Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 Þjóðarframleiðsla: GENGISÞROUNIN VIKURNAR 15.-25. NOVEMBER1982 0,7% aukníngu spáð í EFTA-löndum 1983 Á íslandi er spáð um 2,0% samdrætti — EFTA spáir 6% viðskiptahalla af þjóðartekjum hér á landi H3. W,1 - 1M- 1$ 1M, má. þ'r. mfov. niá. þr miW tim.fðit. 26,75. 26,5 2625. 260. 2675. 265 má. þr mÍ5<. Iim.tix.má. þf mitv fím. fcw ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA jókst um 0,6% í löndum EFTA, Fríverzlunar- samtaka Evrópu, á síðasta ári og allt stcfnir í „aðeins" 0,2% aukningu á þessu ári. Á næsta ári er síðan spáð um 0,7% aukningu. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi EFTA, en sjö lönd eiga aðild að samtökunum, þar á meðal Islendingar. Þjóðarframleiðsla — ísland í fréttabréfinu segir, að þjóðar- framleiðsla á Islandi hafi aukizt um 1,3% á síðasta ári og allt stefni í 3,5% samdrátt á þessu ári. Síðan er því spáð, að þjóðarframleiðsla muni dragast saman um 2,0% á næsta ári. íslendingar og Svisslend- ingar með samdrátt Á yfirstandandi ári eru aliar þjóðirnar með einhverja aukningu þjóðarframleiðslu, nema íslend- ingar og Svisslendingar, en þar í landi er spáð um 0,9% samdrætti á þessu ári. Sama er síðan uppi á ten- ingnum á næsta ári, því spáð er 2,0% samdrætti á íslandi eins og áður sagði og síðan um 0,6% sam- drætti í Sviss. Góð staða í Portúgal Staðan er hvað bezt í Portúgal hvað þjóðarframleiðslu snertir, en þar var 1,7% aukning á síðasta ári og allt stefnir í um 2,1% aukningu á þessu ári. Síðan er spáð a.m.k. 2,3% aukningu á því næsta. EBE — OECD Þess má geta, að á síðasta ári varð um 0,6% samdráttur þjóðarfram- leiðslu i löndum EBE, Efnahags- bandalags Evrópu, og á þessu ári er spáð um 0,5% aukningu. Á því næsta er síðan áframhaldandi aukn- ingu spáð, eða um 1%. í löndum OECD, Efnahags- og framfara- stofnunarinnar í Evrópu, var um 0,3% samdráttur þjóðarframleiðslu á liðnu ári, en um 0,5% aukning á þessu ári. Á næsta ári er því síðan spáð, að um 1,0% aukning verði. Ef öll aðildarlönd OECD eru tekin saman kemur i ljós, að þar jókst þjóðarframleiðsla um 1,2% á síð- asta ári og á þessu ári stefnir í óbreytta framleiðslu. Á næsta ári er því hins vegar spáð, að þjóðarfram- leiðsla muni aukast um 2,0%. EFTA — viðskiptajöfnuður í löndum EFTA var viðskipta- jöfnuður neikvæður um 3,1 milljarð dollara, eða um 0,8% af þjóðar- framleiðslu á síðasta ári. Á yfir- standandi ári stefnir allt í að hann verði neikvæður um 1,5 milljarða dollara, eða 0,4% af þjóðarfram- leiðslu. Á næsta ári er því svo spáð, að hann verði neikvæður um 2,2 milljarða dollara, eða 0,4% af þjóð- arframleiðslu. ísland og Portúgal skera sig úr Tvö landanna skera sig nokkuð úr Frá Mílanó, hinni nýju „áæthmarböfn“ Eimnkipa. Mílanó er ný „ásetlun- arhöfn“ Eimskips hf. EIMSKIP hefur á undanlornum mánuðum unnið að því að koma upp nýju og fullkomnara flutningakerfi fyrir vörur frá Ítalíu til Islands. „Flutningakerfið sem hagkvæmast hefur reynst eftir þessar athuganir er þannig að Eimskip mun opna vörumótttökustöð í Mílanó á Ítalíu," sagði Þórður Sverrisson hjá Eim- skip. Þangað verður öllum vörum frá Ítalíu safnað, og tekur Eimskip að sér að hafa umsjón með innan- landsflutningum á Italíu. I vöru- móttökustöðinni verða vörurnar settar í gáma, og gámarnir fluttir til Norðursjávarhafna og þaðan beint til