Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 11 Þorsteinn Eggertsson formaður Varðbergs AÐALFUNDUR Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, var haldinn fyrir nukkru, eins og fram hefur komið i fréttum. Nýkjörin stjórn hefur nú skipt með sér verkum á þessa leið: Formaður er Þorsteinn Eggerts- son, 1. varaformaður Geir Haarde, 2. varaformaður Alfreð Þorsteinsson, ritari Björn Hermannsson, gjaldkeri Sveinn G. Jónsson. Meðstjórnendur eru: Ævar Guðmundsson, Bjarni P. Magnússon, Árni Bergur Eiríksson og Pétur Sturluson. Varastjórn skipa: Jón Helgason, Skafti Harðar- son, Erlendur Magnússon, Marías Sveinsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Björn Björnsson. Endurskoðandi er Björn Helgason. Á aðalfundi, sem var fjölsóttur, gerði fráfarandi formaður, Alfreð Þorsteinsson, grein fyrir starfsemi Varðbergs á sl. starfsári, en hún hefur.verið fjölbreytt og þróttmikil. Þrjátíu ára afmælis NATO var minnst með ýmsum hætti, svo sem sérstökum hátíðarfundi, þar sem dr. Gunnar Thoroddsen var ræðumaður, Þorsteinn Eggertsson spurningakeppni um ísland og Atl- antshafsbandalagið með mikilli þátttöku, fundum á Akureyri og í Vestmannaeyjum, kvikmyndasýn- ingu í Reykjavík, útgáfu og dreifingu á NATO-spjaldi, blaðamannafundi og kynningu á ályktun félagsins vegna afmælisins, o.fl. Ræðumenn á fundum félagsins voru Gunnar Thoroddsen, Einar Ágústsson, Davíð Oddsson, Alfreð Þorsteinsson, Árni Gunnarsson, Jón Sigurðsson, Eiður Guðnason og Hörður Einarsson, auk þess sem framkvæmdastjóri félags- ins, Magnús Þórðarson, var ræðu- maður á fundum hjá öðrum félögum. Þá átti Varðberg aðild að ýmsum fundum og ráðstefnum á vegum SVS (Samtaka um vestræna samvinnu). 5. hefti tímaritsins Viðhorfs kom út, og var því m.a. dreift meðal skólanemenda í Reykjavík og víðar. Félagið gekkst fyrir tveimur hóp- ferðum til Belgíu og Noregs og einni til Bandaríkjanna (Washington, Norfolk, New York), auk þess sem tveir félagsmenn fylgdust með for- setakosningunum í Bandaríkjunum og undirbúningi þeirra nú í haust. Félagsmönnum Varðbergs hefur fjölgað mjög ört að undanförnu. T.d. voru 24 nýir félagsmenn samþykktir á fyrsta fundi hinnar nýkjörnu stjórnar, og eru þeir nú alls um 800. Nokkur hluti þeirra hefur þó aðeins aukaaðild, en sú breyting var gerð fyrir nokkrum árum á lögum félags- ins, að ósk félaga, sem voru að nálgast fertugsaldur, að fertugir og eldri fá að sækja fundi félagsins, þótt þeir hafi ekki önnur félagsrétt- indi. Við inngöngu skal aldurshá- mark vera 35 ár, og full félagsrétt- indi hafa menn að fertugsaldri. Fyrsti almenni fundur Varðbergs í vetur verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu í hádeginu iaugardaginn 6. desember, en þá mun Geir Hall- grímsson, formaður Utanríkismála- nefndar Alþingis, hafa framsögu. (Frctlalilkynninií.) Jóhann Kúld: Á hættusvæðinu og Um heljarslóð Ægisútgáfan Reykjavík 1980 Jóhann Kúld hefur ritað all- margt um ævina, og vil ég þegar í upphafi þessa greinarkorns geta þess, að hann vandar yfirleitt mál sitt og er þar fremri ýmsum öðrum, sem hærra hefur verið hossað. Hann hefur lengstum haft sjómennsku að atvinnu og mætti ætla, að hann freistaðist til að nota í frásögnum sínum brákuð orð af erlendum uppruna um sitthvað af því, sem að siglingum og búnaði skipa lýtur, en það gerir hann ekki, ef hann getur fundið í staðinn íslenzkt orð, sem eru ekki