Morgunblaðið - 26.11.1980, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.11.1980, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 Ulfarnir skelltu Liverpool NOKKRIR leikir fóru fram i ensku knattspyrnunni í gær kvoldi. þar af tveir í 1. deild. Ekkert er um 0—0 jafntefli WBA <>K Stoke i BirminKham að sesja. en athyí?lisverðari eru úrslit í leik Wolves og Liverpool. sem fram fór í Wolverhampton. Úlf- arnir xcrsixruðu Liverp<H>l, 4 — 1, og er ár og dagur síðan Liverpool hefur fen«ið aðra eins útreið. Mcl Eves, Norman Bell, John Rich- ards ok, Emlyn IluKhes skoruðu mörk Úlfanna. en Phil Neal skoraði eina mark Liverpool. í annarri deild fór einn leikur fram, Bolton gersigraði Notts County, 3—0, og skoruðu þeir Phil Wiison (2) og Brian Kidd mörk liðsins. Þá má geta þess, að tveir leikir fóru fram í hollensku deildar- keppninni í gærkvöldi, Nec Nij- megen vann óvæntan sigur gegn MVV Maastricht, 1—0, og Tvente og Pec Zwolle skildu jöfn án þess að mark væri skorað. Forest lagði Valencia NOTTINGHAM Forest og Val- encia léku fyrri leik sinn í Stórbikarkeppni Evrópu, eða „Super Cup“ eins og keppnin heitir á erlendri tungu. Leikið var í Nottingham og tókst Forest að knýja fram sigur. 2—1, í hörkuleik, eftir að staðan í hálf- leik hafði verið 0—0. Stórbikar- keppnin er annars árleg keppni Evrópumeistara meistaraliða og Evrópumeistara hikarhafa og er leikið hcima og heiman. Ian Bowyer var hetja Forest, hann skoraði bæði mörk liðsins, sigurmarkið á 88. mínútu, eftir að Dario Felman hafði skorað fyrir Valencia á annari mínútu síðari hálfleiks. „Sjáum til um áramótin“ „Ék vil nú ekki fallast á að við séum komnir með aðra höndina á íslandsmeistaratitilinn. en ef staðan hefur lítið hreyst um áramótin ga'ti ég kannski fallist „Ekki búiö enn“ KR-INGAR voru eðlileKa fámálir <>K súrir í lcikslok. Einar Bolla- son, liðstjóri, sagði þ<> þetta: — Mótið er alls ekki búið, þvcrt á móti. það er rétt að byrja. KR-lið- inu á eftir að fara mikið fram á næstunni og við munum geta boðið UMFN upp á mun meiri keppni i næstu leikjum okkar. á það. Óneitanlega er staða okkar þó góð á þessu stigi mótsins,“ sagði Gunnar Þorvarð arson, einn besti leikmaðui UMFN í leiknum í gærkvóldi. Og Gunnar hélt áfram: „Þa< sem gerði útslagið var, að vi< lékum vel í síðari hálfleik, eðli legan leik fyrir okkur. í fyrri hálfleik vil ég hins vegar segja, að við lékum illa. Sóknarleikurinn var fum og vitleysa á köflum og varnarleikurinn var of gloppóttur. Við vorum taugaspenntir og bein- linis skjálfandi af hræðslu í hálf- leiknum." -KK. Botnbarattan í algleymingi — Fram og FH kljást í kvöld FRAM oK FII eÍKast við í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik i kvöld. Fer leikurinn fram í Laug- ardalshollinni og hefst hann klukkan 20.00. Nú er að duga eða drepast fyrir ba-ði liðin, sérstak- lega Fram. sem er í logandi fallha ttu með þrjú stÍK. FH hefur þó staðið sík dálitið betur og halað inn 7 stig. En sigri Fram í kvöld. munar aðeins tveimur stig- um. Auk þess sem Haukar og Fylkir hafa ba'ði hlotið 5 stig. Vinni Fram. hleypir það mikilli spennu í botnharáttuna. en tapi Fram, fer