Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1983 7 z' Læriö vélritun Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Dagtímar, síödegistímar. Innritun og upplýsingar í síma 76728 og 36112. Ný námskeið hefjast þriöjudaginn 1. marz. Vélritunarskóiinn, Suöurlandsbraut 20, sími 85580. v_________________________________________________________/ __________________________________________________________/ Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á sjötugsafmœlinu með heimsóknum, gjöfum, skeyt- um eða með öðrum hætti. Guð blessi ykícur öll. Lifið heil. Kristinn Ólafsson, Hænuvík. SIJÚRNUNARFRIEBSLA SIMANAMSKEIÐ Tilgangur námskeiðsins er aö þjálfa símsvara í aö tileinka sér hina ýmsu þætti mannlegra samskipta og fræöa þá um þau símatæki, sem almennt eru notuö þannig aö þeir geti betur innt starf sitt af hendi. Efni: Störf og skyldur símsvara. Símaháttvísi. Símsvörun og símatækni. Námskeiöiö er einkum ætlaö þeim sem vinna viö símsvörun, hvort sem um er að ræöa hjá fyrirtækjum eöa opinberum stofnunum. Einnig er þetta gott tækifæri fyrir þá sem eru aö fara út á vinnumarkaöinn eftir lengri eöa skemmri tíma. Staður: Síðumúli 23. Tími: 1.—3. mars kl. 09.00—12.00. L«MMkwndun Þoritoinn óikinion J-lt J- tjvnuarsyofi SKRIFSTOFUHALD 0G SKRIFSTOFUHAGRÆÐING Tilgangur námskeiösins er aö kynna stööu skrifstofu innan fyrirtækja og hvaöa þýöingu starfsemi þar hefur fyrir fyrirtækiö í heild. Gerö veröur grein fyrir hvernig skipuleggja á starf- semi á skrifstofu í heild, hvernig verkaskiptingu er eölilegt aö koma á og hvernig nýta má ritvinnslu til aö auka hagræöingu verkefna. Fjallaö er um hlutverk skrifstofunnar og gerö grein fyrir þeim verkefnum, sem þar eru unnin. Kynnt verður hvernig stjórnskipulag má hafa á skrifstofum, verkaskiptingu og annaö varöandi starfsmannahald. Aö lokum veröur fjallaö um mögulegar hagræö- ingaraögeröir á skrifstofu og kynnt nýjasta skrifstofutækni sem notuö veröur á skrifstofu framtíöarinnar. Námskeiöiö er ætlaö skrifstofustjór- um og öðrum sem annast skipulagn- ingu og stjórnun á skrifstofum. Staður: Síðumúli 23. Tími: 7.—10. mars kl. 14.00—18.00 Kolbrún Þ6rti«»»dóltlí MAbnnandi hjá TðivufraMu SFl ATH.: Fræðslusjóður Verslunarmanna- félags Reykjavíkur greiðir þátttöku- gjald félagsmanna sinna á þessum námskeiðum og skal sækja um það á skrifstofu VR. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfé- lagsins í síma 82930. ASTJðRNUNARFÉLAG ISLANDS SÍÐUMULA 23 SÍMI82930 m n 3 Áskriftarsíminn er 83033 Ef.. þá hefði Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalags- ins, fór á kostum við það f sjónvarpsþættinum Á hrað- bergi á þriðjudagskvöld að staðfesta tvískinnung Al- þýðubandalagsins og tvö- feldni í öllum málum, stór- um sem smáum. Líkiega er einsdemi, að maður sem hefur verið ráðherra í ríkis- stjóm á 5. ár og er formað- ur stjórnmálaflokks skuli láta eins og það komi hon- um ekkert við, hvað þessi ríkisstjórn hafí veríð að gera. Allur málflutningur Svavars gekk út á það, að ef Alþýðubandalagið hefði ráðið hinu eða þessu þá væm mál augljóslega með öðmm hætti. „Við hefðum farið úr stjórn ef miðstjórn flokks okkar hefði samþykkt að við ættum að fara úr ríkis- stjórn,“ sagði Svavar Gestsson, þegar hann var að því spurður, hvort hon- um þætti ráðherrastóllinn svo þægilegur að hann mætti ekki af honum sjá. Svavar var spurður að þessu eftir aö hafa flutt Íangar ræður um að ríkis- stjórnin hefði verið dauð svo mánuðum skipti og þess vegna ófær um að taka ákvarðanir í efna- hagsmálum. Sjálfur sagðist Svavar svo hafa viljað að stjórnin ryfi þing og efndi til kosninga haustið 1982, að vísu rifjaði Svavar það ekki upp sem hann sagði í Osló um helgina, að hann hefði viljað kosningar í ársbyrjun 1982. Eftir að hafa horft á flokksfor- manninn í sjónvarpi, kem- ur áhorfanda helst til hug- ar, að í Osló hafí Svavar verið spurður af hverju hann hafí ekki viljað kjósa fyrr en haustið 1982 og þá hafí hann sagst hafa viljaö