vandræðalegir nýgervingar land- krabba, en hjálpa almennum les- anda að átta sig á hlutum og Jóhann Kúld. hafa tekið í sína þjónustu, og er öll áhöfnin norsk að undanskildum tveimur Islendingum, sögumann- inum og félaga hans, sem heitir Hans. Nokkrar skýrar mannlýs- ingar eru í þessari bók, en þó eru aðeins tvær þeirra verulega eftir- minnilegar. Onnur er af svokölluð- um Klumbufæti, sem er fyrsti stýrimaður á skipinu, hin af Ola gamla, sem sitthvað hefur reynt á langri sjómannævi og er gæddur óvenjulegri seiglu og forsjá, sem nálgast framsýni. Skipið leggur af stað frá Bandaríkjunum til Is- lands í skipalest. Hún verður fyrir grimmilegri árás og tundurskeyti hittir skipið og sundrar því. Sögu- maðurinn, Svíinn og þrír Norð-' menn bjargast á fleka, sem losnað hefur við skipið. Einn af Norð- mönnunum er Klumbufótur og annar Óli gamli, sem hefur gripið með sér poka, sem hann hefur Með lífið að veði athöfnum, sem tilheyra skipum og sjómennsku. Réttur fyrri helmingur þessarar bókar er bein frásögn af siglingum íslenzkra skipa til Ameríku á ófriðarárunum miklu. Ferðin, sem frá er skýrt, er farin á þeim tíma, sem Bandaríkjamenn voru orðnir þátttakendur í styjöldinni og Þjóðverjar hafa ráðist á Rússa. Er vel lýst viðhorfi sjómannanna við þeirri ægilegu hættu, sem kaf- bátahernaður Þjóðverja var skipa- lestunum, sem sigldu milli Amer- íku og Evrópu. Þá er og þess að geta, að lýst er án kláms eða annarra klúryrða athöfnum sjó- mannanna íslenzku í hinni miklu borg, sem höfundur kallar gjarnan Nýju-Jórvík, og svo víðförull sem hann hefur verið þar, má heita að í sögunni sé allgiöggur leiðarvísir um sum hverfi heimsborgarinnar. Síðari hluti bókarinnar er skáldsaga, sem að undanskildum tveimur allrómantískum ástarlýs- ingum, er mjög í svipuðum stíl og hinn sanni fyrri hluti. Ferðin, sem lýst er í skáldsögunni, er farin á norsku skipi, sem Bandamenn Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN verið svo forsjáll að láta í ýmsar brýnar nauðsynjar. Eftir tíu daga vaxandi þrengingar bjargar rússneskt skip mönnunum. Og sú dýrð, þegar þeir eru komnir þang- að. Þar vantaði ekki æskilegar veitingar eða umönnun og þar voru myndir af Stalin og Lenin, enda hét skipið Kalinin og sigldi undir táknrænum fána hamars og sigðar. Hygg ég, að höfundur hafi ritað þessa sögu fyrir alllögnu, sem sé á þeirri tíð, sem sumir gerðu lítinn mun á Rússlandi og himnaríki kristins manns. en skipið var á leið til Nýju-Jórvíkur til að sækja vörur handa þeim, sem börðu á hersveitum Hitlers á sléttunum miklu í Rússíá, vörur sem hinn vondi heimur hafði til allrar lukku framleitt. ■Auglýsing' Heimsmetabók Guinness — stórkostlega viðamikil og skemmtileg fjölfræðibók með miklu íslensku efni Frá því að hinir bresku Guinness-bræður hófu út- gáfu á Heimsmetabók sinni árið 1955, hefur bók- in farið einstæða sigurför um heiminn. í enskumæl- andi löndum hafa nú kom- ið út 27 útgáfur hennar, og hún hefur verið þýdd á fjöldamörg tungumál. Astæða þessara vinsælda bókarinnar er í raun og veru augljós. Hér er um að ræða fjölfræðibók í þess orðs fyllstu merk- ingu, bók þar sem ótrú- lega mikill fróðleikur er settur fram á skýran og afdráttarlausan hátt, og hefur raunar oftsinnis verið sagt að Heimsmeta- bók Guinness svari fleiri spurningum en nokkur önnur einstök bók. Þótt uppbygging Heimsmeta- bókar Guinness hafi frá önd- verðu verið svipuð, hefur