Morgunblaðið - 23.08.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.08.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1981 7 Þakkir Hjartanlegt þakklæti til allra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og kveðjum á 80 ára afmæli mínu 5. ágúst. Guð blessi ykkur öll. Petrina Jónsdóttir, Smáratúni 41, Keflavík. SIEMENS EW4S nG 27“ \eeW> rn®£KíeQt 90“ —22“ °9^ogsmeKW 9 ^stóKSS»*'éttut- SIEMENS EINKAUMBOÐ SMITH & NORLAND H/F., Nóatúni 4, 105 Reykjavík. Sími 28300. GENGI VERÐBREFA VERÐTRYGGD SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1969 1. flokkur 1970 1. flokkur 1970 2. flokkur 1971 1. 1972 1. flokkur flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2 flokkur 1979 1. flokkur 1 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur Medalávöxtun spariskirteina umfram verd- tryggingu er 3,25—6%. Kaupgengi pr. kr. 100.- 7.013,49 6.562.54 4.801,84 4.316,37 3.745,59 3.186.55 2.364,23 2.178,03 1.503.39 1.230.40 926,69 877,87 709,40 658.84 551.85 449,76 354,96 300.17 232,89 177,74 140.18 123,35 16. AGUST 1981 VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS A — 1972 B — 1973 C D E F G 1973 — 1974 — 1974 — 1974 — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 Kaupgengi pr. kr. 100. 2.414,86 1.988.89 1.699,37 1.447,73 996,86 996,86 667,65 638,16 488,70 456,15 Ofanskráö gengi er m.v. 4% ávöxtun p.á. umfram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrœttisbrófin eru gef- in út á handhafa. HLUTABRÉF Eimskipafélag íslands Tollvöru- geymslan hf. Skeljungur hf. Fjárfestingarf. íslands hf. Kauptilboö óskast Kauptilboö óskast Sölutilboö óskast Sölutilboö óskast. VEÐSKULDABRÉF VEÐSKULDABRÉF MEO LÁNSKJARAVÍSITÖLU: ÓVEROTRYGGD: Kaupgengi m.v. nafnvexti Ávöxtun Kaupgengi m.v. nafnvexti 2Vj% (HLV) umfram (HLV) 1 afb./ári 2 afb./ári vordtr. 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 97.62 98,23 5% 1 ár 68 69 70 72 73 86 2 ár 96,49 97,10 5% 2 ár 57 59 60 62 63 80 3 ár 95,39 96,00 5% 3 ár 49 51 53 54 56 76 4 ár 94,32 94,94 5% 4 ár 43 45 47 49 51 72 5 ár 92,04 92,75 5V*% 5 ár 38 40 42 44 46 69 6 ár 89,47 90,28 6% 7 ár 86,68 87,57 6V?% 8 ár 83,70 84,67 7% 9 ár 80,58 81,63 7%% 10 ár 77,38 78,48 8% 15 ár 69,47 70,53 8Y4% TÖKUM OFANSKRAÐ VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU MáKITIA6MtfáM IWUIM Hft VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaðarbankahúsinu. Sími 28566. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16. Umsjónarmaður Gísli Jónsson______________114. þáttur Ónefndur Reykvíkingur (af póststimpli að dæma) sendi mér vel stílað og snöf- urlegt bréf. Þótt ég viti ekki hver hann eða hún er, þykir mér rétt að birta meginefni bréfsins, enda er þar vikið að merkilegu efni, kannski nokkuð út frá öðru sjónar- horni en tíðkast í þáttum sem þessum. Mér þykir ástæða til að þakka enn bréf og símhringingar. Þessum þætti var aldrei ætlað að verða eintal sálarinnar né heldur nokkurs konar dóm- stóll. Hann átti að verða vettvangur, þar sem menn gætu skipst á skoðunum og fróðleik um móðurmálið. Gef ég þá hinum óþekkta bréfritara orðið um sinn: „Hr. Gísli Jónsson. Tilefni III. þáttur um ís- lenskt mál í Mbl. Ég vil í upphafi bréfs þessa þakka marga ágæta þætti. Fyrst nokkur orð um er- indið úr Heimsósóma. Er nú alveg víst að krjár merki kröfugerð? Það er rétt að krjá minnir á fr. crier, e. cry, og svo má gjarnan minnast á d. no. krig = stríð (e.t.v. upphafl. heróp). En hvað með orðið kræ á dönsku? Mig minnir (hef ekki danska orðabók við höndina) að kræ þýði skepnur eða húsdýr. Því kemur mér til hugar að merking erindisins sé sú að skapmiklir, stoltir (þ.e. ofstoltir, drambsamir) menn láti vopn (eða hendur) skipta þegar verja skal smælingj- ana (mannskepnur) en verj- ast ekki með því að rita til varnar þeim sem bágt eiga. Hið mælta mál eða ritaða er miklu vænlegra til sigurs þrátt fyrir lítinn mannafla. Hið ritaða orð er miklu meiri brynvörn en stinnt stál (vopn til bardaga). Hvernig líst þér nú á?“ Umsjónarmaður þáttar svarar spurningu þessari svo, að honum þyki skýr- ingartiiraun bréfritara frumleg, en ekki sannfær- andi. Bréfritari heldur svo áfram: „Annars voru það önnur orð sem ýttu mér út á ritvöllinn, nefnilega: „Þær (orðmyndirnar) sýna okkur hversu erlend áhrif sóttu á málið á öldum áður ...