Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 48
. — ■ — ^/\skriftar- síminn er 830 33 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1983 ^Auglýsinga- síminn er 2 24 80 Frumvarp þingmanna Alþýðubandalags: Einhliða hækkun orkuverðs til ÍSAL Morgunblaðið/Sigurgeir. Þad er ekki á hverjum degi sem ljósmyndarar rekast á báta í háloftunum. Þetta gerðist þó í Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Það er vélbáturinn Lubbi, sem hangir hér í krana, en hann hafði sokkið í höfnina. „Video-Son“ hættí útsend- ingum tíl nær 6.000 íbúða Ríkissaksóknari höfðar opinbert mál á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum fyrirtækisins HLUTAFÉLAGIÐ Videoson sem rekið hefur sjónvarp um þráð til allt að sex þúsund íbúða á höfuðborgarsvæðinu, hætti starfrækslu sinni í gær, í kjölfar þess að ríkissaksóknari höfðaði opinbert mál fyrir sakadómi Reykjavíkur á hendur núverandi stjórnarmönnum hlutafélagsins þar sem þess er krafist að þeir verði dæmdir til að sæta upptöku á tækjum og búnaði, sem notaður hefur verið til starfseminnar. Mál var einnig höfðað gegn þremur fyrrverandi stjórnarmönnum hlutafélagsins og þess krafíst að þeir verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Reikna má með að hátt á þriðja tug þúsunda manna hafí notið útsendinga „Videoson". Sveinn R. Eyjólfsson núverandi formaður félagsins sagði aðspurð- ur um málið: „Við höfum hvorki heyrt hósta né stunu frá opinber- um aðilum fyrr en núna, en höfum tekið þá ákvörðun að loka strax á meðan við skoðum málið. Hins vegar vekur þetta mann til um- hugsunar um hver verði örlög allra þeirra kapalkerfa sem búið er að setja upp í landinu." Njáll Harðarson vélaleigumaður er einn af þremur fyrrverandi stjórnar- mönnum, sem ákærðir eru. Hann sagði: „Þetta kemur manni á óvart, sérstaklega eftir allan þennan tíma og einnig vegna þess hversu ríkið hefur lagt mikla áherslu á að innheimta söluskatt og skatta af starfseminni. Mér finnst reyndar farið skakkt að þessu. Það þarf að fá hreina línu í þessi mál með löggjöf, en ég held að þessi aðferð sé leið sem valin hefur verið til þessa að móta stefnuna, en hér er byrjað á öfug- um enda.“ í frétt frá ríkissaksóknara vegna málsins kemur fram, að rekstur hlutafélagsins undir stjórn þremenningana hafi átt sér stað frá árinu 1981 til 15. mars 1982, án leyfis og andstætt einka- rétti ríkisútvarpsins, með þeim hætti að settur var upp tæknibún- aður til útsendingar og dreifingar, séð um viðhald hans, útvegað myndefni sem sent var gegn leigu- gjaldi til sjónvarpstækja í íbúðum fjölbýlishúsa um loftnetskerfi þeirra. Náðu útsendingarnar til allt að 5.770 íbúða. Segir, að atferli ákærðu varði við 2. grein, samanber 24. grein útvarpslaga, og við 2. grein, sam- anber 1. og 27. grein fjarskipta- laga, samanber ný lög nr. 75/1982. I málinu, sem höfðað var 18. febrúar síðastliðinn, er þess kraf- ist að ákærðu verði dæmdir til refsingar, til greiðslu sakarkostn- aðar svo og að núverandi stjórn- armenn verði dæmdir, fyrir hönd hlutafélagsins „Videoson", til að sæta upptöku á tækjum og búnaði, sem notaður hefur verið til starf- seminnar. Bráðabirgðalögin: Hörkudeil- ur Alþýðu- bandalags og Fram- sóknarflokks Ólafur Ragnar Grímsson. Þingmenn Alþýðubandalags í neðri deild Alþingis lögöu í gær fram frumvarp til laga um einhliða hækk- un orkuverös frá Landsvirkjun til ál- versins í Straumsvík. Samkvæmt frumvarpinu skal þegar hækka raf- orkuverð til ÍSAL úr 6,45 mill á kfló- vattstund í 12,5 mill, sem er því sem næst tvöföldun. Síðan skal leita endurskoðunar raforkuverðsins með samkomulagi við Alusuisse. Ef sam- komulag næst ekki fyrir nk. áramót Laun hækka um 14,74% KAUPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærslu- kostnaðar miðað við verðlag í byrjun febrúar 1983 og reyndist hún vera 242 stig, miðað við grunntölu 100 í janúarbyrjun 1981, eða 7.845 miðað við eldri grunn. Hækkun hennar frá síð- ustu upptöku er 15,15%. Þá hefur Kauplagsnefnd reiknað úr verðbótahækkun launa 1. marz nk., samkvæmt fyrirmælum í Ólafslögum og er hún 14,74%. Hækka því almenn laun um þá hundraðstölu frá byrjun næsta greiðslutímabils, 1. marz 1983. Eins og áður sagði er hækkun framfærsluvísitölunnar 15,15%, en frá henni dregst búvörufrá- dráttur upp á 0,45% og áhrif til frádráttar upp á 0,39% hefur verðhækkun tóbaks og áfengis 