Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 Bogfimi Maríönnu eftir Jón * Asgeirsson Maríanna Friðjónsdóttir, er titl- ar sig „dagskrárgerðarmann FFD, Sjónvarpinu," ritar pistil í Morgun- blaðið 4. janúar, að því er virðist fyrir hönd sjónvarpsins, til að skella smáfiskloku á kinn Ingólfs Guðbrandssonar, fyrir að greina ekki á milli Tsjaíkovsky og Dvor- áks. Undirritaður sá þáttinn „Landið okkar" og telur að í þessu máli sé það smáatriði hvort Ingólfur fer frílega með höfundanöfn. Hér skiptir máli það smekkleysi er kemur fram í vali tónverkanna og svo sú „fag- mennska" að tilgreina ekki við lok myndasýningarinnar hvaða tónlist var notuð og hverjir voru flytjendur hennar. Tónlist, bæði í leikhúsi og við gerð sjón- varpsmynda, er mjög oft notuð til að undirstrika eða jafnvel gefa til kynna þá stemningu er myndhöfundur vill leggja áherslu á. í þessu myndverki mátti heyra Bæheimska róman- tík, franskan „impressjónisma", spánska tónlist og bandaríska kvikmyndatónlist. Það má því segja að þarna sé heimsmenn- ingin komin í „bland við tröllin". Flestir þeirra er sátu ásamt undirrituðum fyrir framan sjón- varpið og sáu umræddan þátt, voru sammála um að þarna væri „hljóðtjöldun" sjónvarpsins sér- lega ósmekkleg og stíllaus. Það er eins og hver silkihúfan sé þar upp af annarri og því undarlegt að lesa í greinarkorni Mariönnu, „að val tónlistar mótist af and- blæ myndraðanna hverju sinni, þannig að mynd og tónlist renni saman í eina heild". Mikið rétt, en þá er betra að sá sem velur saman mynd og tónlist hafi þar til meiri þekkingu, t.d. er varðar tónlist, en einfalda hlustunar- reynslu. Tónlist er alþjóðleg, eins og Maríanna tilgreinir, en hún ber einnig með sér marg- vísleg staðbundin og einstakl- ingsbundin skilaboð höfundar og umhverfis, bæði er varðar stíl og innihald. Um það hvort Ingólfur hafi þekkt „samtíninginn" eða ekki og hvort hér sé á ferðinni smekkleysa eða snilld, var ekki erindi undirritaðs við grein Mar- íönnu, heldur smáhugmynd sem sló niður við lestur síðustu máls- greinarinnar. Hugmyndin er spurning. Hefur Sjónvarpið fengið leyfi til að nota hljóðrit- anir þær sem tilgreindar eru í umræddri grein? Samkvæmt lögum um höfunda og flutn- ingsrétt er tilgreint á öllum ein- tökum hljóðritanna, að önnur notkun en einkahlustun sé óhcimil. Höfunda- og flutnings- réttarmál hafa næsta lítið verið rædd hér á landi og þarft verk að kanna með hvaða hættir þessi mál hafa verið útfærð, aðallega er varðar óheimila notkun, bæði á innlendu og erlendu listefni. Ekki þyrti það að verða til að áfellast þá er sakir fákunnáttu á sviði höfundaréttar hafa ekki farið rétt að, heldur til að skapa framtíðarfestu í meðferð þeirra „eigna" manna, sem kallast hug- verk og þá ekki síður varðandi notkun manna á vernduðum flutningi eldri tónverka. í þessu efni eru íslenskir aðilar illa á vegi staddir og má mikið vera, ef ekki tekur að styttast í að ein- hver dugandi maður afli sér heimilda til innheimtu fyrir helstu hljóðritunarfyrirtæki heimsins. Þá er næsta víst að sú tónlist sem tekin er með heimild „sjóræningjans" gæti orðið margfalt dýrari en jafnvel sér- staklega samin tónlist. Það al- varlegasta við þessa yfirlýsingu Sjónvarpsins (greinarkorn Mar- íönnu), er sú stefna, að gera verk sín svo úr garði að þau séu „sec- ond hand“, en ekki frumsamin og verður að leita til allra van- þróuðustu þjóða heimsins, til