Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1981 5 Spurt & svarað Geir Hallgrímsson svarar spurningum lesenda um stjórnmálaviðhorfið Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun á næstunni svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um stjórnmálaviðhorfið. Þeir sem óska að bera fram spurningar við Geir Hallgrímsson eru beðnir um að hringja í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstu- dags og verða þá spurningar teknar niður. Einnig er hægt að senda þær skriflega til ritstjórnar Morgunblaðsins. Óskað er eftir að spurn- ingar séu bornar fram undir fullu nafni. Finnbjörn Iljartarson 2317-9628: Nú hefur þú lýst því yfir, að þú gefir kost á þér til endurkjörs á næsta landsfundi. Slagorðunum „báðir burt“ hefur verið haldið á loft og margir þykjast sjá í þeim lausn, sem þeir telja bæði einfalda og hagkvæma. Hvað segir þú um það? Svar: Ég kannast við slagorðið „báðir burt“ í þeirri merkingu, að með því sé átt við að bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eigi að láta af störfum á næsta landsfundi. Varaformaður hefur hvað eftir UKMfNtK. annað lýst því yfir, að hann verði ekki í framþoði. Ég hef hins vegar kynnt þá ákvörðun mína að vera áfram í kjöri sem formaður flokks- ins. Ágreiningurinn í Sjálfstæðis- flokknum nú er um afstöðu flokks- ins til ríkisstjórnar. Sá ágreiningur verður ekki leystur með manna- skiptum, hann er málefnalegur. Lausnar á vanda Sjálfstæðisflokks- ins er því ekki að leita í innantóm- um vígorðum heldur í málefnalegu starfi sem tryggi, að allir sjálf- stæðismenn hafi sömu afstöðu til ríkisstjórnar. Ég geri mér vonir um, að komandi landsfundur verði Sjálfstæðis- flokknum til styrktar og samheldni eflist meðal sjálfstæðismanna eftir landsfundinn. Ég tel ekki, að sjálfstæðismenn greini á um meginstefnumið, en ljóst er, að menn greinir á um af- stöðuna til ríkisstjórnarinnar, myndunar hennar, starfa og stefnu. Þingflokkur, miðstjórn og flokksráð hafa með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða lýst yfir stjórnarandstöðu og landsfundur hlýtur að álykta um afstöðu flokks- ins til ríkisstjórnarinnar. Ég á ekki von á að sú afstaða verði önnur en þeirra ákvörðunaraðila flokksins, sem áður hafa fjallað um málið. Ingvar Þórarinsson, Ilúsavík: Hversvegna gefur þú kost á þér til formannskjörs á landsfundi í haust? Svar: Ég var kjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins á síðasta lands- fundi fyrir rúmum 2 árum með yfir 70% atkvæða, þótt um gagnfram- boð væri að ræða. Þá gengu yfirlýs- ingar um nauðsyn þess, að sjálf- stæðismenn stæðu saman og gefin fyrirheit, að svo mundi verða. Því miður gengu síðan nokkrir þingmenn til liðs við andstæðinga okkar við síðustu stjórnarmyndun gegn vilja meirihluta þingflokks, miðstjórnar og flokksráðs. Ég tel mig vera að bregðast trausti sjálfstæðismanna á síðasta lands- fundi, ef ég hopaði af hólmi á erfið- leikatímum, gæfist upp og gæfi ekki kost á mér til endurkjörs. Það er svo landsfundarfulltrúa auðvit- að að ákveða hvort ég verð endur- kjörinn. Unnur S. Ágústsdóttir, Sóleyjargötu 23: Við, sem erum í fyrirsvari fyrir samtökum kvenna hér á landi, höf- um það m.a. að markmiði