Morgunblaðið - 23.08.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.08.1981, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1981 IWurgmi Útgefandi nMnfeife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Fyrir réttu ári snerust umræðurnar um fram- tíð Atlantshafsflugs Flug- leiða um það, hvort félagið vildi fara að þeim tilmæl- um Steingríms Her- mannssonar samgönguráð- herra og stjórnvalda í Luxemborg að halda þessu flugi áfram í eitt ár gegn opinberum fjárhagsstuðn- ingi frá Islandi og Luxem- borg. Félagið varð við þess- um tilmælum, sem síðar voru bundin fleiri skilyrð- um. Eitt skilyrðið var til dæmis, að íslenska ríkið fengi tvo menn í stjórn fyrirtækisins. Þá lögðu ráð- herrar áherslu á, að félagið ætti ekki að greiða tapið af svonefndu áhættuflugi þ.e. flugi með útlendinga milli Evrópu og Bandaríkjanna með hagnaði af svonefndu grundvallarflugi þ.e. flugi milli íslands og annarra landa og innanlands. í júlí síðastliðnum kom samgönguráðherra Luxem- borgar hingað til lands og ræddi við Steingrím Her- mannsson samgöngu- ráðherra. Fyrir þær við- ræður sagði Steingrímur Hermannsson hér í Morg- unblaðinu: „Ég mun standa við þá tillögu mína frá s.l. ári að styrkja áfram rekst- ur Flugleiða á Norður- Atlantshafinu en tillagan var lögð fram á s.l. ári.“ í viðræðunum við Luxem- borgara kom fram, að þeir töldu hag ríkissjóðs í landi sínu tæplega leyfa jafn mikla aðstoð við Flugleiðir og á síðasta ári. Þrátt fyrir þessar upplýsingar sam- þykkti ríkisstjórn íslands á fundi sínum 16. júlí síðast- liðinn að veita Flugleiðum áfram styrk til Norður- Atlantshafsflugsins á sama grundvelli og 1981, áður en sú samþykkt var gerð sagð- ist Steingrímur Her- mannsson mundu gera það að tillögu sinni, að styrkur- inn næmi aftur 3 milljón- um dollara. Það rættist síðan, sem fram hafði kom- ið í viðræðunum við Luxemborgara, að þeir yrðu að draga saman seglin og ríkisstjórnin þar hét því að veita Flugleiðum milljón dollara styrk. Hefst nú nýr þáttur í yfirlýsingum ráðherra um málefni Flugleiða og fjár- hagsafkomu félagsins. Steingrímur Hermannsson virðist telja sig lausan allra mála eftir að hafa fengið tillögu sína um 3 milljón dollara styrkinn afgreidda og til máls tekur Ragnar Arnalds fjármálaráðherra. Fjargviðrast Ragnar Arn- alds meðal annars yfir því, að í leiðurum Morgunblaðs- ins sé því slegið föstu, að skattgreiðendur ættu að greiða mismuninn á halla- rekstri Flugleiða og ríkið að fallast á að greiða þetta fé! Erfitt er að átta sig á þessum orðum ráðherrans, því að hér á þessum stað hefur ekki annað verið gert en minna ráðherra á þeirra eigin orð um málefni og framtíð Flugleiða. Er það svo sannarlega einkenni- legt hlutskipti fyrir Morg- unblaðið að verða einskon- ar Albanía í stórveldastríði þeirra Steingríms Her- mannssonar og Ragnars Arnalds um þetta mál, sem Steingrímur hlýtur að telja afgreitt með ríkisstjórnar- samþykkt og Ragnar sýnist ekki skilja. Til marks um fákunnáttu fjármálaráð- herra má vitna til þessara orða hans: „Það er því alrangt sem haldið hefur verið fram að Norður- Atlantshafsflugið standi og falli með þessari væntan- legu fyrirgreiðslu ríkisins." Ráðherrar hafa undir höndum skýrslu frá Flug- leiðum, þar sem fram kem- ur, að tapið á flugi yfir Norður-Atlantshafið