Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 Pétur SigurAsson Matthías Á. Mathiesen Sverrir Hermannsson Mánaðarfrí þingmanna við þessar aðstæður óverjandi — sögðu talsmenn Sjálfstæðisflokks Tillaga ríkisstjórnarinnar um mánaðar þinghlé hlaut snarpa and- stöðu á Alþingi, þó samþykkt yrði. Stjórnarandstaða taldi ekki verjandi að þingmenn tækju sér svo langt starfsfrí þegar jafn mörg og jafn þýðingarmikil mál lægju óunnin og óleyst, rekstrarstaða undirstöðuat- vinnuvega, einkum sjávarútvegs, lánsfjáráætlun, kjördæmamál, nýr vísitölugrundvöllur o.m.fl. Hér verð- ur lauslega drepið á þann þátt um- ræðna er einkum snerti mál sjávar- útvegs. Hlutur útvegs og sjómanna skertur Pétur Sigurðsson (S) sagði m.a., að málefni sjávarútvegs hefðu lítt komið til umræðu á Alþingi, þótt ríkuleg ástæða hefði verið til. Nauðsyn bæri til að sjávarútvegs- ráðherra gæfi þingmönnum upp- lýsingar um stöðu mála í þessum undirstöðuatvinnuvegi, áður en þinghlé kæmi til. Pétur ræddi um fiskverðs- ákvörðun, stöðu útvegs og vinnslu. Okkur er sagt að fiskvinnslan hagnist lítillega, sagði Pétur, en þrátt fyrir það þoli hún enga fisk- verðshækkun. Þær raddir heyrast og, að fiskvinnsluna vanti töluvert svo hagur hennar sé viðunandi, þann veg að hækkun fiskverðs, sem henni verði gert að greiða, auki aðeins á hallann. Þá bera sjó- menn og útvegsmenn ugg í brjósti vegna samsetningar afians, vegna aukins hluta smáfisks og milli- fisks og ef ’76-árgangurinn af þorski lætur ekki sjá sig á kom- andi vertíð kemur hann vart við sögu meir. Þá geta allir gert sér hugmynd um, hvar við stöndum. Söluhorfur ýmissa sjávarafurða eru og í meiri óvissu nú en oft áður. Þeir sem gerst þekkja til freðfisksmarkaðar í Bandaríkjun- um telja nauðsyn bera til að hvalveiðar okkar verði lagðar niður, svo söluhagsmunum okkar vestra verði ekki stefnt í voða. Enn hefur ekkert heyrzt frá ríkis- stjórninni, hvað hún hyggst gera í sambandi við hvalveiðar okkar. Það heyrist, einkum í hliðarsöl- um þings, að mikið sé óselt af skreið. Ekki er mér kunnugt um að ríkisstjórnin hafi neitt gert til að efla þann markað. Hitt veit ég að skreiðarkaupmenn frá Nígeríu, sem reyndu að komast til landsins í gær eða fyrradag, komust ekki og sneru til Noregs, en þar er nóg af skreið falboðið. Ef ekki verður hægt að verka í skreið á komandi vertíð verðum við í stórvandræð- um með smáfisk. Morgunblaðið hefur skýrt frá því, að tap útgerðar væri hátt í 600 m.kr., en inn í það dæmi vantar togaraflotann og um 100 vélbáta, þar af 52 loðnubáta, sem hafa hvað versta útkomu. Ef tekið er mið af ráðstöfunum, sem gerðar voru 1. september sl. til bjargar útgerðinni, þ.e. 60 m.kr. frá sept- ember til desember, og miðað er við sömu aðstæður, vantar 250 m.kr. næsta ár. Útgerðarmenn fullyrða, að þrátt fyrir fiskverðshækkun 1. desember sl. sé staða útgerðar lak- ari en fyrir stöðvun flotans í byrj- un september. Lög um 7% olíu- gjald falla úr gildi um áramótin, en það mái hefur ekki verið rætt á Alþingi síðustu vikurnar. 6% niðurgreiðsla fellur og niður um áramót. Það hefur heldur ekki verið rætt hér. Það er talið af þeim sem til þekkja að 26% hækkun fiskverðs þurfi til að koma handa þeim hluta flotans, sem við hefur verið miðað, til að ná svokölluðum núllpunkti. Það er ekki nema eðli- legt að menn undrist þegar talað er um þetta sem „lítilsháttar vandamál“ og það sé sjálfsagt að senda þingið heim þegar svo horf- ir sem hér hefur verið greint frá. Getur ríkisstjórn, sem ekki hefur þingmeirihluta að baki sér, af- greitt slík mál eða önnur hliðstæð með bráðabirgðalögum? Hrikaleg staða einstakra fyrir- tækja í sjávarútvegi, sem mikil- vægu hlutverki gegna í verðmæta- og atvinnusköpun, hlýtur og að vekja ugg í brjósti, en rekstrar- staða fyrirtækja almennt hefur verið veikt og skekkt, og þarf skammt að líta, eða til ýmissa rikisfyrirtækkja, s.s. áburðarverk- smiðju, er tengjast fjárlagagerð sem nú er að unnið. Þá er heldur ekki hægt að horfa framhjá því að minnkandi afli og breytt aflasamsetning hefur rýrt tekjur sjómanna langt umfram aðrar stéttir, þó allir hafi fengið sinn skammt af kaupmáttarskerð- ingu