Morgunblaðið - 26.11.1980, Page 2

Morgunblaðið - 26.11.1980, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 Sáttatillagan í flugmannadeilunni: Flugmönnum boð- ið upp á hlutastörf 3 ára aðlögunartími fyrir sam- eiginlegan starfsaldurslista EINS OG greint var frá í Morg- unblaðinu i gær gerir sáttatil- laga dr. Gunnars G. Schram sáttasemjara í deilunni ráð fyrir Vilja kvóta á síldveið- ar í reknet MEÐAL tillagna. sem liggja fyrir Fiskiþingi. má nefna samþykkt Fiskideildarinnar í Vestmannacyj- um. um að afla reknetabáta á síldveiðum verði skipt á hvert einstakt skip. Sunnlendingar hafa einnig beint þeim tilmælum til Fiskiþings að kannað verði hvort ekki sé tímabært að setja kvóta á síldveiðar í reknct. Slík kvóta- skipting er á vciðum nótabáta og mega loðnuskipin veiða 150 tonn. en „hcfðhundin notaskip" 250 'tonn. Endurráðningarbréf flugfreyja send út Endurráðningabréf flugfreyja Flugleiða voru send út í gærkvöldi, en uppsagnir flugliða Flugleiða áttu að taka gildi 1. des. nk. Nær 70 flugfreyjur eru endurráðnar í fullu starfi, en um 30 í hlutastörfum og að auki er hópur flugfreyja í að allir flugmenn hafi fullt starfsoryggi i 10 mánuði frá 1. des. nk. Atkvæðagreiðsla fer fram um tillöguna, en ef ekki næst samkomulag i starfsaldurs listamálinu og endurráðningum kann svo að fara að Flugleiðii verði að segja upp allt að 18 flugmönnum. í sáttatillögunni er gert ráð fyrir 3 ára aðlögunartímabili ef til uppsagna þarf að koma. Er þar gert ráð fyrir því að fyrstu tvö árin verði 50% uppsagna eftir því á hvaða Jeiðum samdráttur kann að verða og 50% eftir starfsaldri. En á þriðja ári er gert ráð fyrir að 30% uppsagna sem kunna að verða miðist við samdrátt á leið- um sem flugmenn frá hvoru tveggja flugmannafélaginu fljúga á, en 70% eftir starfsaldri. Gert er ráð fyrir þvi að upp- sagnir og breytingar í þeim efnum fari algjörlega eftir sameigin- legum starfsaldurslista að þremur árum liðnum, en þó skuldbinda Flugleiðir sig til þess að endur- ráða þá 6 flugmenn sem næst standa á starfsaldurslista þótt þeirra verði hugsanlega ekki þörf. Þá býður sáttatillagan flug- mönnum upp á hlutastörf og einnig er boðið upp á atvinnumiðl- un, þ.e. aðstoð við að útvega flugmönnum atvinnu erlendis ef verkefnaskortur er hér á landi. Ef þessi tillaga verður ekki samþykkt má gera ráð fyrir því að barneignaleyfi og launalausu leyfi málið verði lagt fyrir gerðardóm til vors. en slíkt er háð ákvörðun ráðherra. Gunnar Guðmunds- son skólastjóri látinn SL. MÁNUDAG lézt í Borgarspít- alanum í Reykjavík Gunnar Guð- mundsson skólastjóri við Kársnes- skóla í Kópavogi. Gunnar var skipaður skólastjóri við Kársnes- skóla 1. sept. 1957 en hafði þá starfað sem kennari við barna- skóla Kópavogs allt frá árinu 1946. Ilann var einn af þeim sem forystu höfðu um uppbyggingu skólamála í Kópavogi. Gunnar Guðmundsson var fædd- ur 9. okt. 1921 að Hrólfsskála á Seltjarnarnesi. Foreldrar hans voru Guðmundur Pétursson bóndi