Morgunblaðið - 23.08.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.08.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1981 HOPPAÐ REITA í — Draumurinn var að búa til fyrstu norrænu víkingamyndina, en í mörg ár á eftir fékk ég grænar bólur í hvert sinn sem ég heyrði ísland nefnt á nafn. Upp- takan á Ráuðu skikkjunni á íslandi er það ægilegasta sem ég hef lent í. Þetta var hrein mar- tröð. Veðrið og tungumálið og allt annað vann á móti manni. Svo rauk kostnaður upp úr öllu valdi, vegna stjórnleysis og óreiðu. Niðurstaðan fyrir mig persónu- lega var gjaldþrot og gífurleg skuldasöfnun. Og ekki nóg með það, heldur voru eigur tengdaföð- ur míns veðsettar og ég riðaði á heljarþröm. Eina leiðin út úr þessu fyrir mig var að búa til myndir sem hægt væri að græða á. Þessar myndir byggðu á sam- förum og hálfklámi. Þá bjó ég m.a. til Leikfangið ljúfa, og aðrar kassamyndir sem rökuðu saman fé og ég losnaði úr skuldafeninu á nokkrum árum. Draumurinn um að gera fyrstu norrænu vík- ingamyndina, endaði sem sagt í algjörri martröð og ég var til- neyddur að framleiða kynóra- kómedíur. Nú reyni ég bara að gleyma þessu og vinn hjá franska sjónvarpinu og er að undirbúa kvikmynd um Sören Kirkegárd, þann stórmerka heimspeking. Gabriel Axel lýkur tölunni með nokkrum tilvitnunum í heimspek- inginn og snýr sér síðan að hinum gestunum. Við sitjum á veitinga- stað í hjarta Parísar, ásamt listmálaranum Erró, nokkrum kvikmyndagerðarmönnum og umboðsmönnum fyrir málara. Ég var á leið til Cannes og stoppaði í París í nokkrar nætur til að skoða mig um og heilsa upp á vini og kunningja. Erró hafði útvegað mér þægilegt hótel í miðju Lat- ínuhverfinu. Um kvöldið slóst ég í för með honum að hitta danskan málverkakaupmann, og viti menn, í fylgd með Dananum er þá Gabriel Axel, maðurinn sem leikstýrði Rauðu skikkjunni, einni dýrustu mynd sem gerð hefur verið á Norðurlöndum. Sjálfur hafði ég orðið fyrir þeirri reynslu að vinna sem aðstoðar- maður við smíðar á leiktjöldum fyrir Skikkjuna norður í Þingeyj- arsýslu. Ég var þá 16 ára og hafði aldrei komið nálægt kvikmynd áður. Vinna mín við myndina endaði með ósköpum, ég var settur í að blanda saman efnum sem breyttust í froðuplast þegar þeim var hrært saman. Froðu- plastið hafði þá náttúru að það blés út og hundraðfaldaðist um leið og efnabreytingin hófst. Síð- an storknaði efnið og varð seigt sem strokleður. Úr þessu efni átti ég að steypa eftirlíkingar af trjábolum sem byggja átti úr skíðgarð kringum konungshöll- ina. Einn daginn þurfti ég að erinda eitthvað eða að ég gleymdi mér og í stað þess að hella saman þrem dropum af hvoru efni fyrir sig, rann saman innihaldið úr tveim 8 lítra fötum og afleiðingin var sú að bílskúrinn þar sem ég vann að trjábolagerðinni fylltist af froðuplasti. Svo mikil var þrýstingurinn á plastinu að ógerningur var að opna hurðina á skúrnum, þegar ég sneri aftur, og rúða á hliðinni sprakk úr og plastið spýttist út. Það þurfti þrjá menn með stunguskóflur til að stinga leið gegnum plastið inn í skúrinn, svo hægt væri að stoppa efnabreytinguna. — Engin furða þó að Gabriel Axel hafi Vinnustofa Errós i hjarta Parísar. Myndin er tekin þegar framkvæmdum við vinnustofuna var að ljúka. engan áhuga. Það mun ábyggi- lega verða sagnfræðingum fram- tíðarinnar furðuleg gáta hvers vegna Listasafn Islands gerði ekkert til að eignast myndir eftir Erró, þegar Listahátíð efndi til yfirlitssýningar á verkum Errós vorið 1978, og hefur aldrei sýnt list hans minnsta sóma. Þetta sannar aðeins að steinrunnar stofnanir verða aldrei til að fleyta listinni áfram. Þær verða alltaf áratugum á eftir. En sleppum þessum útúrdúr. Eftir að hafa skoðað klippi- myndasýninguna röltum við yfir á Pompídú-safnið. Þar eru uppi hugmyndir um að halda sýningar á ákveðnum tímaskeiðum, ekki