er áætlað nær 5,4 milljónir dollara á næstu 12 mánuð- um frá október 1981 til október 1982. Skýrsla þessi er samin samkvæmt ósk ráðherranna sjálfra um mun á „grundvallarflugi" og „áhættuflugi", en svo virðist sem fjármálaráð- herra og jafnvel einnig samgönguráðherra vilji ekki lengur, að markalína sé dregin þarna á milli. Þessi rekstaráætlun er gerð af stjórn Flugleiða eftir að ráðherrarnir hafa fengið fullnægt því skilyrði sínu að geta skipað tvo menn í stjórnina. Flugleiðir hafa orðið að ganga í gegnum margan vanda á liðnum árum. Starfsmönnum hefur verið sagt upp og á síðasta ári var stórfelldum uppsögnum bægt frá með því að halda Atlantshafsfluginu áfram. Eftir áralangar deilur sýn- ist hafa náðst samkomulag milli flugmanna innbyrðis og við stjórn félagsins. Að ýmsu leyti sýnist vera að rofa til á flugleiðinni yfir Norður-Atlantshaf eftir þá hörðu samkeppni, sem þar hefur ,erið háð. Þá spurn- ingu ber hæst nú þegar litið er á framtíð félagsins, hvort ráðherrum í ríkis- stjórn íslands takist með hringlandahætti og rugl- anda að koma í veg fyrir skynsamlega áætlanagerð um framtíðarreksturinn. Eru ráðherrar með eða á móti Flugleiðum? Þessi spurning kann að hljóma undarlega, hún er þó tíma- bær, þegar litið er yfir atburði síðustu vikna. Og enn má spyrja: Til hvers var ríkisstjórn Islands að samþykkja 3 milljón doll- ara styrkveitingu til Flug- leiða 16. júlí síðastliðinn, ef ákvörðunin um styrkinn var raunverulega í höndum ríkisstjórnar Luxemborg- ar? Eru ráðherrar með eða á móti Flugleiðum? f Reykjavíkurbréf »♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 22. ágúst „Umræðana aðalatrióið Rækilega hefur tekist að vekja menn tii umhutísunar í húsnæð- ismálum. Þess er því miður þó ekki að vænta, að til nokkurra úrbóta verði gripið af hálfu stjórnvalda, hvorki í Reykjavík né á landsvísu. í félagsmálaráðuneyt- inu trónar Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins. í Reykjavík hafa alþýðubanda- lat{smenn tögl og hagldir innan meirihluta borgarstjórnar. Menn ættu nú að vera farnir að kynnast því, að í hugum Alþýðubandalags- manna er „umræðan" aðalatriðið, hitt skiptir þá engu, hvernig framkvæmdinni er háttað. Hús- næðiseklan mun halda áfram að aukast, þar til skipt verður um forystu í húsnæðismálum innan ríkisstjórnarinnar og um meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur. „Umræðan" um vandamál leigj- enda hefur svo sannarlega verið mikil á síðum Þjóðviljans og þar hefur þeim oftar en einu sinni verið hampað, sem taidir eru oddvitar leigjenda. En hvað hefur leitt af öllu málæðinu? Jú, í ráðherratíð Magnúsar H. Magn- ússonar varaformanns Alþýðu- flokksins voru sett ný húsaleigu- lög, og hafa alþýðubandalagsmenn þóst höfundar þeirra að miklu ef ekki öllu leyti. Það er dæmigert um áhrif þessara laga, að nú í vikunni skrifar Jón Ásgeir Sig- urðsson, sem oft tekur til máls í „umræðum" vinstrisinna, grein í Dagblaðið undir yfirskriftinni: Húsaleigulögin hafa ekki valdið ástandinu á leigumarkaðinum. Frekari vitnisburð um skaðleg áhrif þessara laga þarf ekki! Líklega vantar einhlíta skil- greiningu á hugtakinu „umræða", en æ fleiri nota þessa eintölu- mynd, þegar þeim er kappsmál að gera málflutning sinn ábúðarmik- inn. Hugtakið „umræða" hlýtur að hafa sérstaka