Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 Ævintýramaðurinn Conan Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson ÆVINTÝRAMAÐURINN CONAN Leikstjóri: John Milius. Ilandrit: John Milius. Framleiðandi Edward Pressman og Buzz Feitshans á vegum Dino De Laurentiis. Sýningarstaður: Nýja Bíó. Kkki má gleyma ástmey Conans sem Sandahl Bergman leikur snöf- urlega. Upphaf jólamyndar Nýja Bíós um Conan villimann er býsna magnað. Við sjáum friðsæla hirðingja verða fyrir árás ógnarlegra vígamanna sem engu eira. Conan er lítill drengur á þessari stundu og hann horfir á föður sinn rifinn í tætlur af úlf- hundum en móðir sína afhöfð- aða. Sjálfur er hann hnepptur í ánauð en hlýtur frelsi sökum af- burða líkamskrafta og færni sem vígamaður. Við fáum svo að fylgjast emð Conan villimanni þar til hann ræðst til atlögu gegn vegendum foreldra sinna en úrslit þess hildarieiks verða ekki rakin hér. Eins og menn máski vita gerist saga Conans villimanns á forsögulegum tíma þegar heimurinn var leikvangur heiðinna guða, og miskunnsemi var óþekkt. Mér fannst upphafs- atriðið fyrrnefnda opna víða sýn inn í þann heim sem hefur svo fáa snertipunkta við samtímann. En einhvernveginn fannst mér, er líða tók á myndina, og leik- stjórinn John Milus tekur að hræra saman egypskum þjóð- lífsbrotum og hinum fornheiðnu — hin ógnarlega forna mann- lífsmynd veikjast nokkuð. Ekki bætir úr skák að maður sér greinilega andlitsfarða leikar- anna og einhvernveginn fannst mér óviðkunnanlegt að heyra amerísku hrjóta af vörum hinna forsögulegu sagnapersóna. Ég álít persónulega að myndin um Conan villimann hefði náð að grípa áhorfandann enn sterkari tökum ef leikararnir hefðu verið látnir tala á álíka nótum og í „Leitinni að eldinum", þar sem búið var til sérstakt tungumál af málvísindamönnum og mann- fræðingum. Þá hefði mátt nota meira filtera og annað slíkt tæknidót, sem umbreytir sviðinu og gerir þá mynd sem þar er brugðið upp, framandlegri og um leið sannverðugri. Annars finnst mér að John Milus hafi tekist vel að endurskapa villimanninn sjálfan. Hann hefði ekki getað fengið betri mann í hlutverk Conans. Arnold Schwarzenegger (vonandi rétt stafsett ... ) stekkur líkt og beint undan penna Robert Howard (Höfund- ar teiknimyndaseríunnar um Conan) yfir á hvíta tjaldið. Þetta vaxtarræktarundur hlýtur að vekja virðingu okkar meðaljóna og maður trúir næstum, að slíkt ofurmenni geti molað björg. Ekki spillir að Arnold hefur vel lagað andlit fyrir myndatöku og dálítð ber á þýskum hreim hjá honum enda drengurinn ættaður frá Austurríki. Má segja að Schwarzenegger (Ritað Scharw- engger í einu dagblaðanna) beri upp myndina og fylgist maður allspenntur með ferð hans um hinn ógnarlega forsögulega heim þar sem allt getur gerst. Þannig heldur þessi ævintýramynd at- hygli manns þrátt fyrir að stundum sé full nútímalegur bragur á málfari og andlits- farða. Það er eins og ævintýra- legur vöðvabúnaður Schwarzen- egger skyggi á þessa hluti og birti tíma Conans þegar lík- amsburðir tilheyrðu ekki síður guðum en mönnum. A myndinni ern: Hreggviður Jónsson framkvæmdastjóri, Gunnlaugur Heið- arsson og Ragnar Guðmundsson veitingamenn, Björgvin Jóhannsson for- stöðumaður, Gunnar Þormar tannlæknir, Gunnar Gunnarsson skrifstofu- stjóri, Þengill Oddsson læknir, stjórnarformaður Skálatúns, Vilhelm Gunn- arsson formaður starfsmannafélags Heimilistækja hf. og Birgir Örn Birgis- son verzlunarstjóri. Skálatúnsheimilið: Gjafir og lið- veizla þakkað MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá stjórn Skálatúnsheimil- isins í Mosfellssveit með ósk um birtingu: „Nú undanfarið hafa Skálatúnsheimilinu í Mosfellssveit borizt góðar gjafir frá velunnurum heimilisins. Þá hafa ýmsir lagt sitthvað af mörkum til að gleðja heimilisfólkið á Skálatúni. Ekki löngu fyrir jól héldu eig- listamenn komu og skemmtu á Selurinn gerður að blóraböggli — segir Sigrún Helgadóttir líffræðingur um ákvörð- un hringormanefndar að verðlauna seladráp „í LÖGUM um rannsóknir