Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 Við erum farnir að hugsa til jólanna ALI-GÆSIR ALI-ENDUR, HREINDÝRA- STEIKUR, RJÚPUR, GRÁGÆSIR í MIKLU ÚRVALI Auk þess bendum við sérstaklepa á í dag: NYSLÁTRAÐ FOLALDAKJÖT í ÚRVALI NÝJAR SVÍNASTEIKUR NÝSLÁTRAÐ HROSSAKJÖT í ÚRVALI NAUTASTEIKUR FERSKAR OG FROSNAR LAMBAKJÖT ÚRBEINAÐ NIÐURSAGAÐ OG í HEILUM SKROKKUM Kynníng á Electrolux- örbylgjuofnum kl. 1—3 Matreiöslumeistarar kynna kjötvörur OPIÐ TIL KL. 4 í DAG Vörumarkaðurinn hf. sími 86111 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SIGURÐ SVERRISSON Sú tillaga Ronald Reagans, Bandaríkjaforseta, að staðsetja 100 langdrægar MX-kjarnaeldflaugar í jörðu niðri í Wyoming-ríki í því augnamiði að styrkja varnir Bandaríkjamanna og skapa frek- ara jafnvægi í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupinu við Sovétmenn, hefur hrundið að stað nýrri umræðu í Bandarikjunum um það ógrynni fjár, sem varið er til varna landsins og ekki eru allir á eitt sáttir í þeim efnum. Almenningi finnst nóg um útgjöld til varnarmála í Bandaríkjunum Andstæðingar forsetans og jafnvel stuðningsmenn hans hafa látið í það skína, að róðurinn hjá honum verði þung- ur á Bandaríkjaþingi er hann falast eftir samþykki fyrir til- lögunni. Án samþykkis Banda- ríkjaþings verður ekkert úr framkvæmdum. Andstæð- ingarnir hafa margir hverjir sagt, að tillagan verði aldrei samþykkt og stuðningsmenn forsetans hafa sumir stutt þá skoðun. Einn helsti andstæðingur Reagans á þessu sviði er Ernest F. Hollings, þingmaður demó- krata í Suður-Karólínu. Ekki einungis hefur hann lýst and- stöðu sinni við svo kostnaðar- sama áætlun heldur hefur hann sagt, að það skipulag á niður- röðun flauganna sem Reagan hefur lagt til, allar í beinni röð með 5-600 metra millibili, sé eins ákjósanlegt skotmark og hugsast getur. Þarna séu öll eggin sett í sömu körfuna. Henry Jackson, annar þingmað- ur demókrata, hefur lýst því yf- ir, að hann muni styðja upp- setningu MX-flauganna, en hann segist ekki sáttur við hvernig koma eigi þeim fyrir. Tillagan um staðsetningu flauganna í Wyoming er ein rúmlega 30 tillagna, sem fram hafa komið á þeim 9 árum, sem umræða um MX-kjarnaflaug- arnar hafa staðið yfir. Sú til- laga Reagans, að koma flaugun- Hitnar í umræðum um MX-flaugarnar um 100 fyrir í Wyoming, tekur við af þeirri tillögu Carters, að koma 200 MX-flaugum fyrir í byrgjum í Utah og Nevada. Hugmynd Carters var að koma flaugunum fyrir í 4.600 byrgjum og færa þær sífellt úr stað til þess að gera Sovétmönnum erf- iðara um vik við að granda þeim. Samþykki Bandarikjaþing staðsetningu flauganna, er hér um að ræða 30 milljarða Banda- ríkjadala fjárfestingu. Flaug- arnar verða þá dýrasta verkefni á sviði hermála, sem Banda- ríkjamenn hafa nokkru sinni ráðist í á friðartímum. Talið er að útgjöld Bandaríkjamanna til hermála á næstu fimm árum muni nema sextán hundruð milljörðum Bandaríkjadala, eða fimmtíu földum kostnaði við staðsetningu MX-flauganna. Rétt eins og Lyndon B. John- son, forseti Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum, beitti sér fyrir síauknu fjármagni til al- mannabóta, hefur Reagan hægt og rólega aukið útgjöld til her- mála og hefur búið þjóðina und- ir að þau eigi enn eftir að hækka á næstu fimm árum. Að sögn bandaríska stórblaðsins Washington Post, hefur stefna Reagans í varnarmálum notið það mikils stuðnings til þessa, að erfitt kann að reynast að hægja ferðina, hvað þá heldur að stöðva hana eða snúa við héðan af. Caspar Weinberger, varn- armálaráðherra Bandaríkj- anna, er eins og gefur að skilja helsti stuðningsmaður tillögu Reagans. Hins vegar hefur reynst erfitt að sannfæra þjóð- ina um ágæti hennar. Bæði er, að mikill áhugi ríkir á meðaí almennings um stöðvun vígbún- aðarkapphlaupsins, og svo hitt, að efasemdir ríkja hjá banda- rískum kjósendum um gildis- mátt Salt-II samkomulagsins, sem undirritað var af Carter og Brezhnev. Weinberger hefur ennfremur sagt, að ekki sé alls kostar rétt að ásaka Reagan um stóraukin útgjöld til hermála. Þegar betur sé að gáð, hafi hann fengið í arf frá Jimmy Carter, fyrrum for- seta, kostnaðaráætlun til varn- armála, sem hafi verið mun hærri en stór hluti almennings sætti sig fyllilega við. Hins veg- ar hafi kjósendur skellt allri skuldinni á Reagan í kjölfar yf- irlýstrar varnarmálastefnu hans. Hann bendir ennfremur á þá staðreynd, að fast að helmingur útgjalda til hermála fari ekki til þess að endurnýja vopnakost hersins heldur í launagreiðslur. í kjölfar Víetnam-stríðsins varð umtalsverð hugarfarsbreyting hjá bandarísku þjóðinni. Fólk var ekki eins fúst að bjóða sig fram í hernaðarstörf og því varð að hækka greiðslur til að laða fólk í herinn. Á tveimur árum hafa Carter og Reagan í sameiningu stuðlað að 25% hækkun launa hjá hermönnum, langt umfram verðhækkanir í Bandaríkjunum á þessu tíma- bili. Ljóst þykir að almenningur fær Iiltu ráðið, hver svo sem niðurstaðan í umræðunni um MX-flaugarnar kann að verða. Bandaríkjaþing er ákvörðun- arvaldið í þessu máli. Fallist þingið á tillögur forsetans hefur því verið spáð, að samþykktinni verði harðlega mótmælt af kjósendum. Hvort þau mótmæli breyta nokkru varðandi vígbún- aðarkapphlaupið er svo önnur saga. (Byggt á AP.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.