Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 Oskar Arni Blomst- erberg — Minning Kveðja frá vinkonu Fæddur 17. október 1954 Dáinn 1. janúar 1983 Ég var harmi slegin þegar mér bárust fregnir að morgni nýárs- dags að Óskar væri dáinn. Hann sem hafði verið með okkur á ný- ársnótt ásamt unnustu sinni svo hress og kátur. En enginn veit sinn næturstað. Ég var búin að þekkja Óskar síðan sumarið 1968, og vorum við góðir vinir. Unglingar sem ræddum lífið fram og aftur. Síðan giftist bróðir minn systur hans og því hélst vinskapur okkar alltaf. Óskar var ætíð glaðvær og mikill hressleiki stafaði frá honum, hann var vinur vina sinna. Hestar voru hans áhugamál, þess vegna var heimili hans fyrir utan bæinn, til að hann gæti haft dýrin sín hjá sér. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja þennan kæra vin, við hitt- umst öll einhvern tíma handan móðunnar miklu. Megi Guð styrkja foreldra hans, unnustu, systkini og litlu dóttur hans í þeirra miklu sorg. Fari hann í friði. Friður Guðs blessi hann. Auðbjörg Kristvinsdóttir Það er erfitt að hugsa til þess og þurfa að sætta sig við það að hann Óskar bróðir okkar sé horfinn. Treganum og sorginni verður ekki lýst með orðum. Hlátur hans heyrist ekki lengur, en hann ómar þó í hjörtum okkar. Hann var blíður, góður og tryggur bróðir. Það er ekki öllum gefið að eiga ljúfa sál og hreint hjarta. Aldrei fór hann fram á neitt í stað gerða sinna. Hann var ánægðastur með eitt þakklætis- bros í staðinn. Við systkinin sem eftir erum hugsum margt núna. Allar bernskuminningarnar að leika sér saman, gráta, hlæja, tuskast og rífast, tala saman, allt var þetta hluti af því að vera systkini, þroskast, stækka og lifa. Sorgin mun sitja lengi í hjört- um okkar við bróðurmissinn. Ei- lífar hugsanir hrannast upp í hug- um okkar. Af hverju hann? Af hverju hann? Það eina sem við getum sætt okkur við, er að við munum hittast aftur, þó síðar verði. Við elskuðum Óskar og minning hans á ávallt fastan bústað í hjörtum okkar. Hann verður alltaf sami stóri fallegi Óskar. Við biðjum bróður okkar guðs blessunar og biðjum guð að láta engla sína standa vörð við hans næturstað. Hans systkini, Erama, Hansi, Biggi og Setta 1 dag, föstudaginn 7. janúar 1983, fer fram útför Óskars Árna Blomsterberg frá Dómkirkjunni, en hann lézt með sviplegum hætti á nýársnótt sl. Oskar Árni fæddist 17. október 1954 í Reykjavík, næstelstur fimm systkina, þeirra Emmu (f. 18.04 ’50) giftri Ómari Kristvinssyni (f. 09.05 ’50), Hans (f. 18.03 ’54), ókvæntur, Birgis (f. 08.11 ’60), kvæntum Bryndísi Jónsdóttur (f. 04.03 '61) og Sesselju (f. 29.09 ’63), ógiftri heimasætu. Hann var skírður í höfuðið á afa sínum, Óskari Árnasyni (f. 12.10 1894) er um nálega hálfrar aldar skeið var stýrimaður og skipstjóri á togurum, en dvelst nú á DAS í hárri elli. Foreldrar Óskars, Níels Maríus Blomsterberg, kjötiðnaðarmaður, (f. 15.01 ’27) og María Þórhildur Óskarsdóttir, (f. 18.06 ’31), hafa búið allan sinn búskap hér í Reykjavík og nálega tvo sl. áratugi að Lambastekk 2 í Breiðholti. í foreldrahúsum óx Óskar upp ásamt systkinum sínum, glöðum og kátum hópi, umvafinn um- hyggju foreldra, svo og afa „nafna“ og ömmum, Sesselju Þórðardóttur (f. 11.12. 