merkingu í hugum vinstrisinna og róttæklinga, þeim sem utan raða þeirra standa þykir „umræðan" oft líkjast deilum um keisarans skegg eða tilraun til að ræða um alvarleg málefni eins fjarri skynsamlegum forsendum og kostur er. Raunar má einnig færa rök að því með hliðsjón af stjórnmálastarfi Alþýðubanda- lagsins, að þau mál, sem „um- ræða“ hefst um séu vandamál án flokkslegrar lausnar og því sé leitast við að þæfa þau og flækja eins og frekast er kostur. „Friðar- umræðan“ Þegar litið er á þau málefni, sem róttæklingar hafa efnt til „umræðu" um á síðustu árum, er svo sannarlega af mörgu að taka fyrir utan húsnæðismálin og vandamál leigjenda. Hvað er til dæmis orðið um farandverka- menn? Hvað veldur því, að „um- ræða“ Þjóðviljans um jafnréttis- mál breytist í karp um fjar- læg mál? Almennir borgarar í þjóðfélaginu yppta jafnan öxlum, þegar þeir finna smjörþefinn af „umræðu" róttæklinganna og sem betur íer er sjaldan ástæða til annars. Það er eitthvað bogið við það þjóðfélag eða þann stjórn- málaflokk, sem stjórnast af slíkri „umræðu" — hún á rétt á sér meðal áhugafólks, en síðan ekki söguna meir. Því miður er ekki unnt að segja þetta um öll „umræðu“-efni vinstrisinna. Á stundum er nauð- synlegt að andæfa í von um, að unnt sé að leiða þeim fyrir sjónir, hve hættulegan stíg þeir feta. Þetta er ekki síst nauðsynlegt, þegar svonefnd „friðarumræða" er annars vegar, en það orð nota róttæklingar um baráttu sína fyrir andvaraleysi lýðræðisríkj- anna í öryggismálum. Hér á landi hafa ýmis öfl innan raða Alþýðu- bandalagsins reynt að tengja „baráttu" flokksins fyrir úrsögn Islands úr Atlantshafsbandalag- inu og brottför varnarliðsins við „friðarhreyfingu" í Vestur- Evrópu. Heldur hefur gengið illa að koma á þessum tengslum, því að „friðarhreyfingin" er ekki endi- lega á móti Átlantshafsbandalag- inu eða viðbúnaði til varna heldur vill hún ekki að varnir Vestur- Evrópu verði styrktar með nýju kjarnorkueldflaugakerfi, sem tek- in var ákvörðun um af utanríkis- ráðherrum Atlantshafsbandalags- ins í desember 1979. Engum hefur dottið í hug, að slíkum eldflaugum verði komið fyrir hér á landi. Hrædslan og sprengjan Bilið milli mannskepnunnar og annarra dýrategunda minnkar mjög, þegar hræðsla steðjar að manninum. Viðbrögðum hans get- ur þá svipað mjög til viðbragða annarra dýra, hann getur gefist upp, gripið til harkalegra gagnað; gerða eða brugðist við af slægð. í breska vikuritinu Economist var nýlega fjallað um andófshreyfing- una gegn kjarnorkuvopnum og hún borin saman nú og fyrir um 20 árum. Þar sagði: „Áður fyrr — fyrst á sjötta og síðan sjöunda áratugnum — fjölg- aði kjarnorkuvopnaandstæðingum um nokkurt skeið en svo fækkaði þeim aftur, þegar fólki hafði gefist tóm til að íhuga málið fordóma- laust. Nánari umhugsun leiddi sem sé til þess, að menn höfnuðu hugmyndinni um að hafna sprengjunni. Nú eru fordómarnir hins vegar meiri, vegna þess að fólk er hræddara en áður. Það er hræddara af því að hernaðarmátt- ur Sovétríkjanna hefur aukist á síðustu árum og ráðamenn þar sýnast reiðubúnir til að beita þessu aukna afli til að fá því framgengt, sem þeir vilja í veröld- inni: stríðshættan sýnist hafa aukist. Hræðslan er skiljanleg, en hún er léleg ástæða fyrir ákvörðun um að snúast gegn kjarnorkuvopnum. Séu