gera það í ársbyrjun 1982. Öll svör Svavars Gests- sonar einkenndust nefni- lega af svo takrnarkalau.su lýðskrami að undram sætti, enda er lýðskramið nú eina haldreipi flokk.v broddanna í Alþýðubanda- laginu. Þeir forðast kjarna málsins en þyrla upp ryki með málæði og handapati að hætti gamalreyndra áróðursmeistara sem menn sjá sem betur fer helst á þöglum myndum og hefði svo sannarlega farið vel á því að sýna sumar senur Svavars án þess að talið heyrðist Hitt er svo annað mál, að Svavar var ólíkur sjálfum sér að því leyti, að hann talaði hrokalaust og án ofstækis. í sjónvarpinu var fíokksformaöur í vörn, byltingarhugsjónin horfín, hann var ekki einu sinni talsmaður ríkisforsjár. Niðurstaðan varð þessi: að Sjónhverfingin holdi klædd Hér sjást þeir ræðast við í þinghúsinu Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, og Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins. Ekki er vitað hvað þeir ræddu en samkvæmt lýsingu Svavars í sjónvarpinu á þriðjudagskvöldið hefur hann vafalaust veriö að leggja að Gunnari að rjúfa nú þing og efna til kosninga. Var svo að skilja á Svavari aö þetta hefði verið helsta baráttumál hans a.m.k. síöasta misseriö. Hann vísaði því hins vegar til miöstjórnar flokks síns, hvers vegna hann heföi ekki gripið til þess ráðs sem hefði dugað til að knýja fram kosningar, aö segja sig úr ríkisstjórninni. formanninum þótti hentast að leggja Alþýðubandalag- ið niður, upp úr stólnum framsóknarkrati frá 4. ára- tugnum. Trúir madur- inn þessu? Á stundum fékkst Svav- ar til að viðurkenna það, aö mikill vandi steðjaði að þjóðinni. Hann hafði úr- ræði á hverjum fíngrí: 1) Skera niður yfirtíð; 2) fækka bönkum; 3) fækka heildsölum; 4) fækka olíu- félögum; 5) hálfloka Fram- kvæmdastofnuninni. Ekk- ert af þessu myndi leiða til atvinnuleysis en hins vegar leysa þjóðarvandann (!) og því til stuðnings vitnaði Svavar í grein sem hann hélt að hefði birst í tímariti Fiskifélags íslands, Ægi. En mestu máli skipti fyrir íslendinga í baráttunni við atvinnuleysisvofuna, að við ættum Alþýöubandalagið að vopni! Það er hin mikla bjargvættur sem aðrar þjóðir Norðurálfu er við þessa skelfílegu vofu berj- ast hafa ekki kynnst „ís- land á róttækan fíokk, Al- þýðubandalagið," sagði Svavar Gestsson og setti á sig svip Guðmundar J. „sem þolir ekki atvinnu- leysi“ — nema þegar efna þarf til pólitísks útfíutn- ingsbanns. I upphafí máls síns lét Svavar það koma fram af alkunnri hæversku, að all- ur vandi íslendinga væri af erlendum toga, stjórnin gæti ekki betur af því að útlendingar stjórnuðu svo illa í löndum sínum. Hvernig værí að þeir al- þýðubandalagsmenn reyndu að uppræta þennan vanda með því að kynna öðram þjóðum þær „pat- ent-lausnir" sem Svavar Gestsson boðaði í sjón- varpinu. Með því væri unnt að slá tvær fíugur í einu höggi, trúir ríkishítinni myndu þeir í Alþýðubanda- laginu láta hagnaðinn af einkaleyfissöhmni renna í hana og svo yrði á svip- stundu jafn blómleg tíð í útlöndum og Svavar boðar hér. Án þess að blikna lýsti Svavar því yfir, að það værí mjög mikilvægt, að fíokkur sinn værí í ríkisstjórn og úr svipnum mátti ráða þessa yfirlýsingu: Og ég ráðherra! En þegar það var svo borið upp á hann, að flokkur hans hefði miðað við hans eigin orð í þættinum skýrar hugmyndir um hvernig þjoðarvandann mætti leysa, bað Svavar sérstak- lega um að fá að koma því á framfæri, að þeir þættust ekki hafa neinar auðveldar lausnir á takteinum! — sem heitir „understate- ment“ á ensku. Og eftir að flokksfor- maöurinn hafði talað eins og hríðskotabyssa til að skjóta fyrirspyrjendur og áhorfendur í kaf, glotti hann við tönn þegar hann var spurður um herinn og jafnréttið og sagðist lítið hafa getað sagt vegna langra fyrirspurna og nú þyrfti hann líklega khikku- tíma í viðbóL Var rétt hjá fyrirspyrjendum að slíta umræðum við svo búið. IA HA AM I M TT Lítið meira Sér permanentherbergi Tímapantanir í síma 12725 mest Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.