Morgunblaðið - 26.11.1980, Page 32

Morgunblaðið - 26.11.1980, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 HÖGNI HREKKVÍSI Ast er... ... að klingja glös- um við kertaljós. Blekking eða þekking: „Trúarbrögðin eru dætur fáfræðinnar“ Finnur Lárusson og Haraldur ólaísson skrifa: „Hinn frægi heimspekingur Art- hur Schopenhauer mælti þessi orð: „Trúarbrögðin eru dætur fáfræðinn- ar og munu ekki lengi lifa móður sína.“ Sannleiksgildi þeirra hefur mjög glögglega komið í ljós í skrifum fáeinna verjenda úreltra fornaldarskýringa á „sköpun" lífs- ins og heimsins. Þráhyggjutal þessa fólks er byggt á fákunnáttu, mis- skilningi og gagnrýnislausri trú á framangreindar skýringar. Órökstutt þráhyggjutal Þann 11. þ.m. skrifaði frú Sóley Jónsdóttir grein sem átti að vera svar við okkar frá 13. sama mán. Það fer fyrir Sóleyju sem lækninum Reyni og raunar öllu þessu fólki að lesa það sem við höfum skrifað með gleraugu þeirra á nefinu, sem sjá aðeins það sem þeir vilja sjá og reyna svo að hylja sig í „guðlegri orðaþoku". Orðrétt segir hún: „Það tilheyrir miklu fremur miðalda- myrkri að trúa á þróun, ósannaða kenningu, sem ekki hefur neinar staðreyndir að styðjast við.“ Þetta er glöggt dæmi um órökstutt þrá- hyggjutal. Frú Sóley hefur ákveðið með sjálfri sér að þróunarkenningin standist ekki, og einu gildir um rök sem benda til hins gagnstæða. Á þau er hvorki hlustað né minnst. Síðan segir hún lækna og fóstur- fræðinga, sem hún nefnir þróunar- sinna, setja fram falsaðar teikn- ingar af fósturþroska mannsins, til að halda í hina ósönnuðu kenningu guðleysingjanna. Hinsvegar segir hún mannsfóstrið strax bera full- komna mannsmynd á fyrstu vikum meðgöngunnar, þegar það er aðeins óiögulegur frumukökkur. Gaman væri að fá uppgefnar heimildir fyrir þessu, eða hver skyldi skoðun lækn- isins Reynis Valdimarssonar vera á þessum meintu fölsunum starfs- bræðra sinna? Hver er nú í miðaldamyrki? í lok greinar sinnar ætlar hún sér aldeilis að klykkja snilldarlega út og segir: „Það er annars undarlegt hvað sumir eru áfjáðir í að teija sig af öpum komna." Hver er nú í miðaldamyrkri og hver ekki? Þetta er nefnilega hin hiálega skoðun kirkjunnar, sem hún beitti sem mest gegn Darwin og fylgjendum hans á síðustu öld, til þess að ala á þeirri trú áhangenda sinna að þeir væru öðrum lífverum æðri, og gera þannig þróunarkenninguna tor- tryggilega í augum fávíss almúga. Opinberar Sóley með þessu þekk- ingarleysi sitt á þróunarkenning- unni, því hún segir einmitt að apar og menn séu komnir af sameigin- Hvað var í upphafi? ófiúlkonum líf- - ,r finnast hversrf Af hverju er ekki ■ hægt að prófa þetta? „Ríkur er reyk- laus maður“ Heilbrigðisfulltrúi Almúga- sports F.B. skrifar. „Eg vil vekja athygli reyk- ingafólks á átaki okkar skóla- systkina í Fjölbrautaskólanum Breiðholti. í dag ætlum við að hætta hvers kyns tóbaksbrúki, í eitt skipti fyrir öll. Þessi lymskulegi skaðvaldur, tóbakið, hefur rænt okkur heilsu og hýru um langt árabil og ekki verður lengur við það unað. Allt að tíu þúsund krónum er hent í tób- aksguðinn á viku og eina upp- skeran er minni fjárráð og tíðari heilsukvillar í kjölfar aukinnar neyslu. Það er von að einhver spyrji: Til hvers? Því er ekki auðsvarað fyrir reyk- ingarmann. Það gæti hrokkið upp úr honum að gott væri að reykja! En það er ekki rétt. Það þykir engum gott að svæla í sig óþverrann, það er tóbaksguðinn, nikótínið, sem æpir á fórnir. En innst inni þráir reykingamaður- inn að losna undan þessu fargi. Segja: „Hingað og ekki lengra." Það er það sem við skólasystkin í F.B. ætlum að segja og hvetj- um aðra til að gera slíkt hið sama. „Strompar allra staða sameinist." Hugsið ykkur. Hjón sem reykja einn pakka á dag geta sparað sér 20.000 kr. á hverri viku! Það gera 80.000 kr. yfir mánuðinn. 80.000 kr. meiri fjárráð í dýrasta mánuði ársins, desember! Það fúlsar engin fjöl- skylda við því, nærri vikulaun- um verkamanns. Best væri ef nokkrir gætu hætt saman og styrkt hver annan því þetta er erfitt. gn hvílíkur léttir þegar tekist hefur að komast yfir erfiðasta hjallann. „Spörum fé og spörkum reyk!" Og verndum með því bæði okkar heilsu og annarra." Hugvekja sem allir ættu að lesa „Kona að norðan“ hringdi og kvaðst vilja þakka Árna Þór Árnasyni fyrir grein hans í Mbl., „Leiftursókn gegn verslun". Ég var oft að því komin að skrifa þér, Velvakandi, vegna ummæla Guð- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEM Árni Þór Árnason: Leiftursókn gep verzluniimi Kinn af alþíngismonnum ís- stjórn til að vinna að hagsmunum tíma hafa átt heima á teikniborð- 1 lendinga, Guðrún Helgadóttir, Reykvíkinga eða sem sérstakur inu og i óskhyggju manna. Verk- 1 sem jafnframt er borgarfulltrúi fulltrúi tiltekinnar dýrategund- efni, sem kommúnistar þykjast 1 Reykvikinga, hefur tviavar á »r? h,f, rúnar Helgadóttur á Alþingi um dánargjöf Sigurliða Kristjánsson- ar og eiginkonu hans. En eflaust hefði ég sagt eitthvað ljótt í hita augnabliksins, sem ég hefði svo séð eftir. Grein Vilhjálms er hugvekja sem allir ættu að lesa. Mér hefði fundist ástæða fyrir þingmenn að labba út úr þingsaln- um eftir þessa rótarlegu árás. Ég hef aldrei náð upp í hugsanagang Guðrúnar Helgadóttur. Ég hef aldrei komið náiægt verslun og hef lítið vit á málefnum hennar, svo að það er ekki þess vegna sem ég segi þetta. í hvert skipti sem ég heyri þetta sjónarmið hjá Guð- rúnu, undrast ég að hún skuli ekki sjálf hafa farið út í verslun til að græða. Hún hefði eflaust gefið landsmönnum upp hreinskilnis- legar tölur um það eftir á hvernig hún hefði farið að því. Eflaust hefur hún aldrei haft afgang af sínum lágu launum til að fara út í neinn rekstur, ekki lánstraust og ekki þor. Eða er þetta kannski allt öfund?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.