði kveðið, þá var það annar megin tilgangurinn að koma hreyfingu á málin og vekja umræður um hvað helst væri til úrbóta. Árni segir að kveikjan að hans skrifum sé þetta spjall okkar Kalla, — sé það rétt er ljóst að ekki var til einskis á stað farið því allir viljum við framgang landsliðsins sem mest- an. Hlutverk Ríkisútvarpsins Ekki er hægt að ljúka þessu spjalli án þess að minnast aðeins á mál sem nú er rætt meðal knattspyrnuunnenda um allt land, en það er deila Ríkisútvarpsins við K.S.I. um breytt fyrirkomulag í peningamálum, og svo hvernig það bitnar á öllum almenningi í land- inu. Það hefur verið föst regla und- anfarin ár að Ríkisútvarpið hefur samið beint við K.S.Í. um greiðsl- ur fyrir sýningar og lýsingar á leikjum. Fé þessu hefur mjög verið í hóf stillt og K.S.Í. stjórnin ekki farið fram á hækkanir nema það sem fullkomlega eðlilegt er milli ára vegna verðbólgunnar. Nú bregður svo við að Ríkisútvarpið neitar öllum samningum, og til að draga málið á langinn eða eyða því býr það sér til tylliástæðu um heildarsamninga við Í.S.Í. og lokar fyrir allar útsendingar á þessu efni á meðan. Þessi ástæða er alveg handónýt og einskis virði, Ríkisútvarpinu var í lófa lagið að hafa knattspyrnuna á dagskrá eins og áður meðan leitað var samkomulags um breytt fyrir- komulag þessara mála. Alls staðar í heiminum kapp- kosta sjónvarps- og útvarpsstöðv- ar að fá þetta efni til flutnings, og nýtur það forgangs hjá þeim í útsendingum. Það er ekki fjarri lagi að álykta að eins sé hjá okkur um vinsældir knattspyrnunnar því ekkert dregur eins marga áhorfendur að og hún, en mikill fjöldi landsmanna á þess ekki kost að vera viðstaddur landsleiki eða aðra stórleiki og bíður þess ætíð spenntur að fá að sjá keppnina í sjónvarpi eða heyra lýsingu á henni. Þó þessi deila um peningamál standi milli Ríkisútvarpsins og K.S.Í. þá er þriðji aðilinn að málinu, og bitnar þetta harðast á honum. það er alveg óskiljanlegt að forráðamenn ríkisstofnunar skuli loka augunum fyrir skyldum sínum við almenning og neita að verða við óskum hans. I síðustu viku voru háðir hér landsleikir í knattspyrnu við Fær- eyjar og Grænland, og komu hingað útvarpsmenn frá báðum þessum þjóðum og lýstu leikjun- um beint frá keppnisstað. Þeir gáfu þannig löndum sínum kost á að fylgjast með hverjum leik um leið og hann fór fram. Forráða- menn útvarps hjá þessum smá- þjóðum hikuðu ekki við að leggja í mikinn kostnað og fyrirhöfn þegar um það var að ræða að koma til móts við óskir almennings. Þeir skildu sitt hlutverk og fram- kvæmdu það. Miklu varðar að ekki sé aðeins horft á peningahlið þessa máls heldur leiði menn hugann að öðrum verðmætum. Ég hef nú rætt aðeins um deilur Ríkisút- varpsins við K.S.Í. og skemmtun almennings af knattspyrnunni, en það er enn önnur hlið á þessu máli og ekki minnst um verð. Ein stærsta hugsjón hjá öllum þjóðum er að beina áhuga æsk- unnar að íþróttum því það er vísasti vegurinn til að forða henni frá iðjuleysi og alls konar óreglu. Áhrifaríkustu fjölmiðlarnir, út- varp og sjónvarp, hafa stóru hlutverki að gegna hvað þetta varðar. Það er því von okkar allra að engin bið verði á því að ráðamenn þar opni dyrnar á ný. Magnús SigurjónssöiT 1 A EFTIR BOLTANUM /ŒLÁ V A [ " l ■w * g JL : mSrnmm jySk ‘ í 1 • Nú eru golfmótin í