Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 SIGLUF J ÖRÐUR í dag höldum við áfram með viðtöl við Siglfirðinga, sem blaðamaður Morgunblaðsins og ljósmyndari, Guðjón Birgisson hittu, er þeir voru á ferð í Siglufirði fyrr í þessari viku. Eins og áður, fjalla viðtölin að mestu um atvinnuástandið og vanda fiskverkunarinnar í bænum, en eins og kom fram í gær, er það mjög alvarlegt og hefur ekki verið svo slæmt síðastliðin átta ár. Ilafa stærstu fyrirtæki bæjarins verið í vandræðum með launagreiðslur og orðið að senda starfsfólk sitt í sumarfrí. IIG. Páll Pálsson: Óháður öllum nema þorsk- inum „MÉR lizt nú sa'milexa á atvinnu- ástandiO. annars er ég aiveg utan við það og er óháður öllum nema þorskinum, hann veiði ég sjálfur á trillunni minni ok verka svo í salt,“ sa>rði Páll Pálsson er við hittum hann i sinni eigin fiskverk- un við höfnina í Siglufirði. „Ég er með fimm og hálfs tonna trillu og ræ einn á henni, það eru um tveir tímar á miðin og þetta gengur bara vel. Ég hef stundað þetta í tíu til tólf ár. Það er meira upp úr því að hafa að vinna aflann sjálfur og það er nú bará stutt síðan ég byrjaði á því. Ég fór ekki af stað í ár, fyrr en í maíbyrjun og hefur gengið vel, ég er kominn með áttatíu pakka af saltfiski. Það gengur heldur betur hjá okkur en frystihúsunum. Ég vil nú helzt ekkert segja um þessi blessuð frystihús, en einu sinni var það þannig að sá, sem ekki gat rekið fyrirtæki sitt, fékk að fara á hausinn, það ætti að vera þannig enn.“ Annars sagðist Páll lítið mega vera að því að tala við blaðamenn, hann væri að flýta sér að ganga frá fiskinum, því hann væri að fara í lax í hina frægu Fljótaá. Valgeröur Erlendsdóttir: Matthías Jóhannsson: Mér líkar vel í fiskinum „HÉR er gott að vinna, mér líkar vel í fiskinum," sagði Valgerður Erlendsdóttir, sem var að að- stoða Pál við söltunina. „Annars er ég bara hér, þegar mikið er að gera, þetta er bara aukastarf, því ég er húsmóðir og hef því venjulega nóg að gera. í fyrra var ég við smíðar hjá Húseiningum, en nú stunda ég að mestu leyti garðrækt, þar sem ég bý í sveitinni. Annars hef ég ekkert við ykkur að segja," sagði Valgerður, „ef ég byrja á að tala um atvinnumál og fisk- vinnsluna yrði það allt of langt mál.“ Og þar með sneri hún baki að okkur og bað Pál að kenna sér að gella. Hún hafði greinilega meiri áhuga á hagnýtum lærdómi, en að þvaðra við blaðamenn. Ástandið geigvænlegt „MÉR finnst ástandið geigvænlegt og sé engan bata i þvi, sem rikisstjórnin hefur sett fram." sagði Matthías Jóhannsson er við hittum hann að máli og spurðum um stöðuna i bænum: „Ég tel, ásamt fleirum, að vaxta- stefna ríkisstjórnarinnar stefni að því að koma öllu á kaldan klaka. Á meðan aðrar þjóðir lækka vexti sína hækkar Seðlabankinn þá. Atvinnuástandið hér í bænum er hreint geigvænlegt og ef senda á fólk í frí, er það það minnsta að það fái orlofið sitt greitt fyrst, annars er þetta ekkert fri heldur uppsagnir. Þrjú stærstu fyrirtækin hafa ekki greitt laun reglulega og það er fljótt að segja til sín. Eg tel að það sé erfiðara en menn gera sér grein fyrir að hefja rekstur fyrirtækjanna aftur er hann hefur einu sinni verið stöðvaður. „Ekki verður borgað út með loforðum“ Það sem okkur finnst svartast er að ríkisfyrirtæki skuli vera fyrst til að senda starfsfólkið heim, það verður heldur ekki borgað út með loforðum, frá hverjum sem þau koma. Verkalýðsfélagið hafði fyrir löngu bent á þessa hættu og hefur krafist úrbóta, án þess að nokkuð hafi verið gert. Óskandi væri að ríkisstjórnin dytti niður á úrræði sem dygði, við getum ekki bjargað þessu sjálfir".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.