1892, d. 1972) og Annelise Blomsterberg (f. 02.11 1906), er ósjaldan litu til með hópnum. Áð loknu skyldunámi og gagn- fræðanámi í Lindargötuskóla hófst leitin að lífsstarfi og framan af vann hann ýmiss konar verzl- unar- og skrifstofustörf hér í borg, en að fáum árum liðnum fluttist hann til Akureyrar og fékkst þar við fiskverzlun um 2ja ára skeið unz hann fluttist aftur heim til föðurhúsa til að aðstoða föður sinn við kjötiðnaðarfyrirtæki er hann þá hafði stofnað og vann hann þar æ síðan sem hægri hönd föður síns við öll störf sem leysa þurfti og gekk ötullega fram í hverju því verki sem hann tók sér fyrir hendur og þótti honum jafn- an sjálfsagt að taka að sér erfið- ustu verkefnin er að höndum bar. Hann var öllum bóngóður og var ljúft að gera mönnum greiða og þeir voru því að vonum ófáir er Minning: „„Dáinn, horHnn** — harmafrt-gn. Ilvílíkt orð mig dynur yfir. Kn ég veit, aó látinn lifir. I»að er huggun harmi gegn." Þessar hendingar úr eftirmæl- um eftir Jónas Hallgrímsson um látinn vin sinn, Tómas Sæmunds- son komu mér í huga er ég frétti lát vinar míns, Gunnars Oskars- sonar, er lést af slysförum á ný- ársdag. Gunnar Sigurður Óskarsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Reykjavík 3. apríl árið 1943, sonur hjónanna Guðleifar Guðjónsdóttur og óskars E. Sig- urðssonar. Hann var tæplega fer- tugur að aldri, í blóma lífsins, þeg- ar hann kveður þetta líf og mér finnst heimurinn nú allur annar og verri eftir sviplegt fráfall þessa góða drengs. Mér er enn í fersku minni er við Gunnar hittumst fyrst fyrir rúmum átján árum á félagsfundi í risherberginu í húsa- kynnum Æskulýðsfylkingarinnar, sambands ungra sósíalista, að Tjarnargötu 20 hér í borg. í fé- lagsheimilinu var saman kominn hópur æskufólks er vildi vinna að bættum kjörum verkafólks á ís- landi. Við tókum hvorugir til máls enda báðir hlédrægir að eðlisfari, en heitar tilfinningar Gunnars Óskarssonar til verkafólks og bar- áttu alþýðusamtakanna leyndu sér ekki. Hann var alla tíð sam- herji þeirra sem minnst máttu sín í þjóðfélaginu. Óvenju bjart var yfir svipmóti hins unga sveins. Hann var ljóshærður, fríður sýn- um og handtakið hlýtt og innilegt. Allt hans viðmót bar vott um traustan og heilsteyptan dreng. í gleði þeirra daga var margt spjailað og stundum lifað hátt, enda æskumenn á ferð er kunnu sér ekki hóf, tendraðir lífsþrótti og sáu í hillingum bjarta veröld. Þar sem Gunnar fór, þar var gott að vera í leik og starfi. Gunn- ar hafði góðan húmor og það var fjarri honum að kvarta þó ekki leituðu til hans um fyrirgreiðslu eða aðstoð í smáu og stóru. Vina- og kunningjahópurinn var því stór og í þeim hópi var hann ætíð hrók- ur alls fagnaðar. Fyrir rúmlega ári stofnaði hann eigið heimili að Hátúni við Rauða- vatn með unnustu sinni, Þórdísi Sigfúsdóttur (f. 03.06 1964), Sig- fúsar Sveinssonar, bátasmiðs í Kópavogi og konu hans Hrafnhild- ar Þórarinsdóttur, ásamt lítilli 2ja ára fósturdóttur, Þórhildi Björk. Brúðkaup þeirra átti að fara fram í nóvember sl. en vegna jól- anna og af ýmsum ástæðum hafði því verið frestað fram yfir áramót. gengi allt samkvæmt áætlun. Að loknu