efni bókarinnar verið síbreytilegt, enda alltaf verið að setja met, eða bæta met á einu eða öðru sviði. Því er heldur ekki að neita að stundum hafa menn gripið til ýmissa skrítilegra tiltækja til þess eins að komast í Heims- metabók Guinness, en nú á síðari árum hafa ritstjórar bók- arinnar sett strangar reglur um slikt, til þess að koma í veg fyrir ýmsa vitleysu og jafnvel að menn færu sér að voða í heims- metaviðleitni sinni. í annað sinn á íslensku Heimsmetbókin kom fyrst út á íslensku árið 1977, og fékk þá gífurlega góðar viðtökur. Seldist bókin upp hjá fornbókasölum. Nú er nýkomin á markaðinn önnur útgáfa bókarinnar, en eins og gefur að skilja er þar nánast um nýja bók að ræða. Ekki aðeins að hin fjölmörgu erlendu heimsmet sem getið var um í gömlu bókinni hafi skipt um eigendur, heldur er nú bókin til muna stærri og ítarlegri en áður auk þess sem myndefni hennar er algjörlega nýtt, og það hefur einnig verið aukið verulega. mtcNf trni n*n *u.r cnounnvmð ’«» atoucru UtoAtu ICtCNSKT CTNI CTÖNAUKIO MANOC KONAN VtTNCSKJA UM l ANO Oð NJðO T*. AtMCNNS TNOOLJftKS OO TH. CAMANOUNOAN VN> NCMCMCTW STT1NSÓTT ASTA Oð MCST SCLOA SAMTIMAVCNK VSNAtOAN STDRAUKIO ÍSUNSKT EFNI Forsíða Heimsmetabókar Guinness íslensk met á öllum sviðum Það sem öðru fremur setur þó svip á íslensku útgáfuna að þessu sinni er það að íslenskt efni hefur nú verið stóraukið, og er það nú það mikið að það hefði sennilega fyllt meðalstóra bók. Getið er hliðstæðna við erlendu metin bæði í mannlífinu sem og á öðrum sviðum, og má nefna sem dæmi, að þegar fjallað er um afkastamesta erlenda rithöf- undinn, er þess íslenska getið í leiðinni. Lengsta orð í íslensku er getið í samanburði við lengsta orð í heimi, mest selda íslenska hljómplatan er nefnd þar sem fjallað er um söluhæstu hljóm- plötur í heimi. Gefur því auga leið að í bókinni er að finna gífurlegt magn upplýsinga um land og þjóð. Hæsti maður í heimi Á vegum bókaútgáfunnar Örn og örlygur hf. sem gefur Heims- metabók Guinness út, var fengin vaxmynd af hæsta manni i heimi til íslands sl. sumar og hún höfð á sýningunni „Heimilið 80“ í Laugardalshöllinni. Að vonum vakti hún þar gífurlega mikla athygli, en upplýsingar um hæsta mann í heimi, lágvaxn- asta mann í heimi og þyngsta mann í heimi er auðvitað að finna í Heimsmetabók Guinness. Skiptist í 12 kafla , Einhverra hluta vegna virðast sumir álíta að í Heimsmetabók Vaxmynd af Robert Wadlow. stærsta manni i heimi. i sýningarbás Arnar og örlygs hf. á sýningunni „Ileimilið 80“ i Laugardalshöll- inni. Guinness sé fyrst og fremst að finna upplýsingar um einkenni- leg uppátæki, svo sem hamborg- araát, bjórdrykkju, handstöðu á annari hendi og svo framvegis. Þetta er líka allt að finna í bókinni, en áhersla skal lögð á það, að svið bókarinnar er miklu víðfeðmara. Hér er um sanna fjölfræðibók að ræða. Gefa kaflaheitin raunar það vel til kynna, en bókin skiptist í tólf kafla, sem bera eftirtalin heiti: 1) Maðurinn, 2. Lífheimurinn, 3) Jörðin, 4) Heimur og geimur, 5) Heimur vísindanna, 6) Listir og dægradvöl, 7) Mannvirki, 8) Tækniheimurinn, 9) Heimur vís- indanna, 10) Mannheimur, 11) Afreksverk manna, 12) íþróttir leikir og tómstundaiðkanir. Jafnframt er svo að finna ná- kvæma orðaskrá í bókinni, sem auðveldar þeim sem hana nota sem uppsláttarrit að finna það sem þeir leita að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.