Morgunblaðið - 07.10.1981, Page 22

Morgunblaðið - 07.10.1981, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1981 t Konan mín, GUÐFINNA SIGUROARDÓTTIR, andaðist 6. okt. að St. Jósefsspítala í Hafnarfiröi. Fyrir hönd ættingja, Emil Jónsson. t Móðir okkar, RAGNHEIOUR MAGNÚSDÓTTIR frá Hvítárbakka, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 6. október. Magnús Guðmundsson, Jón Guðmundsson. t Elskuleg dóttir mín, móðir okkar og systir, ANNA DANIELS, fædd Friðriksdóttir, lést í Bandaríkjunum 1. október. Una Indriðadóttir, börn og bræöur. t Móöir okkar, JÓRUNN GUÐRÚN GUDNADÓTTIR, Nökkvavogi 27, andaöist 6. þ.m. Börn hinnar látnu. t Eiginmaöur minn og sonur, ÓLI BJÖRN KÆRNESTED, lést í Borgarspítalanum þriöjudaginn 6. október. Jaröarförin aug- lýst siðar. F.h. vandamanna, Sígríöur G. Kærnested, Hildur B. Kærnested. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐBJÖRG HÓLMFRÍDUR ODDSDÓTTIR, frá Austdal, Blesugróf 10 (Neðri Grund), andaöist 2. október í Landakotsspítala. Veröur jarösungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 8. október kl. 10.30. f.h. Elsa Bjarnadóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Sveinn Bjarnason, Erla Ólafsdóttir og barnabörn. t Móöir mín, tengdamóöir og amma, GUORÍDUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Reykjavíkurvegi 16, Hafnarfiröi, veröur jarösungin frá Hafnarfjarðárkirkju, fimmtudaginn 8. októ- ber kl. 2.00. Birna GuöbjöKpsdóttir, Égill Jónsson og barnabörn. t Eiginkona mín og móöir okkar, ÞÓRA MARTA STEFÁNSDÓTTIR, Undralandí, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 8. október og hefst athöfnin kl. 13.30. Karl Hirst Albertsson, Stefán Hirst, Karl Hirst. t Eiginmaöur minn og faðir okkar, INDRIÐI JÓNSSON, Álfheimum 70, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. okt. kl. 3 síödegis. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á björgunarsveitir. Bryndís Jónsdóttir, Erla Indriðadóttir, Alda Breiöfjörð Indriöadóttir, Jón Indriðason, Pétur Breiöfjörð Indriöason, Ásta Indriðadóttir. Þórunn Halldórs- dóttir - Minning Þegar barnið leggur af stað í hina ókunnu ferð, lífið, til átaka við ljós og skugga orsaka og af- leiðinga, frá móðurskauti og um- sjá foreldra og siðan til starfa á eigin ábyrgð við hin margslungnu viðfangsefni líðandi dags, fer að reyna á manngerðina, hinir ótöldu eðlisþætti hverrar veru fara smátt og smátt að segja til sín. Um- hverfið mótast fyrir eigin atbeina, beint og óbeint. Það sem okkur fannst stundum órætt er beinlínis rekjanlegt til hinnar innstu manngerðar einstaklingsins. Á þessum arfshluta mannsins vinn- ur nánast ekkert, og er því það sem mölur og ryð fá ekki grandað. Um þessa fjársjóði fer manneskj- an höndum allt lífið er verður hið ráðandi afl allra athafna hennar gagnvart einstaklingum, fjöl- skyldu, félagshópum og samfélag- inu. Hún er örlagavaldur framtíð- ar. Svo hefur verið frá alda öðli og verður meðan maðurinn viðheldur tegundinni. Er ég nú minnist mágkonu minnar Þórunnar Halldórsdóttur og rek kynni okkar frá árinu 1935 verða mér skýrir og lifandi hug- þekkir eiginleikar skaphafnar hennar og á hvern hátt hún notaði þá í skiptum við allt og alla þá er samleið áttu með henni, hvort sem um var að ræða fjölskyldu og vini eða vandalausa. Háttvísin og hógværðin var það sem mér fannst ávallt mjög áberandi í fari hennar. Sá framgangsmáti hafði síður en svo áhrif á stjórnsemi henna eða raskaði ákvörðunum í dagsins önn. Eins og að líkum lætur bærðust með henni ýmsir bestu eiginleikar sálargöfgi. Hún var mjög við- kvæm fyrir fagurri tónlist, enda hafði hún fagra söngrödd er hún þjálfaði á æskuárum sínum, en hún söng í kirkjukór Norðfjarð- arkirkju meðan hún dvaldi í byggðarlagi hinnar viðkvæmu æskuára. Hygg ég, að þar hafi mótast ýmsar innri