að finna dæmi um svona hömlu- lausa notkun á efni annarra höf- unda. Komy Schneider horfist í augu við dauðann. en ekki framlengja dauðastríð þess með tæknilegum aðgerðum. Kom til tals að í framtíðinni væri ef til vill hægt að fram- lengja dauðastríðið um ár ef ekki áratugi og hvar stæðum við þá. Ekki vil ég leggja mat á þessi ummæli, til þess skortir mig þekkingu, en það fer ekki hjá því að mynd Bernard Tavenier Dauð- inn á skerminum veki upp ýmsar spurningar hjá leikmanninum tengdar læknavísindunum. Þess- ar spurningar verða áleitnari vegna þess frásagnarháttar sem Tavenier velur en hann reynir ekki að umskapa sviðið og færa það þannig fjær nútíðinni. Myndin er alfarið tekin í skosku hálöndunum og í Glasgow. Beitir Tavenier mjög kvikri myndatöku en hefur gjarnan hvert mynd- skeið með kyrrstæðri beitingu myndavélar. Hann dvelur mest við eyðilega staði og fátækra- hverfi líkt og kreppan sem nú virðist í aðsigi hafi náð fullum þunga á þeim tíma er myndin lýsir og því sé umgjörð mann- Hfsins lítið breytt. Þá hefir Tavenier valið svipað- an frásagnarhátt og Michelang- elo Antonioni gerði frægan á sínum tíma. Eru persónurnar leiddar fram og aftur um sviðið líkt og í draumi eða martröð væntanlega í þeim tilgangi að við getum í ró og næði rannsak- að innri viðbrögð þeirra og sál- arhjúp. Hér reynir nokkuð á þol- inmæði áhorfandans en ekki síð- ur á þolrifin í leikurunum sem flestir bregðast rangt við myndatökunni jafnvel Max von Sydow sem virðist hafa gleymt því sem Bergman kenndi honum. Romy Schneider sem leikur hina dauðvona konu er sú eina í leik- arahópnum sem hefir fullt vald á þessum leikmáta. Hin draum- kenndu augu — sem nú eru brostin — bera Schneider inn í þá framtíð sem þarna er brugðið upp. Framtíð sem við höfum ef til vill þegar náð í skottið á. 11 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir 16 BJÖRNBAK Kent Kirk fyrir framan skip sitt í höfninni í Esbjerg áður en hann hélt á miðin við Bretlandsstrendur ásamt fjölda fréttamanna. hefur lýst yfir vilja sínum til að koma á sáttum í deilunni, en V-Þjóðverjar gegna nú for- mannsstöðu í Efnahagsbanda- laginu. Á hinn bóginn hefur Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, sýnt, að hún hefur engan áhuga á samningum. Bresk sjómannasamtök leggja mikið upp úr þessu máli og virð- ist sem breska stjórnin vilji eða geti ekki sýnt frumkvæði af einu eða öðru tagi í átt til samkomu- lags. Danskir og breskir sjómenn hafa um margra ára skeið átt gott samstarf og notað hafnir hvors annars og ætíð verið vel- Fiskveiðideilan orðin hápólitískt kosningamál Eins og alþjóð mun kunnugt eru Danir nú komnir út í fiskveiði- deilu við Englendinga. Flestir vilja telja að ásteitingarsteinninn sé fyrst og fremst barátta um „prins- ipp“ og vinsældir lesenda síðdegis- blaðanna fremur en fiskistofna. Fjöldi breskra sjómanna heldur því ennfremur fram, að með þeirri pólitík sem beitt hefur verið og þeim málamiðlunartillögum sem fram hafa komið í deilunni, hafí verið skotið hátt yfír markið. reska stjórnin hefur búið sjö fiskveiðieftirlitsskip undir það að fara á miðin með litlum, sem engum fyrirvara, til þess að fylgjast með aðgerðum danskra fiskiskipa við strendur landsins. Þá er breski flotinn reiðubúinn til taks og ratsjár- og eftirlits- flugvélar hersins flugu könnun- arflug yfir miðin á þriðjudag og tóku ljósmyndir af dönsku skip- unum. Leiðindaveður