að fjúka í flest skjól fyrir liðið. Gróska hjá Stjörnunni — meistaraflokkar félagsins ósigraöir MIKIL gróska er nú í handknatt- leiksdeildum Stjörnunnar í Garðahæ og mcistaraflokkar fé- lagsins i karla- og kvennaflokki ósigraðir á íslandsmótinu. Karla- liðið leikur í 3. deild <>k er efst í deildinni og lagði siðast ÍA að velli i hörkuleik á Skaganum, en ÍA er ákaflega erfitt lið heim að sækja. Lið Stjörnunnar skipa hæði leikreyndir og ungir, efni- legir einstaklinKar. Þjálfari liðs- ins er Gunnar Einarsson. Nýir menn BRIAN CLOUGII leitar nú log- andi ljósi að nýjum leikmönnum sem sett gætu fyrir lekann sem komið hefur að skútu hans hjá Nottingham Forest. Forest hefur tapað hverjum leiknum af (iðrum í deildarkeppninni að undan- förnu, auk þess sem liðið hefur verið slegið úr Evrópukeppni meistaraliða <>g deildarhikar- keppninni. ('lough hefur áhuga á Enn athyglisverðari er þó kannski frammistaða kvennaliðs Stjörnunnar, en kvennadeildin var stofnuð á síðasta sumri og er því með yngstu handknattleiksdeild- um. Stjarnan leikur í A-riðli 2. deildar ög er efst og taplaus eftir þrjá ieiki. Fyrst sigraði Stjarnan Fylki 17-9, þá UMFN 16-7 og loks ÍBK 13—7. ÍR er einnig með sterkt lið í A-riðli og verða leikir félaganna greinilega úrslitaleikir riðilsins. til Forest? Steve Daley hjá Manchester City <>K Sieve Williams hjá South- ampton. LíkleKra þykir að Dalcy verði falur. En Clough hefur einnig leitað fyrir sér á megin- landinu og boðið i hollenska landsliðsmanninn Rene Van Der Kerkhov hjá PSV Eindhoven. Eru taldar nokkrar likur á því að Kerkhov gangi til liðs við Forest. UMFN hefur náð 4 stiga forystu í úrvalsdeildinni Ekki verður annað sagt, en að úrvalsdeildarlið UMFN standi með pálmann I höndunum á íslandsmótinu, eftir að hafa lagt skæðasta keppinautinn, KR, að velli i hörkuleik i Laugardalshöllinni i gærkvöldi. í lokin skildu 7 stig, 97 — 90 fyrir UMFN, en sá sigur var of stór, þvi leikurinn var allan tíman hnífjafn og stórkostlega spennandi. Fjölmargir áhorfendur voru í Ilöllinni, greinilega margir úr Njarðvík, <>k stemmningin var gifurleg. Leikurinn eftir því ok enginn var svikinn er þessi tvö bestu körfuknattleikslið landsins i dag reyndu með sér. En i leikslok stóðu leikmenn UMFN ekki aðeins uppi sem sigurvegarar, heldur einnig sem eina taplausa liðið í úrvalsdeild- inni. KR hafði tapað einum leik, fyrir Njarðvík, en hefur nú tapað fjórum stigum. Staðan er því óneitanlega KÓð hjá UMFN. Taugaveiklun í byrjun Leikmenn beggja liða voru greinilega taugaslappir í upphafi leiksins, mörg skot rötuðu allt annað en ofan í körfurnar og sendingar út í bláinn voru margar. En KR-ingar voru fyrri til að jafna sig og þeir náðu forystu sem þeir héldu allan fyrri hálfleik. Aldrei munaði þó meira en átta stigum, en það er ómerkileg for- ysta í körfuknattleik. Þannig stóð um tíma 23—15 um miðjan hálf- leikinn og 35—27 nokkru síðar. Barátta í leiknum var með ólík- indum og það bókstaflega rigndi niður villum. Sem dæmi má geta þess, að bæði Gunnar Jóhannsson og Bjarni Jóhannesson voru komnir með 3 villur hvor um miðjan fyrri hálfleik. Og Jónas Jóhannesson fékk