rökin gegn því að kasta kjarnorkuvopnum fyrir róða þau, að einmitt í krafti þeirra sé annað hvort unnt að koma í veg fyrir styrjöld við Sovétríkin eða að menn gefist upp fyrir kröfum Sovétmanna, þá veikir ekki auk- inn hernaðarmáttur Sovétríkj- anna málstað þeirra, sem vilja kjarnorkuvarnir, þvert á móti styrkist hann. Það er orðið tímabært fyrir þá, sem viðurkenna þessa staðreynd, að halda málstað sínum á loft af jafn miklum ákafa og andstæð- ingar þeirra. Ákafinn ætti þó fremur að einkennast af viðleitni til að skýra málin en tiifinninga- ofsa. Auðvitað hljóta tilfinningar eins og andstyggð á því, hvernig m Frá Gjögri, Strandasýslu. aðrir gætu orðið úti í kjarnorku- styrjöld, og hræðsla um eigin hag, að hafa mikil áhrif á skoðanir manna en þær hvetja þá ekki endilega til að hugsa skýrt og rökrétt. Það verður að meta mál- stað kjarnorkuandstæðinga með þeirri ósköp hversdagslegu mæli- stiku, sem við köllum almenna skynsemi. Sé almennri skynsemi beitt, kemur í ljós, að rök þeirra, sem vilja kasta kjarnorkuvopnum fyrir róða, fá engan veginn stað- ist.“ Almenn skynsemi Economist tekur síðan til við að skýra viðhorfin til kjarnorku- vopna út frá aimennum skyn- semissjónarmiðum. Sú röksemdarfærsla byggir á þeirri MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1981 17 Reykjavík 195 ára Eftir Birgi ísl. Gunnarsson Þessa viku hafa Reykvíkingar minnst 195 ára afmælis borgar- innar. Reykjavík hefur skartað sínu fegursta, gróður er í há- marki og litadýrð í mannlífinu. Þessa vikuna hefur margt verið gert til að minna á starfsemi borgarinnar. Borgarfyrirtæki hafa verið kynnt, minnt hefur verið á hina fjölþættu menningu, sem hér þrífst og viðurkenning veitt þeim, sem fram úr hafa skarað í að skapa hér fegurra umhverfi. Allt hefur þetta tekist með ágætum, enda um margt að velja þegar kynna á Reykjavík. Undraverður hraði Á undanförnum áratugum hefur Reykjavík vaxið með undraverðum hraða. Stundum hefur hún verið eins og ungling- ur á gelgjuskeiði. Hin öra upp- bygging hefur gert það að verk- um að borgin hefur vaxið fram úr sjálfri sér að sumu leyti. Ekki hefur ávallt reynst unnt að fylgja nýjum hverfum eftir með alla þá þjónustu, sem nauðsyn- leg er í fullbyggðum borgar- hverfum, þó að margt hafi verið gert í þeim efnum. Reykjavík er falleg borg. Sundin og eyjarnar úti fyrir og fjallahringurinn skapa henni fagra umgjörð. I meginatriðum hefur skipulag borgarinnar fall- ið vel að þessari umgjörð. í Reykjavík hefur ekki verið lögð áhersla á háhýsi eins og í mörgum öðrum borgum, sem byggst hafa ört upp á sama tíma og Reykjavík. Lág og dreifð byggð er megineinkenni Reykja- víkur og það svo að mörgum finnst nóg um, hve langt borgin teygir sig. Sjálfum finnst mér það kostur, það gerir að vísu fjarlægðir meiri milli borgar- hluta, en á hinn bóginn gera hin óbyggðu svæði milli borgar- hverfanna það mögulegt að stunda fjölþætt útilíf við nátt- úrulegar aðstæður. Ný skipulagsstefna Nýir valdhafar í Reykjavík vilja hafna þessari stefnu í uppbyggingu þorgarinnar. Alla óbyggða reiti skal skipuleggja í þaula. Ekkert má látið ósnert innan núverandi byggðahverfa eftirkomendum til ráðstöfunar. Fer því þó fjarri að við, sem nú lifum okkar besta skeið, getum séð allar þarfir framtíðarinnar fyrir. Það er mikill hroki