Morgunblaðið - 23.08.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.08.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1981 19 annað, húsaleigumál, barnaupp- eldi, hjónaskilnaði og fleira og fleira. Bergþóra er skilin fyrir tveimur árum og segist aldrei hafa eignast betri vin en fyrr- verandi eiginmann sinn, sem býr í Þorlákshöfn ásamt syni þeirra, Jóni Tryggva, sem er níu ára. „Mér þykir alltof vænt um drenginn, til þess að taka hann af honum pabba sínum, þeim kemur svo vel saman, og að auki vill Jón Tryggvi ekki búa í Reykjavík, það er líka ekkert undarlegt, hann er ekki vanur öðru en strjálbýli, ef hægt er að kalla Þorlákshöfn „strjálbýli" þar sem þetta er ört vaxandi bær. Birgitta hefur hins vegar lögheimili hjá mömmu sinni, en hefur lítið verið heima í sumar, þar sem hún var svo óheppin að fá enga vinnu.“ „Hún hefur frekar verið hjá ömmu sinni og afa í Hveragerði, þar sem nóg er að gera, og nú er hún nýkomin af Landsmóti skáta, alveg dauðuppgefin eftir bráðskemmtilega daga. Hún var á Skógaskóla í vetur sem leið, og er að bræða með sér hvort hún ætli þangað aftur, eða hvort hún muni taka hús hjá ömmu og afa, þegar líður að skóla." „Ég vil ekki vera í Reykjavík, það er svo leiðinlegt," segir hún. Þær mæðgur eru líka sammála um að börn fráskilinna foreldra eigi að fá að ráða hjá hvoru foreldrinu þau dvelja. Jón Tryggvi var með mömmu sinni á Laugarvatni um verslunar- mannahelgina. „Okkur leið mjög vel, veðrið alveg dýrlegt og mikið sungið og trallað," segir Berg- þóra, og ég komst von bráðar að raun um, að þau mæðgin voru ekki alveg alein, og Bergþóra fæst loksins til þess að viður- kenna að hún sé ástfangin. „Ég held að ég hafi loksins dottið niður á þessa einu sönnu ást, en það kemur allt í ljós, ekkert liggur á,“ segir hún kímileit. Við víkjum talinu að vinnunni hennar, en hún starfar hjá umsjónarnefnd eftirlauna á Suð- urlandsbraut. „Mér líkar stórvel þarna,“ segir hún, „enda vinn ég með afbragðs fólki. En ég geri nú samt ráð fyrir því, að ég sé betri sölumaður en skrifstofu- maður. En mér hefur aldrei tíkað illa neinsstaðar í vinnu, og velferð aldraðra er svo sannar- lega áhugavert verkefni." Berg- þóra lætur sig velferð annarra en aldraðra líka skipta máli, því hún hefur um nokkurt skeið starfað fyrir Vernd, við að færa föngunum á Litla-Hrauni skemmmtikrafta. „Þetta er eitt- hvert þakklátasta starf sem ég hef unnið, og hefur verið ákaf- léga skemmtileg samvinna með mér og strákunum mínum á Hrauninu. Það hefur þó komið fyrir, að ég hef ekki komist á staðinn, vegna þess að engan bíl hefur verið að fá, en þetta stendur vonandi allt til bóta, ég hef mætt sífellt meiri skilningi ráðamanna Verndar í þessum efnum." „Er ekki erfitt að fá fólk til þess að skemmta í fangelsi?" spyr ég. „Nei, það passar bara ekki alltaf tíminn hjá lista- mönnunum við minn tíma. En nú hef ég til dæmis fengið vilyrði hjá Grýlunum, sem eru efstar á óskalistanum hjá strákunum, um að koma með mér og spila fyrir þá, og Þursarnir ætla að koma með mér seinna, svo þú sérð að það eru engir aukvisar sem ég færi þeim á næstunni. En þú mátt gjarnan koma því á framfæri fyrir mig, að ef ein- hverjir í „bransanum" hafa áhuga á því að flytja föngum íslands gleði, þá væri vel þegið, að þeir hefðu samband við mig í síma 20647, eftir klukkan 5 á daginn." (Er þessu hér með komið til réttra aðila.) Bergþóra er nú farin að líta á klukkuna, svo ég sé að það er eins gott fyrir mig að fara að hypja mig. „Þú verður að fyrir- gefa,“ segir hún, „það er alveg að koma að stjórnarfundi hjá SATT og hann verður haldinn hér í „Hófi“, því það er allt á hvolfi í „Vitaskuld" ennþá." (Þess má geta að íbúðin hennar heitir Hóf, og þar er ailt í hófi.) Ég skií þetta ákaflega vel, og flýti mér að klára kaffið úr bollanum mínum og dríf mig út fyrir dyrnar, um leið og ég þakka spjallið. Úti á stéttinni sitja kettirnir, og ég kveð þá líka og skelli mér upp á hjólið mitt og bruna heim. Texti: ANNA NISSEL Átján ára japönsk stúlka, hef- ur áhuga á íþróttum, kvikmynd- um, tónlist, bókalestri og frí- merkjasöfnun: Kanako Yamada, 4—15, 4 chome, Sinjuku, Sinjuku-ku. Tokyo, 160 Japan. Sextán ára japönsk stúlka. hefur áhuga á tónlist og leikur á gítar: Akiko Izumiya. 8—12 Nittsu 4—81 chome, Paimon-cho, Fukuyama-shi, Iliroshima 721, Japan. Pennavinadálkunum barst bréf frá manni á Sri Lanka, sem gefur ekki upp aldur, en hans helztu áhugamál eru íþróttir, póstkorta- söfnun og ferðalög: V. B. Gamini Ratnayake, Dedunupitiya, (Via) — Kandy Sri Lanka. Pólsk stúlka, 23 ára, segist eiga þá ósk heitasta að eignast pennavini úr öllum heimshornum, hefur áhuga á tungumálum og talar ensku, rússnesku, spænsku og svolítið í frönsku, að eigin sögn, en bréf sitt ritar hún á mjög góðri ensku. Áhugamálin eru þó mörg og margvísleg: Anna Kremky, W. Okopowa 29 B m 4 01-059 Warsaw, Poland. Grund i Eyjafirði, sögufrægur staður og talin ein besta jörð á íslandi. í sumar hafa staðið yfir lagfæringar á kirkjunni á Grund, eins og sést á þessari mynd, sem nýlega var tekin nyrðra. Kirkjan er byggð skömmu eftir aldamót, og hefur oft verið talin ein fallegasta kirkja á landinu. Ilún er bændakirkja, i eigu ábúendanna á Grund. Ljósm.: Anders iiansen Því meiri kröfur, sem þú gerir til utanhúsmálningar því meiri HRAUN, sendna akrýlplastmáln- ingin hefur allt það til að bera, sem krafist er af góðri utanhússmáln- ingu: Mikinn bindikraft, frábæra endingu — dæmierutilum meiraen 17ár. Þekur vel — hver umferð jafnast á við þrjár umferðir af venjulegri plastmálningu. Hefur fallega áferð — til bæði fín og gróf, og fæst í fjöl- breyttu litaúrvali. HRAUN stenst allan verðsamanburð. HRAUN litakortið tæst í öllum helstu máln- Ingarvöruverslunum landsins. málning’f I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.