Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 39 fclk í fréttum f ísköldu vatni Potomac-fljótsins. Myndin sýnir Skutnik bjarga konunni frá drukknun. Ég lagði líf mitt í hættu, því að Guð gaf mér kjark Bvlurinn hafði byrjað um miðja nótt og allan næsta dag gengu án afláts hvöss haglél yfir Washing- ton-borg. Klukkan var rúmlega fjögur eftir hádegi, þegar ég kom að brúnni á 14. stræti, sem liggur yfir Potomac-fljótið. Ég greindi strax flakið af flugvél, sem skagaði upp úr vatnsflaumnum. Á víð og dreif í ísnum mátti sjá farangur og brak úr flugvélinni. Fljótið var algerlega ísi lagt að undanskildu stóru gati, sem flug- vélin haföi brotið. Nokkrir farþeg- ar héngu í örvæntingu utan á flugvélarflakinu. Hópur manna hafði þegar safnazt saman uppi á fljótsbakk- anum. Þeir hnýttu í skyndingu saman nokkra kaðla, svo að úr varð alllöng taug, sem einn mannanna batt um sig. Síðan varpaði hann sér út í fljótið og synti í átt til þeirra, sem húktu ofan í ísköldu fljótinu. En þegar hann átti aðeins eftir þrjá metra ófarna, varð hann að gefast upp, farinn að kröftum. Vatnið var einfaldlega of kalt. Hann var síðan dreginn til baka á óhultan stað. Þrátt fyrir þá miklu erfið- leika, sem ófærðin og óveðrið ollu, þá voru björgunarmenn furðu fljótir á vettvang. Uppi á brúnni yfir fljótið mátti sjá rauð blikkljós kvikna og síðan heyrð- ist einhver kalla í hátalara til farþeganna: — Reynið að þrauka, hjálpin kemur fljótt. Þyrla er á leiðinni. Við sækjum ykkur. Nokkrum mínútum síðar var þyrlan komin á vettvang. Flug- maðurinn kom henni í stöðu beint yfir höfðum þeirra, sem voru niðri í vatninu. Annar mað- ur lét taug síga niður. Einum þeirra, sem biðu aðframkomnir í vatninu, tókst að grípa í hring- inn á endanum á tauginni. Síðan mátti sjá, hvernig vofukenndur mannslíkaminn var dreginn upp úr vatninu og flogið með hann yfir á fljótsbakkann hinum meg- in. Menn urðu æstir. Það mátti heyra hvatningarhróp og lófa- klapp. Hjúkrunarfólk var komið á vettvang. Það tók á móti manninum, sem bjargað hafði verið, vafði hann í ábreiður og síðan var hann umsvifalaust borinn upp í sjúkrabifreið. — Guði sé lof, hugsaði ég. — Þeim tekst það. Næst voru tvær taugar látnar síga niður samtímis og í þetta sinn tókst nokkrum farþegum, konum og körlum, að ná taki á bjarghringunum og síðan var Lenny Skutnik. Hinn 13. janúar 1982 hrapaði þota af gerðini Boeing 737 í Potomac-fjótið í Washington. í slysinu misstu 78 manns líflð. Lenny Kkutnik, 31 árs gamall starfsmaöur Bandaríkja- þings og tveggja barna laðir, varp- aði sér í ískalt fljótið tii þess að bjarga konu úr bráðri lífshættu. þetta fólk dregið yfir íshrönglið að bakkanum hinum megin. En þá gerðist það. Ein konan varð magnþrota. Hún missti takið og féll síðan á ísjaka, sem flaut niður eftir ánni. Flugmaðurinn gat ekki snúið við. Hann varð fyrst að koma hinum á óhultan stað á fljótsbakkanum, en að því loknu flaug hann rakleiðis aftur til konunnar. Ég starði eins og þrumulost- inn á grannvaxna mannveruna á ísjakanum. Konan hlaut að hafa slasazt alvarlega. Kannski var hún ekki lengur með fullri með- vitund, því að hreyfingar