gagnfræðaskólaprófi átti sjómennskan hug hans allan. Hann starfaði um skeið sem há- seti um borð í íslensku fraktskipi sem sigldi til útlanda og síðar um borð í varðskipi íslensku Land- helgisgæslunar. Gunnar hóf nám í bílasmíði snemma á sjöunda ára- tugnum, en hvarf fljótlega frá því námi og vann næstu árin við verslunarstörf í húsgagnaverslun- inni Búslóð eða þar til hann byrj- aði vinnu við virkjunarfram- kvæmdir við Búrfell og þar starf- aði hann til ársins 1970 að hann fór til Svíþjóðar og vann hjá skipasmíðastöð í Malmö um tíma. Það var á þeim árum er atvinnu- leysi gerði vart við sig á íslandi og hópur íslendinga fór til Norður- landanna í atvinnuleit, sumir sett- ust þar að til frambúðar. Við Gunnar skrifuðumst á reglulega á meðan hann dvaldi í Svíþjóð. Ég sagði honum fréttir af íslenskri pólitík og af því markverðasta sem var að gerast þá í menning- armálum. Gunnar átti stórt og gott bókasafn og fylgdist alla tíð vel með innlendum og erlendum skáldskap og sótti leiksýningar leikhúsanna í Reykjavík, þegar efni og aðstæður leyfðu. Hann unni listum og var áhugamaður um framgang þeirra og vöxt. Ég sendi honum einnig til Svíþjóðar blöð og bæklinga, þar til hann hringdi til mín einn fagran dag að sumri og kvaðst vera kominn aft- ur heim til íslands og ég tók gleði mína að nýju, fagnaði vini mínum heimkomnum og við gerðum okkur glaðan dag í hópi vina og samherja. Einhverjar bestu stundir lífs míns eru tengdar vini mínum Gunnari óskarssyni. Við fórum saman í ferðir um ísland, skoðuðum náttúru landsins og samverustundirnar með Gunnari við slík tækifæri eru mér ógleym- anlegar og munu fylgja mér alla tíð. Á unglingsárum sínum hafði Óskar eignast litla dóttur, Sonju Björk, með æskuvinkonu sinni, Ingunni Sigurgeirsdóttur, (f. 25.12 1957), en þótt leiðir þeirra hafi eigi legið saman var ætíð með þeim og hennar fjölskyldu mikil og góð vinátta og mjög kært með feðginunum. Oskar var alla tíð mikill nátt- úruunnandi og dýravinur, enda hændust að honum öll dýr og hans mesta yndi var að vera með þess- um vinum sinum úti í guðs grænni náttúrunni, er hann unni svo mjög. Hann gat því aldrei unað sér við að búa neins staðar þar sem ekki voru aðstæður til að hafa dýr á heimilinu og var því alsæll að Hátúni við Rauðavatn með hesta sína, hunda og kanínur. Hann var alla jafnan glaðsinna og lífsgleðin geislaði frá honum er hann var á ferð með ferfætlingum og vinum sínum. Ef til vill var það þessi lífsgleði, hjálpsemi og starfsþróttur í allri umgengni við menn og málleysingja og allt sköpunarverk almættisins sem olli því að hann var ávallt trúr og tryggur sinni barnatrú, sem iðu- lega kom glögglega fram er slík mál bar á góma. Þar átti hann sína vissu von er aldrei hvikaði í neinu. Segja má að viðhorf hans til lífsins hafi á margan hátt verið líkt og fram kemur í sálminum: Lát mig starfa, lát mig vaka, lifa meðan dagur er. Létt sem fuglinn lát mig kvaka, lofsöng, Drottinn, flytja þér meóan *vin endist mér. Lát mig iðja, lát mig biðja, lífsins faðir, Drottinn hár. Lát mig þreytta, þjáða styðja, þerra tár og græða sár, gleðja og fórna öll mín ár. Oterdahl — Margrét Jónsdóttir Systkinin hafa alla tíð verið mjög