þar og kona hans Elísabet Stefáns- dóttir. Kennaraprófi lauk Gunnar /1942, smíðakennaraprófi frá Hand- íðaskólanum 1949. Þá sótti hann kennaranámskeið í Askov 1951. Gunnar starfaði sem kennari í Norðfjarðarskólahverfi 1943—44, við barnaskólann í Stykkishólmi 1944 —46 og í Kópavogi frá 1946. Hann var skipaður skólastjóri við Kársnesskóla 1957, eins og áður segir og gegndi því starfi til dauðadags. Gunnar Guðmundsson skólastjóri Gunnar Guðmundsson kvæntist 3. ágúst 1952 Rannveigu Sigríði Sigurðardóttur bónda Vogi, Mýrar- sýslr Einarssonar og konu hans Guðrúnar Árnadóttur. Mild ásýnd Veturs koriungs Þjóðhagsstofnun: 70% verðbólga 1981 Kaupmáttarrýrnun upp í 5—6% ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur sent ríkisstjórninni áætlun um þróun launa, kaupmáttar og verðlags á næsta ári miðað við óbreytta efnahagsstefnu og með tilliti til nýgerðra kjarasamn- inga. Samkvæmt henni verður verðbólgan um 70% á næsta ári, laun hækka um 60% og kaup- máttarrýrnun verður því 5—6%. Miðað er í spánni við það, að gengi krónunnar verði lækkað á móti kostnaðarhækkunum út- flutningsatvinnuveganna og að erlendur gjaldeyrir hækki þá um 55—60% milli áranna 1980 og ’81, sem jafngildir 34—35% gengis- lækkun krónunnar. Ólafur Davíðsson, forstöðumað- ur Þjóðhagsstofnunar, staðfesti í samtali við Mbl. í gær, að stofnun- in hefði nýlega sent ríkisstjórn- inni spá með þessum tölum. „Þetta var svona vinnugagn til ríkis- stjórnarinnar. Fyrsti liðurinn í athugun á ýmsum þáttum efna- hagslífsins," sagði Ölafur. Hann kvaðst hins vegar ekki vilja fara frekar út í þessi efni. Meðaltalskaupmáttur 1978 6,8 stigum hærri en í ár YFIRLITI yfir þróun kauptaxta og kaupmáttar var dreift á ASÍ- þingi i gær. Þar kemur fram, að kaupmáttur kauptaxta verka- mannakaups er áætlaður nú í nóvembermánuði 9,8 stigum lægri en hann var i júnimánuði 1978 eftir að mai-lög rikisstjórn- ar Geirs Hallgrimssonar höfðu tekið gildi. Miðað við ætlun fyrir desembermánuð nú, þ.e. þegar verðbótavisitala hefur komið á kaupið, er kaupmátturinn enn 3,8 stigum lægri en í júni 1978. Meðaltalskaupmáttur ársins 1978 var 6,8 stigum hærri en hann er í ár. Af yfirliti, sem greinargerðinni fylgir, sést, að kaupmátturinn er allmiklu stöðugri þann tíma, sem Geirs-lög gilda, en við setningu Ólafslaganna fer að síga á ógæfu- hliðina. I maímánuði 1978 er kaupmátturinn 103,7 stig og í októbermánuði nú, fyrir kjara- samningana sem nýgerðir eru, var hann áætlaður 104 stig eða aðeins 0,3 stigum hærri, en þegar verka- lýðshreyfingin biés til baráttu við ríkisstjórnina 1978. Kaupmáttur- inn í apríl 1978 var 3 stigum hærri en hann var í apríl 1980. I þessum samanburði verður að geta þess, að verðbólgan var á árinu 1978 ólíkt minni, en hún er nú, hækkaði frá 1. nóvember 1977 til jafnlengdar 1978 um 46,9%, en frá 1. nóvember 1979 til jafnlengd- ar í ár hækkaði hún um 50,9% og hafði þá verið greidd niður um allmörg stig með kjöti og útsölu- smjöri, en