Islands. Þetta nýja kerfi veldur því, að ekki þarf lengur að umhlaða vör- unum frá Ítalíu í gáma í Norður- sjávarhöfnum eins og verið hefur, þar sem gámafylling fer nú fram í Mílanó. „Mun það bæta vörumeð- ferð verulega, stytta flutnings- tíma, og lækka flutningskostnað," sagði Þórður Sverrisson. Samhliða þessum breytingum mun umboðsfyrirtækið Thomas Carr & Son taka við sem umboðs- maður Eimskips á Ítalíu. Aðal- umboðsskrifstofa fyrirtæksins er í Mílanó, en auk þess hefur það skrifstofur víðar á Ítalíu. „Opnun þessarar nýju vörumót- tökustöðvar sem heitir Euro-dock hjá Mílanó er sérstæð nýjung í ís- lenzkum vöruflutningum. í raun er félagið að hefja fastar áætlun- arferðir frá Mílanó til íslands á hverjum föstudegi og verður var- an komin til íslands 10 dögum síð- ar. Því má segja, að Mílanó, sem er inni í miðju landi á Italíu, sé orðin að fastri „áætlunarhöfn" Eimskips," sagði Þórður Sverris- son ennfremur. Þess má geta, að þessi nýja „áætlunarhöfn" félagsins heyrir undir svokallaða Meginlandsdeild. hvað varðar slæma stöðu í þessu efni, ísland og Portúgal. Á síðasta ári var viðskiptajöfnuður íslendinga neikvæður um 0,1 milljarð dollara, eða um 5,0% af þjóðartekjum. Á yf- irstandandi ári stefni allt í 0,2 millj- arða neikvæðan viðskiptajöfnuð, eða sem nemur um 10,5% af þjóðar- tekjum. Á næsta ári er því spáð, að viðskiptajöfnuðurinn verði neikvæð- ur um 0,2 milljarða dollara, eða í námunda við 6,0% af þjóðartekjum. Hvað Portúgal áhrærir, þá var viðskiptajöfnuður þeirra neikvæður um 2,7 milljarða dollara á síðasta ári, sem var um 11,3% af þjóðar- tekjum. Á yfirstandandi ári stefni allt í 2,8 milljarða dollara neikvæð- an viðskiptajöfnuð, eða 10,5% af þjóðartekjum. Á næsta ári er því spáð, að viðskiptajöfnuðurinn verði neikvæður um 2,5 milljarða dollara, eða sem nemur um 7,8% af þjóðar- tekjum. EBE — OECD — viðskiptajöfnuður Viðskiptajöfnuður EBE-landanna var neikvæður um 15,1 milljarð doll- ara á síðasta ári, sem er um 0,7% af þjóðarframleiðslu. Allt stefnir í 7,3 milljarða viðskiptahalla á þessu ári, sem er um 0,3% af þjóðarfram- leiðslu. Því er síðan spáð, að við- skiptajöfnuðurinn verði neikvæður um 5,0 milljarða dollara á næsta ári, eða um 0,2% af þjóðartekjum. Viðskiptajöfnuður OECD-land- anna var neikvæður um 28,7 millj- arða dollara á síðasta ári, sem er um 0,4% af þjóðarframleiðslu. Á yfir- standandi ári stefnir í 15,3 milljarða dollara neikvæðan viðskiptajöfnuð og því er síðan spáð að viðskipta- jöfnuðurinn verði neikvæður um 20,3 milljarða dollara á næsta ári, sem er um 0,2% af þjóðarfram- leiðslu. 6«. 6«. fim lltot. m'á. fr'r. miiv fim foti. Litlar breytingar á dollar í liðinni viku MJÖG litlar breytingar urðu á gengi Bandaríkjadollars í liðinni viku, en sölugengi hans hækkaði frá mánu- degi til föstudags úr 16,208 krónum í 16,246 krónur, eða um liðlega 0,2%. Frá áramótum hefur dollarinn hækkað um tæplega 98,5%, en í byrjun janúar sl. var sölugengi hans skráð 8,185 krónur. PUNDIÐ Gengi pundsins lækkaði hins vegar um 1,5% í liðinni viku, en í upphafi hennar var sölugengið skráð 25,892 krónur, en í vikulok 25,506 krónur. Á tveimur vikum hefur sölugengi pundsins lækkað um 4,1%, en mánudaginn 15. nóv- ember sí. var það skráð 26,600 krónur. Frá áramótum hefur pundið hækkað um 62,9% í verði, en í byrjun janúar sl. var sölugengi þess skráð 15,652 