Morgunblaðið - 26.11.1980, Side 1

Morgunblaðið - 26.11.1980, Side 1
36 SÍÐUR 264. tbl. 68. árg. Garbo aftur á hvíta tjaldið? Stokkhólmi. 25. nóvember. — AP. VERIÐ getur. að kvikmynda- unnendur eigi eftir að fá að sjá Gretu Garbo á hvitg tjaldinu á ný, samkvæmt fregnum i sænska vikublaðinu Áret runt. Segir í blaðinu, að Garbo, sem nú er 75 ára, hafi nýlega skrifað undir samning við bandaríska kvikmyndaframleiðendur um að leika í nýrri útgáfu myndarinnar „Sagan af Gösta Berling", sem byggir á skáldsögu eftir sænska Nóbelsverðlaunahafann Selmu Lagerlöf. Hún færi þó ekki með aðalhlutverkið, en á sínum tíma olli samnefnd kvikmynd þátta- skilum á kvikmyndaferli Garbo. Ritstjóri blaðsins er meðhöf- undur bókar um Gretu Garbo, og sagðist hann hafa mjög áreiðan- legar heimildir fyrir frétt sinni um endurkomu leikkonunnar á hvíta tjaldið. Hann sagði að Garbo hefði þó enn 30 daga frest til að hafna hlutverkinu, en þegar samkomulagið var gert var í því klásúla sem tryggði Garbo þriggja mánaða umhugsunar- frest til að taka lokaákvörðun. Byltíng Abidjan. Filabeins.ströndinni. 25. nóvcmber. — AP. SANGOULE Lamizana forseta Efri-Volta var í dag steypt af stóli. Hyltingin var gerð að und- irlagi hersins og forsprakki hennar var Saye Zerbo. yfirmað- ur heraflans í höfuðborg lands- ins, Ougadougou, að sögn diplóm- ata. Stýrir Zerbo „endurreisnar- nefnd“, sem tekið hefur við stjórnartaumunum í Efri-Volta. Efri-Volta er eitt fátækasta land Afríku. Þar eru sex milljónir íbúa, flestir þeirra lifa af landbún- aði, sem byggist á sjálfsþurftar- búskap. Víðtækir þurrkar hafa komið illa við landsmenn. Allt fjarskiptasamband við Efri-Volta varrofið í byltingunni í morgun og flugvelli höfuðborgar- innar lokað. Elgur í vínbúð OhIó. 25. nóvember, frá Jan Erik Laure fréttaritara Mbl. TVEIR elgir kjöguðu í róleg- heitunum inn í bæinn Ilalden í suðurhluta Noregs í gær. Stað- næmdist annar þeirra við vín- búð staðarins. Spegilgler var I glugga húðarinnar og virðist sem dýrinu hafi ekki líkað sjónin sem við hlasti. því það renndi sér í rúðuna. Og elgurinn lét sér ekki nægja að stanga í gegnum rúðuna. Þegar inn var komið færðist hann fyrst í aukana, rauk inn í birgðageymslur búðarinnar og braut þar og bramlaði. Lét elgur- inn ekki staðar numið fyrr en hann hafði mölbrotið um 150, flöskur af léttum og sterkum vínum, og var þá vínelgur mikill á gólfi geymslunnar. MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Talið að yfir 3000 hafi látið lifið í skjálf tunum Napólí. 25. nóvember. — AP. Örvæntingarfullir björgunar- menn leituðu i dag ákaft i rústum italskra bæja og þorpa að fólki er enn kynni að vera á lífi, en talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi týnt lífi i jarðskjálftunum á sunnudags- kvöld. Yfirstjórn hcrsins sagði í dag, að 3.132 hefðu týnt lifi i skjálftanum. en yfirmaður björgun- araðgerða sagði, að 1.750 hefðu farist og að saknað væri 570 er tæpast gætu verið á lifi. Björgunarmennirnir urðu að nota handrekur og haka þar sem ekki var hægt að koma vélskóflum við, þar eð ekki var hægt að aka þeim eða bifreiðum upp fjallavegina mjóu sem höfðu lokast við grjóthrun. Af þeim sökum hefur heldur ekki verið hægt að koma nema takmörk- uðum vistum til þeirra sem komust lífs af í fjölmörgum afskekktum bæjum og þorpum, og björgunarstarf hefur sumstaðar ekki hafist ennþá. Flest fjallaþorpanna lögðust svo til að öllu leyti í rúst í skjálftunum. í einu þorpi stóðu aðeins þrjú hús og 700 þorpsbúar eru grafnir í rústun- um. Vart varð nýrra skjálfta um miðbik dagsins í dag, og hrundu víða byggingar er löskuðust á sunnudags- kvöld. Allt að 200.000 manns