Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 27 Þeir höíðu engan áhuga á því hvort fanginn taiaði eða ekki, aðeins að sýna hvernig ætti að bera sig til við pyntingar... (SJÁ: Viðbjóður) miiii i ii——I^■ Rétt eins og í villta vestrinu Litli, berfaetti drengurinn, sem sá um verslunina í fjarveru föður síns, lá letilega á litríkum sessun- um á hörðu steingólfinu og hafði ekki minnstu hugmynd um hvað hann átti að setja upp fyrir spán- nýjan skriðdrekabanann, sem kom- ið hafði verið fyrir uppi við vegginn við hliðina á rifflum, skammbyss- um og göngustöfum, sem mátti skjóta fólk með. Hann virtist enda láta sér standa á sama um hvað faðir hans verslaði með, það hefðu þess vegna getað verið bakaðar baunir. Nokkrum húsum fjær er Alþjóða hass-verslunin. Gul Bad Shah, eig- andi verslunarinnar, vissi fyrir víst hvað varan kostaði en var hins vegar álíka rólegur í tíðinni og litli drengurinn. Ekki virtist um neitt laumuspil að ræða. „Hassið kostar 60 dollara kílóið," segir Gul Bad Shah og réttir yfir borðið nokkur sýnishorn, stimpluð gullinni eldflaug, merki verslunar- innar. „Ópíum er á 80 dollara, morfín á 4000 og heróín á 10.000 dollara kílóið." En sér hann um að koma vörunni til kaupandans? „Það er erfitt að koma henni til Bandaríkjanna," viðurkenndi hann, „en það er hægðarleikur að koma henni til Þýskalands og Englands. Hvað viltu fá mikið?“ Nokkur kíló af hassi og senda þau til Englands, ef þú vildir gera svo vel. Gul Bad Shah hristir höfuðið. „Því rniður," segir hann. Dr. Qian Xinzhong, heilbrigðis- málaráðherra í Kína, var á ferð í Bandaríkjunum ekki fyrir alls löngu og lét þá að því liggja, að bandarískir læknar gætu margt lært af kínverskum læknisdómum eins og t.d. nálastungunum og ýmsum lítt þekktum grösum. Kín- verskir læknar hafa þó margt annað á sinni könnu. Skurðlæknir nokkur í Xian, sem hafði til meðferðar mann með nýrnasteina ekki allsmáa, tók sér námamennina til fyrirmyndar og sundraði steinunum með spreng- ingu. Læknirinn, dr. Xu Minsheng, leitaði fyrst ráða hjá sprengiefna- sérfræðingi og smíðaði síðan lítið, haganlegt tæki til að koma fyrir og sprengja örsmáa sprengju innan í sjúklingnum. Eftir að hafa gert 13 tilraunir á dýrum, gat hann reikn- að nákvæmlega út hve mikið þurfti af sprengiefninu til að eyða stein- unum, en forðast um leið að gera sjúklinginn ófrjóan, sem oft hafði viljað brenna við með tilraunadýr- in. Sjúklingurinn, sem fann aðeins „Ég sel aðeins hass í tonnatali ef ég þarf að koma því á áfangastað." Darra Adem Khel er lítill bær í Norðvestur-Pakistarf, skammt frá landamærunum við Afganistan. Þar er höndlað með eitt og annað en þó einkum dauðann. Bærinn er líkastur samansafni af niðurnídd- um, illa smíðuðum bílskúrum. Þeg- ar járnslegnar hurðirnar eru dregnar frá, blasir það við, sem á boðstólum er og gert hefur Darra frægan og nú, með stríðinu í Afganistan, ríkan líka. Auðurinn nýtilkomni hefur þó ekki breytt yfirbragði bæjarins og mun líklega ekki gera. Auður hér um slóðir er metinn í bifreiðum og búfé, landi og lausum aurum, ekki í hátimbr- uðum húsum og heimilisprýði. Hundar, hænur og asnar reika um strætin. Bláeygir vatnabufflar silast áfram fyrir vögnunum í kæfandi hitanum, sem er nærri 40 stig á Celsíus. Tvö kameldýr fóru hjá og af svipnum mátti ráða, að þau vildu helst vera annars staðar niðurkomin. Hvorki fé né fólk kippti sér upp við mennina, sem stóðu á aðalgötunni miðri og létu skothrinurnar rjúka úr rifflum og skammbyssum. Vopnasalarnir hafa nefnilega tröllatrú á því, að kúnnarnir reyni varninginn áður en gert er út um kaupin, enda er óánægður viðskiptavinur ekkert lamb að leika sér við í þessum heimshluta. í Darra eru ekki