sína fjórðu villu þegar 3 mínútur voru til leikhlés. En það munaði ekki alltaf átta stigum, stundum var forysta KR aðeins eitt stig, t.d. 39—38, en KR seig síðan aðeins fram úr á ný á síðustu sekúndum hálfleiksins. UMFN íer loks í gang Njarðvíkingar fóru strax að saxa á forystu KR í síðari hálfleik, en urðu þó snemma fyrir því áfalli að missa Árna Lárusson út af með fimm villur. Hann hafði leikið mjög vel. UMFN komst fyrst yfir þegar um 7 mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Þá rataði skot frá Jónasi ofan í hringinn og staðan breyttist í 62—61 fyrir UMFN. Ekki varð aftur snúið eftir það, en oft munaði svo litiu, að leikurinn var vægast sagt æsispennandi. UMFN komst mest 6 stigum yfir í nokkrum tilvikum, en þegar að- eins ein minúta og átta sekúndur voru til leiksloka, munaði aðeins 2 stigum, staðan var þá 88—86 fyrir UMFN. Þá missti KR einn sinn besta mann út af, Garðar Jó- hannsson, og allt hrundi saman hjá liðinu. Jónas, Danny og Gunn- ar skoruðu sex stig í röð fyrir UMFN og sigurinn var í höfn þrátt fyrir geysilega baráttu KR-inga allt fram á síðustu sek- úndu. Snilldartaktar hjá sumum Þetta var að öllum líkindum besti úrvalsdeildarleikurinn það sem af er þessu móti. Það var að vísu svolítið fum á köflum, en spennan og baráttan bætti það upp og vel það. Einnig sú stað- reynd, að á köflum léku bæði liðin stórgóðan körfuknattleik. Sér- staklega þó UMFN í síðari hálf- leik, en að Suðurnesjamönnunum ólöstuðum hafði KR vinninginn í fyrri hálfleik. Hittni var oft með ólíkindum, en næsta andartakið var gjarnan brennt af úr bestu LIÐ UMFN: Guðsteinn Ingimarsson 7 Þorsteinn Bjarnason 5 Gunnar Þorvarðarson 7 Valur Ingimundarson 6 Jón Viðar Matthíasson 6 Árni Lárusson 6 Jónas Jóhannesson 7 hugsanlegu færum. Danny Shouse var frekar mistækur í fyrri hálf- leik, enda var hans vel gætt, en í síðari hálfleiknum var hann ger- samlega óstöðvandi og sýndi snilldartilþrif. Þá átti Guðsteinn Ingimarsson frábæran leik undir lokin og Gunnar Þorvarðarson var traustur í spilinu þó ekki skoraði hann ýkja mikið. Þá var Jónas mjög drjúgur og hver einasti leikmaður ÚMFN gerði sitt til að leggja grunninn að þessum mikil- væga sigri. Hjá KR báru þeir Ágúst Líndal og Jón Sigurðsson nokkuð af, einkum sá fyrrnefndi, sem hefur tekið fádæma framförum í vetur. Garðar Jóhannsson átti einnig mjög góðan leik framan af, en svo fór að ganga svolítið verr undir lokin, enda kappinn komin í bull- andi villuvandræði. Keith Yow var traustur, en hefur oft leikið betur í stuttu máli: íslandsmótið í körfuknattleik, úr- valsdeild: KR - UMFN 90-97 (47-42) Stig KR: Keith Yow 25, Ágúst Líndal 19, Jón Sigurðsson 16, Garðar Jóhannsson 14, Bjarni Jóhannesson 11, Geir Þorsteinsson 5 stig. Stig UMFN: Danny Shouse 36, Jónas Jóhannesson 19, Guðsteinn Ingimarsson 12, Gunnar Þorvarð- arson og Jón Viðar Matthíasson 8 hvor, Árni Lárusson 6, Þorsteinn Bjarnason og Valur Ingimundar- son 4 hvor. LIÐ KR: Ágúst Líndal g Jón Sigurðsson 8 Eiríkur Jóhannesson 4 Garðar Jóhannsson 7 Geir Þorsteinsson 5 Bjarni Jóhannesson 6 -KK. Einkunnagjöfin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.