að telja sig þess umkominn að geta ráðstafað nú strax öllu landi innan núverandi byggðarmarka. Enginn stjórnmálaflokkur hefur haft meiri áhrif á þróun Reykjavíkur en Sjálfstæðis- flokkurinn. í áratugi hafði flokk- urinn meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og undir forystu flokksins óx Reykjavík úr þorpi í bæ og síðan i nútímaborg. Það er engin tilviljun að Reykjavík er öflugasta byggðarlag landsins. Grundvallarstefna Sjálfstæðis- flokksins um athafnafrelsi og séreignarétt hefur notið sín hér í Reykjavík í ríkari mæli en ann- ars staðar á landinu. Mistök Nú hefur að vísu orðið breyt- ing á. Vinstri flokkarnir náðu meirihluta fyrir rúmlega þrem- ur árum og það verður að segja að stjórn þeirra einkennist af mistökum á mistök ofan. Skipu- lagsmál, lóðamál, húsnæðismál, umhverfismál — allir þessir málaflokkar og margir fleiri bera einkenni ráðleysis og stjórnleysis. Hver höndin upp á móti annarri og alla nauðsyn- lega festu skortir. Ekki bætir úr skák að á vettvangi ríkisstjórn- arinnar hafa alþýðubandalags- menn tögl og hagldir í ýmsum mikilvægum málaflokkum, þar sem sveitarfélögin koma mjög við sögu. Reykvíkingar munu breyta til Tökum t.d. húsnæðismálin. Þar hjálpast allt til að draga úr byggingarstarfsemi í borginni. Skipulagsfrömuðir Alþýðu- bandalagsins í borgarstjórn þreytast aldrei á því að prédika að í raun hafi allt of mikið verið byggt í Reykjavík. Því sé óhætt að draga verulega úr lóðaúthlut- unum. Allar aðgerðir í skipu- lagsmálum grundvallast á þessu. Nýjar úthlutunarrreglur vinstri meirihlutans í borgarstjórn draga mjög úr möguleikum ungs fólks til að fá lóðir. Sameiginleg stefna borgarstjórnarmeirihlut- ans og Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn er að beina því fjár- magni, sem til ráðstöfunar er, í sem allra ríkustum mæli í svo- nefndar „félagslegar fram- kvæmdir", m.ö.o. einstaklingarn- ir, sem vilja byggja yfir sig og leggja t.d. fram eigin vinnu, eru látnir sitja á hakanum í lána- málunum. Stefna Sjálfstæðisflokksins er mjög andstæð þessu. Við viljum að sem flestar fjölskyldur geti eignast eigin íbúð og því eigi að miða allar aðgerðir í skipulags- og lóðamálum, lánamálum, skattamálum og húsnæðismál- um almennt við þetta markmið. Sú stefna hefur örvað til dáða í „Þótt Reykjavík hafi verið fallejí og fjör- leg þessa afmælis- daga er hætt við að í hugum margra borg- arbúa hafi skuggi vinstra ráðleysis hvílt yfir þessum há- tíðisdögum. Við því er hins vegar aðeins eitt andsvar. Eftir níu mánuði verður kosin ^ ný borgar- stjórn. í hönd fer því hörð kosningabar- átta, þar sem sjálf- stæðismenn munu taka höndum saman við Reykvíkinga um að hrinda vinstra ráðleysinu af sér.“ húsnæðismálum, en nú er leitast við að drepa allt í dróma félags- legs skipulags. Afleiðingarnar láta heldur ekki á sér standa. Nú er húsnæðisskortur að halda innreið sína í Reykjavík í ríkari mæli en áður. Þótt Reykjavík hafi verið fal- leg og fjörleg þessa afmælis- daga, er hætt við að í hugum margra borgarbúa hafi skuggi vinstra ráðleysis hvílt yfir þess- um hátíðisdögum. Við því er hins vegar aðeins eitt andsvar. Eftir níu mánuði verður kosin ný borgarstjórn. I hönd fer því hörð kosningabarátta, þar sem sjálf- stæðismenn munu taka höndum saman við Reykvíkinga um að