Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 30 Orðsending frá Vilborgarsjóði Konur sem eiga rétt á styrk úr sjóðnum gefi sig fram sem fyrst. Starfsmannaíélagiö Sókn Hamraborg 14, Kópavogi Til sölu 2ja herb. íbúð 50 fm auk geymslu. Sameig- inlegu þvottahúsi og bílageymslu. 3. hæð (efsta). Fallegt útsýni. Laus strax. Þú getur flutt inn á morgun. Til sýnis í dag og á morgun frá kl. 3—6. Efsta bjalla til hægri. Styrktarsjóður Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóönum og skulu umsóknir hafa borist stjórn félagsins eigi síöar en 15. desember á þar til geröum eyðublööum sem afhent veröa á skrifstofunni aö Skipholti 70. Stjórnin. Meistarafélags húsasmiða Frædsluþættir frá Geðhjálp Að eldast með virð- ingu og í góðu skapi Hefur þú gert áætlun um líf þitt? Þetta kann ýmsum að þykja nokkuð sérstæð spurning, en þó er hún tímabær fyrir hvert okkar sem er, því tuttugasta öld- in veitir sífellt fleirum ástæðu til |)ess að spyrja sjálfan sig þannig. Það eru nefnilega for- réttindi okkar kynslóðar að verða mun eldri en forfeðurnir. Aður fyrr var ungbarnadauði mjög algengur og margir létust úr alls konar minniháttar kvill- um, s.s. lungnabólgu, kíghósta, mislingum o.s.frv., langt fyrir aldur fram, en sem betur fer hef- ur nú tekist að koma í veg fyrir flest ótimabær dauðsföll af þess- um sjúkdómum hjá okkur und- anfarinn áratug. Það er því vert að athuga nokkuð betur einn þátt lífs okkar, en það er ellin og tengslin við andlega vellíðan. Ég held að það saki ekki að líta á þann tíma sem það tekur okkur að vaxa úr grasi og þangað til við eldumst sem þróun, sem vert er að takast á við með réttu hugar- fari og samræmdum velúthugs- uðum aðgerðum. Það er rétt að taka það fram, er hér er komið, að vissulega er aðstaða fólks mjög misjöfn til j>ess að geta framkvæmt þetta, en þó ætti að vera hægt fyrir hverja manneskju að veita sér nokkrar mínútur á dag, hvernig svo þessar mínútur eru notaðar fer eftir aðstæðum hvers og eins. Það að aga sjálfan sig hefur svo aftur áhrif á framkomu ein- staklingsins við náungann. Þess- ar fáu mínútur, sem þú veitir þarna sjálfum þér, geta því í raun orðið öðrum til blessunar. Til er fólk sem með framkomu sinni frá fyrstu viðkynningu fær aðra til að líða vel í návist sinni, ýmist með glaðværð, góð- mennsku eða hógværð, en mest um vert held ég að sé, að meira sé gert af því að hvetja og hæla fólki, eftir því sem tilefni gefur ástæðu til. Í samfélagi þar sem frístundir aukast og tæknivæðing og sjálf- virkni verður sífellt meiri, er nauðsynlegt fyrir alla að breyta um venjur og aðlaga sig breytt- um aðstæðum. Fara að vera svo- lítið forvitnari um náttúruna í kringum okkur. Ég heyrði um daginn viðtal í Ríkisútvarpinu við mann frá Húsavík, sem hafði haft það skemmtilega starf að aka meist- ara Kjarval um Norðausturland, þegar hann var þar á ferð. Hann minntist j>ess sérstaklega hvursu næmt skyn meistarinn hafði fyrir öllu umhverfi sínu, svo mjög að jafnvel rofabörð sem sér hafi áður virst ósköp venjuleg og reyndar varla tekið eftir, urðu að töfraheim, þegar Kjarval hafði lýst þeim um sinn og bent á sérkennin. Svona er þetta oft hjá okkur, við gerum okkur ekki nægjan- lega grein fyrir þeim möguleik- um, sem eftilvill bara steinsnar frá okkur. Tökum dæmi: Þegar við vorum yngri fórum við eftil- vill á skauta. Það er góð og holl útivera og hreyfing, oft samfara mikilli kátínu. Afhverju veitum Deutsche und Islánder! Adventspunsch Am 2. Advent, Sonntag d. 5. Dezember veranstalten Wir im Hotel SAGA (Seitensaal — 2. Stock, Hoteleingang) von 16—18 Uhr eine gesellige Plauderstunde bei Punsch und Pfefferkuchen. Keineswegs an Mitglieder begunden. Seid willkommen. GERMANIA. Aðventuhátíð Annan sunnudag í aöventu, hinn 5. desember, höldum viö aöventuhátiö kl. 16—18 aö Hotel Sögu (hliöarsal — 2. hæö). Veriö velkomin og takiö meö ykkur gesti. GERMANIA. Hitamælar 30 gerðir . tSfl JQ -f- JQ JQ LIQ Q_ lflj Lq 2QJ 2Q_ 1 i Til notkunar: — inni — úti í hitapotta — frystikistur — steikarofna — bíla — gönguferðir Góðar vörur Gott verð STOFNAÐ 1903 unœení ARMULA 42 ■ HAFNARSTRÆTI 21 Neyslustríð eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent Neyslustríð Náttúran lætur ekki að sér hæða. í milljónir ára þurfti mað- urinn að þróa geymsluaðferðir á matvælum án