Morgunblaðið - 26.11.1980, Side 16

Morgunblaðið - 26.11.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 Gítartónleikar Péturs í kvöld PÉTUR Jónasson, unnur gítarleik- ari, heldur tónleika í Bústaóa- kirkju i kvöld, mióvikudaK, <>K heíjast þcir kl. 20.30. Pétur hóf gítarnám við Tónlistar- skólann í Görðum níu ára að aldri og var kennari hans Eyþór Þorláksson. Vorið 1976 lauk hann einleikaraprófi frá sama skóla og burtfararprófi ári síðar. Haustið 1978 hóf Pétur fram- haldsnám við hinn þekkta gítarskóla Estudio de Arte Guitarrístico í Mexico-borg og var einkakennari hans argentínski gítarleikarinn Manuel López Ramos. Burtfarar- prófi lauk hann í ágúst 1980. Á efnisskránni eru verk eftir Luys de Narvaéz, Manuel M. Ponce, Jo- Fjalakötturinn: Tvær aukasýningar í vik- unni auk fastrar dagskrár urinn, sem er sjónvarpsviðgerðar- maður gengur til vinnu sinnar að vanda og rifjar upp ýmis atvik úr lífi þeirra hjóna. Myndin fjallar fyrst og fremst um hversdagslíf venjulegs fólks og lætur hetjur vinnunnar og aðrar dramatískar persónur lönd og leið.“ Sýningartímar Pjalakattarins eru sem hér segir: Á fimmtudögum kl. 20.00, laugardögum kl. 13.00 og á sunnudögum kl. 19.00 og 22.00. Auka- sýningar eru á miðvikudögum kl. 21.00 og sunnudögum kl. 16.00. Háskólabíó: Sýnir „Hug- vitsmanninn“ IIÁSKÓLABÍÓ hefur nú hafið sýningar á franskri gamanmynd, með einum vinsælasta gamanleik- ar Frakklands, Louis de Funes. í þessari mynd leikur Louis de Funes iðjuhöld og borgarstjóra, sem hefur meiri áhuga á að auka framleiðsluna með nýjungum en að hugsa um velferð borgaranna. SEJIUM UPP HATIÐAR- SVIPINN ítækatfó Mýr lltur á stofuvegg, eöa skálann, setur nýjan svlp á hemnHö EFNl: Hin vtöurkenda VTTRETEX pöstmáWng. Glært lakk á tréverklö friskar paö upp og vlöarttaö lakk gefur pvi nyjan svlp. efni CUPRINOL cooowooo*poiYunettianeiakk | í &«Íf . j| J Kvikmyndaklúhhurinn Fjalakótt- urinn mun í þossari viku sýna myndina „Die Niblungen“ eftir Fritz Lang á aukasýningum og verða þar á miðvikudag. þ.e. i kvöld. kl. 21.00 og á sunnudag kl. 16.00. A föstu dagskránni er mynd- in „Krik“ (Gráturinn), sem er gerð í Tékkóslóvakíu árið 1963 og er lcikstýrð af Jaromil Jircs. Á sýningarskrá segir m.a. um myndina: „Gráturinn lýsir einum degi í lífi ungra hjóna. Eiginkonan fer snemma dags á fæðingardeildina til þess að eignast barn, en eiginmað- hann Sebastian Bach, William Walt- on, Heitor Villa-Lobos og Isaac Albéniz. S/ippfé/agid Má/ningarverksmiöja Simi 33433 Eigendur Bókhlöðunnar, Eyjólfur Sigurðsson og Sjöfn Ólafsdótt- ir, í hinum nýinnréttuðu húsakynnum, — Baðstofu Bókhlöðunn- •jr. Ljósm. Emilia. Baöstofa Bókhlöðunnar: Rithöf undar kynna gestum verk sín FYRIR skömmu opnaði Bókhlaðan nýja verzlun í Markaðshúsinu sem er bakhús við Laugaveg 39. I>ar hefur nú verið innréttaður salur á efstu hæðinni þar sem er þægileg aðstaða fyrir 60—70 manns. Innréttingarnar þar minna um margt á haðstofu, enda hefur salurinn hlotið hcitið Baðstofa Bókhlöðunnar. í Baðstofunni munu fara fram kynningar á nýjum bókum þriðjudaga, fimmtudaga og laug- ardaga. Rithöfundar koma í heimsókn og kynna verk sín, auk þess sem gestum gefst þá kostur á að ræða við þá um verk þeirra. Á þessum bókmenntakynningum verða kaffiveitingar. Þó höfuð- áherzla verði lögð á kynningu íslenzkra bóka er einnig í ráði að kynna erlenda höfunda, bæði eldri og yngri. Þá er í ráði að halda þarna námskeið í hand- bókbandi síðar í vetur og einnig verða fluttir fyrirlestrar um íslenzka bókagerð. Eigendur Bókhlöðunnar eru Eyjólfur Sigurðsson og Sjöfn Ólafsdóttir. Á síðasta ári flutti Bókhlaðan af Skólavörðustíg að Laugavegi 39. Fyrst eftir flutn- ingana var verzlunin rekin á fyrstu hæð hússins en síðan opnuð ritfangaverzlun á annarri hæð. Nýlega var svo opnuð stór verzlun í Markaðshúsinu sem er bakhús við Laugaveg 39. Þessi verzlun er bókabúð í markaðs- formi og eru þar þúsundir ís- lenzkra bóka. Þar er sérstök áherzla á að hafa bækur frá fyrri árum auk þess að í báðum verzlunum eru fáanlegar allar nýjar bækur. í Markaðshúsinu eru þúsundir islenzkra