aðeins seld vopn hverjum sem hafa vill, heldur eru Nú lækna þeir þá í hvelli — með hvelli! til lítilsháttar titrings og doða neðst í kviðarholi, fór beint í vinnuna að sprengingunni lokinni. Kínversk læknisfræði er mörg- um undrunarefni. I september á síðasta ári höfðu læknar í Shang- hai grætt meira en hundrað tær á limlestar hendur en þó má segja, að einn læknirinn hafi gengið skrefi lengra. Læknirinn, sem hafði til meðferðar mann, sem hafði misst báðar hendur um úlnlið fimm árum áður, festi málmlófa við annan stubbinn. Á málmlófan- um voru tveir gaddar og á þá stakk hann tveimur tám af manninum og áttu þær að koma í stað þumalfing- urs og vísifingurs. Þegar stubbur- inn og tærnar höfðu verið tengd Mesta verslunin er með riffla ... þar einnig framleidd morðtól, sem við fyrstu sýn virðast sakleysis- legri en efni standa til. Fyrir um það bil fimm pund má fá svartan sjálfblekung með merkimiða, sem segir að hann sé „framleiddur í Japan“. Af pennanum má hleypa 25 mm byssukúlu. Göngustafsbyssan kostar 35 pund. Skrúfa verður af broddinn til að opna hlaupið og gikkurinn er í handfanginu. Þetta er þó aðeins banvænt glingur. Mesta verslunin er með riffla — ekki aðeins heimagerða heldur miklu fremur riffla, sem hefur verið stolið eða teknir sem herfang. Nú þegar múhameðsku ríkin hafa ákveðið að styrkja afg- önsku skæruliðana fjárhagslega má búast við að vopnamarkaðurinn blómstri sem aldrei fyrr. Darra býr sig undir metvertíð. - PETER NIESEWAND saman, gat höndin greint hart frá mjúku, hita frá kulda, tekið upp fjöður eða fimm kílóa þunga, skrif- að og skáldað með kínverskum bursta. A.m.k. fimm álíka aðgerðir hafa verið gerðar síðan. Ekki má gleyma tannlæknunum. í Shanxi-héraði hafa þeir þann háttinn á, að þeir draga út skemmdu tönnina, setja hana í skrúfstykki þar sem hún er boruð og bætt og síðan sett í aftur — allt saman á innan við hálftíma. Tanndráttur getur að sjálfsögðu verið sársaukafullur en þeir kunna ráð við því á sjúkrahúsi einu í Mansjúríu. Þar hafa tannlæknarn- ir dregið út 30.000 tennur með því einu að þrýsta á ákveðna staði sem nálastungufræðin greinir frá. Ekki aðeins eina tönn, heldur allt að 12 tennur í einu, ásamt gömlum og grónum jöxlum. Moð hjálp ýmissa annarra gam- alla lækningaaðferða, grasalækn- inganna, hafa kínverskir læknar, að eigin sögn, ráðið bót á heila- himnubólgu, matareitrun, of háum blóðþrýstingi, æðakölkun og jafn- vel hvítblæði. Kínverjar geta þó ekki losnað úr viðjum liðins tíma, þess tíma þegar „langlífi" lét álíka vel í eyrum og „hamingjuleitin" í eyrum Banda- ríkjamanna. Af þeim sökum hafa nokkrir læknar reynt að grafast fyrir um leyndardóma langrar ævi og í því skyni voru athuguð 53 gamalmenni á aldrinum 90—112 ára. Öll búa þau í fjallahéruðunum í Suðvestur-Kína, en þar gerist fólk eldra en aðrir Kínverjar. Niðurstöðurnar ættu ekki að koma neinum á óvart: Hreint loft, líkamleg vinna, fábrotið fæði, eink- um grænmeti, létt lund og — síðast en ekki síst — engin mengun af neinu tagi. - DENNIS BLOODWORTII Frakkar drekkja sér árlega — í brennivíni IJm þessar mundir er verið að skora á Valery Giscard d’Estaing forseta að koma arðbærustu fram- leiðslugrein landsins fyrir kattarn- ef, þ.e. áfenginu. Áskorun þessi birtist í skýrslu sem sýnir fram á, að Frakkar eru á góðri leið með að sökkva í eina allsherjar áfengis- vímu. Rannsóknin sem skýrslan byggist á hefur staðið í þrjú ár, undir stjórn krabbameinssérfræðingsins Jean Bernard prófessors, og er mikilvæg, þó ekki væri fyrir annað en það að sýna svart á hvítu hinar umfangs- miklu afleiðingar áfengisneyslunn- ar í „blautasta" landi á Vesturlönd- um, en í Frakklandi látast 40.000 manns árlega af