Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1981 23 börn, sem verða þjóðfélaginu nýtir þegnar. Fimm mannvænleg börn eignuðust þau Þóra og Friðrik, sem öll hafa stofnað eigin heimili. Þau eru: Sigríður, býr í Californiu, gift Richard Allen, deildarstjóra í Bank of America, Halldór, flug- stjóri, giftur Villu Gunnarsdóttur. Erla, gift Óskari Guðmundssyni, verslunarmanni í Reykjavík, Guð- ríður, gift Pétri Rafnssyni, framkv.stj. í Reykjavík og Árni, arkitekt, giftur Liv Kristoffersen, býr í Reykjavík. Þessi hópur hefur sett mark sitt á heimilið að Nes- vegi 64 ásamt 14 barnabörnum. Mér hefur ávallt virst að hið innra svipmót móðurinnar leyni sér ekki í öllum lífsþáttum þessara afkom- enda þeirra Þóru og Friðriks. Þungbærar hugsanir fylgja ávallt því, að kveðja bestu vini á dánarstund. Að sefa þann trega þeirra ættingja og ástvina Þór- unnar Halldórsdóttur vildi ég að væri á mínu valdi. Til þess gagna ekki orð mín þótt ósk mín um það fylgi hér. Þó tel ég það huggun harmi gegn, er ástvinur hefur heimaskipti — úr jarðheimi yfir til ljósheims — staðföst vissa um líf á nýju sviði og endurfundir við þá og það er kærast hefur verið í jarðheimi. Ekki er það mín full- yrðing, heldur staðfesting þess er mest hefur í sölurnar lagt fyrir ósáttan mannheim, Jesú Krist. Þessi fátæklegu orð eru þakkir okkar er Þóru kynntust sem hinni bestu fyrirmynd í daglegu lífi. Megi endurminningin um hana verða ástvinum huggun og traust í framhaldi lifsins — eilífu lífi. Ilafsteinn Guðmundsson I dag er kvödd hinstu kveðju Þórunn Halldórsdóttir, Nesvegi 64, Reykjavík. Hún lést í Land- spítalanum 28. september sl. Þóra, eins og hún var ávallt kölluð, var fædd á Norðfirði 11. september 1909. Foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Hjálmars- dóttir og Halldór Ásmundsson. Þóra ólst upp í góðum foreldra- húsum, elst í glaðværum systkina- hópi. Þau systkin voru níu að tölu, mikið farið að hraka hin síðari ár. Þorbjörn Guðmundsson hefur kvatt langt fyrir aldur fram. Við eigum erfitt með að sætta okkur við brottför hans. En hann lætur eftir sig auð sem er dýrmætari öll- um veraldlegum fjársjóðum: vinarþelið hlýja og umhyggjuna sem munu búa í hugum ástvina hans og kunningja til æviloka þeirra. Við hjónin og börn okkar vott- um þér, Inga mín, og öðrum ást- vinum Þorbjörns samúð okkar og biðjum Guð að blessa ykkur minn- inguna um góðan og sannan dreng. Hörður Pálsson I dag, 7. október, verður vinur okkar Þorbjörn Guðmundsson jarðsettur frá Akraneskirkju. Hann varð bráðkvaddur að kvöldi 30. september. Það voru okkur mikil harmatíðindi. Maður- inn með ljáinn gerir ekki boð á undan sér. Þorbjörn var fæddur og uppal- inn á Hellissandi. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Hjartardóttir, sem lifir son sinn og Guðmundur Sæmundsson sem lést árið 1948 með sama hætti og Þorbjörn nú. Þorbjörn var næstelstur fimm systkina, Sigríður elst og þau yngri eru Jóhanna, Sæmundur og Guðrún. Þorbjörn var aðeins 23 ára, þegar hann tók að sér forsjá móður sinnar og yngri systkin- anna þriggja. Snemma fór hann að stunda sjóinn eins og títt er um unga menn í sjávarplássum okkar lands. Sjórinn heillaði og því kom það engum á óvart að hann valdi sjómennsku að ævistarfi. Þegar hann stofnaði heimili með heitkonu sinni Ingveldi Eð- valdsdóttur, sem einnig er frá Hellissandi, fluttu þau á Akranes, settust þar að og bjuggu þar allan sinn búskap. Ingveldur bjó manni sínum eitt yndislegasta heimili sem við höf- um komið á. Þar var alúð og tvö dóu ung, en sjö komust upp, fimm systur og tveir bræður og voru þau mjög samrýnd alla tíð. Trega þau nú systur sína, sem fyrst hverfur úr þeirra hópi. Þóra fór fljótt að vinna fyrir sér er bernskuárin voru að baki, enda var hún samviskusöm og dugleg. Ung fluttist hún suður á land og hér fyrir sunnan kynntist hún sín- um góða eiginmanni, Friðriki Guðmundssyni, sem í fjöldamörg ár var starfsmaður Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík. Á þessum árum hefur eflaust verið erfitt fyrir ung hjón að hefja búskap, þar sem atvinnuleysi og húsnæð- isskortur hrjáðu landsmenn. