Morgunblaðið - 23.08.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.08.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1981 23 Raoul Wallenberg bjargaði þúsundum Gyðinga úr klóm nas- ista. lögreglunnar, Abakumovs, frá því í júlí 1947: „Ég læt þig hér með vita, að fanginn Walenberg (sic), Svíar létu þar við sitja — nema hvað þeir sendu Rússum tvær formlegar fyrirspurnir 27. sept- ember og 17. nóvember 1956. 6. febrúar 1957 kom svo loksins yfirlýsing frá varautanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Andrei Gromyko: Já, Wallenberg hafði verið tekinn fangi í Moskvu. Eitt skjal hafði fundizt við leit í skjalasafni fangelsisins. Það var handskrifuð skýrsla yfirlæknisins í Ljubljanka-fangelsinu, A.L. Smoltsov, til ráðherra öryggis- sem þú þekkir, dó snögglega í klefa sínum nú í nótt, líklega eftir hjartaáfall." Af þessu, skrifaði Gromyko, má draga þá ályktun, að Wallenberg hafi látizt í júlí 1947. Fangelsisvist hans var sökum „glæpsamlegs framferðis Abakumovs. Þessi Ab- akumov hefur verið dæmdur til dauða og skotinn". Gromyko bætti við, að fyrir utan „rniða" Smolto- sovs væru engin gögn um Wallen- herg. Sovétríkin halda þessu fram enn í dag. Merkilegir hlutir gerðust 1961, fjórum árum seinna. Nanna Svarts, prófessor, minntist á Wallenberg-málið við L. Myasni- kov, prófessor, sem hún hafði þekkt í nokkur ár, á ferð í Moskvu. Myasnikov sagði henni ekki bara, að hann þekkti Wallenberg, held- ur væri hann sjúklingur hans og bauð henni að koma og hitta hann. Svarts sagði honum, að hún þyrfti að fá leyfi sænska sendiherrans, sem hún og gerði. Þegar hún kom aftur til Myasnikov, dró hann ekki bara boð sitt til baka, heldur neitaði að tala frekar um Wallen- berg við hana. Þessi sönnunar- gögn gáfu Erlander, forsætisráð- herra, tilefni til að skrifa Krúsjeff bréf. Hann bað um leyfi til að senda sænskan lækni til Moskvu til að undirbúa Wallenberg fyrir flutninga heim. Krúsjeff varð æf- ur og Myasnikov lenti í vandræð- um. Svarts hitti Myasnikov þrisvar sinnum, áður en hún lézt 1965, en hann fullyrti í öll skiptin, að hún hefði misskiiið hann, vegna þess að hann talaði ekki nógu góða þýzku (í rauninni talaði hann hana mjög vel). Hann þekkti ekki Wallenberg og hefði aldrei heyrt neitt um hann. Mikið magn upplýsinga barst til Svíþjóðar næstu 10 árin frá fólki, sem hafði setið í sovézkum fang- elsum. Hluta þessara upplýsinga má flokka undir slúður. En í desember 1978 afhenti Pólverjinn Abraham Kalinski, sem nú býr í Israel, sænska sendiráðinu í Tel Aviv nákvæma frásögn af dvöl Wallenbergs í þremur sovézkum fangelsum á sjötta áratugnum. Hann hafði sjálfur séð Wallen- berg í fangelsisgarðinum í Vladi- mir. Rússneski Gyðingurinn Jan Kaplan sagði 1975, að hann hefði hitt Wallenberg í Butyrka-fang- elsinu. Wallenberg virtist við góða heilsu og sagði honum, að hann hefði verið í fangelsi í 30 ár. Sænska ríkisstjórnin bað Moskvu í fyrsta skipti í 14 ár að kanna að nýju afdrif Wallenbergs, eftir að hún heyrði frásögn Kaplans. Svar- ið var þetta venjulega: Wallenberg lézt árið 1947. Sænska utanríkisráðuneytið veit, að Kaplan tókst að senda upplýsingarnar um Wallenberg til ýmissa kunningja sinna á Vestur: löndum. Frú Kaplan staðfesti það ekki aðeins í bréfi til dóttur sinnar, sem býr í ísrael, heldur skrifaði, að öryggislögreglan hefði tekið mann sinn og sagt sér, að hún myndi aldrei sjá hann fram- ar, af því að hann væri viðriðinn „and-sovézkar aðgerðir" og áttu þá við uppljóstranir hans um Wallenberg. Og ailt í einu fengu allar þjóðir á Vesturlöndum áhuga á Raoul Wallenberg. Wallenberg-nefndir