Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 18
/ 18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 Frá nýafstöðnu kirkjuþingi. Séra Jón Einarsson í Saurbæ: „Dapurlegt hvernig ríkið hefur farið með eignir kirkjunnara „Segja má art þrjú mál séu stærst þeirra mörgu mála sem Tjallað var um á kirkjuþingi að þessu sinni. í fyrsta lagi var fjallað um sóknir, stöðu sókna og sóknarmanna, og rétt fólks til guðsþjónustu. Einnig um kirkjur, en engin ákveðin lög eru til um kirkjuhúsið sjálft og nýmælin í þeira tillögum sem fjallað var um og fyrir Alþingi fara, eru þau, að gert er ráð fyrir að rikið greiði 40% af byggingarkostnaði kirkna. Þá höfum við fjallað um sóknar- gjöldin og leggjum til að þau verði felld niður sem nefskattur en verði í staðinn ákveðið hlutfall af útsvarsstofni," sagði séra Jón Einarsson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd er rætt var við hann á kirkjuþingi. „Þá fluttum við fjórir að nýju frumvarp um biskupsdæmið þar sem gert er ráð fyrir að biskupar verði þrír, að embætti vígslubisk- upa yrðu lögð niður og endurreist yrðu gömlu biskupsdæmin að Hólum og í Skálholti. Einnig kom fram áskorun á kirkjumálaráð- herra um að lagt verði að nýju fram frumvarp til laga um veit- ingu prestakalla þar sem gert yrði ráð fyrir að prestskosningar verði lagðar niður, en af þeim er slæm reynsla. Sjálfur lagði ég fram sex mál á þinginu. Eitt þeirra var um kirkjueignir en kirkjumálaráð- herra hefur ákveðið að skipa nefnd til að gera könnun á eign- um kirkjunnar. I tillögu minni var þeim tilmælum beint til ríkis- stjórnar og Alþingis að ekki verði sett lög eða teknar ákvarðanir um sölu eða ráðstöfun kirkju- eigna, þar á meðal prestsetra og kirkjujarða, nema að fengnu samþykki kirkjuþings. Þá var skorað á presta og söfnuði lands- ins að standa trúan vörð um eign- ir og rétt kirkju og prestsetra. Við vitum að ríkið hefur farið með þessar eignir eins og þær væru eignir þess og það er löng og dapurleg saga að segja frá því hvernig ríkið hefur farið með eignir kirkjunnar. Árið 1907 er talið að kirkjueignir hafi verið að minnsta kosti 700. Mikill meiri- hluti þeirra hefur verið seldur á verði sem oftast hefur verið langt undir markaðsverði, stundum fyrir smánarverð. Það var fyrir nokkrum árum gerð skrá yfir seldar kirkjueignir Séra Jón Einarsson á tímabilinu 1876 til 1974, og á þessari tæpu öld voru seldar 527 jarðeignir kirkjunnar, þar af fimm árin 1973 og 1974 fyrir 7,1 milljón. Hinar 522 voru seldar fyrir aðeins samtals 2,3 milljónir, að vísu á verðlagi síns tíma. Það varð reyndar að blaðamáli þegar kirkjueignir í nágrenni Reykjavíkur, samtals 256 hektar- ar, var seld árið 1973, fyrir aðeins 3,4 milljónir króna. Þar var augljóslega um að ræða verð sem var langt langt undir markaðs- verði. Segja má að með stofnun Kristnisjóðs 1970 sé viðurkennd- ur eignarréttur kirkjunnar á jörðum sínum. Andvirði seldra kirkjujarða á að renna í þennan sjóð, en ekki hefur verið leitað álits sjóðsstjórnarinnar, sem er kirkjuráð, um verðlagningu þegar jarðir hafa verið seldar. Hins vegar hefur andvirði seldra prestsetra í Reykjavík runnið beint í ríkiskassann. Nafngiftir Þá lagði ég fram tillögu um mannanöfn þar sem þeim tilmæl- um var beint til kirkjustjórn- arinnar að hún hlutist til um að gefnar verði út skýrar og ná- kvæmar leiðbeiningar handa prestum um nafngiftir íslend- inga. Það kom öðru hverju upp