Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 19 Landsvirkjun hefur formlega tekið við rekstri byggðalína MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Landsvirkjun og Rafmagnsveitum ríkisins vegna virkjunarmála, yfir- töku byggðalína og fleira: Eins og áður hefur verið greint frá var hinn 11. ágúst sl. undir- ritaður samningur milli ríkis- stjórnar íslands og Landsvirkjun- ar um virkjunarmál, yfirtöku byggðalína o.fl. og var samningur- inn staðfestur af iðnaðarráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt samningi þessum tek- ur Landsvirkjun að sér að reisa og reka sem sína eign nýjar virkjanir og yfirtekur jafnframt aðalstofn- línur landskerfisins, hinar svo- nefndu byggðalínur. Einnig felst í samningnum skuldbinding af hálfu Landsvirkjunar til að selja raforku í heildsölu eftir sömu gjaldskrá á afhendingarstöðum í öllum landshlutum. I samræmi við framangreindan samning tók Landsvirkjun við af Rafmagnsveitum ríkisins sem virkjunaraðili við Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkjun og Villinganes- virkjun hinn 1. október sl. og frá og með næstu áramótum tekur Landsvirkjun við byggðalínum til eignar og rekstrar, sem Raf- magnsveitur ríkisins hafa reist og rekið í umboði iðnaðarráðuneytis- ins. Er hér um að ræða eftirtaldar 132 kV línur: — Lína Brennimelur — Vatns- hamrar — Hrútatunga — Laxár- vatn — Varmahlíð — Rangárvell- ir (svonefnd Norðurlína). — Lína Rangárvellir — Kröflu- virkjun (svo nefnd Kröflulína). — Lína Krafla — Hryggstekkur (svonefnd Austurlína). — Lína Hryggstekkur — Djúpi- vogur — Hólar (svonefnd Suð- austurlína). — Lína Hrútatunga — Gler- árskógar — Geiradalur — Mjólká (svonefnd Vesturlína). Ennfremur tekur Landsvirkjun nú um áramótin við 132 kV há- spennulínu frá Höfn í Hornafirði um Prestbakka að Sigöldu, svonefndri Suðurlínu, sem nú er í byggingu á vegum Rafmagns- veitna ríkisins. Samhliða yfirtöku byggðalína tekur Landsvirkjun að meira eða minna leyti við tiltekn- Dalvík: A nýrri brú Dalvik. 2. janúar. EINS OG fram hefur komið í fréttum var tekin í notkun ný og mikil brú yfir Svarfaðardalsá við Argerði nú í haust. Á þessari nýju brú er töluverð beygja en það er fremur fágætt að brýr séu byggðar þannig hér á landi. Fyrsti bíllinn á brúna var A 1000 sem er í eigu Jónasar Hall- grímssonar, Ijósmyndara á Dalvík. Fylgja hér tvær myndir og sýnir önnur þeirra glögglega beygjuna á brúnni en á hinni stendur Jónas fyrir utan bíl sinn á miðri nýju brúnni. Fréttaritarar Hafnarey SU gefið nafn HAFNAREY SU 110, hið nýja skip Hraðfrystihúss Breiðdals- víkur. Þetta er fyrsta skipið sem smíðað er í raðsmíðaverkefninu svokallaða. Myndin er tekin þegar skipinu var geflð nafn við athöfn í skipasmíðastöð Þor- geirs & Ellerts hf. á Akranesi sl. þriðjudag. í frétt Mbl. á miðvikudaginn misprentaðist nafn skipsins á tveimur stöðum og var það nefnt Hafursey. Á neðri myndinni sést Pétur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Breiðdalsvíkur, og Ólöf Kristjánsdóttir tengda- dóttir hans sem gaf skipinu nafn. MorKunblaðið/Árni Arnason. INNLENT um aðveitustöðvum í byggðalínu- kerfinu, ýmist fullbúnum eða í byggingu, og verða þær sameign Landsvirkjunar og Rafmagns- veitna ríkisins í ákveðnum eign- arhlutföllum. Orkuveitusvæði Landsvirkjunar takmarkaðist upphaflega við Suð- vesturlandið eitt, en við yfirtöku Landsvirkjunar á byggðalínum og aðveitustöðvum verður orkuveitu- svæði Landsvirkjunar nánast landið allt og jafnframt fjölgar verulega afhendingarstöðum raf- magns frá Landsvirkjun. í umræddum samningi er gert ráð fyrir því að Rafmagnsveitur ríkisins annist þjónustu fyrir Landsvirkjun við byggðalínur, að- veitustöðvar og stjórnstöðina á Akureyri samkvæmt sérstökum samningi, sem gera skuli fyrir 1. janúar 1983 og var hlutaðeigandi þjónustusamningur milli Lands- virkjunar og Rafmagnsveitnanna undirritaður í dag svo og verk- samningur þeirra í milli um að Rafmagnsveitur ríkisins taki að sér að ljúka á næsta ári í sam- vinnu við Landsvirkjun byggingu Suðurlínu svo og nokkurra að- veitustöðva. Stefnt er að því að Suðurlína verði komin í gagnið 1. desember 1983, en við tilkomu hennar verður lokið hringteng- ingu meginstofnlína landsins og eykst þá að mun afhendingarör- yggið á orkuveitusvæðum Lands- virkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins. Samningur ríkisstjórnarinnar og Landsvirkjunar frá 11. ágúst sl. kveður sérstaklega á um skyldu Landsvirkjunar til að gera raf- magnssamninga við almennings- rafveitur svo og samrekstrar- samninga við rafmagnsframleið- endur sem tengjast stofnlínukerfi Landsvirkjunar. Voru slíkir samn- ingar undirritaðir í dag milli Landsvirkjunar og Rafmagns- veitna ríkisins. Jafnframt eru um þessar mundir að hefjast viðræður um slíka samninga milli Lands- virkjunar og annarra almennings- rafveitna. NiDri/n/i oNSS rti I Dansstúdíó er lögö áhersla á hreinan jassballett eins og hann gerist bestur I helminum í dag. Þar er boóiö upp á 12 vikna byrjenda- og framhaldsnámskeid fyrir alla aldurshópa frá 7 ára aldri, jafnt konur sem karla. Innritun: Reykjavík: Alla virka daga kl. 10-12 og 13-17 í síma 78470 Keflavík: Alla virka daga eftirkl. 18 ísíma 1395 Námskeið hefjast 10. janúar. Skírteini verða afhent sunnudaginn 9. janúar í kennsluhúsnæðinu að Brautarholti 6. í jassballett haldast hollustan og skemmtunin í hendur. dANSSTLldíÓ Sóley Jóhannsdóttir L. U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.