hrinda vinstra ráðleysinu af sér. forsendu, að það sé ekki almenn skynsemi að trúa því, að unnt sé að hverfa aftur til þess tíma, þegar engin kjarnorkuvopn voru til. Þessi vopn verði ekki „disin- vented", svo að notað sé enska orðið, sem er andstæða íslensku sagnarinnar að finna upp — kjarnorkuvopn verði sem sé ekki þurrkuð út. Mannkynið verði að búa með vígtólinu, sem var sprengt 1945 og hafa stjórn á því eftir bestu getu, en því verði ekki rutt úr vegi með óskhyggju. Þá segir blaðið: „Ein helsta bábilja kjarnorkuvopnaandstæðinga er sú hugmynd, aó líklegast verði kjarn- orkuvopnum aðeins beitt gegn stöðum, þar sem kjarnorkuvopn eru fyrir. Kjarnorkusprengju hef- ur aðeins verið kastað á eitt land — á Japan 1945 — sú áras, sýnir, að þessi hugmynd stenst ekki.“ Og enn segir Economist: I.jósm.: Snorri Snorrason. „Helsta ástæðan fyrir því, að friður hefur ríkt í Evrópu síðast- liðin 36 ár er líklega sú, að Sovétmenn hafa talið of mikla áhættu því samfara að beita Vestur-Evrópu hernaðarlegum þrýstingi. Afsalaði Vestur-Evrópa sér kjarnorkuvopnum, myndi áhættan fyrir Sovétmenn minnka mikið. Sovétmenn kynnu af mörg- um ástæðum að vilja þrengja að Vestur-Evrópu ... Ef til vill myndu þeir ekki leggja Vestur- Evrópu undir sig. Þeir kynnu aðeins að vilja að þjóðir álfunnar sýndu hlýðni og undirgefni án þess að vera hernumdar. Tækist Sovétmönnum að koma á kjarnorkuvopnaeinokun í Evr- ópu samhliða yfirburðum sínum í venjulegum herafla í álfunni — og jafnframt að halda Bandaríkja- mönnum í hæfilegri fjarlægð með því að ráða yfir fleiri langdrægum eldflaugum en þeir — má segja, að vonir þeirra um óttafulla hlýðni í Vestur-Evrópu gætu auðveldlega ræst. Sovétmenn þyrftu líklega ekki að beita yfirburða-hernað- armætti. Hótunin ein myndi duga. Og ekkert í sögu Sovétríkjanna bendir til þess, að ráðamenn þeirra myndu hika við að hóta með valdbeitingu, ef þeir teldu hótunina hafa áhrif." I þessu tilliti kemst Economist að sömu niðurstöðu og flestir þeir áhrifamenn á Vesturlöndum, sem gjörkunnugastir eru varnarmál- um og viðhorfi Sovétmanna. Má þar til dæmis nefna Bernard Rogers yfirmann Evrópuher- stjórnar Atlantshafsbandalagsins. Kom þetta sjónarmið meðal ann- ars fram í viðtali við hann, sem birtist hér í blaðinu fyrir nokkrum vikum. Viðbrögð Þjóðviljans voru þá svo sannarlega athyglisverð, því að skriffinnarnir þar þóttust yfir sig hneykslaðir — að nokkr- um manni skyldi detta í hug að hugsa svo illt um Sovétríkin! Trúin á Sovétríkin Þjóðviljinn trúir ekki á „rússa- grýluna“ eins og margsinnis hefur komið fram (þótt hann hins vegar upp á síðkastið hafi endurspeglað kjarnorkuhótanir Belskis ofursta og annarra útsendara Kremlverja í garð íslands og Norðurland- anna). Um trú kjarnorkuvopna- andstæðinga á Kremlverja segir Economist: „Málstaður kjarnorku- vopnaandstæðinga stendur því og fellur með síöasta og veikasta þættinum í röksemdafærslu þeirra. Það er að segja fullyrðing- unni um að Sovétmenn muni kasta kjarnorkuvopnum sínum fyrir róða taki Vesturlönd til við að eyðileggja sín kjarnorkuvopn. Það virðist ekki einu sinni flugufótur fyrir því, að þetta kunni að gerast. Sovéska ríkis- stjórnin gerir sér grein fyrir því valdi, sem kjarnorkuvopnin veita. Hún hefur varið til þeirra gífur- legum fjármunum á