á vegum atvinnuveganna er i 17. grein kveðið á um, að Hafrannsóknastofnun ein skuli sjá um rannsóknir á sjávardýr- um. Að ráðherra skuli skipa nefnd úti í bæ til þess að hafa með höndum rannsóknir á selum er hreinlega brot á þessum lögum, auk þess sem hann bætti gráu ofan á svart með því að skipa einungis hagsmunaaðila fiskiðnaðarins í nefndina. Hring- ormanefnd hefur borið því við, að vísindalegar rannsóknir liggi að baki drápinu á selnum, en fáir hafa fengið að kynna sér þessar rann- sóknir, sem Erlingur Hauksson líf- fræðingur gerði,“ sagði Sigrún Helgadóttir, líffræðingur, í samtali við Mbl. en hún ásamt tveimur líf- fræðingum er að kynna sér rann- sóknir Erlings. „Formaður Hringormanefndar er í stjórn Landverndar og vegna þessarar sérstöðu Landverndar, gat hann ekki neitað Landvernd um að komast í niðurstöður rann- sókna Erlings. Því fékk Land- vernd þrjá iíffræðinga til þess að fara í saumana á þessu máli, en Stykkishólmur: Amtsbókasafnid fær veglega gjöf Amtsbókasafninu i Stykkishólmi barst um áramótin vegleg gjöf. Er það bókasafn Ketils Jónssonar frá Hausthúsum í Eyjahreppi, ásamt 200 málverkum sem hann hefur eignast á langri ævi. Gæti þetta málverka- safn orðið vísir að listasafni í Hólm- inum. Ketill Jónsson lést 9. nóvember síðastliðinn og hafði í erfðaskrá sinni ánafnað Amtsbókasafninu þessa gjöf. Talið er að bókasafnið, sem er mjög vandað, verði í svona 200 venjulega kassa og hefur skiptaráðandinn í Reykjavík óskað eftir því að bókasafnið taki við þessu sem allra fyrst. Bókasafnsstjórnin kom saman í gær og ákvað að heiðra minningu gefandans og verður nánar gengið frá því síðar. _ Fréttaritari. þeir eru auk mín Ævar Petersen og Stefán Bergmann. Við erum að vinna að þessu nú og álit er vænt- anlegt. Það er mikilvægt, að annar aðili en Hringormanefnd túlki niðurstöður rannsókna Erlings Haukssonar." — Hverjar eru helstu niður- stöður? „Ég tel í raun að verið sé að gera selinn að blóraböggli. Við vitum að fiskiðnaðurinn er í vanda. Þá er rokið upp til handa og fóta, smá- vandamál er blásið út og selurinn gerður að blóraböggli. Það er alls ekki sannað að hringormur hafi aukist í fiski, en svo er fullyrt. Engar eldri rannsóknir eru til um hringorm og því ekki hægt að staðhæfa þetta. Afstaða fólks til hringorms hef- ur breyst mjög. Fyrir um 20 árum borðaði fólk hringorm í fiski, en nú býður fólkj við þessu. Ekki er ólíklegt að þessi breytta afstaða eigi þátt í því, að menn telja að hringormur hafi aukist í fiski. Rannsóknir skortir mjög um af- leiðingar þess að minnka sela- stofninn. Ékki hefur komið í ljós, að það hafi neitt að segja þó selum sé fækkað. Ef áhrif eiga að vera áþreifanleg þarf að fækka sel gíf- urlega — sem næst útrýma. Við verðum að hafa í huga, að erlendis er mikil andstaða gegn seladrápi og öflug samtök hafa beitt sér gegn drápi á selum. Seladráp í stórum stíl hér við land gæti haft áhrif á fiskmarkaði okkar erlend- is. Stórkostleg fækkun á sel yrði geysilega kostnaðarsöm — jafnvel kostnaðarsamari en að plokka hringorminn úr fiskinum. Það er alveg jafnvitlaust að ætla að skjóta sel og skjóta til að mynda máva — það hefur engin áhrif á stofnstærð. Það er annað sem ræður meiru — svo sem fæðu- framboð. Og þar fyrir utan — hvaða rétt höfum við til þess að strádrepa lífverur, allt að því út- rýma, okkur til framdráttar? Ég fæ ekki séð að okkur sé slíkt vald gefið," sagði Sigrún Helgadóttir. Sigrún Helgadóttir, líffræðingur Mynd KÖE endur veitingastaðarins Lauga- áss, þeir Gunnlaugur Heiðarsson og Ragnar Guðmundsson heimil- isfólkinu á Skálatúni veglega há- tíð með skemmtiatriðum og ham- borgarahátíð og í lokin gáfu þeir til heimilisins örbylgjuofn. Starfsmenn Heimilistækja hf. og Heimilistæki hf. gáfu heimil- ismönnum á Skálatúni kennslu- og leiktölvu frá Philips, ásamt nokkrum snældum með mismun- andi efni til að nota í tölvunni. Formaður Lionsklúbbs Kjal- arnesþings, Bernhard Linn, færði vistfólki á aðfangadag jóla pakka með snældum með ýmiss konar