að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í opinberu lífi og ábyrgðarstöðum. Okkur þykir stjórnmálaflokkarnir á margan hátt eftirbátar að þessu leyti. Hefir forysta Sjálfstæðisflokksins ekki hugleitt að ríða á vaðið nú, þegar landsfundur flokksins er á næsta leiti og gera tillögu um konu í starf varaformanns og gefa þann- ig öðrum flokkum fordæmi sem erfitt væri að horfa framhjá? Svar: Ég er sammála fyrirspyrjanda um það, að hlutur kvenna á vettvangi stjórnmálanna mætti gjarnan vera meiri en nú er. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fara fram óbundnar kosningar til embætta formanns og varaformanns. Mið- stjórn flokksins eða aðrar æðstu stofnanir hans hafa ekki neitt formlegt frumkvæði að kjöri eins né neins í þessar stöður. Reynsla Sjálfstæðisflokksins af störfum kvenna í flokknum er hins vegar slík, að ef varaformaður veldist úr hópi þeirra mætu kvenna, sem standa í fremstu röð meðal sjálf- stæðiskvenna í dag, þá mætti flokkurinn vel við una og væri full- sæmdur af. Auðvitað ber ekki að kjósa menn til trúnaðarstarfa af því að viðkom- andi er karl eða kona, yngri eða eldri, hæfileikar einstaklingsins til að gegna stöðunni hljóta að ráða úrslitum. Mynda- brengl í MORGUNBLAÐINU í gær birtist grein eftir Hermann Sveinbjörnsson um málefni ísal. Röng mynd birtist með greininni. Hér með fylgir mynd af höf- undi greinarinnar, sem er beð- inn velvirðingar á þessum mistökum. Höfrungur III Góðar sölur ytra FJÖGUR islenzk fiskiskip seldu ytra í gær og I fyrradag, og fengu þau öll ágætt verð fyrir aflann. Freyja RE seldi í Grimsby í fyrra- dag fyrir 416,6 þús. kr. Meðalverð á kíló var kr. 8,86. Þá seldi Bylgja VE sama dag í IIull, alls 74,4 tonn fyrir 600,7 þús. kr. og var meðalverð á kíló kr. 8,07. Höfrungur III frá Þorlákshöfn seldi 100,6 tonn í Bremerhaven á mánudag fyrir 737,5 þús. kr. og var meðalverð á kíló kr. 7,35, en uppi- staðan í afla Höfrungs III var ufsi. Sigþór frá Húsavík seldi síðan 50 tonn í Grimsby í gær fyrir 482,8 þús. kr. og var meðalverð á kíló kr. 9,65. Leiðrétting PRENTVILLA var í grein Geirs Borg í Morgunblaðinu í gær um Lífshlaup Kjarvals. Þar stóð: „ ... og aðra óar við þeirri staðreynd, að hver króna, sem oftast er ekki eign nema að einum þriðjungi". Rétt er setn- ingin svona: „ ... og aðra óar við þeirri staðreynd, að hver króna, sem aflast er ekki eign nema að einum þriðjungi". Þetta leiðréttist hér með. JNNLENT Prúttmarkaóur aö Laugavegi 66, 2. hæö. Opiö í dag kl. 1—6. Lítið sýnishorn af úrvali okkar: Ullarkápur. Stakir dömujakkar. Ullarfrakkar, (lítil númer). Herrabuxur, lítil númer. Buxur: ull, flannel, slétt- flauel, kakhi, rifflaö flauel (5 sniö). Hnébuxur. Alullarpeysur. Skyrtur. Blússur. Bolir. Sportblússur. Jakkaföt, (lítil númer). Pils. Sumarkjólar. Otrúlegt úrval af alls konar efnum metrinn frá 10 kr. Ekkert dýrara en 50 kr. metrinn. HLJ0MPL0TUMARKAÐUR Viö þurfum ekki aö prútta um plötuveröiö, því þaö er svo þrælskega lágt. Þú getur fengiö nýjar og gamlar plötur, á klassaprísum og þaö er bezt aö hafa hraöann á, til aö missa ekki af neinu. Utangarðs- menn — Geislavirkir -^eop0' _ O’ kóM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.