nokkrum undanförnum árum. Hershöfð- ingjar hennar vilja hafa vopnin, og sovéska ríkisstjórnin bregst ekki hershöfðingjunum sínum. Það eru engir, sem efna til mót- mælagangna gegn kjarnorkuvopn- um í Sovétríkjunum, enginn lýsir áhyggjum sínum yfir þeim í les- endabréfi til Prövdu, það eru engin kirkjuráð að kvabba í Brez- hnev og biðja hann um að skipta um skoðun. Höfnuðu íbúar Vest- ur-Evrópu kjarnorkuvopnum myndu Sovétmenn líklega láta sér nægja að lýsa þakklæti sínu með vandræðalegu brosi. Hinir heiðar- legri í hópi kjarnorkuvopnaand- stæðinga í Vestur-Evrópu eru byrjaðir að átta sig á þessu. Þess vegna komast þeir nú svo að orði að „ef Sovétmenn tækju ekki til við að afvopnast eins og við á Vesturlöndum, yrðum við að endurskoða afstöðu okkar". Þá væri hins vegar of seint að endurskoða afstöðu sína. Þegar á heildina er litið má því segja, að fyrir liggi skotheld rök gegn því að kjarnorkuvopnum sé úthýst, hvort sem litið er á Vesturlönd í heild, Vestur-Evrópu eða Bretland eitt. Rökin eru auð- vitað ekki alveg skotheld. Eftir stendur sú fullyrðing, að þessi vopn séu svo hroðaleg, að aðeins hótunin um að beita þeim geri gagnaðilinn það — jafnvel í þeirri rökstuddu trú að hótunin muni leiða til þess að hvorugur aðilinn grípi til vopnanna — sé siðferði- lega óþolandi. Þar með er komið að sjónarmið- um þeirra, sem trúa á stóradóm. Þau verður að virða, því að í þeim er þó að finna heila rökfræðilega brú, svo að þeir komast á leiðar- enda. Átrúnaðarmenn stóradóms verður þó að spyrja, hvort þeir séu til þess búnir að fara á leiðarenda og halda síðan þar kyrru fyrir. Kjarnorkuvopnayfirburðirnir, sem þeir eru reiðubúnir að færa Sovétríkjunum á silfurbakka, fela í sér, að fyrr en seinna verður að fara að vilja Sovétmanna. Þeir, sem trúa ekki á stóradóm, vilja komast hjá þessu með þvi að viðhalda jafnvægi í kjarnorku- vopnum. Við nánari íhugun sjá menn, að líklega muni jafnvægi tryggja kjarnorkufrið. Á tíníum kjarnorkufriðar þurfa menn ekki að vera annað hvort rauðir eða dauðir." Skilningur naudsynlegur Þessi röksemdafærsla, sem hér að framan er rakin, kann að sýnast næsta framandi við fyrstu kynni. Hún snýst hins vegar um þau atriði, sem menn verða að hafa í huga, þegar þeir móta afstöðu sína til kjarnorkuvopna. Raunar má segja, að hún snúist um hinstu rök í lifi nútímamanns- ins, sem hefur á valdi sínu að útrýma stórum hluta meðbræðra sinna. Þessi rök verða menn að vega og meta og forðast að láta pólitískt moldviðri villa sér sýn. Að lokum skulu birt lokaorðin í þeirri grein Economist, sem hér hefur verið vitnað til: „Lykilspurningin er þessi: eiga Vesturlönd að ráða yfir kjarn- orkuvopnum eða ekki? Svarið er: já. Vopnin eru hræðileg. Mann- kynssagan er raunar skýrsla um sambúð mannsins og hins illa — tilraunir hans til að færa illt til betri vegar, þar sem það er unnt, sé það ekki hægt, gera þá afleið- ingar hins illa eins bærilegar og kostur er. Kjarnorkuvopnum verð- ur ekki kippt út úr mannkynssög- unni. Ákveði Vesturlönd að hafna þeim einhliða, myndu Sovétmenn beita þeim eins og þeim þóknaðist, þá yrði hinu illa beitt í vondum tilgangi. Frá því að Eva tók eplið af skilningstrénu, hefur það aldrei verið siðleg ákvörðun að láta slíkt gerast."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.