vandamál hjá prestum varðandi nafngiftir og lögmæti þeirra. Ég hef verið prestur í rúm 16 ár en aldrei fengið skýrar reglur um þessi mál. Einnig flutti ég ályktunartil- lögu varðandi Reykholt í Borg- arfirði og tillögu um stuðning við fátækar kirkjur um land allt, einkum þær sem eru frá liðinni öld og hafa menningarlegt og byggingarsögulegt gildi. Lagði ég til að leitað yrði samstarfs við húsfriðunarsjóð ríkisins varðandi varðveizlu þeirra. Ég get nefnt að í mínu prófastsdæmi eru þrjár kirkjur í mjög fámennum sókn- um vestur á Mýrum, annexíur frá Borg á Mýrum, sem eru illa farn- ar, en þurfa að varðveitast. * Agreiningur um Reykholtsstað Þingmenn Vesturlands hafa flutt tillögu um uppbyggingu Reykholtsstaðar í Borgarfirði, en hún er óljós að því leyti til að þar kemur ekki fram hvort hún eigi bara að taka til skólans, eða stað- arins í heild og þar með til kirkj- unnar. Það hafa verið uppi deilur um forræðismál í Reykholti, sem eiga rætur að rekja til þess að árið 1931 leigði þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, Jónas Jónsson, mestan hluta af kirkj- unnar landi í Reykholti til 50 ára, þrjá fjórðu hluta til skólans og bónda einn fjórða. Á síðasta ári' runnu þessir samningar út og hafa þeir ekki verið endurnýjaðir. Líta nú ýmsir þannig á að þessi lóð sé runnin undir prestsetrið að nýju, en vissulega hlýtur skólinn og aðrir aðilar í Reykholti að hafa vissan rétt. Þá er ágreiningur um að hve miklu leyti staðurinn eigi að lúta forræði menntamálaráðuneytis- ins og að hve miklu leyti kirkju- málaráðuneytsins. Auk þess hef- ur landbúnaðarráðuneytið verið að hlutast þarna í mál og leigt þar lóðir á undanförnum árum, en það tel ég ekki samrýmast lög- um,“ sagði Jón Einarsson. Jón, sem nú sat sitt annað kjör- tímabil sem kirkjuþingsmaður, kvað þá breytingu til bóta að kalla saman kirkjuþing árlega. Hann er prófastur í Borgarfjarð- arprófastsdæmi, en þar eru sex prestar og 22 kirkjur. Nýlega lauk héraðsfundi á Akranesi, þar sem eitt helzta málið var þjón- usta kirkjunnar í þágu aldraðra. — ágás. Séra Lárus Guðmundsson í Holti: Skilningur alþingismanna á mál- efnum og mikilvægi kirkjunnar eykst „ÞAÐ VORII gríðarlega mörg og mikilvæg mál til umræðu á þessu kirkju- þingi, sem og þeim síðustu, enda hefur engin stofnun i landi okkar tekið og er að taka eins stórtækum breytingum á skipulagi sínu og öllum starfshátt- um og kirkjan," sagði Lárus Guðmundsson prestur í Holti í Önundarfirði og prófastur í ísafjarðarprófastsdæmi i samtali við Mbl. „Grunnin að öllum þessum skipulagsbreytingum hefur starfsháttanefnd Þjóðkirkjunnar lagt. Unnið hefur verið óhemju mikið verk og mikil vinna verið lögð í þessi mál á mörgum undan- förnum árum. Margt er vel á veg komið en samt óskaplega mikið eftir. Við höfum notið góðrar aðstoð- ar og fyrirgreiðslu kirkjumála- ráðherra. Hann hefur verið kirkj- unni mjög hliðhollur, það verður ekki annað sagt. Hið sama verður reyndar sagt um fyrrverandi kirkjumálaráðherra. Og mér finnst ánægjulegt hve skilningur alþingismanna á málefnum kirkj- unnar hefur farið vaxandi núna síðustu árin. Eins og þú eflaust veist hefur verið sett á laggirnar samstarfs- nefnd kirkjunnar og þingflokk- anna til að auka og örva skilning milli þessara tveggja stofnana og hefur það orðið til mikilla bóta. Kirkjan bindur miklar vonir við þessa samstarfsnefnd. Það verður að segjast eins og er að allt fram til þessa hefur