voru stofnaðar í nokkrum löndum. Þingmennirnir Greville Janner og Winston Churchill sitja í forsæti nefndarinnar í Bretlandi. Og í Bandaríkjunum eru það Frank Church, Claiborne Pell, Daniel Patrick Moynihan og Rudy Bosch- witz. Tom Lantos, ungverskur Gyðingur, sem Wallenberg bjarg- aði, situr nú í fulltrúadeild banda- ríska þingsins fyrir Kaliforníu. Fyrir hans atbeina hefur Wallen- berg verið gerður að heiðursborg- ara í Bandaríkjunum, en það gerir bandarísku stjórninni kleift að auka afskipti sín af málum hans. Fólk, sem hefur hitt Wallenberg eða haft eitthvert samband við hann í sovézkum fangelsum (fjöldi fangelsanna sést á kortinu), bar vitni við alþjóðlegar yfirheýrslur í Stokkhólmi í janúar. Nina Leg- ergren, hálfsystir Wallenbergs, fékk senda ávísun til Washington upp á 10.000 dollara í maí frá manni, sem Wallenberg bjargaði, og sérstök móttaka var haldin fyrir hana í Jeshiva-háskólanum í New York. Nú hefur Wallenberg verið tilnefndur Nóbelsverðlauna- hafi. Stóra spurningin, sem ómögu- legt virðist vera að fá svar við, er: Hvers vegna hafa Rússar enda- laust logið til um Raoul Wallen- berg í 36 ár? Hvers vegna neituðu þeir að láta hann lausan, eftir dauða Stalíns (og Abakumovs), eftir að Krúsjeff missti völdin eða þegar þeir gáfu öðrum sakar- uppgjöf? Starfsemi Wallenbergs í Ung- verjalandi, hrein hugsjónastefna hans, var þeim óskiljanleg og þeir grunuðu hann um njósnir fyrir Bandaríkin eða vinskap við naz- ista. En þeir hljóta að hafa áttað sig á því nú, að hann var hvorugt, að hann bjargaði lífi Gyðinga af hreinni manngæzku með aðstoð fjármuna, sem sænska ríkis- stjórnin vissi af og lagði blessun sína yfir. Þó halda Rússar fast við sína gömlu og margafsönnuðu sögu, að Raoul Wallenberg hafi dáið af hjartaslagi 1947. Gögn, sem komu í ljós við Wallenberg-yfirhöldin, bentu til, að hann hefði verið á lífi 1980. Skyldi hann enn hafa verið á lífi á 69. afmælisdaginn, 12. ágúst? Þýð. ab Fangelsiskeðjan síðan 1945 1945: Raoul Wallenberg handtekinn í Búdapest. Fluttur í Ljubljanka-fangelsið í Moskvu. Var í klefa með Gustav Richter, þýzkum lögreglufulltrúa í Búkarest. Fluttur í Lefortovo-fangelsið. Hafði samband við Claudio de Mohr með morsi á klefavegginn. 1946: Aftur í Ljubljanka. Yfirheyrður í fangelsinu í Odessa. 1946: Fluttur í Vladimir-fangelsið, sem er fyrir pólitíska afbrotamenn. Fluttur til Chalmer-Tu. Lézt í Ljubljanka, samkvæmt upplýsingum Andrei Gromykos, vara- utanríkisráðherra. 1948: í Ljubljanka samkvæmt upplýsingum Mosers hershöfðingja. 1949: Fluttur í Butyrka-fangelsið í Moskvu, þar sem Karl Karamer segist hafa verið í klefa með Wallenberg. 1949—1951: Aftur í Vladimir. 1951 — 1953: Butyrka. Vershine Uralsk, fangelsi fyrir pólitíska fanga. Vladimir, þar sem hann var í einangrun. 1954 — 1959: Fluttur í Alexandrovski, fangelsi fyrir pólitiska fanga. Abraham Kalinski, sem nú er í ísrael, segist hafa séð Wallenberg nokkrum sinnum í fangelsisgarðinum. 1962: Á Wrangel-eyju út af Síberíuströnd, samkvæmt upplýsingum rússneska Gyðingsins Haim Moshinskis. 1964 — 1977: í Butyrka. í Szadivovo, nærri Irktsk. í Vladimir. í Zabaikalie. Aftur í Butyrka, samkvæmt upplýsingum rússneska ríkisborgarans Jan Kaplans, sem var handtekinn fyrir að koma upplýsingum til dóttur sinnar í ísrael. 1978: Á sérstöku geðsjúkrahúsi í Blagoveskensk, nærri landamærum Kína, samkvæmt upplýsingum hóps rússneskra andófsmanna. 1979: í fangelsi nærri Moskvu. 1980: í fangelsi nærri Leningrad. Vitni fullyrðir, að það hafi hitt Wallenberg á fangelsissjúkrahúsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.