30. nóvember sl. Við bætist vegna viðskiptakjarabata á 3. og 4. ársfjórðungi 1982 0,43%, þannig að verðbætur verða 14,74% eins og áður sagði. Hækkun framfærsluváitöl- unnar á sl. tólf mánuðum er um 67,7%, en hún var 4.678 í febrú- ar á sl. ári. Ef framfærsluvísi- taian er framreiknuð næstu tólf mánuðina, miðað við 15,15% hækkun kemur út 75,8% hækk- un, þ.e. verðbólguhraðinn, ef miðað er við hækkun fram- færsluvísitölunnar. Hækkun verðbótavísitölu sl. tólf mánuði er um 46,7%, en ef hækkun hennar nú um 14,74% er framreiknuð kemur út 73,3% hækkun. Stórt frystihús, eign kaupfé- lagsins, er lokað, en togarar þess sigla með afla, meðan önnur vinnslufyrirtæki skortir hráefni. { dag átti að bjóða upp frystihúsið í Grindavík, en frestun fékkst á uppboðinu. Fyrirtæki í Keflavík hafa tilkynnt verkalýðsfélaginu að skal enn hækka orkuverðið í 15 til 20 mill á kflóvattstund. Þá segir í frumvarpinu að „ákvæði í 13. grein rafmagnssamn- ings milli Landsvirkjunar og ÍSAL um orkuverð svo og önnur ákvæði í samningnum, sem fara í bága við ákvæði 1. gr. laganna, eru úr gildi numin". Frumvarpinu fylgir greinargerð og fylgigögn upp á 360 blaðsíður. Kjartan Jóhannsson, formaður Al- þýðuflokksins, vakti athygli á því í umræðu um bráðabirgðalögin í efri deild (sjá þingsíðu Mbl. í dag), að frumvarp þetta væri hvorki flutt af ráðherra sem slíkum né ríkisstjórn, heldur af þingmönnum Alþýðubandalagsins. Hver kostaði samningu, gagnavinnslu og útgáfu bókar, sem þingmannafrumvarp- inu fylgir, spurði Kjartan? Var þessi vinna greidd úr ríkissjóði? óvíst sé um launagreiðslur nk. föstudag. Karl Steinar kvað meginskýr- ingu á þessu atvinnuástandi vera stjórnleysi í efnahagsmálum og hrikalega verðbólgu. Ástandið á eftir að versna enn, ef stjórnvalds- aðgerðir láta standa á sér. Alþingi eyðir tíma sínum í tilgangslaust þras meðan atvinnulífið brennur upp í þjóðfélaginu. Hann spurði Steingrím Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra, hvort von væri aðgerða af hálfu stjórnvalda, og ef svo væri, hverra, og hvort stjórn- völd ætluðu „að sjá sóma sinn í að stöðva siglingar togara með afla?“ Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, hvað sigl- ingar heyra undir viðskiptaráð- herra en ekki sjávarútvegsráð- herra. Togaraafli hefði verir rýr og aflasamsetning óhagstæð til vinnslu. Ekki hefðu öll frystihús útbúnað til að vinna karfa. Ríkis- stjórnin hefði mál þessi til um- fjöllunar, en hann væri óhress yf- ir, ef taka þyrfti erlend lán til að styrkja um 20 illa stödd fyrirtæki víða um land, þ.á m. á Suðurnesj- um, en viðræður stæðu nú yfir við Seðlabanka og viðskiptabanka um mál viðkomandi fyrirtækja. Hann gagnrýndi og stjórnarandstöðu fyrir að hafa fellt það ákvæði í bráðabirgðalögunum að taka gengismun af skreiðarframleiðslu, sem að hluta til hefði mátt nýta til stuðningsaðgerða við illa stödd sjávarútvegsfyrirtæki. Bráðabirgðalögin: Hörkudeil- ur Alþýðu- bandalags og Fram- sóknarflokks Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, bar þær sakir á Steingrím Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra, og Tómas Árna- son, bankamálaráðherra, að þeir hefðu ákvarðað fískverð og geng- isskráningu í janúarmánuði sl., sem farið hafí langt fram úr við- námsmörkum í fyrstu grein bráðabrigðalaga frá í ágúst sl., sett markmið þeirra úr skorðum og magnað verðbólgu. Steingrímur Hermannsson, ráðherra, sakaði Ólaf Ragnar um að mæla gegn réttmætum kjarabótum sjómanna, sem nú sættu aflasamdrætti, og að- gerðum til að forða rekstrar- stöðvun í sjávarútvegi. Hann kvað ríkisstjórnina hafa brugð- izt of seint við verðbólguvand- anum á liðnu ári (bráðabrigða- lög í ágúst), þó vandinn hafi verið fyrirséður í upphafi árs, en Alþýðubandalagið hafi þvælst fyrir nauðsynlegum að- gerðum. Sjá frásögn af þessari umræðu á þingsíðu Mbl. í dag. Hrikalegt atvinnuástand á Suðurnesjum: Hundruð manna atvinnu- lausir - fyrirfæki að stöðvast — sagði Karl Steinar Guðnason á Alþingi Nú, á hávertíðinni, eru 176 manns, konur og karlar, á atvinnuleysisbótum í Kefíavík, sagði Karl Steinar Guðnason (A) í umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær. Atvinnuhorfur á Suðurnesjum er mjög slæmar, hundruð manna eru án atvinnu og fjöldi fyrirtækja starfar af vanmætti og kunna að stöðvast fyrr en varir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.