tilfinningar er hún bjó yfir. Hún var aldrei há- vær í skoðunum um trú sína og annarra, en ef ég mætti nokkuð segja um slíkan þátt í tilfinninga- lífi hennar, þá var hún ein þeirra er naut sinnar barnatrúar er hennar nánustu hlutu að meðtaka með henni. Hin svokallaða barna- trú ber ekki vott um neinn barna- skap eða einfeldni, heldur er það skýr afmörkun um hreinleika þess eðlisþáttar og fylgir manneskj- unni í vöggugjöf frá meistara alls lífs. Annars féll það ekki að hóg- væru gleði hennar að ganga á krossgötur með tilfinningalíf sitt og skoðanir. Afleiðing þess er ást í blóma og þess er úr moldu vex. Það er endurvarp kærleika til lífs- ins í kringum mann og er oft fylgi- nautur dulinna tilfinninga, en verður myndbirting þess er innra bærist. Þett ahugarþel var grundvöllur heimilis byggingar þeirrar er hún mótaði með börn- um sínum og manni. I öllum verk- um hennar mátti glöggt sjá mótanir hennar innsta manns, svo í daglegri umönn sem prýðingu hýbýlanna. Þær hannyrðir er hún lætur eftir sig segja best þá sögu. Þóra, en svo var hún nefnd af nánustu vinum í daglegri um- gengni, var fædd 11. september 1909 í Vindheimi á Norðfirði. For- eldrar hennar voru Halldór Ás- mundsson, verkamaður, austfirð- ingur að ætt og Guðríður Hjálm- arsdóttir úr Vestmannaeyjum. Svo sem háttur var í þann tíma fór Þóra strax að vinna- er hún hafði aldur til. Systkinin svo sjö og var hún elst þess stóra barna- hóps. Þurfti heimilið á öllu að halda til þess að sjá öllum far- borða í fjölskyldunni. Þetta er sí- Þorbjöm Guðmundsson Akranesi - Minning Fæddur 27. apríl 1925. Dáinn 30. september 1981. Mig langar til þess að minnast Þorbjörns Guðmundssonar, móð- urbróður míns, með örfáum orð- um. Þegar kallið kemur svo skyndilega sem raun varð á, verð- ur fátt um orð. Síðan ég flutti hingað til Akra- ness fyrir þremur árum hef ég oft litið á Bjössa sem minn eigin föð- ur. Alltaf var hann tilbúinn til að aðstoða okkur á allan hátt, ná í okkur og keyra á bíl sínum eða hvað eina sem hann gat veitt hjálp sína við. Því langar mig til að þakka honum fyrir alla þá um- hygfflu sem hann hefur sýnt mér og fjölskyldu minni, ekki síst dótt- ur minni, sem er aðeins 3ja ára, og á erfitt með að skilja að Bjössi frændi sé farinn og komi ekki aft- ur, en hún reynir að skilja að guð geymir hann og að hjá honum líði honum vel. Bjössi var nýkominn heim frá Danmörku, frá því að sækja Vík- ing AK. Skipið sem hann hafði unnið á í mörg ár. Þegar hann heimsótti okkur daginn eftir heimkomuna, færði hann dóttur minni fallega brúðu, sem um ókomna framtíð mun minna okkur á hversu örlátur og hugsunarsam- ur í hjarta sínu hann var. Inga mín, ég veit að missir þinn er mikill, því bið ég góðan guð að styrkja þig og leiða á þessari erf- iðu stundu. Guðbjörg Róbertsdóttir „Skjótt hefur sól brugðið sumri." Mér flaug í hug þessi ljóð- lína er mér barst andlátsfregn eins míns besta vinar, Þorbjörns Guðmundssonar. — Okkur setur hljóð; söknuðurinn er sár. Við skiljum ekki tilganginn með því að menn á besta aldri með fulla starfsorku skuli hrifnir brott á þennan veg. Hann hafði farið til skips með pokann sinn eins og sagt er og haldið skyldi til loðnu- veiða. Hann er búinn að koma dóti sínu um borð og kominn aftur niður á bryggjuna þegar kallið kemur. Þar hnígur hann niður og er örendur á samri stundu. — Við vitum að vísu að þetta er hið óumflýjanlega, að maður hver skal deyja, og á vissa lund er gott að kveðja á þennan hátt. Þorbjörn Guðmundsson fæddist og ólst upp vestur á Hellissandi. Hann kynntist sjómennsku í bernsku, enda faðir hans sjómað- ur, og stundaði sjóinn alla tíð, fyrst frá Sandi og síðan frá Akra- nesi. Hann þótti sérstakur dugn- aðarmaður til verka og var afar eftirsóttur í skiprúm. Skipstjórar, sem hann var með, hafa tjáð mér að skarð