hækkun vísitölunnar án áhrifa þessara niðurgreiðslna var þá 58,2%. Ólympíuskákmótið: Sigur blasti við yfir Mongólíu fSLAND telfdi við Mongólíu I 5. umferð Ólympíuskákmótsins á Möltu, scm tefld var i gær. og stefndi í íslen/.kan sigur, að sögn Margeirs Péturssonar. Jón L. Árnason og Ingi R. Jóhannsson liðsstjóri, sem tefldi sina fyrstu skák, unnu, Helgi Ólafsson tapaði en Jóhann Iljartarson var að tefla biðskák þegar síðast fréttist og var útlit fyrir jafntefli í skákinni. Stefán M. Gunnarsson bankastjóri Alþýðubankans á ASI-þingi: Erf iðleikar og örvænting of tíðir gestir í bankanum „Erfiðleikarnir og örvænt- ingin eru nú orðnir of tíðir gestir á biðstofu bankans,“ sagði Stefán M. Gunnarsson, hankastjóri Alþýðubankans í ávarpi, sem hann flutti 34. þingi Alþýðusambands íslands i gærmorgun. Stefán sagði þetta er hann ræddi um þá vaxtabyrði, sem nú væri orðin hjá fólki almennt i þjóðfélag- inu. Stefán M. Gunnarsson banka- stjóri sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að mun meira væri um þetta nú hin síðari misseri „og maður verður alltaf meira og meira var við þetta. Með þessu var ég að vekja athygli á þessum vaxtamálum, sem ég tel mjög varhugaverð, sérstaklega gagnvart láglauna- fólki.“ Stefán kvað þessi mál myndu koma í vaxandi þunga á fólk, í sambandi við takmarkanir skattyfirvalda á vaxtafrádrætti. Helgi Ólafsson átti í höggi við Mjagmasuren á fyrsta borði. Helgi náði góðri stöðu eftir byrjunina, en í miðtafli varð honum á gróf óná- kvæmni, honum sást' yfir mót- spilsmöguleika mongólans og í einu vetfangi breyttist hartnær unnin staða í tapaða. Á öðru borði hafði Jón L. Árnason svart. Honum tókst að hagnýta sér mistök andstæðingsins í byrjuninni og vann örugglega, þó eftir nokkrar sviptingar. Jóhann Hjartarson tefldi nú í fyrsta sinn á 3. borði. Hann hafði lengst af betri stöðu, en í endatafli sást honum yfir einfalda leikfléttu og tapaði peði. En þegar tekið var til við taflið að nýju jukusf jafnteflislíkurnar og staðan var þessi síðast þegar blaðið hafði fregnir af skákinni. Hvítur (Jóhann): Kc4, Rc3. Svartur: Ke3, f7, g5. Ingi R. Jóhannsson tefldi sína fyrstu skák í mótinu og sína fyrstu kappskák í langan tíma. Ingi virtist fá erfiða stöðu eftir byrjunina en í miðtaflinu tókst honum að snúa á andstæðing sinn, sem hét Lhagva og vinna taflið. íslenzku kvennasveitinni vegnaði illa í fimmtu umferð. Þá er Ólöf Þráinsdóttir og Sigurlaug Friðþjófs- dóttir töpuðu fyrir sænsku stúlkun- um Aatolainen og Nyberg. Áslaug Þráinsdóttir stendur eitthvað ver í biðskák sinni við Borisovu-Örnstein, sem er alþjóðlegur meistari kvenna, en Áslaug ætti þó að hafa dágóða jafnteflismöguleika. Ungverjar eru efstir með 15VS vinning. Þeir kepptu við Bandaríkin og hlutu 2 vinninga gegn einum og eiga unna biðskák. Svíar koma næstir með 14V4 vinning. Rússar koma þarnæstir en þeir gerðu jafn- tefli við Búlgara 2:2 . Sjá nánar á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.