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í leiguhúsnæði, en af miklum dugnaði og samheldni byggðu þau sér hús við Nesveg í Reykjavík. Þar var ávallt þeirra heimili síð- an. Þangað var gott að koma, og þar sat gestrisni húsráðenda í fyrirrúmi. Á ég bjartar minningar frá þeim stundum er ég sem barn kom á heimili móðursystur minn- ar og naut alúðar hennar og hlýju. Þóra var mikil húsmóðir og hafði einstakt lag á því að gera allt fal- legt og fínlegt í kringum sig og móðurhlutverkið rækti hún svo sem best má verða. Þóra og Friðrik eignuðust fimm börn, en þau eru: Sigríður, búsett í San Francisco, Bandaríkjunum, gift Richard Allen, Halldór, hjartahlýja í fyrirrúmi. Þau voru einkar samrýnd og sambúð þeirra til fyrirmyndar. Þeim varð ekki barna auðið. Þorbjörn var sérstakt prúð- menni og snyrtimennska var hon- um í blóð borin. Þegar stund gafst frá sjónum, vann hann við að lag- færa húsið og prýða fagurt heimili þeirra. Honum féll aldrei verk úr hendi. Sama var hvað hann fékkst við, alla hluti vann hann jafnvel. í návist Þorbjarnar leið manni ávallt vel, hann var þeirrar gerð- ar. Það var gott að sækja hann heim, þar bjó ylur hjartans og frábær gestrisni. Engan höfum við fyrirhitt á lífsleiðinni sem var jafn barngóð- ur og Þorbjörn, enda hændust börnin að honum. Það er rúmur aldarfjórðungur síðan við kynnt- umst og eigum við öll honum margt að þakka, en ekkert eins og það hvað hann var góður börnun- um okkar og síðar barnabörnun- um. Um margra ára skeið áttum við því láni að fagna að þau Þorbjörn og Inga komu til Reykjavíkur og juku á gleði jólahátíðarinnar með því að dvelja hjá okkur. Allar stórgjafirnar sem þau færðu börnunum í fallegum pökk- um voru fyrirferðarmiklar við jólatréð og ógleymdar, en mest þótti okkur umvert það sem þau gáfu okkur af gleði sinni og sjálf- um sér og aldrei firnist. Stærri gjöf getur enginn gefið. Við þökkum Þorbirni að leiðar- lokum trygga og ógleymanlega vináttu allt frá okkar fyrstu kynn- um. Móðir, hans Kristín Hjartar- dóttir, liggur í dag rúmföst og sjúk á Landspítalanum í Reykja- vík. Við sendum henni og þér Inga mín, svo og öllum öðrum aðstand- endum innilegustu samúðarkveðj- ur. Róbert Sigmundsson og fjölskylda kvæntur Villu Gunnarsdóttur, Erla, gift Óskari Guðmundssyni, Guðríður, gift Pétri Rafnssyni, og Árni, kvæntur Liv Kristoffersen. Barnabörnin eru fjórtán og nutu þau öll sérstakrar umhyggju ömmu sinnar. Elsta dóttirin, Sig- ríður, kom í heimsókn til Islands nokkru fyrir andlát móður sinnar og gat átt góðar stundir með for- eldrum sínum, þrátt fyrir veikindi Þóru. Að leiðarlokum kveð ég kæra frænku mína. Ég og fjölskylda mín þökkum henni hugþekka sam- fylgd. Ég bið algóðan Guð að styrkja eiginmann hennar, börn og fjölskyldur þeirra. Megi minn- ingin um mæta konu lýsa þeim um ókomin ár. Fíyðist datcur. friður. faKur. fa^ur da^ur þo aftur ris. KilífAardaKur ununarfaKur. eilif skin sólin i l'aradís. ó. hve feKri ok yndisleKri unun mun sú. cr þar er vis. Ragna Bjarnadóttir í dag, miðvikudaginn 7. október verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju tengdamóðir mín, Þórunn Halldórsdóttir. Þórunn andaðistá Landspítal- anum eftir að hafa átt við veikindi að stríða. Þórunn