völdum ofdrykkju. Skýrslan gerir þó meira, því að þar er mælt með tíu ára áætlun gegn áfengisvandanum sem mun hafa geigvænleg áhrif, bæði félags- lega og efnahagslega. Það yrði sennilega auðveldara að rifa seglin í bílaiðnaðinum. Hinir samantvinnuðu hagsmunir franskra vínbænda, áfengis- og bjórframleiðenda, eru „alvarlegasta þjóðfélagsmeinið" í landinu, eins og Giscard forseti hefur sjálfur orðað það. Hver Frakki neytir að meðal- tali 27 lítra af hreinu alkóhóli á ári og er það 25 prósent meira en í Vestur-Þýskalandi og meir en helm- ingi meira en í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Yfir fjórar og hálf milljón Frakka eru háðir áfengi að staðaldri eða einn af hverjum tíu. Tvær milljónir eru skráðar ólæknandi áfengissjúkl- ingar. Nærri 50 prósent allra vinnu- slysa og yfir 40 prósent umferðar- slysa má rekja beinlínis til áfeng- isneyslu. Fjármálaráðherrann, Robert Papon, áætlar, að áfengissýki kosti þjóðina yfir 8.000 milljarða króna á ári hverju, að mestu leyti í iðnaði, en áhrif verkfalla á framleiðsluna eru smámunir einir í samanburði. í staðinn fær ríkið innan við 1100 milljarða í skatta af áfengi. Þótt hinn dæmigerði sídrukkni Frakki sé enn sýndur á skopmynd- um sem flækingur með rauðvíns- flösku í hendi, er áfengissýkin orðin allsherjarógnun við þjóðfélagið í heild. - PAUL WEBSTER LÆKNISRÁÐ VIKUNNAR Risöfar- ar ’80 NOKKUR ungmenni í Breiðholti hyggjast fara til Noregs 6.ágúst n.k. Eru það skátar úr Haförnum og fara þeir á skátamót sem skátar frá Drammen halda við bæinn Risör. Mótið munu sækja um 1000 skátar frá Noregi, Finn- landi og Svíþjóð, auk skátanna frá Haförnum. Mikið og hratt gengissig nú að undanförnu hefur sett fjárhags- áætlun úr skorðum hjá skátunum og til að mæta því hafa þeir hafið Þetta er merki mótsins er RisOr- farar fara á. sölu á happdrættismiðum sem þeir ætla að draga úr 1. ágúst n.k. Vinningar eru úttekt hjá Sjón- varpsmiðstöðinni s.f. Siðumúla 2 en þar fást hljómflutningstæki, sjónvarpstæki og ýmis konar bún- aður í sambandi við þau. Vinningshlutfall er hátt eða 1/3 af heildarupphæð happdrættisins. Vinningar eru 15 að upphæð samtals kr. 1.660.000,- og skiptast þeir þannig að einn vinningur er að upphæð kr. 700.000.- einn á kr. 200.000.- einn á kr. 100.000.- tveir á kr. 80.000.- hvor og tíu á 50.000.- hver. Fjöldi útgefinna miða er 5000.- Verð hvers miða er kr. 1000.- Þð er von Ris0rfara að fólk taki þeim vel og styrki þá með því að kaupa af þeim happdrættismiða. Læknar vara við slysum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá læknaráði Borgarspítalans: Nú er tími mikilla ferðalaga og því aukin hætta á slysum á vegum. Læknaráð Borgarspítalans vill af gefnu tilefni brýna fyrir öku- mönnum og öðrum vegfarendum að sýna tillitssemi og varkárni í umferðinni og hafa það í huga að afleiðingar óaðgætni eru oft mjög alvarlegar • og óbætanlegar. Læknaráð vill enn fremur brýna fyrir bændum og búaliði að sýna aðgætni í notkun heyvinnuvéla, ekki síst ef unglingum er ætluð meðferð þeirra. Heyskapur hafinn í Skagafirði Bæ. Hofðastrond 9. júli. SEGJA má að heyskapur, þar sem hann á annað borð er byrjaður, hafi gengið vel og víða er töluvert magn komið í hlöður. Sums staðar í úthéraðinu er sláttur þó ekki hafinn vegna kals og lélegrar sprettu. F'uglar virðast koma ung- um sínum óvenjuvel upp. Álfta- hjón, sem verpt hafa hér við túnfótinn í mörg ár eru nú með fimm unga og æðarfugl er með óvenjumikið af ungum, enda hefur svartbak verið eitthvað fækkað með svefnlyfi. Skagafjörður virð- ist nú að mestu þurr af fiski, en nokkur afli er á djúpmiðum og þá sérstaklega á færi. Björn i Bæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.