þess að hafa hugmynd um við hvaða „öfl“ hann var að kljást. Um þessa helgi stendur yfir ráðstefna RALA og Háskóla ís- lands um verksmiðjuframleiðslu matvæla á íslandi. Þar verður m.a. fjallað um þá byltingu sem varð i geymslu matvæla á þessari öld. Það var loks um 1860 sem mannkynið fékk loks að vita hvaða „öfl“ það voru sem frá alda öðli voru búin að gera mannkyninu erfiðast fyrir, þ.e. hver var lykillinn að leyndar- dóminum. Örverur. Ótrúlegt en satt. Líf- verur svo smáar að þær sáust ekki einu sinni með berum augum, sem eta allt af lífrænum toga sem á vegi þeirra verður. Þær voru undir- rót vandræðanna. Það var auðvitað Frakkinn Louis Pastcur sem uppgötvaði ör- verurnar. Þar með var ekki að- eins fundinn lykillinn að verk- smiðjuvinnslu matvæia heldur og orsök margra hrikalegustu sjúkdóma mannkyns: smitsjúk- dóma. Neyslubylting Frá örófi alda varð mannkynið að láta sér nægja mat sem var unninn með frumstæðum að- ferðum á borð við gerjun, söltun og sólþurrkun. Það var ekki fyrr en upp úr aldamótunum síðustu sem breyting varð á. Fæða unnin með þessum frum- stæðu aðferðum er yfirleitt bragð- dauf eða bragðill, oft skemmd og jafnvel úldin. Það var ekki að undra þótt krydd væru metin til jafns við gull og eðalsteina. Það var loks í kjölfar örveru- kcnningar Pasteurs að mann- kynið gat farið að beina spjótum sínum að ákveðnu marki. Óvin- urinn var loksins fundinn: örver- urnar. Og árangurinn lét ekki á sér standa enda iðnbylting í al- FÆDA OG HEILBRIGÐI gleymingi. Áður en varði komu til sögunnar nýjar aðferðir sem leystu þær gömlu af hólmi: fryst- ing, vélþurrkun, niðursuða. I fyrsta skipti í sögunni átti al- menningur kost á bragðgóðum, hollum og heilnæmum mat árið um kring og þurfti. Héðan í frá var fæðuvalið spurning um fjárhag og þekkingu neytandans. Hjarta þessarar byltingar var auðvitað ísskápurinn með til- heyrandi frystihólfi. Síðan kom frystikistan. Þar með var lagður grundvöllur að þeirri neyslubylt- ingu sem við öll þekkjum gjörla. Vinnslubylting Fáar þjóðir hafa upplifað aðra eins byltingu í vinnsluaðferðum matvæla og íslendingar. Ástæð- an var fyrst og fremst sú að hér voru geymsluaðferðir matvæla enn frumstæðari en í flestum öðr- um löndum. Ekki bætti úr skák að fæði þjóðarinnar hafði frá upphafi vega verið mestmegnis dýraafurð- ir sem hafa yfirleitt miklu minna geymsluþol en jurtaafurðir. Kröftugra geymsluaðferða var því þörf. Því miður átti þjóðin ekki völ á einni einustu skjótvirkri geymslu- eða vinnsluaðferð sem hægt var að grípa til. Það var loks eftir 1850 sem saltið kom til sögunnar og slík aðferð fékkst. Sú vinnsla sem þjóðin treysti á í þúsund ár var fyrst og fremst frumstæð meðferð á borð við gerjun og kæsingu, súrsun og reykingu, þurrkun og þá kælingu sem á rætur að rekja til kalds loftslags. í dag eru aðstæður svo breytt- ar að því verður vart með orðum lýst. I stórum matvörumarkaði hér á höfuðborgarsvæðinu skipta matvörumerki þúsundum og vinnsluaðferðir tugum. Vandi neytandans er fyrst og fremst að velja á milli, velja af- urðir sem henta honum og fjöl- skyldu hans og sem hann hefur efni á að kaupa. En valið er ekki alltaf auðvelt. Eins og við er að búast er bar- átta framleiðenda um markað- inn hörð. Neyslustríðið er í al- gleymingi hér eins og annars staðar í iðnríkjum heims. Þar koma margir þættir við sögu. Um það bil 90% af öllum þeim mat sem við borðum eru land- búnaðarafurðir. Þar af er um það bil helmingurinn íslcnskar land- búnaðarafurðir. Afgangurinn (um 10%) er sjávarafurðir. Þessar afurðir skiptast í ný- meti á borð við ferskt kjöt og ferskan fisk annars vegar og svo unnar afurðir á borð við kjötfars og fiskbollur hins vegar. Valið á milli er svo neytandans. Unnum afurðum hefur fjölgað gífurlega. I mörgum þeirra er blandað saman hráefnum úr fleiri en einum fæðuflokki. Ger- ist matvælaframleiðslan því sí- fellt flóknari. Af þessum ástæðum eru góðar merkingar orðnar lífsnauðsyn svo neytandinn viti hvað hann er að kaupa, hvert næringargildi matarins er, svo hann geti tryggt að þörfum hans og barna hans sé fullnægt. Aðferð gamlar: súrsun reyking söltun gerjun sólþurrkun nýjar: frysting niðursuða vélþurrkun Dæmi um afurð þorramatur hangikjöt saltfiskur skyr skreið kjöt grænmeti þurrmjólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.