verið einhver illyf- irstíganlegur þröskuldur á milli kirkjunnar og Alþingis. Ástæðan er sennilegast fyrst og fremst skortur á samskiptum. Maður verður greinilega var við miklu meiri skilning alþingismanna nú á málefnum kirkjunnar og á mik- ilvægi hennar í þjóðlífinu". Lárus sagði að innan kirkjunn- ar færi fram mikið starf í nefnd- um hennar og stofnunum, og nauðsynlegt væri að samræma störf þessara nefnda og stofnana og auka tengsl þeirra ef góður árangur ætti að nást. Skort hefði gott skipulag til að ná hinum ýmsu þráðum saman. Þá sagði Lárus að fjármál Kristnisjóðs þyrftu endurskoðun- ar við. Tekjur sjóðsins gætu jafn- vel farið minnkandi og því þyrfti að sýna meiri aðgæzlu og hagsýni við ráðstöfun þess fjár sem Kristnisjóður hefði. Kristnisjóð- ur hefði m.a. haft tekjur af óráð- stöfuðum prestaköllum, en nú væru þau öll að skipast. I samtalinu sagði Lárus að Séra Lárus Guðmundsson framundan væri könnun á því hverjar væru raunverulegar eign- ir kirkjunnar, og kirkjumála- ráðherra sett á laggirnar sér- staka nefnd í því augnamiði. „Um það hefur verið deilt á undanförnum árum, hverjar þessar eignir væru. Sumir eru þeirrar skoðunar að kirkjan eigi ekki neitt, að eignarréttur hennar yfir jörðum og fasteignum hafi verið úr gildi numin með lögum frá árinu 1907, og sumir segja jafnvel við siðaskiptin. Að mínu mati leikur þó enginn vafi á um að kirkjan á hér stór- eignir, og ef það dæmi væri gert fyllilega upp þá sé ég ekki hvern- ig ríkissjóður gæti borgað það dæmi. Kirkjan bindur miklar vonir við þessa könnun og vonar að þessi mál komist á hreint. Hún óttast ekki þau málalok," sagði Lárus. Lárus Guðmundsson er eins og áður segir prófastur í ísafjarð- arprófastsdæmi. Það er eitt víð- feðmasta prófastsdæmi landsins og erfitt yfirferðar. Lárus hefur þó fært sér tæknina í nyt og not- ar mikið einkaflugvél sína er hann vísiterar og heimsækir sóknir í sínu umdæmi. Þannig tekur það hann aðeins 15 mínútur að fljúga til staða sem annars tæki tvo daga að heimsækja á bíl vegna mikilla vegalengda. „Það er unnið gott og merkilegt kirkjustarf í ísafjarðarprófasts- dæmi og við höfum reynt að bæta það,“ sagði Lárus. Hann sagði að leikir menn tækju mikinn og virkan þátt í því starfi. Hann sagði að fyrir dyrum stæði stofn- un æskulýðssambands kristinna safnaða á Vestfjörðum og að unn- ið yrði að því að fá skipaðan æskulýðsfulltrúa kirkjunnar á Vestfirðina. Þá væri verið að undirbúa stofnun prófastsdæm- issjóðs er sóknirnar legðu pen- inga í til sameiginlegra þarfa. Einnig hefði verið hrundið af stað herferð til að kanna ástand kirkjugarða vestra og lagfæra þá og betrumbæta, og væri þegar farin að sjást árangur af því starfi. Lárus sagði að mjög náið og gott samstarf væri milli prest- anna í ísafjarðarprófastsdæmi, og einnig milli presta og safnaða, hópurinn væri bæði samhentur og samhuga. Sex prestaköll eru í prófastsdæminu og 21 kirkja og kapella. Prestaköllin eru öll skip- uð og væru í forsvari fyrir þeim ungir og vaskir menn, sem störf- uðu vel ásamt þeim sem væru þar fyrir. I lok samtalsins sagðist Lárus vilja undirstrika bjartsýni sína á hag kirkjunnar í landi voru. Hann sagði að margt benti til þess að áhrif hennar í samfélag- inu væru að aukast og þar sem kirkjan væri í höndum mikilhæfs biskups, sem tók við af afburða- manni, þyrftu menn engan kvíð- boga að bera. — ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.