misstu heimili sín í 109 borgum og bæjum í skjálftunum. Er nú unnið að því að reisa tjaldborgir til bráðabirgða en lagt hefur verið til að sem flestum hinna heimilislausu verði komið fyrir í hótelum sem standa auð í ferða- mannabæjum yfir vetrartímann. Jóhannes Páll páfi ferðaðist í dag um jarðskjálftasvæðin á þyrlu og heimsótti m.a. sjúkrahús í þorpinu Balvano, en þorpskirkjan hrundi meðan þorpsbúar sóttu þangað aft- anmessu. Bandaríkjamenn lögðu ítölsku björgunarmönnunum til sér- stakar björgunarþyrlur og banda- ríski sendiherrann í Róm hvatti leiðtoga Bandaríkjaþings til að veita ítölum sérstaka fjárhagsaðstoð vegna endurreisnarstarfs. Þá voru aðildarfélög Alþjóða Rauða krossins hvött til þess í dag að hrinda af stað söfnun, hvert í sínu landi, vegna jarðskjálftanna. m Jóhannes Páll páfi ferðaðist um jarðskjálftasvæðin i gar. og hér ávarpar hann mannfjölda í einu þorpanna. í baksýn sjást hús, sem hrunin eru að hálfu eða öllu leyti. Símamynd - AP Spenna eykst í Póllandi við nýjar verkfallshótanir Varsjá. WashinKton. 25. nóvember. — AP. BANDARÍSKIR embættismenn sögðu í kvöld, að Rússar hefðu verið að styrkja heri sína í námunda við Pólland og bæta viðbúnað þeirra, en ekki væri hægt að segja að neinar vísbendingar væru fyrir hendi um innrás í Pólland. Sögðust þeir gera sér í hugarlund að þróun mála í Póllandi væri mikið áhyggjuefni valdamanna í Kreml, en gera yrði ráð fyrir að þeir vildu forðast hernaðaríhlutun. Spenna jókst talsvert í Pól- landi í dag er verkalýðsleiðtogar hótuðu nýjum víðtækum verk- föllum ef Jan Narozniak, starfs- maður verkalýðsfélags, er tek- inn var fastur í síðustu viku, yrði ekki látinn laus úr haldi, og ef ekki yrði orðið við ýmsum öðrum kröfum samtakanna er kynntar voru í dag. Kröfurnar eru í sjö liðum. Þess er m.a. krafist að allir er ákærðir hafa verið fyrir and- sósíalíska starfsemi verði látnir lausir úr haldi. Einnig að sett verði á laggirnar sérstök nefnd til að kanna umsvif og lögmæti aðgerða lögreglu, öryggissveita og ríkissaksóknara, og að fjár- framlög til innanríkisráðuneyt- isins og til embættis ríkissak- sóknara verði skorin niður. Ennfremur að birt verði leyni- skýrsla miðnefndar kommún- istaflokks Póllands um uppþotin í Gdansk 1970. Þá er þess krafist að birt verði nöfn höfunda skýrslu sem Nar- ozniak er sagður hafa hjálpað til við að stela úr skrifstofu ríkis- saksóknara, en skýrslan hafði að geyma áætlanir um refsiað- gerðir gegn „andsósíalískum öfl- um“. Lýst var yfir, að ef pólska stjórnin hefði ekki sent nefnd í Ursus-dráttarvélaverksmiðjuna á hádegi á fimmtudag til að semja við verkalýðsleiðtoga um kröfurnar, myndi Samstaða lýsa yfir verkföllum á ýmsum stöðum, einkum í verksmiðjum og stofnunum við Varsjá. Ríkismálafærslumaðurinn í Varsjá og þrír fulltrúar flugu síðdegis í dag til Gdansk til viðræðna við Lech Walesa og aðra verkalýðsleiðtoga og ræddu m.a. við þá um mál Jan Narozni- aks og fleiri. Litu fréttaskýrend- ur svo á, að fjórmenningarnir hefðu verið sendir til Gdansk til þess að reyna að milda verka- menn og afstýra átökum. Þá hélt miðnefnd Kommún- istaflokksins skyndilega fund með Jerzy Majewski borgar- stjóra í Varsjá og ræddar voru þar leiðir til að koma í veg fyrir öngþveiti. Járnbrautastarfs- menn í Varsjá og Gdansk lögðu niður vinnu í dag í fjórar klukkustundir til að undirstrika launakröfur og samningsrétt. Zajfryd samgönguráðherra hóf síðdegis viðræður við fulltrúa járnbrautastarfsmannanna, en reiknað er með erfiðum viðræð- um, þar sem „margar hindranír eru í veginum", eins og einn formælenda starfsmannanna sagði í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.