Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 31 við okkur ekki þessa ánægju áfram þó við eldumst dálítið, frekar það heldur en að hanga yfir drepleiðinlegum, mann- skemmandi persónuleikalýsing- um í Dallas-þáttum, með JR og co. Við kæmum að vísu sennilega til baka með rautt nef og svolítið kalt á tánum, en í staðinn með- vitaðri um það að við erum lif- andi í veröld með ótal mögu- leika. Ekki er því þó svo fyrir að fara að ekki blási oft á móti, en þann- ig er bara lífið. Jafnvel þeir sem hafa orðið fyrir stóráföllum hafa sýnt okkur hinum það á eftir- minnilegan hátt hvað má gera ef viljinn og samhjálp fara saman. Dæmi: Lamaðir fara í læknis- nám, læra í listaskóla eða bara eitthvað allt annað; blindir spila á hljóðfæri eða stilla nákvæmn- istæki, fara í sagnfræðinám í há- skóla; mál- og heyrnarlausir sýna okkur á hinn smekkvísasta hátt í sjónvarpi hvernig hægt er að tjá sig með táknmáli, stúlka sem var talin vanþroska nær sambandi við leiðbeinanda sinn og þá kemur í ljós að hún getur ort bráðfögur ljóð. Svona mætti lengi telja, en eru ekki undrin sífellt að gerast allt í kringum okkur? Við þurfum einungis að taka eftir þeim og reyna að læra af þeim og eftilvill stuðla að nýj- um með okkar lífi. Mörgum þeim sem lögðu eitt- hvað að liði þegar safnað var til Öldrunarheimilisins í Kópavogi, svo og þeir sem fyrir tveimur ár- um keyptu lykilinn til styrktar geðsjúkum, hefur eftilvill ekki þótt þeir gera stórvirki með framlagi sínu, en gáið að hvílíka blessun og undur þetta hefur þegar leitt yfir þá sem nú njóta afrakstrarins. Skjóls í Kópavogi og Bergiðjuna, verndaðs vinnu- staðar fyrir hina. Sem sagt, margt smátt getur gert ótrúlega stórt. Já, landar góðir, meira af svona góðu, þá munum við sjá að pillur og fíkniefni festast ekki í sessi í þessu þjóðfélagi okkar — flóttinn frá raunveruleikanum verður aldrei neinum til góðs. Þannig getum við reynt og gert tilraun til að svara spurn- ingunni sem ég setti fram í upp- hafi á svo ótalmarga vegu, hver og einn eftir bestu getu, með fullri reisn fram á efstu ár, eða meðan okkur auðnast tækifæri til. Lesandi góður. Byrjaðu bara að reyna sjálfur strax á morgun t.d. og lánaðu nágranna þínum skófluna þína til þess að moka snjónum af stéttinni sinni, eða hjálpaðu bara gömlu hjónunum, þessum sem búa í næsta húsi, til hins sama, og þú munt komast að því að einhverntímann hjálp- ar einhver þér. Jólabasar Ytri-Njarðvíkurkirkju í DAG, laugardaginn 4. desember, klukkan 14 heldur Systrafélag Ytri- Njarðvíkurkirkju árlegan jólabasar sinn. Á boðstólum verða jólaskreyt- ingar, kökur, ýmislegt til jólagjafa og einnig verður selt kaffi og smá- kökur. Myndin sýnir hluta af því, sem á boðstólum er. Kvenfélagskonur úr Seljasókn með afrakstur vinnukvttldanna. Basar Kvenfélags Seljasóknar Kvenfélag Seljasóknar heldur basar sunnudaginn 5. desember og hefst hann klukkan 15.00 í öldu- selsskóla að lokinni guðsþjónustu, sem hefst klukkan 14.00. Er þessi sunnudagur kirkjudagur Selja- sóknar. Kvenfélag Seljasóknar er tæpra tveggja ára gamalt og telur um 150 félagskonur. í vetur hafa verið haldin á vegum félagsins vinnu- kvöld, þar sem konurnar hafa urinið ýmiss konar muni, sem verða til sölu á basarnum. Þá verður selt kaffi og kökur, laufa- brauð og lukkupakkar fyrir börn. Aðventukvöld í Dómkirkjunni NÆSTKOMANDI sunnudagskvöld, 5. desember, verður aðventusam- koma í Dómkirkjunni og hefst hún kl. 20.30. Þessi samkoma átti upp- haflega að vera á sunnudaginn var, en þá gerði slíkt veður hér í Reykja- vík, að fresta varð öllum samkomum í bænum. Það er Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar, sem stend- ur fyrir þessu aðventukvöldi og nú vill nefndin reyna aftur í von um betra veður í þetta sinn. Með þessari samkomu viljum við minnast þess, að aðventan er hafin og jólin nálgast. Aðventu- kvöldin í Dómkirkjunni eiga sér langa sögu, og þau hafa verið fast- ur liður í jólahaldi borgarbúa um áratuga skeið. Þau eru nokkurs konar boðberi þess sem er í nánd: heilagrar jólahátíðar, enda verður dagskrá samkomunnar miðuð við það að búa okkur undir komu jól- anna. Dagskráin hefst með því að Marteinn H. Friðriksson, dómorg- anisti leikur á orgelið. Barnakór Austurbæjarskólans syngur undir stjórn Péturs Hafþórs Jónssonar. Ræðu kvöldsins flytur Ragnhildur Helgadóttir fv. alþingismaður. Sr. Andrés Ólafsson les jólasögu, en hann hefur nýlega verið ráðinn kirkjuvörður Dómkirkjunnar. Dómkórinn syngur nokkur lög undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar. Flutt verður ávarp, lokaorð og bæn og einnig verður almennur söngur. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar vill hvetja Reykvíkinga til að fjölmenna í Dómkirkjuna á að- ventukvöldið og eiga þar góða stund í nánd jóla og heyra fyrstu ómana af boðskap þeirra á þessum vetri. Aðventukvöldið er sem fyrr seg- ir sunnudaginn 5. desember og hefst kl. 20.30. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hjalti Guðmundsson Aðventukvóld 9 Veríd velkomin HOTEL LQFTLEIÐIR Einn elsti og hátíðlegasti jólasiður okkar er Aðventukvöld, sem við að þessu sinni efnum til í Blómasal sunnudagskvöldið 5. desember n.k. Víkingaskipið verður fagurlega skreytt falleg- um listmunum frá Rosenthal og tilheyrandi jólaskreytingum. Söngvarar Söngskólans í Reykjavík syngja jóla- og vetrarlög, sem allir kunna. Aðventumatseðill: Rækjufylltur Avocado Sinnepssteiktur lambavöðvi Eplabaka Við kveikium á Aðventukertinu kl. 20.00 Aðventukvöldgestir fá ókeypis happdrættis- miða við innganginn, en dregið verður um vinninga úr Víkingaskipinu. í lok „jólakvöld- anna“ verður svo dregið um stóran og fallegan jólapakka. Sigríður Ragna Sigurðardóttir kynnir föt á alla fjölskylduna frá fyrirtækjunum í Miðbæj- armarkaðnum - Misty, Herragarðinum, Dömugarðinum og Öndum og Höndum. Sigrún Sævarsdóttir kynnir „Grey Flannel“ fyrir herra og „Choc" fyrir dömur. Matur framreiddur frá kl. 19.00 en skemmtun- in hefst kl. 20.00. Borðapantanir í síma 22321-22322.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.