tónlist. Þessi gjöf Lionsmana kemur sér afar vel, eins og gjafir þeirra svo oft áður. Þá voru haldin hin árlegu litlu jól á Skálatúni hinn 24. desember sl. og var þar sýndur helgileikur af vistmönnum. Ýmsir góðir þessari hátíð, Kór Fjölbrauta- skólans í Breiðholti söng undir stjórn Jóhanns Þóris, sem einnig lék undir jólatrénu. Ketill Larsen lék í sínu þjóðkunna gerfi, sem jólasveinn, og síðast en ekki sízt lék Graham Smith af sinni al- kunnu snilld á fiðluna sína. Allir þessir ágætu listamenn fengu að- eins þakklæti að launum og er það að vonum höfðinglega gert. Nú skömmu fyrir jól hélt lúðrasveitin Svanur stormandi tónleika fyrir fólkið á Skálatúni við mikinn fögnuð. Þá sendi bókaútgáfan Örn og Örlygur vist- mönnum nokkrar bækur, sem voru vel þegnar. Stjórn Skálatúnsheimilisins vill koma á framfæri þakklæti til allra þessara aðila fyrir sýndan vinarhug, svo og þeim fjölmörgu öðrum sem lagt hafa heimilinu lið á árinu 1982.“ Að deyja á skermi Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: La Mort En Direct. Handrit: David Rayriel, byggt á sögu eftir David Compton. Kvikmyndun: Pierre-William Glenn. Tónlist: Antonie Duhamel. Leikstjóri: Bernard Tavenier. Um þessar mundir er verið að sýna all sérstæða mynd í Regn- boganum. Nefnist myndin „La Mort en Direct" sem útleggst í prógrammi Dauóinn á skermin- um. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar þessi mynd um dauðann, nánar tiltekið um konu sem bíður dauða sína eða er látin bíða dauða síns. Myndin gerist í óræðri framtíð þegar sjónvarpið hefur náð slíkum tökum á ver- öldinni að hún andar gegnum skerminn, ef svo má að orði komast. Þannig hefur ákveðinn sjónvarpsmaður komið auga á hina dauðvona konu sem væn- legt sjónvarpsefni. Er gerð skurðaðgerð á einum starfs- manna sjónvarpsins og fest í annað auga hans örsmá sjón- varpstökuvél og annar búnaður sem gerir sjónvarpsstöðinni fært að senda út hvaðeina sem fyrir „augu“ mannsins ber. Konan varar sig ekki á þessum búnaði og á hin lifandi sjónvarpstökuvél auðvelt með að skrá síðustu stundirnar í lífi fórnarlambsins, en konan hefir áður neitað sjón- varpsstöðinni um einkarétt á að fylgjast með dauðastríðinu eða réttara sagt rift samningi við fé- lagið sem bauð hálfa milljón dollara fyrir gamanið. En það virðist ekki hægt að rifta samningi við sjónvarpið. Sóknin í æsilegra og æsilegra sjónvarpsefni er orðin slík að finni stjórnendurnir vænlegt fréttaefni, halda þeim engin bönd. Dauðastríð konunnar virð- ist og vekja forvitni því 74% áhorfenda á meginlandi Evrópu horfa á þáttinn þrátt fyrir að 34% þeirra sem spurðir voru álits á efnisvalinu lýsi viðbjóði sínum. Er dæmigert svar af- greiðslustúlku í kjörbúð sem er spurð hvers vegna hún horfi á þáttinn. „Þetta er voðalegt en hún fær mig til að gráta.“ Er Bernard Tavenier að segja okkur með þessari mynd að einu sam- skipti okkar við raunveruleikann verði í gegnum sjónvarpið? Að hið tæknivædda þjóðfélag fram- tíðarinnar verði þannig innrétt- að að hinn almenni maður kom- ist ekki í snertingu þjáningar annarra nema gegnum fjöl- miðla? í sögu David Compton sem þessi mynd byggir á er gefið í skyn að einhverntimann í fram- tíðinni verði öll heilsugæsla orð- in svo fullkomin að enginn muni deyja úr sjúkdómum, fremur úr hrörnun eða slysförum. Er þessi framtíðarsýn David Compton ekki í augsýn? Hinar dásamlegu framfarir læknavísindanna hafa gert okkur lífið bærilegt á alla lund en þær hafa líka gert mögu- legt að framlengja líf sem er ekkert líf. Hundruðum ef ekki þúsundum saman heyr fólk 'á sjúkrastofnunum vonlausa bar: áttu við sláttumanninn mikla. í krafti tækninnar verður bið þessa fólks og ástvinanna oft lengri og sársaukameiri en ef náttúran fengi að hafa sinn gang. Ég ræddi eitt sinn þessi mál við afar reynda hjúkruna- konu. Hún tjáði mér að persónu- lega vildi hún létta hinum allra máttförnustu síðustu ævistund- irnar, hugga fólkið og veita því ástúðlega umönnun á alla lund,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.