aðeins með málverkum heldur einnig með ljósmyndum, kvik- myndum, tónlist, tízku í fatnaði og samkvæmislífi. Valinn er ákveðinn tími, t.d. árin á milli heimsstyrjaldanna, og safnið lagt undir þann tíma. En í dag er Erró aðallega að kenna mér á safnið svo ég geti rölt þangað sjálfur síðar og notið þess sem er á boðstólum. Úti á götunum ilmar sumarið. Rofaglæta. Og litirnir ganga úr viðjunum. Stundum er eins og maður ætli að takast á loft, laus frá hráslaganum og síðasta lagi fyrir fréttir. Undir kvöldið lítum við inn á vinnustofu málarans. Erró er nýfluttur og varla búinn að koma sér fyrir á nýja staðnum. Vinnu- stofan er á stærð við stóran leikfimisal. Hátt til lofts og þakið úr gleri og hægt að stjórna birtunni með segli utan á. Og hann sýnir mér nýjustu mál- verkin, voldugri og kraftmeiri en áður, svo liggur við að litir og form ryðjist út úr rammanum. Hver einasta mynd knýr augað og hugsunina til afstöðu og inntak þeirra höfðar beint til þess tíma sem maður lifir á. Yrkisefnin og aðferðin kemur mér við af því hún er hluti af þeim heimi sem ég lifi í en ekki steingelt gauf sem er oft verra en kaupfélagsveggfóður. Málverkin eru svo sterk að ég geng um eins og ölvaður á leiðinni heim og hugsa: Eiga þau örlög eftir að bíða Islendinga að ekkert þessara málverka komi heim? Hvenær ætlum við að þekkja okkar vitjunartíma. DEN R0DE KAPPE „Draumurinn var að búa til fyrstu norrænu víkingamyndina.“ fundist vinnan við Rauðu skikkj- una martröð! Það er ekkert sem minnir mann jafn óþyrmilega á tímans langa Ijá og fólk sem maður hittir aftur eftir langar fjarvistir. Gabriel Axel sem var eins og graðfoli með reigðan makka þeg- ar ég sá hann síðast inn við Hljóðukletta fyrir norðan minnti nú meir á ráðsettan smábarna- kennara. Hárið grásprengt og rökræðan alltaf frá A til B. Hann brosti dauflega þegar ég rifjaði upp söguna um froðuplastið og sagði: Plastið var bara smámunir hjá öllu hinu. Seinna um kvöldið kveðjum við Danina og ég rölti með Erró inn á einn þekktasta næturklúbb Par- ísar, Kastalann. Hópur fólks hangir við dyrnar, en Erró er innvígður og við röltum inn. — Mér datt í hug að þú hefðir gaman af að kíkja hérna inn, segir Erró og brosir út í annað: Hér kemur fólk eins og Karólína prinsessa, Polansky og þeir úr Bítlunum, þegar þeir eru í París. Auk þess sem staðurinn er mikið sóttur af þekktum listamönnum. Klúbburinn er á stærð við Óðal og mjög skemmtilega innréttað- ur, eða eins og frönsk smekkvísi gerist bezt. íburður, sem er þó ekki ofhlaðinn, og litir og húsbúnaður haldast í hendur í stað þess að berjast innbyrðis. Hvers vegna geta íslendingar ekki búið til svona innréttingar? Það eru gestirnir sem gera Kast- alann eftirsóttan stað öðru frem- ur. Komi heimsþekkt persóna til Parísar, er líklegt að hún skjóti upp kollinum þar. Þeir sem eru innvígðir eru allir á reikningi og borga fremur lágt verð fyrir veitingar, en panti utanaðkom- andi bjór á barnum, kostar hann 100 franka. Og upphæð sem þessa borga menn glaðir til að fá að vera meðal stjarnanna. Daginn eftir lítum við inn á klippimyndasýningu eftir Erró í sýningarsal í hjarta Latínuhverf- isins. Sýningin hefur fengið framúrskarandi dóma og svo til allar myndirnar eru seldar. Ég spyr hvort við megum eiga von á sýningu eftir hann heima, en hann segir aðeins „að sig hafi lengi langað til að koma með nokkur málverk heim og skilja þau þar eftir, en gallinn sé bara sá að hann eigi engin málverk á lausu. Allt sé selt og sumt fram í tímann. En vonandi verður af þessu". Mér varð á að hugsa, hversu alvarlegt það er, að varla eru til nokkur málverk eftir Erró á Islandi frá seinni árum. Myndir þessa einstaka málara dreifast út um allan heim, og virðist Lista- safn íslands eitt um að sýna þeim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.