hennar á ísjakanum voru líkastar því, eins og hún væri að reyna að synda. Mér datt helzt í hug, að hún hefði hlotið taugaáfall. Þyrlan sveif nú beint yfir kon- unni. Aftur var hringurinn lát- inn síga niður beint fyrir framan andlit konunnar. En handleggir hennar hreyfðust á ný með sama tilgangslausa fálminu á ísnum. Einhverjir byrjuðu að hrópa til hennar: — Svona, gríptu í hring- inn. Aftur og aftur lét flugmað- urinn hringinn síga niður að konunni, en hún virtist ekki geta skilið, hvað var að gerast. Það var á þessu augnabliki, sem ég tók þá ákvörðun að varpa mér í fljótið og freista þess að sækja konuna. Sú hugsun greip mig: — Ef ég geri það ekki, þá deyr hún. Ég snaraði mér úr frakkanum og stígvélunum, hentist síðan niður kjarri vaxna brekkuna og steypi mér á höfuð- ið ofan í vatnið. Síðan synti ég áfram allt hvað ég megnaði. Þeg- ar ég hugsa til baka nú, þá finnst mér furðulegt, að ég skynjaði ekki þegar ég skall í vatnið, og ekki fann ég kuldann. Ég rak mig ekki heldur í ísjaka né brak úr flugvélinni. Það sem rak mig áfram var eitthvert óskiljanlegt afl, sem knúði mig beint í átt til konunnar. Ég hafði aldrei tekið þátt í björgunarnámskeiði og ég hafði ekki neina áætlun í huga nú. Gerðir mínar voru ósjálfráðar. Það var ekki fyrr en ég sá framréttar hendur þeirra, sem biðu á árbakkanum, tilbúnir til þess að taka á móti konunni, að mér varð ljóst, að það hafði í raun og veru tekizt. Sjúkraliðar settu mig inn í sjúkrabifreið. Eftir að ég var kominn á sjúkra- húsið, var ég látinn dúsa í háif- tíma í baðkeri með heitu vatni. Þar hafði ég tíma til þess að hugsa. Hvað hafði knúið mig til þess að gera það, sem ég hafði gert? Mér varð hugsað til föður míns og ég var honum þakklátur fyrir þá festu, sem hann hafði beitt við að ala mig upp. Ég og systkini mín gripum aldrei fram í fyrir föður mínum. Þegar hann talaði, þá hlustuðum við. Þau ár, sem hann hafði verið í flughern- um, höfðu gert hann vanan því, að viðstaddir hlustuðu, þegar hann talaði. Ef til vill var þetta ástæðan fyrir því, að ég hafði þarna fylgt þessari knýjandi innri skipun. Ég hugsaði einnig til móður minnar og hvernig hún hafði á hverjum sunnudegi fylgt okkur börnunum til kirkju. Hún hafði kennt okkur að snúa okkur til Guðs á erfiðum augnablikum. Og ég hafði beðið til hans þennan eftirmiðdag. Var það kannski þess vegna, sem ég hafði verið valinn til þessa verks? Ég hef aldrei verið sérstaklega kjarkmikill. Þvert á móti. Én þegar ég þurfti á kjarki að halda, gaf Guð mér hann, svo skyndilega og svo mikinn, þökk veri trú minni. Meira en nokkuð annað hér í heimi óska ég þess nú, að Guð fái einnig að ráða hugsun minni og gerðum, það sem ég á eftir ólif- að. M Nú er búðin t~J full af jólastjörnum Þessa helgi köllum viÖ í Blómum og Ávöxtum Jólastjörn uhelgi Þess vegna veitum við 10% afslátt af jólastjörnu einnig jukkum og burknum og fl. Full búö af nýjum sérkennilegum gjafavörum. Næg bílastæði um helgar. Opiö alla daga og um helgar frá kl. 9—9. Okkar skreytingar eru ööruvísi. *BIO\Uv\VIXHH Hafnarstræti 3, sími 12717 — 23317 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.