krónur. DANSKA KRÓNAN í Iiðinni viku hækkaði verð dönsku krónunnar um 0,56%, en frá upphafi til loka vikunnar hækkaði sölugengi hennar úr 1,8236 krónum í 1,8338 krónur. Á tveimur vikum hefur sölugengi dönsku krónunnar hækkað um 3,2%, en mánudaginn 15. nóvem- ber sl. var það skráð 1,7768 krón- ur. Frá áramótum hefur danska króna hækkað um 63,9% í verði, en í janúarbyrjun var sölugengi hennar skráð 1,1189 krónur. VESTUR-ÞÝZKA MARKIÐ Vestur-þýzka markið hækkaði um 0,94% í verði í liðinni viku, en frá upphafi til loka hennar hækk- aði markið úr 6,3834 krónum í 6,4434 krónur. Á tveimur vikum hefur vestur-þýzka markið hækk- að um tæplega 3,5% í verði, en mánudaginn 15. nóvember sl. var sölugengi marksins skráð 6,2259 krónur. Frá áramótum hefur vestur- þýzka markið hækkað um 76,9% í verði, en í janúarbyrjun var sölu- gengi þess skráð 3,6418 krónur. Um 70.800 íbúðir í landinu í árslok ’80 SAMKVÆMT könnun sem Fram- kvæmdastofnun ríkisins gerði og byggðist á upplýsingum frá sveitar- stjórnum og úr fasteignamati voru ibúðir á landinu um 70.800 talsins í árslok 1980. íbúar landsins voru þá rösklega 229 þúsund og íbúar á hverja ibúð því að meðaltali um 3,2. Þessar upplýsingar koma fram i ritinu „Ibúðaspá fram til ársins 1990“, sem áætlanadeild Framkvæmdastofnunar hefur gefið út. í árslok 1960 var hlutfallið hins vegar um 4,5 og um 5,3 í árslok 1940. í Reykjavík hafa íbúar á hverja íbúð jafnan verið talsvert færri en annars staðar á landinu og var hlutfallið um 2,7 í árslok 1980. Upplýsingar um íbúa- og íbúða- fjölda annars staðar á Norðurlönd- um sýna að íbúar á hverja íbúð eru þar heldur færri en hér á landi, einkum í Svíþjóð og Danmörku, enda eru íbúðir þar að jafnaði minni og sennilega fjölskyldur ennfremur. í árslok 1978 var aldursskipting íbúða landsmanna þannig að liðlega helmingur þeirra var undir 20 ára aidri og innan við 20% voru 40 ára eða eldri. Islenzki húsakosturinn er í yngra lagi a.m.k. borið saman við þann danska og norska. Þær takmörkuðu upplýsingar Liðlega helming- ur íbúða undir 20 ára aldri sem fyrir liggja um skiptingu íbúða landsmanna eftir stærð benda til þess að í árslok 1978 hafi um 17% þeirra verið eins og tveggja her- bergja, auk eldhúss, 23% þriggja herbergja, 27% fjögurra herbergja, 19,5% fimm herbergja og 13,5% sex herbergja og stærri. Litlar íbúðir eru tiltölulega fleiri í Reykjavík en annars staðar á landinu. Núverandi aðstæður í húsnæð- ismálum skýrast ekki einungis af þróuninni á húsnæðismarkaðnum á siðastliðnum árum heldur eru þær afleiðing af framvindu íbúða- bygginga á undanförnum áratugum svo og þeirra þátta sem ráða eftir- spurn eftir íbúðarhúsnæði. Með hliðsjón af framangreindu hefur áætlanadeildin gert spá um áætlaða byggingarþörf áratuginn 1981—1990, ásamt samanburði við næstliðinn áratug, en spáin er hér meðfylgjandi. Aætluð bygqlnqarþðrf áratuqinn 19S1- 1990 ásamt samanburði viö næstliöinn áratug Fiöldi ibúða Fuilgeróar Byggingarþörf íbúöir 1981-1990 1971-1980 Höfuóborgarsvæöið 11.400-12.000 11.863 Suöurnes, Kjalar.ies, Kjós 1.500- 1.700 1.325 Vesturland 1.200- 1.400 1.235 Vestfirðir 700- 800 697 i Noróurland vestra 800- 900 723 j| Noröurland eystra 2.200- 2.500 2.302 | Austurland 1.200- 1.350 951 Suðurland 1.700- 1.850 1.714 Landiö allt 20.700-22.500 20.810 %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.