bóka á boðstólum. Misjafnt verð fyrir síldina i Hirtshals í gær ÞRÍIt islenzkir síldarbátar seldu afla í Hirtshals i Danmörku i gær og fengu mishátt verð fyrir síldina. Kom fram í skeytum frá síldarkaupendum að gæði síldar- innar voru misjöfn hjá bátunum. Langbeztu útkomuna fékk Pétur Jónsson RE. Hann seldi 77,4 lestir fyrir 38,6 milljónir króna, meðal- verð 499 krónur fyrir kílóið. Súlan EA seldi 128 lestir fyrir 48,8 milljónir króna, meðalverð 381 króna. Loks seldi Albert GK 101,7 lestir fyrir 35,7 milljónir, meðal- verð 351 króna fyrir kílóið. Landbúnaöarveröið: Unnið að söfn- un gagna og útreikningum NÝTT verð á landbúnaðarvörum á að taka gildi hinn 1. desember nk. og situr sexmannanefnd nú á stöðugum fundum við konnun gagna og útreikninga nýja verðs- ins. Að sögn Guðmundar Sigþórsson- ar í landbúnaðarráðuneytinu hafa gögn verið að berast, síðustu dag- ana og eru útreikningar nú rétt að hefjast, en sexmannanefnd var á fundum um helgina. Eru í athugun verðlagsáhrif vegna ýmis konar verðhækkana síðustu 3 mánuði, m.a. vegna hækkandi rekstrar- kostnaðar og launa. Nýja verðið á að taka gildi um mánaðamótin og sagði Guðmundur stefnt að því að ljúka útreikningum fyrir þann tíma. Fræðslufundur um kristniboð KRISTILEGT stúdentafélag efn- ir til fræðslufundar á morgun, fimmtudag, kl. 17:15 í stofu 201 í Árnagarði. Fjallað verður um efnið Byltingin i Eþíópiu — kristniboð. Kristniboðarnir Helgi Hró- bjartsson og Jónas Þórisson, sem báðir hafa um árabil starfað í Eþíópíu, og eru nákunnugir að- stæðum þar, flytja framsöguer- indi. Að þeim loknum verða fyrir- spurnir og umræður. Samband veitinga- og gistihúsaeigenda: Sérstök kjör fyrir ferðamenn næsta sumar AÐALFUNDUR Sambands veitinga- og gistihúsaeigcnda var haldinn 24. október siðastliðinn og var hann sérstaklega fjolmennur, að likindum vegna þess vanda. sem steðjar að ferðaþjónustu á íslandi. Litil sem engin aukning hefur orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna til landsins, vegna hækkandi ferðakostnaðar og minni ráðstöfunartekna og búist er við áframhaldandi samdrætti á þessu sviði. Umræður um lausnir á þessum vanda voru því efst á haugi. í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir að þeirri stefnu hafi verið fylgt hér á landi að reyna að hafa jafnvægi milli utanlands- ferða íslendinga og gjaldeyris- tekna af erlendum ferðamönnum. Þeir aðilar, sem að ferðamálum standa, munu því snúa sér í auknum mæli að innanlandsmark- aðinum. Á sumri komanda munu veitingahús innan Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda hafa á boðstólum sérstakan ferðamanna- matseðil, einn eða fleiri rétti daglega, og verður verði sérstak- lega stillt í hóf og sama verð mun gilda um allt land. Einnig munui hótel úti á landsbyggðinni bjóða gistingu á hálfvirði í júníbyrjun og ágústlok. Af öðrum málum á aðalfundin- um bar hátt áhyggjur manna vegna skattaálaga á veitinga- rekstur. Auk venjulegra atvinnu- lífsskatta og leyfisgjalda ber hann skemmtanaskatt, menningar- sjóðsgjöld, vínveitingaleyfisgjöld, framlengingarleyfisgjöld, eftir- litsgjöld, stefgjöld, lúxustolla og vörugjöld. Auk þess ríkir mikil óánægja með álagningu söluskatts á veitingahús, en þeim er einum gert að leggja á og innheimta söluskatt af mat hérlendis. Á fundinum kom fram að Hótel- og veitingaskóli íslands er í mikl- um kröggum. Skólinn hefur nú enga aðstöðu fyrir verklega kennslu og missir húsnæði fyrir bóklega kennslu næsta vor. Formaður Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, Bjarni I. Árnason, Brauðbæ, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en situr þó áfram í stjórn. Nýr formaður var kosinn Áslaug Alfreðsdóttir, Hót- el Heklu. Auk hennar og Bjarna eru í stjórn Einar Olgeirsson, Hótel Sögu, Emil Guðmundsson, Hótel Loftleiðum, Gunnar Karls- son, Hótel KEA, Ólafur Laufdal, Hollywood og Skúli Þorvaldsson, Hótel Holti. Varamenn eru Arn- þór Björnsson, Hótel Reynihlíð og Steindór Ólafsson, Hótel Esju. Framkvæmdastjóri sambandsins er Hólmfríður Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.