“ o.s.frv. Hér kemur enn fram sá kvilli sem þið íslensku- menn eruð haldnir — að halda að allt illt í íslensku málfari komi utan að. Ykkur er þetta ákaflega ofarlega í huga, en ég ímynda mér að þetta sé einhver varnarað- ferð hjá ykkur. Það er svo auðvelt, og líka vinsælt, að kenna öðrum um. Er þetta ekki flótti frá veruleikanum? Ég skal reyna að útskýra það hér á eftir í nokkrum orðum. Taktu eftir að þú grípur ekki einn til þessarar afsökunar, en ég tel þig ekki vera í góðum félagsskap þrátt fyrir það. Ég álít að það sem verst hefur gerst í málefnum ís- lenskrar tungu sé það að framburði hefur, já, hrakað, og í sambandi við það hefur fleira vont komið á eftir. Það er auðvitað of mikil alhæfing að halda því fram að versn- andi framburður eigi alla sök á því sem úrskeiðis hefur farið í íslenskri tungu, en framburðurinn er víst engin „smáþúfa" þegar tungumál á í hlut. Ég skal segja þér að ég er eindregið fylgjandi því að tekinn verði upp samræmdur framburður að tillögu dr. Björns heitins Guðfinnsson- ar ... Annað er vitleysa og lítilmennska, útkjálkastefna óraunhæf, enda gerði dr. Björn ráð fyrir að láta það lifa í landshlutaframburði sem lífvænlegt var. Athugum nokkur dæmi. Látum liggja milli hluta, en dettur nokkrum í hug að það hafi verið erlendum áhrifum að kenna að við skulum vera farin að rita jslenskur með s? Meira að segja danir (Danir) sem eru stundum sagðir mæla slöppustu og úrkynjuðustu tunguna rita enn í dag „islandsk". Ættum við ekki að rita íslendskur (af ísland)? ... Ekki getum við kennt Dönum að minnsta kosti um að við felldum niður d í íslenskur. Nei, ætli sökin sé ekki okkar sjálfra, slapp- leiki og „frjálsræði"? Hvað segirðu t.d. um p,t,k, (sem dr. Björn og m.a.s. ég er mjög hrifinn af hjá Norð- lendingum)? Er ekki ömur- legt að hlusta á b,d og g í staðinn? Ég vil minna á að í ensku eru þessi hljóð enn mjög ákveðin og heyrast greinilega, en Danir eru á undan (eða hitt þó heldur) okkur í því að slaka á þessum hljóðum. Ekki verður ensk- unni kennt um þetta. Eins og dr. Björn mælti með að halda norðlensku p,t og k-i að þjóðinni mælti hann líka með skaftfellska rn og rl framb. Danir segja et barn og Bretar segja t.d. meet me on the corner. (Innskot umsjónarmanns: Bréfritari á hér við að r-ið sé raddað eða lint). Það væri dálaglegt ef Danir segðu et bann og Bretar „meet me on (eða at) the conner," (Inn- skot umsjónarmanns: Hér á bréfritari við óraddað eða hart r, sem breytist í d í framburði (badn) o.s.frv.). Segja ekki margir (taktu eftir „margir“, ekki „mikið af“, kvilli sem hrjáir mikinn hluta þjóðarinnar á þessum tímum) bannið og banna- skóli? Menn hafa svo sem veitt þessu athygli og úr því varð máltækið bannandi, þ.e. barnandi, manni er best að lifa. Og hvað með rl? Bretar segja early, en það skal viðurkennt að r-ið heyrist varla nema hjá Skotum. Við ættum að segja árla, árlla, en ekki álla. (Innskot enn: Bréfritari getur fallist á að r-ið í árla verði óraddað, en vill útrýma framburðinum ádla). Nei, satt að segja fer okkur ekki (á sjálfsagt að vera ferst okkur ekki) að deila á aðrar þjóðir og skamma þær fyrir að spilla tungunni. Það er sjálfsagt að halda vöku sinni.“ Rúmsins vegna birtist nú í dag ekki meira af þessu snaggaralega bréfi, en fram- haldið kemur síðar, og ég mun reyna að svara í alvöru ýmsu merkilegu sem mér þykir ástæða til að ræða nánar, hvort heldur ég er sammála bréfritara eða ekki. í bili kveð ég hann/hana með þessari stöku, sem Hlymrek- ur handan orti fyrir skemmstu: Það er ekki að því að grínast, þegar íslenskir samhljóðar týnast, enda hálærðir menn þar á höttunum enn sem þeir hyggja sitt erindi brýnast. Noregsferð Löngu er uppsett í ferö Fáks á Evrópumótiö í hestaíþróttum í Larvík í Noregi. Opnast hefur möguleiki á sérstakri hópferö (50 sæti) í 4 daga. Farið yröi út á föstudaginn 28. ágúst og komiö heim mánudaginn 31. ágúst. Feröin kostar kr. 2.950. meö ökuferðum aö og frá Larvík. Ljóst er aö íslendingar ætla a fjölmenna á Evrópumótiö og hvetja landann til nýrra afreka! Upplýsingar á skrifstofu Fáks eftir kl. 2. Sími 30178.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.