fullum gangi um allt land. Þessi mynd sýnir okkur stóran hóp af kylfingum sem ^ hlutu glæsileg verðlaun á opna GR-mótinu i golfi sem fram fór um siðustu helgi. En í því móti voru ^ verðlaun einstaklega glæsileg. Fremst fyrir miðju má sjá systkinin óskar og Steinunni Sæmundsbörn sem h sigruðu. Þeim á hægri hönd er íslandsmeistarinn í golfi Hannes Eyvindsson, og á vinstri hönd cru Kolbeinn I Kristinsson og Ingólfur Bárðarson, báðir þekktir kylfingar. Þeir voru hér á árum áður góðir J frjálsíþróttamenn. Kolheinn keppti í stangarstökki og Ingólfur var goður hástökkvari. Ljósm. ós. • Þessir tveir kunnu kappar Ottó Guðmundsson, KR, og Pétur Ormslev, Fram, verða í landsliðshópnum sem heldur utan i dag til Noregs. íslenska landsliðið í knattspyrnu mun leika tvo landsleiki í næstu viku. Á mánudag móti Norðmönnum og á fimmtudag gegn Svíum. KKÍ stofnar Mdk NÝRVERIÐ var stofnuð Mennt- unardeild Körfuknattleiksins. Deildin var stofnuð af stjórn KKÍ. Henni er stjórnað af sér- stöku ráði Menntunarráði körfu- knattieiksins, sem stjórnin skip- ar samkvæmt tilnefningu þeirra aðila sem annast fræðslu i korfu- knattleik. Menntunardeild körfuknatt- leiksins skammstafað Mdk mun yfirtaka allt fræðsluefni í eigu KKÍ og framvegis annast nám- skeiðahald, útgáfu og kennslu í körfuknattleik. Deildin hefur á boðstólum mjög vandað kennsluefni fyrir leiðbein- endur í íþróttinni. Þetta efni stendur öllum til boða sem þess óska. Sérstaklega vill Mdk vekja at- hygli á því að þetta efni er mjög hentugt til kennslu í íþróttabraut- um framhaldsskóla. Deildin útvegar skólum einnig sérfróða kennara til að kenna efnið og veitir ráðleggingar um notkun þess. Fyrsta námskeiðið á vegum Mdk verður haldið á Laugarvatni dagana 13. og 14. ágúst n.k. Það er svonefnt A-stigs nám- skeið fyrir leiðbeinendur. Þátt- tökutilkynningar þurfa að berast skrifstofu KKÍ sem fyrst en at- hygli er vakin á því að félagar í HSK og þátttakendur í sumarbúð- um KKI ganga fyrir. Þátttöku- gjaldi er mjög stillt í hóf, 25 þúsund kr. og er kennsla og kennsluefni auk fæðis og gistingar í tvo sólarhringa innifalið í verð- inu. Lið Í.B.K. Jón Örvar Arason 5 óskar Færseth 5 Guðjón Guðjónsson 5 Kári Gunnlaugsson 5 Gisli Eyjólfsson 6 Björn Ingólfsson 5 Hilmar Hjálmarsson 5 Sigurjón Sveinsson 5 Ragnar Margeirsson 7 Steinar Jóhannsson 5 Ólafur Júliusson 7 Skúli Rósantss., varam. 4 Lið Í.A. Bjarni Sigurðsson 5 Guðjón Þórðarson 5 Július Ingólfsson 4 Sigurður Lárusson 5 Jón Gunnlaugsson 5 Sigurður Ilalldórsson 6 Kristján Olgeirsson 5 Jón Askelsson 4 Sigþór ómarsson 7 Kristinn Björnsson 7 Árni Sveinsson 7 Björn H. Bjarnason varam. 4 Ástvaldur Jóhannss. varam. 4 Hreiðar Jónsson dómari 6 Lið UBK: Guðmundur Ásgeirsson Tómas Tómasson Einar Þórhallsson Benedikt Guðmundsson Valdimar Valdimarsson Vignir Baldursson Þór Hreiðarsson Sigurður Grétarsson Helgi Bentsson Gunnlaugur Helgason Ólafur Björnsson Ingólfur Ingólfsson (vm) Lið Fram: Guðmundur Baldursson Trausti Haraldsson Gunnar Guðmundsson Marteinn Geirsson Kristinn Atlason Jón Pétursson Kristinn Jörundsson Gústaf Björnsson Pétur Ormslev Guðmundur Steinsson Gunnar Bjarnason Guðmundur Torfason (vm) Dómari Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson 8 cn o* a* a* co

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.