síðustu misserin. Mánaðar orlof þingmanna Matthías Á. Mathiesen (S) sagði ekki við hæfi að Alþingi sam- þykkti mánaðar orlof til handa þingmönnum, þegar jafn mörg óleyst vandamál biðu úrlausnar og nú væri, eins og ríkisstjórnin stefndi þó að. Að samþykkja mán- aðar frí undir slíkum kringum- stæðum, sem Pétur Sigurðsson lýsti hér áðan, er óverjandi. Sú samþykkt um lengingu orlofs, sem Alþingi hefur nú sam- þykkt, hefur ekki verið tekin inn í Björgin sótt í greipar ægis. það dæmi um rekstrarstöðu at- vinnugreina, er hér er um fjallað. Það hefur heldur ekki verið gert ráð fyrir þeim vaxtagreiðslum og þeim fjármagnskostnaði sem leið- ir af lausaskuldum og ekki má gleyma hækkun afurðalánavaxta. Matthías fór síðan nokkrum orðum um stöðu fiskvinnslunnar, óselda skreið, og spurði, hvort Al- þingi eigi að taka sér langt frí, þegar horfði eins og nú gerði um samkeppnisstöðu helztu útflutn- ingsatvinnuvega okkar á sölu- mörkuðum, og láta eins og ekkert bjáti á. Ég held að það sé skynsamleg- ast í þessari stöðu að tillaga ríkis- stjórnar um mánaðar frí Alþingis verði tekin til baka og þingi aðeins frestað fram í fyrstu viku janúar á nýju ári — og þingmenn gangi til starfa sinna í fyrstu vinnuviku hins nýja árs eins og aðrir lands- menn. Vita ekki sitt rjúkandi ráö Sverrir Hermannsson (S) sagði forsætisráðherra hafa farið fram á að Alþingi verði sent í mánaðar leyfi, þegar þann veg væri um hnúta búið i þjóðarbúskapnum, að ástandið væri alvarlegra en nokkru sinni fyrr, hvað snerti undirstöðu atvinnuvega okkar, veiðar og vinnslu. Þegar vakin er athygii á þessu og spurt, hver áform séu uppi hjá stjórnarliðum næstu daga og vik- ur, þá fást engin svör. Þessi þögn verður ekki túlkuð á annan veg en þann, að þeir, sem tekið hafa að sér forystu í þjóðmálum, viti ekki sitt rjúkandi ráð, hafi engin bjargráð kortlögð. Sú þögn, sem einkennir ríkis- stjórnina, þegar spurt er um viðbrögð í vanda, verður ekki skýrð með öðrum hætti. Það á að láta reka undan veðri og vindum. „Ég þarf engu við þetta að bæta,“ sagði Sverrir, „þögn þessarar stjórnar, sem raunar er glymjandi þögn, skýrir sig bezt sjálf." Dalvlk: Fyrstu refirnir til Dalalæðu hf. Dalvík, 2. janúar DAGINN fyrir gamlársdag komu fyrstu refirnir í nýtt refabú Dala- læðu hf. i Svarfaðardal. Voru þetta 90 blárefir, læður og högnar, sem keyptir voru frá Grenivík. Dalalæða hf. er nýstofnað hlutafélag um loðdýrarækt. Nokk- urn tíma tók að fá land undir starfsemina. Leitaði félagið fyrir sér í landi Dalvíkurbæjar en var synjað en að endingu fékkst jarð- næði í Svarfaðardal í landi Sökku. Eigendur félagsins eru bændur úr Svarfaðardal ásamt Skarphéðni Péturssyni á Dalvík sem jafn- framt er frumkvöðull að stofnun félagsins og verður hann bústjóri. Nú í sumar var unnið að því að reisa hús fyrir refina og var reist um 1300 fm stálgrindarhús sem Víkursmiðjan á Dalvík sá um smíði á. Er þetta húsnæði töluvert umfram þær þarfir sem þessir 90 refir hafa en forstöðumenn félags- ins gera sér vonir um að heimild fáist til að fjölga refunum á næstu árum. í vetur komu refir í tvö önnur bú í Svarfaðardal, í Ytra- Garðshorni og að Þverá í Skíða- dal. Á báðum þessum stöðum er refarækt sem hliðarbúgrein og eru um 40 refir í hvoru búi. Eitt stærsta loðdýrabú landsins er á Dalvík, að Böggvisstöðum. Þar eru nú rúmlega 3.000 minkar og um 550 refir, karl- og kvendýr. Þar starfa jafnaðarlega 7—10 manns en á háannatímum starfa þar milli 15 og 20 manns. Við búið að Böggvisstöðum er starfrækt stór og mikil fóðurstöð og munu búin öll fá keypt fóður þaðan. Þá munu áhugamenn um loðdýrarækt víðar að við Eyjafjörðinn hafa sýnt áhuga á að fá keypt fóður frá Böggvisstöðum en fullvíst er að stöðin muni geta sinnt fleiri búum. Þrátt fyrir nokkra verðlækkun á refaskinnum nú um þessar mund- ir gera menn sér góðar vonir um þessa nýju búgrein hér á landi. Verð á skinnum er nokkuð háð tískunni hverju sinni og því oft miklar sveiflur í verði. Telja menn þó að hér á landi séu góð skilyrði fyrir loðdýrarækt og að sú búgrein geti gefið nokkrar gjaldeyristekj- ur. Fréttaritarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.