var enn á mið- unum, hvassviðri og töluverður sjór. Þegar þetta var skrifað biðu 5—6 dönsk skip eftir því að veðrinu slotaði og þau gætu haf- ið veiðar. Skipin eru reiðubúin að fara inn fyrir 12 milna fisk- veiðilandhelgi Breta og formað- ur sjómannafélagsins í Esbjerg, sem einnig á sæti á Evrópuþingi Efnahagsbandalagsins, Kent Kirk, er farinn á miðin í fylgd fjölda fréttamanna. Það er yfirlýst ætlun hans að fara inn fyrir 12 mílurnar við Bretlandsstrendur til þess eins að fá mál sitt tekið fyrir hjá breskum dómstólum. Hann segir það ekki skipta sig neinu þótt uppátækið kunni að kosta hann 7—800.000 danskra krónur. Verði hann tekinn í breskri land- helgi ætlar Kirk sér einnig að fá málið tekið fyrir hjá EBE- dómstólnum, þar sem hann telur sig eiga alla möguleika á að knýja fram sigur. Þar með geti hann þvingað Englendingana að samningaborðinu um fiskveiði- samning EBE á ný. Danir hafa að mestu leyti ver- ið útilokaðir frá hinum svonefnda „spærlings-kassa“, sem teygir sig út í Norðursjó meðfram austurströnd Skot- MARGARET THATCHER: enga samninga. lands. Þar með eru Danir til- neyddir til að leita fanga á öðr- um veiðisvæðum út af Shet- landseyjum. Þar verða þeir einn- ig að halda sig utan við 12 mílna landhelgina og það er einmitt á þessu svæði, sem hættan á árekstrum er hvað mest. Á þess- um árstíma leita stórar torfur af brislingi upp að ströndinni. Dan- ir hafa í fjölda ára veitt á þessu svæði og getað fylgt torfunum inn að landinu. Það er því afger- andi spurning fyrir Dani hvort þeir fá leyfi til að fara heim úr „Shetlandseyja-kassanum" með 10% aflans sem neyslufisk, eins og reyndin hefur verið. Danska stjórnin hefur til þessa ekki viljað fallast á neinar málamiðlunartillögur í samn- ingaviðræðum við Englendinga innan EBE. Danskir sjómenn eru einhuga um að vernda þau hefðbundnu veiðisvæði, sem þeir hafa haft. Ef Danir samþykktu tillögur Englendinganna hefði það í för með sér 20% minnkun flotans í Esbjerg. Flotinn hefur minnkað um nákvæmlega helm- ing á undanförnum fimm árum og yngri kynslóð danskra sjó- manna telur, að útilokað sé að minnka hann enn frekar. Utanríkisráðherra V-Þýska- lands, Hans-Dietrich Genscher, HANS-DIETRICH GENSCHER: vill miðla málum. komnir hvoru megin Norður- sjávar sem er. Vegna þessa eiga starfandi danskir sjómenn erfitt með að kyngja þeirri staðreynd, að stórum hluta flotans þurfi að leggja. Sömu sögu er að segja af breskum sjómönnum, en dag- blöð, útvarp og sjónvarp þar í landi hafa gert slíkt mál úr þess- ari deilu og vakið þjóðina til meðvitundar í slíkum mæli, að aðgerða er beinlínis krafist gegn dönskum fiskiskipum. Herferð þessi í fjölmiðlum hefur að auki gert það að verk- um að breskar eiginkonur hafa hafið herferð þar sem þær hvetja fólk til að kaupa ekki danskar landbúnaðarvörur, sér í lagi flesk og smjör. Slík fjölda- samtök gætu komið dönskum landbúnaði illa því Bretar kaupa árlega geysilegt magn landbún- aðarvara af Dönum. Það er því ljóst af framan- greindu, að deilan stendur í sjálfu sér ekki um hversu marga fiska hvor aðili á að veiða, held- ur er þetta mál orðið hápólitískt. Þegar svo er komið hefur breska ríkisstjórr.in mikilla hagsmuna að gæta vegna komandi kosn- inga. Sú staðreynd öðrum frem- ur er talin skýringin á skorti á samningsvilja af hálfu bresku ríkisstjórnarinnar í þessu máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.