samrýnd og samheldin og Hann hafði um sumur sem ung- ur drengur dvalið í sveit vestur á Mýrum hjá skyldfólki sínu í föður- ætt. Eitt sinn fyrir tæpum áratug heimsóttum við æskuvin hans og félaga, Hörð, sem býr búi vestur á Mýrum og áttum þar dýrlegar stundir. Gunnari þótti vænt um dýrin, hann hafði sérstakt dálæti á hestinum og eignaðist síðar tvo hesta sem hann hlúði að og vitjaði um eins oft og tækifæri gáfust frá atvinnu í Reykjavík. Við ræddum eilífðarmál, lífið og tilveruna. Gunnar trúði því að líf væri að loknu þessu lífi. Hann las og kynnti sér skoðanir spíritista og guðspekinga og átti það sam- eiginlegt með fjölmörgum íslend- ingum að leita að hinstu rökum tilverunar. Hann þráði, eins og svo margir aðrir þegnar nútíma verð- bólguþjóðfélags, innri frið á tim- um upplausnar og öngþveitis. Þann frið tel ég að hann hafi fund- ið er hann gerðist félagi og ötull liðsmaður Mormónakirkjunnar á íslandi fyrir örfáum árum. Hin andlegu verðmæti voru honum ávallt rík í huga, hin veraldlegu skiptu hann litlu máli. Faðir Gunnars, Óskar E. Sigurðsson, lést fyrir tæpum áratug eftir lang- varandi heilsubrest. Eg kynntist honum nokkuð og mér verður nú hugsað til þess hversu líkir þeir feðgar voru, ekki bara i útliti held- ur einnig í sér. Þeir voru góðir vinir og félagar, glaðværir og skemmtilegir og áhugamál þeirra ótrúlega lík, og Gunnar hélt mikið upp á vísu eftir föður sinn, sem var góður hagyrðingur, en vísan er svona: SVAR MITT eftir Billy Graham * Aminning . Þér hafið ferðazt um allan heiminn og kynnt yður, hvernig ýmsar kirkjur starfa. Öll vitum við, að eitthvað amar að kirkju Krists á okkar tímum. Viljið þér segja okkur, hvað þér haldiö að það sé? Hvaða ráð vilduð þér gefa löndum okkar, sem játa trúna á Krist, og kristnum mönnum um allan heim? Kristinn læknir dó hér fyrir nokkru. Hann hafði fengið krabbamein í lifrina. Nú hafði hann verið beðinn að tala á kristilegu móti, og hann svaraði beiðninni með þessum orðum: „Kæri bróðir, ég hafði hlakkað til þess að vera með ykkur, en nú hlakka ég til þess, sem er enn þá mikilvægara. Ég hef fengið kröftugt krabbamein í lifrina, að vilja Drottins, og það breiðist ört út. Þess vegna eru allar horfur á því, að ég verði í návist Drottins, áður en mótið ykkar hefst. Flytjið öllum mótsgestum þessi skilaboð: Hættið að leika ykkur með kristindóminn." Þetta yrði ráðlegging mín til kristinna manna nú um stundir: „Hættið að leika ykkur með kristindóm- inn!“ Það er orðið tímabært, að við tökum Krist og boðorð hans alvarlega. Fimm menn fæðast á hverj- um fjórum sekúndum, 90 þúsund manns á hverjum sólarhring. Um aldamótin munu jarðarbúar verða um helmingi fleiri en þeir voru fyrir tíu árum. Synd- ir og lestir ríkja meðal fjöldans. Því aðeins getum við náð til alls þorra manna, að þeir, sem játa nafn Krists um víða veröld, hætti að leika sér með krist- indóminn. Hvernig getum við losnað úr þessum álögum? Með því að hver og einn byrji að taka Krist og kröfur hans alvarlega — nú í dag. t stir okkar. látin. MARGRÉT G. GUDMUNDSDÓTTIR, Grundarstíg 5, Sesselja Guömundadóttir, og systkini. Qunnar Siguröur Oskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.