fæddist í Vind- heimi við Norðfjörð og voru for- eldrar hennar Halldór Ásmunds- son og Guðríður Hjálmarsdóttir. Þórunn ólst upp í foreldrahúsum ásámt systkinum sínum þeim Guðnýju, Stefáni, Láru, Rúnu, Gísla og Svanbjörgu. Til Vestmannaeyja fluttist Þór- unn 1932 og síðan ári síðar til Reykjavíkur, þar sem hún kynnt- ist eftirlifandi manni sínum, Frið- rik Guðmundssyni. Þau hjón hófu búskap sinn 1935 að Berg- staðastræti 40 en fluttust á Hverf- isgötu lOOb árið 1936. Þar fæddust fjögur elstu börn þeirra, þau Sig- ríður Friðriksdóttir, sem búsett er í Kaliforníu, Halldór Friðriksson, flugstjóri, Erla Friðriksdóttir og Guðríður Friðriksdóttir. Yngsta barn þeirra, Árni Friðriksson, arkitekt, er fæddur á Nesvegi 64, en þar byggði Friðrik fjölskyldu sinni mjög snoturt hús, sem hefur verið heimili þeirra frá 1947. Þór- unn hefur sannarlega séð um fegr- un heimilisins og að viðhalda þeirri hlýju og einurð sem ein- kennir yfirbragð þess. Mér hefur ætíð fundist þau Friðrik og Þór- unn sérstaklega samhent og sam- valin hjón. Enginn er fullkominn og þau bættu hvort annað vel upp, og mynduðu í sameiningu sterka og samhenta einingu. Allt far þeirra bar ávallt vott um sterkar tilfinningar og gagnkvæma virð- inu. Frá árinu 1976 hef ég vanið komur mínar á heimili Þórunnar, fyrst sem vinur dóttur hennar, Guðríðar, og síðar sem tengdason- ur. Alltaf hefur mér þótt gaman að koma til Þórunnar á litla og fallega heimilið að Nesvegi 64. Oft að aflokinni vinnu fór ég vestur- eftir, drakk kaffibolla með Þór- unni og ræddi við hana um daginn og veginn. Þessi hægláta kona fylgdist vel með líðandi stundu enda hafði hún ætíð mjög ákveðn- ar skoðanir í samræðum okkar. Við vorum alls ekki alltaf sam- mála, en hún bar virðingu fyrir mínum skoðunum og ég fyrir hennar. Eitt var henrti mikið hugðararefni sem við ræddum oft, en það voru mál ungviðisins og vandi táningaaldursins. Þórunn hugsaði ekki að ástæðulausu um slík mál. Hún velti mikið vöngum yfir framtíð barnabarna sinna og bar mikla umhyggju fyrir þeim, enda hafa þau öll verið heima- gangar á heimili þeirra hjóna og mjög oft gætti hún þeirra um lengri eða skemmri tíma. Ég flyt Friðriki, tengdaföður mínum, og fjölskyldunni allri innilegustu samúðarkveðjur. „Far þú i friAi, íriAur (íuAs þi^ hlessi. IlafAu þökk fyrir allt «k allt. Gekkst þú mcA (iuAi. (iuA þér nú fylgi. Hans dýrAar hnoss þú hljóta skalt.“ Pétur VOLVO ÞJONUSTA Nú bjóða öll umboðsverkstæði VOLVO umhverfis landið sérstaka VETRARSKOÐUN 1. Vélarþvottur 2. Hreinsun og feiti á geymissambönd 3. Mæling á rafgeymi 4. Mæling á rafhleðslu 5. Hreinsun á blöndung 6. Hreinsun á bensíndælu 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. Skipt um kerti Skipt um platínur Stilling á viftureim Skipt um olíu og olíusíu Mæling á frostlegi Vélastilling Ljósastilling Verð með söluskatti: 4 cyl. Kr.l 6 cyl. Kr.| 871.05 897.70 Innifalið í verði: Platínur. olíusía, ísvari, kerti, vinna, vélarolía. Fasteign á hjólum Akranes: Bílvangur, Bílaverkstæði Gests Friðjónssonar. Borgarnes: Bifreiða- og trésmiðja Borgarness. Stykkishólmur: Nýja bílaver. Tálknafjörður: Vélsmiðja Tálknafjarðar. ísafjörður: Bifreiðaverkstæði ísafjarðar. Bolungarvík: Vélsmiðja Bolungarvíkur hf. Sauðárkrókur: K.S., Sauðárkróki. Akureyri: Þórshamar hf. Húsavík: Bifreiðaverkstæði Jóns Þorgrímssonar. Þórshöfn: Bifreiðaverkstæði K.L. Egilsstaðir: Fell sf., Hlöðum við Lagarfljótsbrú. Hornafjörður: Vélsmiðja Hornafjarðar, Höfn. Kirkjubæjarklaustur: Bifreiðaverkstæði Gunnars Valdimarssonar. Hvolsvölur: K.R. Hvolsvelli og Rauðalæk. Selfoss: K.Á. Við Austurveg. VOLVO) Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.