hans sé vandfyllt. Þorbjörn var kvæntur Ingveldi Eðvarðsdóttur en hún var einnig fædd og upp alin vestur á Hellis- sandi. Heimili þeirra er eitt snyrtilegasta heimili sem ég þekki og ber húsráðendum fagurt vitni. Sambúð þeirra Ingu og Bjössa var afar farsæl og góð og miklir kær- leikar milli þeirra. Bar hann mikla umhyggju fyrir henni í einu og öllu. Nú er sæti hans autt og söknuður djúpur. En sá sem átt hefur mikið verður einnig að missa mikið. Og það er huggun í harmi að minningin um góðan dreng yljar og vermir jafnvel þeg- ar kvíðinn sest að í hugskoti okkar. Þorbirni Guðmundssyni kynnt- ist ég fyrir 23 árum er ég og fjöl- skylda mín fluttumst hingað til Akraness. Við vorum fyrir skömmu flutt hingað og einn dag- inn, þegar ég kom heim úr vinn- unni, sat þessi geðþekki maður inni í eldhúsi hjá konu minni og gild saga íslenskra alþýðufjölsk- yldna þessa tímabils. Sú saga er of margfléttuð til þess að rekjast hér, en engu að síðu eru æskuspor- in oft miklir áhrifavaldar í lífs- sögu einstaklinganna. Er Þóra kvaddi æskustöðvarnar hélt hún til Vestmannaeyja á haustmánuð- um, svo sem marga Austfirðinga var háttur. Á næsta sumri hélt hún ti baka til æskuheimilisins á Norðfirði, en eftir skamma viðdvöl lá leið hennar til Reykjavíkur, er skyldi verða hennar endanleg heimabyggð. í þögn og hógværð unni hún þessum stað og naut hans við frjósamt líf og starf stórrar fjölskyldu og dásemda náttúrunnar í faðmi Faxaflóans. Hún sá Reykjavík blómgast úr nánast litlum bæ í myndarlega stórborg á íslenskan mælikvarða, eins og við þekkjum hana í dag. Hér eignaðist hún hóp góðra vina. Á heimili Magnúsar Skaftfelds og konu hans Steinunnar Kristjáns- dóttur sem enn er á lífi háöldruð, bjó hún við frábæra ástúð og tryggð þeirra sæmdarhjóna. Hvar sem Þóra starfaði naut hún ávallt vináttu þess fólks er hún um- gekkst. Það eru óforgengileg auð- æfi. Árið 1955 giftist Þóra bróður mínum Friðrik Guðmundssyni, er fæddur er hér í Reykjavík, en ólst upp á Gulárási í Austur-Landeyj- um hjá Sigríði Helgadóttur föð- ursystur sinni og Árna bónda Ingvarssyni. Stofnuðu þau heimili við lítil efni í fyrstu, en ráðdeild og hagsýni og allt blessaðist þeim. Friðrik fékk fasta stöðu hjá Mjólkustöðinni í Reykjavík árið 1937 og starfaði þar þangað til hann hætti fyrir aldurssakir. I höndum Þóru og Friðriks lék gæf- an á strengi þá er forsjónin hafði búið þeim. Hin hófsama kona kunni skil á því hvernig farsælast var að halda á gjöfum náttúrunn- ar. Árið 1947 höfðu þau komið sé upp eigin húsi á Nesvegi 64 og þar hafa þau búið síðan. Þar hafa þau hlúð að gæfu sinni með dyggð og heiðarleik. Þungamiðja heimilisgæfu er góð voru þau að ræða saman um gömlu góðu dagana vestur á Hellissandi. — Frá þeim degi hafa haldist órofin vináttubönd milli minnar fjölskyldu og hans og aldr- ei skuggi fallið á samskiptin. Þorbjörn var trölltryggur og heið- arlegur með afbrigðum og fórn- fúsari manni hef ég ekki kynnst. Þau voru ófá verkin sem hann hjálpaði mér við og ætíð unnin af gleði og mikilli vandvirkni. Hann var fram úr skarandi barngóður og nutu mín börn þess ríkulega. — Mér eru minnisstæða ferðirnar' sem við fórum saman til Reykja- víkur fyrir mörg jólin. Hann var æðilangur listinn hans með nöfn- um litla fólksins, barna frænd- systkina hans og vina. Enginn mátti gleymast. Eg fann og skildi hve mikla ánægju hann hafði af að geta glatt börnin á þennan veg. Hann gékk ætíð frá jólapökkunum sjálfur af mikilli natni. Og það var ætíð mikið tilhlökkunarefni barn- anna að opna pakkana frá Ingu og Bjössa. Þá er ótalið hve hann reyndist móður sinni sérstakur sonur. Bar hann mikla umhyggju fyrir henni og margar fóru sendingarnar til hennar frá honum. Hún á heimili í Reykjavík og heilsu hennar er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.